Fréttablaðið - 30.12.2005, Side 26
30. desember 2005 FÖSTUDAGUR26
Fiskbúðin Hafrún
Skipholti 70
Sími 553 0003
Fiskbúðin Vör
Höfðabakka 1
sími 587 5070
Fiskbúðin Árbjörg
Hringbraut 119
Sími 552 5070
Stór
Humar
Risarækja, Hörpuskel,
Túnfiskur, Laxaflök
Margir nota áramótin til þess að
hætta að reykja og er það vel.
Hins vegar er mikill munur á því
að hætta að reykja „á hnefanum“
og að verða reyklaus til frambúð-
ar í hugsun og hegðun.
Vissulega þarf vilja til þess að
hætta að reykja en það er ekki það
eina. Vilja þarf að nota í upphafi
til þess að hemja gamalt hugarfar
reykingamannsins og halda niðri
nikótínlöngun en það er ekki hægt
að halda krepptum hnefa það sem
eftir er lífsins. Strax og viljinn dvín
einhverra hluta vegna (t.d. undir
áhrifum áfengis, eftir tilfinninga-
legt áfall, í sumarleyfi o.s.frv.)
tekur gamalt hugarfar reykinga-
mannsins aftur völdin vegna þess
að því hefur aldrei verið breytt.
Fólk getur hætt að reykja á hnef-
anum og verið reyklaust allt frá
nokkrum dögum upp í nokkur ár
en ef það breytir ekki undirliggj-
andi hugarfari og löngun mun það
alltaf vera í innri baráttu („Ef ég
gæti bara fengið mér eina?“).
Til þess að ná varanlegum
árangri þarf að breyta hugar-
farinu varanlega. Án verulegrar
hugarfarsbreytingar mun lítið
breytast hjá þeim sem hættir að
reykja. Markmið þess að hætta
að reykja hlýtur að vera að verða
frjáls, laus undan fíkninni. Ef þú
ætlar að hætta að reykja þessi
áramót, vertu þá viss um að skilja
hversu mikilvægt það er að til-
einka sér reyklausa hugsun... og
ef þú veist ekki hvernig þú átt að
gera það, vertu þá viss um að leita
þér aðstoðar.
Höfundur hefur haldið nám-
skeið til að hjálpa fólki að hætta
að reykja.
Hvað
þarf til?
UMRÆÐAN
REYKINGAR
GUÐJÓN BERGMANN
Miðstýring og aukin fjarlægð
stjórnenda fyrirtækja frá því
samfélagi sem þeim er ætlað að
þjóna er ein mesta ógnunin við
dreifbýlið. Það virðist svo auð-
velt að skipuleggja málin á skrif-
borði í hundruða kílómetra fjar-
lægð af stjórnendum sem jafnvel
aldrei hafa stigið fæti í viðkom-
andi byggðarlag. En veruleiki
fólksins er annar. Greiðasemi
eða innri samfélagsvitund eru
hugtök sem dvínandi virðing er
borin fyrir, því miður. Þess eiga
nú íbúarnir við Ísafjarðardjúp að
gjalda. En hér gegna landpóst-
arnir lykilhlutverki í þjónustu
við byggðina.
Fjölþætt hlutverk landpóstanna
Til þessa hefur landpósturinn
komið með póstinn frá pósthús-
inu í næsta kaupstað, Hólmavík
eða Ísafirði og farið heim á hvern
bæ. Ánægja hefur ríkt með
þjónustu þeirra. Landpósturinn
hefur í raun verið lítið pósthús á
hjólum. Langt er á milli bæja við
Djúp og hundruð kílómetra frá
sumum þeirra til næsta þéttbýlis
á Hólmavík eða Súðavík. Land-
pósturinn hefur því verið mikil-
væg tenging við þessa bæi. Auk
póstsins hefur hann gjarnan sinnt
smáviðvikum svo sem að taka lyf
eða nauðsynjavöru, jafnvel að
taka farþega. En engar almenn-
ingssamgöngur eru við Djúp.
