Fréttablaðið - 30.12.2005, Page 27

Fréttablaðið - 30.12.2005, Page 27
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Heimild: Almanak Háskólans �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Góðan dag! Í dag er föstudagurinn 30. desember 364. dagur ársins 2005. Hundurinn minn getur staðið á afturlöppunum og dansað skott-ís! KRÍLIN Reykjavík 11.21 13.30 15.40 Akureyri 11.34 13.15 14.56 Flugeldasala er hafin og styttist í uppá- haldskvöld skotóðra landsmanna. Ým- islegt ber að varast en með smá árvekni er auðvelt að koma í veg fyrir slys. Það er gaman að skjóta upp flugeldum en það er leiðinlegt að eyða áramótunum á slysavarðsstofu. Jón Ingi Sigvaldason, flug- eldasérfræðingur Landsbjargar, segir heil- brigða skynsemi bestu slysavörnina. „Það segir sig sjálft að áfengi og flugeldar fara alls ekki vel saman,“ segir Jón. „Einnig þarf að halda börnum í hæfilegri fjarlægð frá flugeldunum en það er nú málið með stærri flugeldana að því lengra sem maður er í burtu frá sprengingunum, þeim mun meira nýtur maður þeirra. Maður sér þá ekki nógu vel þegar maður er alveg ofan í þeim.“ Það sem Jón leggur mesta áherslu á er að fólk, bæði fullorðnir og börn, noti hlífð- argleraugu. Það hafi margsannað sig að þau verja augun. „Augnslysum hefur fækk- að á þessu sviði nema þegar fikt er annars vegar,“ segir Jón. Þarna á Jón við þá vin- sælu iðju að taka í sundur flugelda og búa til ýmsar púðurkássur og sprengjur. Jón mælir einnig með góðum vettlingum. „Leðurhanskar eru góðir og svo er gamla góða ullin einnig góð,“ segir Jón. Skotpallar þurfa líka að vera góðir. „Mestu máli skipt- ir að undirstaðan sé stöðug, þetta eiga ekki að vera tómar kókflöskur,“ segir Jón. „Ef menn eiga ekki góðan skotpall er gott ráð að taka nokkrar 2 lítra flöskur, festa þær saman með límbandi og fylla allar nema eina eða tvær með vatni.“ Þarna er kominn ódýr og stöðugur skotpallur sem enga stund tekur að búa til. tryggvi@frettabladid.is Öryggi ofar öllu Jón Ingi Sigvaldason hvetur alla landsmenn til að nota hlífðargleraugu og fara varlega með skoteldana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Gamlárs- og nýárs- kvöldverðir veitingahús- anna eru vinsælir eins og gefur að skilja. Mikið hefur verið pantað af borðum og nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti langi hann til að láta meist- arakokka elda fyrir sig hátíðamatinn. Nýársfagnaður SKG-veit- inga verður haldinn þann 7. janúar á Ísafirði. Halldór Karl Valsson, matreiðslu- meistari á Hótel Holti og Bolvíkingur með meiru, verður matreiðslumeistari kvöldsins. Kampavínið fyrir hátíðarnar þarf að kaupa og kæla. Þó svo sumir hafi gaman af því að standa í röð í ÁTVR á gamlársdag er fólki bent á að fara sem fyrst í þann leiðangur. Ekki gleyma þeim sem ekki vilja áfengi og kaupið nokkra óáfenga drykki. Gamlir flugeldar eru mjög varasamir og er fólk beðið um að henda þeim flugeldum sem hafa verið geymdir um eitthvert skeið. Gamlir flug- eldar geta safnað í sig raka eða hreinlega skemmst og eru þá stórhættulegir þegar þeir eru sprengdir. LIGGUR Í LOFTINU Ármótaveislan Girnilegir eftirréttir BLS. 2 Áramót Samkvæmisveski Punkturinn yfir i-ið BLS. 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.