Fréttablaðið - 30.12.2005, Síða 16
30. december 2005 FRIDAY
FRÉTTASKÝRING
JÓHANN HAUKSSON
johannh@frettabladid.is
Heróín hefur hingað til ekki verið talið
eitt af þeim fíkniefnum sem ástæða
væri til að hafa áhyggjur af hér á landi
enda úrval þess verið lítið sem ekkert
og efnið verið mun dýrara en flest önnur
efni á markaðnum. Þrátt fyrir að lögregla
segi lítið af efninu í umferð er ýmislegt
sem bendir til að raunin sé önnur.
Hvað er heróín?
Heróín er ávanabindandi fíkniefni sem
unnið er úr morfíni, sem svo aftur er
unnið úr fræjum valmúaplöntunnar
asísku. Heróínnotkun er vaxandi vanda-
mál í vestrænum löndum og gefa rann-
sóknir til kynna að sífellt fleiri neytendur
sjúgi það upp í nefið eða reyki efnið í
stað þess að sprauta því eins og áður
þar sem efnið er hreinna og betur unnið
en var hér fyrr á tíð. Ýmsir telja hættuna
minni við það en svo er ekki.
Hvað áhrif hefur það?
Áhrifin finnast fljótt eftir einn skammt
og hverfa að nokkrum tímum liðnum.
Líkaminn fyllist af orku.
Húðin roðnar og munn-
ur verður þurr. Eftir þessa
fyrstu þeysireið upplifir neyt-
andinn sljóleika enda sljóvgar efnið
miðtaugakerfið. Sé um langvar-
andi neyslu að ræða eru líkamleg
einkenni mun alvarlegri. Æðar falla
saman og sýking getur komið í hjarta og
lifur. Öndunarerfiðleikar fylgja í kjölfarið
og kvef og hálsbólga er algeng.
Af hverju er það svona hættulegt?
Fráhvarfseinkenni myndast strax eftir fyrsta
skammt. Neytandi finnur um leið þörf
fyrir annan skammt, verkir koma í bein
og vöðva, svefnleysi er algengt og í verstu
tilvikum fá menn niðurgang og uppköst.
Hætti langtímaneytandi neyslunni skyndi-
lega getur það dregið hann til dauða.
FBL GREINING: HERÓÍN
Vart til sterkara fíkniefniH blaelgar ›
Hefurflúsé›
DV í dag
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 298. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2005
Áramótablað
Dæmdur eiturlyfjasmyglari á „dauðahúsin“ í miðbænum
Skemmtilegustu
annálarnir
2005
EVA SÓLANSYRGÐI FÖÐURSINN Á
JÓLUNUM
Fór í glasafrjóvgun
og missti móður sína
Steinunn
Valdís
MYRTIR
AF VINUM
SÍNUM
Eiður Smári íþróttamaður ársins
Íslenska undrið í Chelsea, einu besta félagsliði veraldar, er að mati
lesenda DV mesti íþróttamaður Íslendinga árið 2005. Eiður Smári
Guðjohnsen þakkar fyrir sig í DV í dag: „Mér þykir afar vænt um þetta.“
Bls. 20-21
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 296. TBL. – 95. ÁRG. – [MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005] VERÐ KR. 220
Sjö barna móðir jarðsett daginn fyrir Þorláksmessu
Lést hálffertug frá nýfæddum tvíburum
HAFRÚN HAFSTEINSDÓTTIR VILDI BÖRNUM SÍNUM ALLT GOTT EN HJARTAÐ GAF SIG Á AÐVENTUNNI Bls. 6
Bls. 10–11
– JÓHANN BRAUT UPP HURÐINA OG FANN ÞAU
– GRUNAR AÐ ÞRIÐJI AÐILI EIGI HLUT AÐ MÁLI
– LÖGREGLAN ÚTILOKAR EKKERT
Heróínið drap Jón Inga og Ólöfu Lindu á jóladagNÁGRANNARNIRAFÞÖKKUÐU HERÓÍN OG LIFÐUVill rífa húsin og byggja verslunarmiðstöð Bls. 6
Bls. 22
Bls. 37
Árið 2005FRÉTTAANNÁLL DV
Bls. 10–17
Gleðilegt ár
?
MYRTIR
AF VINUM
SÍNUM
Árið 2005
FRÉTTAANNÁLL DV
helgar augl 29.12.2005 19:55 Page 3
Kröfur stjórnarandstöðunnar um að
kalla þing saman í stutta stund í dag
eða á morgun, gamlársdag, virðast í
fljótu bragði vera raunhæfar.
Geir H. Haarde, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, þvertekur fyrir að
setja bráðabirgðalög um að fresta
launahækkunum þingmanna, ráð-
herra, dómara og nokkurra emb-
ættismanna nú um áramótin. Nær
væri þá að kalla þing saman að mati
Geirs.
Geir og forsætisráðherra ætla
þrátt fyrir þetta að freista þess að
halda sig við þá ákvörðun að koma
á fót nefnd sem fær það verkefni að
endurskoða lög um ákvörðun launa
þingmanna og embættismanna.
En hvernig á að leysa vandann
um áramótin?
