Fréttablaðið - 30.12.2005, Qupperneq 24
30. desember 2005 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Pólitískar áramótasprengjur gefa
okkur fyrirheit um að nýtt ár
verði ekki síður fjörugt á vett-
vangi þjóðmála en það sem var
að líða. Þegar við horfum um öxl
blasa við formannaskipti í tveim-
ur stærstu flokkunum og endan-
leg sundrung Reykjavíkurlistans,
prófkjör, ofursterk króna og við-
kvæmt ástand á vinnumarkaði svo
eitthvað sé nefnt.
Framundan er línudans í efna-
hagsmálum og byggðakosningar í
maí. Fortíðin og framtíðin tengj-
ast hins vegar í núinu, þar sem
allir helstu ráðamenn þjóðarinnar
standa um áramót og kasta milli
sín kjaradómssprengju og von-
ast til að hún verði ekki í þeirra
höndum þegar og ef hún springur.
Kjaradómsmál eru að verða að
farsa sem ugglaust væri spreng-
hlægilegur ef ekki væri fyrir
það hversu alvarlegar afleiðingar
hann gæti haft fyrir landsmenn
alla og efnahagsástandið í þjóðfé-
laginu. Stjórnmálaforingjar for-
dæma hækkunina í hópum - ekki
síst þingmenn, sem gómaðir hafa
verið af fjölmiðlum og munstrað-
ir í viðtal. Svo verða þeir afar
sorgmæddir á svip þegar þeir
lýsa þeirri kvöð að þurfa að taka
sjálfir við hækkuninni. En hún sé
lögbundin og geti þeir nú farið að
brjóta lög með því að afþakka eða
gefa frá sér hækkunina - sem þeir
þó telja óeðlilega mikla!
Forsætisráðherra spilar undir
þessi skringilegheit með því að
senda dómsvaldinu Kjaradómi
beiðni um að taka aftur hækkun-
ina hjá þjóðkjörnum fulltrúum, en
skilur dómarana eftir því fram-
kvæmdavaldið megi ekki hlutast
til um kjör dómsvaldsins. Ekkert
hefur í sjálfu sér breyst varðandi
forsendur úrskurðarins og fyrir-
mæli framkvæmdavaldsins um
endurskoðun - sem þó voru ekki
fyrirmæli - höfðu því ekkert að
segja. Óbreyttar forsendur kalla
á óbreytta niðurstöðu segir Kjara-
dómur, sem er lógískt nema menn
hafi virkilega átt von á að Kjara-
dómur kúventi og kæmi fram með
maóíska sjálfsgagnrýni og játaði að
þrátt fyrir að hafa farið að lögum
hafi þeir ekki farið að pólitískum
rétttrúnaði og „hugsun Mao Zed-
ong“ eins og sagt var í eina tíð!
Svo virðist sem það verði hlut-
skipti Halldórs Ásgrímssonar
að halda á kjaradómssprengj-
unni yfir áramótin og koma því
þannig fyrir að þingmenn og
ráðherrar verði með einhverjum
hætti hýrudregnir aftur eftir að
hafa fengið sína umdeildu kaup-
hækkun. Það er mikið í húfi fyrir
forsætisráðherrann, því það
síðasta sem ráðherra efnahags-
mála þarf á að halda á tímum
ofurþenslu og spennu er að skapa
óróa á almennum vinnumarkaði,
enda verða orð hans ekki skilin á
annan veg en að sú kauphækkun
sem tekur gildi um áramót verði
afturkölluð fljótlega eftir að þing
kemur saman.
Það mun því mæða mikið á
Halldóri Ásgrímssyni á næstu
vikum og mánuðum og enn lendir
hann í því að velta steininum upp
fjallið. Hann virðist einhvern veg-
inn dæmdur til pólitísks mótlætis.
Að því leyti er staðan mjög ólík nú
í ársbyrjun hjá honum og hinum
foringja stjórnarsamstarfsins,
Geir Haarde. Geir hefur nánast
ekkert dregist inn í kjaradómsmál-
ið og mun væntanlega ekki þurfa
að bera mikla pólitíska ábyrgð á
því, þótt hann standi með Halldóri
alla leiðina. Eftir umfjöllun Ólafs
H. Torfasonar um nýja mynd Balt-
asars Kormáks „A Little Trip to
Heaven“ hefur hugtakið „Krists-
gervingur“ ratað inn í orðaforða
almennings. Íslensk pólitík eign-
aðist einmitt sinn „kristsgerving“
á árinu þegar Davíð Oddsson steig
til hliðar, hætti í pólitík og fór í
Seðlabankann. Einhvern veginn
virðist hans pólitíska útganga
hafa orðið að friðþægingu fyrir
syndir Sjálfstæðisflokksins líkt
og þegar Kristur dó forðum fyrir
syndir mannanna. Geir Haarde
stendur eftir syndlaus, með hreint
borð og skorar grimmt í könnun-
um. Þrátt fyrir yfirlýsingar um
samhengi er alls óvíst hvort og að
hve miklu leyti pólitík Geirs verð-
ur framhald af davíðskunni.