Sumir hafa kallað það greiðasemi,
en aðrir umhyggju fyrir náung-
anum, hvort tveggja dyggðir sem
ætti að hlúa að frekar en hitt.
Af fréttum að dæma á að
skera á þessa tengingu land-
póstsins. Pósturinn að sunnan á
að koma að næturlagi í skýli við
þjóðveginn í Djúpinu þaðan sem
honum er dreift á bæina daginn
eftir. Af lýsingu yfirmanns hjá
Íslandspósti hf. er þetta skýli
fjarri mannbyggð við þjóðveginn
og þar á pósturinn að bíða vörslu-
laus yfir nótt. Sama er væntan-
lega uppi á teningnum með póst
sem fólk af bæjum við Djúpið
vill senda frá sér. Með pósti eru
send ábyrgðarbréf, lyf og margt
fleira sem ætlað er að skila milli-
liðalaust til móttakenda. Slík
meðferð á pósti nær engri átt
hvort sem hún reynist lögleg eða
ekki. Þetta mun vafalaust verða
hagkvæmt fyrir Póstinn, en ekki
fyrir fólkið ef marka má við-
brögð og mótmæli íbúanna sem
vilja hafa góða þjónustu land-
póstanna sinna áfram.
Stöndum með byggðinni við
Ísafjarðardjúp
Víst er að kröfur íbúanna við Ísa-
fjarðardjúp til samfélagsins eða
einkaneysla þeirra kyndir hvorki
undir þenslu né þjakar þjóðfélag-
ið eða ríkisbúskapinn. En búseta
þeirra, framleiðsla, verndun og
nýting landgæða og menningar-
arfs er öllum mikils virði, hún
stækkar Ísland og okkur sem
þjóð. Samgönguráðherra er yfir-
maður Póstsins og ber einnig
ábyrgð á almenningssamgöngum
í landinu. Hlutaðeigandi sveit-
arfélög, Hólmavíkurhreppur
og Súðavíkurhreppur bera líka
skyldur gagnvart íbúunum. Vegna
sérstöðu byggðarinnar við Djúp,
dreifbýlis og mikilla vegalengda
er erfitt að leggja þungar byrð-
ar á þessi sveitarfélög. Hérna á
samfélagið allt að koma til og ég
er fullviss um að sá er vilji meg-
inþorra þjóðarinnar.
Enginn er eyland í þessum
efnum og þjónusta Íslandspósts,
landpóstsins er hluti af þessari
heild. Ég legg til að staldrað verði
við, breytingum slegið á frest.
Þessir aðilar allir sem ég hef
nefnt, eiga nú þegar að taka sam-
eiginlega og formlega á málinu.
Þar skal haft að leiðarljósi hvern-
ig megi efla og bæta fjölþætta
þjónustu við byggðina, íbúana, í
Ísafjarðardjúpi en ekki hvað sé að
lágmarki hægt að bjóða upp á eða
komast af með. Samfélagsþjón-
ustan við íbúana í Ísafjarðardjúpi
kemur okkur öllum við.
Höfundur er þingmaður vinstri
- grænna í Norðvesturkjördæmi.
Blásið í póstlúðurinn við Djúpið
UMRÆÐAN
PÓSTÞJÓNUSTA
JÓN BJARNASON
Slík meðferð á pósti nær engri
átt hvort sem hún reynist
lögleg eða ekki. Þetta mun
vafalaust verða hagkvæmt
fyrir Póstinn, en ekki fyrir
fólkið ef marka má viðbrögð og
mótmæli íbúanna...
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
leggur í Fréttablaðinu á Þorláks-
messu út af orðum vinar míns
Matthíasar Johannessen skálds,
um gott og vont auðvald. Í grein-
inni mátar Hannes skó Ögmundar
Jónassonar og tekur undir með
honum að gera lítið úr kærleiks-
gjörðum manna sem gefa fé til
líknar- og mannúðarmála.