Þingið til óþurftar
Ætla má að tregðan við að kalla
þing saman eigi að einhverju leyti
rætur að rekja til ákveðinnar tog-
streitu milli framkvæmdavaldsins
og löggjafarvaldsins. Sérfróðir
menn hafa þráfaldlega bent á mikið
vald ríkisstjórna gagnvart löggjaf-
arþinginu og að þær líti gjarnan á
Alþingi sem afgreiðslustofnun og í
versta falli þránd í götu valdboða
sinna.
Formenn stjórnarandstöðuflokk-
anna hétu því í gær að afgreiða
frestun ákvörðunar Kjaradóms um
launahækkanir með einfaldri laga-
setningu á stuttum fundi. Allt kom
fyrir ekki.
Ef til vill var það af sama meiði
þegar stjórnarandstæðingar báru
sig illa undan því að forsætisráð-
herra hefði í raun ekki haft neitt
samráð um skipan þverpólítískrar
nefndar sem falið yrði að endur-
skoða lögin um Kjaradóm og kjara-
nefnd. Miklu frekar hefði verið um
einhliða yfirlýsingar af hans hálfu
að ræða.
Launamisrétti rætt síðar
Á stjórnarliðum og ráðherrum mátti
heyra í gær að þeir kærðu sig lítið
um að taka snerru við stjórnarand-
stöðuna á þingfundi fyrir áramótin
um gliðnun milli fátækra og ríkra,
stórkostlegt launaskrið betur meg-
andi stétta og fleira í þeim dúr.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, þvertek-
ur fyrir að stuttur þingfundur um
frestun hefði leiðst út í slíka sálma.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri grænna, tekur undir
slíkt. „Sú umræða bíður þangað til
í janúar.“
Um þetta segir Steingrímur
raunar að niðurstaða Kjaradóms
endurspegli ört vaxandi kjaramun í
landinu. „Um þessi sömu áramót og
úrskurður Kjaradóms tekur gildi
eru stjórnvöld að færa tekjuhæsta
fólkinu og mesta eignafólkinu í
landinu stórkostlegar skattalækk-
anir. Það snýst um margfalt hærri
fjárhæðir en þær sem hér eiga í
hlut og meta má sem gríðarlegar
launahækkanir. Hér er ég að tala
um niðurfellingu hátekjuskattsins
og eignaskattsbreytingarnar sem
gagnast vitanlega mest eignafólki.
Þetta er heldur betur nýársgjöfin,“
segir Steingrímur.
Nefndin
Við ríkisstjórninni blasir að leysa
þann hnút sem skapast um ára-
mótin. Grétar Þorsteinsson, forseti
Alþýðusambandsins, hefur litla trú
á að nefnd sem endurskoða á lög
um ákvörðun kjara þjóðkjörinna
einstaklinga og dómara muni skipta
sér af gengnum úrskurði sem tekur
gildi 1. janúar. „Ég hef mjög tak-
markaða trú á að niðurstaða þessar-
ar nefndar verði afturvirk þegar til
kastanna kemur. Ég hef afskaplega
litla trú á að sú nefnd lækki laun
þessa fólks,“ segir Grétar.
Yfirlýsing þingflokks Vinstri
grænna um þetta er skýr: „VG mun
tilnefna fulltrúa í nefnd þá sem for-
sætisráðherra hefur skýrt frá að
hann hyggist skipa vegna nýlegs
úrskurðar Kjaradóms. Þetta er að
því gefnu að þing hafi áður komið
saman, það er á morgun (í dag), til
að afgreiða lög um frestun gildis-
töku Kjaradóms frá 19. desember.“
„Við viljum gera skýran
greinarmun á viðfangsefni
umræddrar nefndar og þessu til-
tekna úrlausnarefni sem við blasir
um áramótin. Nefnd sem skipuð
verður hefur ekkert með það að
gera,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir eftir þingflokksfund Sam-
fylkingarinnar í gær.
Þess hefur verið farið á leit við
Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráð-
herra og bankastjóra Norræna fjár-
festingarbankans, að hann taki að
sér formennsku í umræddri nefnd.
Hann sat eitt sinn í Kjaradómi og
er reyndur maður. Eftir því sem
næst verður komist kærir hann sig
ekki um að hafa afskipti af þeim
úrskurði sem fjaðrafokinu veldur
nú um áramótin, þótt hann kunni
að vera til viðræðu um að skoða
framtíðarskipan kjaramála æðstu
embættismanna og þjóðkjörinna
fulltrúa.
JÓN SIGURÐSSON Orðaður við formennsku
í nefnd sem endurskoðar lög um Kjara-
dóm.
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Einfalt
og sjálfsagt að boða stuttan þingfund.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Tilnefnir í
nefndina því aðeins að þing komi saman
fyrst.
GRÉTAR ÞORSTEINSSON Hefur enga trú
á að nefndin leiðrétti hækkunina nú um
áramótin.GEIR H. HAARDE Vill engin bráðabirgðalög.
Ríkisstjórn neitar
sér um aðstoð þings
Vandann samfara gildistöku úrskurðar Kjaradóms um áramótin hefði mátt
leysa með aðstoð þingsins. Ríkisstjórnin neitar sér um slíkt og boðar útfærslu á
sínum lausnum í dag sem og samráð við stjórnarandstöðuna.