En það eru fleiri pólitískar
sprengjur sem hafa verið tengd-
ar nú í árslok sem tifa munu fram
á nýja árið og tryggja samfellu
og spennu. Það ber kannski hæst
hvernig spilast úr hjá flokkunum
sem mynduðu Reykjavíkurlist-
ann. Raunar eru málin nokkuð
komin á hreint hjá Vinstri græn-
um, en bæði framsóknar- og sam-
fylkingarmenn eru að sigla inn í
spennandi prófkjörskosningar.
Hjá Samfylkingu þar sem þrír
forustumenn Reykjavíkurlistans
fara fram hver gegn öðrum gæti
dregið til tíðinda og búast má
við áhugaverðu samspili þeirr-
ar baráttu og kjaradómstíma-
sprengjunnar, vegna útspils
Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur
borgarstjóra í launamálum.
Hjá Framsóknarflokknum
mun ekki síður verða fróðlegt að
fylgjast með framvindunni, því
prófkjörið í Reykjavík er í raun
mælikvarði á styrk flokksforust-
unnar. Nái Björn Ingi Hrafnsson
- sem er óopinber frambjóðandi
flokksforustunnar - ekki afger-
andi kjöri eru það sterk skilaboð
til formanns flokksins um að fólk
sé ekki ánægt með stöðu mála.
Þeir kunna listina að skamma
Albaníu í Framsókn - þó þeim
þyki ekki við hæfi að skamma
formanninn beint gefst þeim nú
kostur á að skamma aðstoðar-
mann hans, telji þeir ástæðu til.
Það stefnir því í áframhaldandi
fjör. Gleðilegt nýtt ár! ■
Pólitískar áramótasprengjur
Í DAG
STAÐA STJÓRNAR-
HERRA
BIRGIR
GUÐMUNDSSON
Íslensk pólitík eignaðist einmitt
sinn „kristsgerving“ á árinu
þegar Davíð Oddsson steig til
hliðar, hætti í pólitík og fór
í Seðlabankann. Einhvern
veginn virðist hans pólitíska
útganga hafa orðið að friðþæg-
ingu fyrir syndir Sjálfstæðis-
flokksins líkt og þegar Kristur
dó forðum fyrir syndir mann-
anna.
AUGL†SINGASÍMI
550 5000Sögurnar, tölurnar, fólki›.
Slagurinn hafinn
Framboðsfrestur í prófkjöri Framsókn-
arflokksins í Reykjavík rann út í gær og
ljóst er að þrír sækjast eftir efsta sæti
listans: Anna Kristinsdóttir, Björn Ingi
Hrafnsson og Óskar Bergsson.
Á netinu er vefsíða sem gagnleg getur
verið frambjóðendum og snýst um það
eitt að finna kjörorð sem geta orðið
mönnum til framdráttar þegar mikið
liggur við. Slóðin er www.sloganizer.
net.
Við sláum inn Björn Ingi og fáum upp
af handahófi „Feel the magic of
Björn Ingi“ sem gæti þýtt
„Finnið töfra Björns Inga“.
Anna fær af handahófi
slagorðið „No need to worry
with Anna“ sem gæti útlagst
„Með Önnu kvíðum við
engu“.
Óskar hefur boðið Birni Inga og
flokksformanni sínum birginn. Vefurinn
úthlutar honum af handahófi slagorð-
inu „Óskar is the sound of the future“,
eða „Óskar er hljómur framtíðarinnar“.
Jafnaldrar
Nokkuð hefur verið bollalagt um
borgarstjórnarframboð Dags B. Egg-
ertssonar, sem á dögunum gekk til liðs
við Samfylkinguna og boðaði slag við
Stefán Jón Hafstein og Steinunni Valdísi
Óskarsdóttur um efsta sæti
listans.
Sagt er að í kjörþokkakeppninni
komi framboð Dags sér illa
á þrennum vígstöðvum. Í
fyrsta lagi dragi framboð
tveggja karlmanna í efsta
sætið úr sigurlíkum Stef-
áns Jóns. Í öðru lagi komi
framboðið illa við Sjálfstæðisflokkinn,
sem í prófkjöri hafnaði Gísla Marteini
Baldurssyni, jafnaldra Dags, í efsta sæti
listans. Í þriðja lagi komi þetta illa við
framboð Björns Inga Hrafnssonar á lista
Framsóknarflokksins en Björn er einnig
jafnaldri Dags. Enda hafa stuðnings-
menn Björns Inga þegar heimtað að
Dagur víki úr borgarstjórn.
Kjörorðavefurinn gefur Stefáni Jóni
slagorðið „Stefán Jón rules“ eða
„Stefán Jón ríkir“. Kjörorð Dags verður
af handahófi „Nothing is faster than
Dagur“ eða „Hraður Dagur“.