Fyrir skömmu mætti Ögmund-
ur í Fréttavaktina eftir hádegi á
NFS og fannst um guðsþjónustu í
Grafarvogskirkju „að það sé verið
að afskræma samfélagið“ þegar
kirkan vildi minnast kærleiksgjafa
frá velgjörðarmönnum sínum í
athöfninni. Í grein sinni á Þor-
láksmessu sá Hannes Hólmsteinn
engan tilgang með slíkum gjöfum
annan en að „[...] iðka í því skyni
geta sér gott orð“ og er hann því
kominn á ról með Ögmundi Jónas-
syni.
Enginn er hissa á viðbrögð-
um Ögmundar. Því raunveruleg
manngæska hefur oft reitt vinstri
pólitíkusa til reiði. Þeir vilja sumir
hafa einkarétt á henni í orði. Það
er þeirra „bissness“. En á borði
standa þeir sjaldan við stóru orðin.
Og frjálshyggja Hannesar er orðin
úrelt. Því hún hefur aldrei þolað
orðin „kærleikur“ og „samúð“.
Kapítalistar nútímans skilja að
enginn er alveg stikkfrí frá neyð
náungans. Því það er ekki hægt að
láta sem sá hluti þjóðfélagsins sem
á bágt sé ekki til, eins og Hann-
es hefur alltaf gert. Og því minni
sem afskipti ríkisins eru, því meiri
verður í raun ábyrgð einstakling-
anna á mannfólkinu í kringum sig.
Athafnamenn nútímans eru
næmir á umhverfi sitt og finna til
með fólki sem á bágt. Og það felst
engin mótsögn í þessu þótt Hannes
og Ögmundur eigi ef til vill erfitt
með að skilja það. Menn gefa til
þess að hjálpa öðrum og láta gott
af sér leiða. Og gott fólk mun halda
áfram að gefa þótt menn eins og
Ögmundur og Hannes setji góð-
verk þeirra í annarlegt samhengi.
Matthías Johannessen var gagn-
rýndur harðlega af sumum hægri-
mönnum á ritstjórnarárum sínum
vegna samúðarfullra viðhorfa sinna
sem þeir kölluðu „vinstrisinnuð“.
Vinstrimenn réðust líka harkalega
að honum og létu hann aldrei njóta
sannmælis fyrir mannúðarsjónar-
mið sín. Matthías passaði ekki inn
í staðalmyndir samtíma síns. Því
hann var langt á undan sínum sam-
tíma í hugsun (eins og framsækn-
ustu athafnamenn landsins eru í
dag). Enda kallar hann sjálfan sig
stundum „hvítan hrafn“.
Þessir gjafmildu menn sem
vilja gefa af velmegun sinni, leynt
og ljóst, eru eins konar „hvítir
hrafnar“ samtíma okkar. Sumt
sem þeir gefa er ósýnilegt og sumt
er sýnilegt. Sýnilegi hlutinn er ef
til vill toppurinn á ísjakanum. Af
fúsum og frjálsum vilja rétta þeir
hjálparhönd og þurfa svo að þola
svívirðingar fyrir.
Sannleikurinn er sá að frjáls-
hyggja Hannesar Hólmsteins Giss-
urarsonar er orðin úrelt. En það er
ekki von að hann skilji það sjálfur.
Enda eru einkenni frjálshyggju
nútímans og framtíðarinnar ein-
mitt: Frelsi, með bæði kærleika
og samúð. Því maður hættir aldrei
að vera manneskja. Jafnvel þótt
maður aðhyllist frjálshyggju.
En að ætla að útskýra kærleika
og samúð fyrir þeim sem eiga slík-
ar tilfinningar ekki til í hjarta sínu
er auðvitað jafn vonlaust og að ætla
að útskýra fyrir lambi að tveir plús
tveir eru fjórir.
Höfundur er kvikmyndagerðar-
maður.
Hannes mátar skó Ögmundar
UMRÆÐAN
NÁUNGAKÆRLEIKUR
RAGNAR HALLDÓRSSON