Steinunni Valdísi er úthlut-
að kjörorðinu „Don‘t get in
the way of Steinunn Valdís“
sem útleggst: „Vertu ekki
fyrir Steinunni Valdísi.“
johannh@frettabladid.is
Árið sem er að líða hefur verið íslensku viðskiptalífi einkar hagfellt að flestu leyti. Viðskiptalífið hefur sótt fram og íslenskir kaupsýslumenn haslað sér frekari völl og fest sig
í sessi á erlendum mörkuðum.
Fjármálafyrirtæki hafa vaxið að styrk og reynslu og flest
bendir til að Íslendingar muni uppskera vel af þeim kerfisbreyt-
ingum sem gerðar hafa verið með einkavæðingu og opnun hag-
kerfisins. Hlutabréfamarkaðurinn hefur borið þessa skýr merki
og nú líður senn þriðja árið í röð með stórfelldum hækkunum á
hlutabréfum stærstu fyrirtækjanna. Þessi góði gangur á mark-
aði setur einnig mark sitt á afkomu lífeyrissjóða, sem skila þriðja
góða árinu í röð.
Það er eðlilegt að menn spyrji sig þegar svo vel hefur gengið
hvort þetta muni halda áfram. Því er auðvitað erfitt að svara.
Ávöxtun erlendra fjárfestinga Íslendinga mun ráða því hvort
verðið sem nú er á markaði fær staðist. Undirstaða leiðandi fyr-
irtækja á íslenska markaðnum er sterk og stjórnendur þeirra
hafa sannað getu sína og hæfileika. Enn sem komið er virðast
ekki vera efni til að hafa stórar áhyggjur af þróuninni, þrátt fyrir
að með reglulegu millibili megi greina óútskýranlega ofsakæti í
gengi einstakra hlutafélaga.
Á hlutabréfamarkaði veit enginn hvar hann dansar næstu jól.
Eftir miklar hækkanir þurfa fjárfestar að vera vakandi fyrir
því að geðslag á markaði getur breyst hratt. Verkefni þau sem
stórhuga kaupsýslumenn hafa tekist á hendur ganga vonandi vel.
Úrtöluraddirnar eru nægar og bíða þess tækifæris með óþreyju
að segja: Sagði ég ekki, þegar eitthvað gengur ekki sem skyldi.
Það að einhver þeirra fjölmörgu verkefna sem ráðist hefur verið
í mistakist þýðir ekki að úrtölumennirnir hafi rétt fyrir sér. Sá
ótrúlegi árangur sem þegar hefur náðst, vegna djörfungar, hug-
myndaauðgi og þekkingar í íslensku viðskiptalífi, er að hluta til
þegar orðinn. Fjölbreytni þeirra verkefna sem ráðist hefur verið
í er þegar svo mikil að afar ólíklegt er að illa fari hjá mörgum í
einu.
Viðskipti eru áhættuiðja. Þar sigra þeir sem tilbúnir eru að
taka áhættu og leggja á sig erfiði og óvissu í von um ágóða. Aðrir
eiga ekki þangað erindi. Undanfarin ár höfum við borið gæfu til
að nýta tækifæri okkar vel. Sú undirstaða sem það hefur skap-
að mun gefa okkur enn fleiri tækifæri í framtíðinni. Stjórnvöld
geta með ýmsum hætti stutt við þessa þróun; fyrst og fremst með
því að hafa regluverk og umhverfi gagnsætt og einfalt, draga úr
umsvifum ríkisins á markaði og skapa farveg fyrir sköpunar-
kraftinn í samfélaginu. Það er einnig hlutverk stjórnvalda að
stýra efnahagslífinu þannig að jafnvægi haldist. Það er hættuleg
gata fram undan í stjórn efnahagsmála. Þenslan er mikil og lítið
má út af bregða ef aðlögun hagkerfisins þegar góðærinu lýkur á
ekki að verða sársaukafull.
Nýsköpun í landinu á erfitt uppdráttar og því miður hefur
varnaðarorðum úr þeirri átt ekki verið sinnt. Hversu bjart verð-
ur yfir efnahags- og viðskiptalífinu á næsta ári er sem fyrr að
mestu í okkar höndum. Hætturnar eru fleiri á því ári sem nú er
að renna upp en þær voru á því síðasta. Hver og einn verður að
kunna fótum sínum forráð og hafa vaðið fyrir neðan sig í fjár-
málum. Skuldsetning einstaklinga og fyrirtækja getur við áföll
orðið skelfilegt helsi og ógæfa. Það breytist seint, en þegar horft
er yfir heildarmyndina bendir flest til þess að tækifærin til þess
að vera herra eigin örlaga og skapa sér gott líf hafi sjaldan verið
meiri í sögu þjóðarinnar. Við slíkar kringumstæður láta margir
glepjast, en vonandi eru þeir fleiri sem nota hagstæð skilyrði til
að skapa sér innihaldsríkt og gæfusamt líf. ■
SJÓNARMIÐ
HAFLIÐI HELGASON
Merkilegt viðskiptaár er að baki.
Framtíðin er
í okkar höndum