Fréttablaðið - 30.12.2005, Síða 40
28 30. desember 2005 FÖSTUDAGUR
Hér áður fyrr höfðum við Bandaríkjamenn samúð með öðrum er við fylgdumst
með afleiðingum náttúruhamfara
á samfélög manna víðs vegar um
heiminn. En örvæntingin sem við
sáum á sjónvarpsskjám okkar,
skorturinn á neyðarvistum, hvern-
ig allt skipulag fór úr skorðum og
algert reiðileysi greip um sig í
samfélaginu virtist tilheyra öðrum
heimi en okkar. Slíkir atburðir áttu
ekki að geta átt sér stað hér, og þess
vegna fannst okkur sem við höfðum
yfirburði yfir margar aðrar þjóðir.
Fellibylurinn Katrín kenndi
okkur að slíkir atburðir geta ekki
aðeins gerst, heldur gerast í Banda-
ríkjunum. Katrín kenndi okkur
Bandaríkjamönnum að við ættum
að sýna dálítið meiri auðmýkt, og
það má vel vera að fellibylurinn
eigi enn eftir að kenna okkur marga
lexíuna.
Katrín mun í það minnsta kenna
okkur eitt og annað, ef fylgt er for-
dæmi þeirra einu náttúruhamfara
í sögu Bandaríkjanna sem hægt er
að bera saman við Katrínu, flóðin
miklu í Missisippi-ánni árið 1927.
Það ár lögðu Missisippi-áin og þver-
ár hennar stíflugarða og heimili
meira en einnar milljónar manna
í rúst. Nærri 650.000 manns voru í
fæði hjá Rauða krossinum í marga
mánuði og voru flestir þeirra frá
Arkansas, Louisiana og Missisippi.
Þurftu margir þeirra að búa í tjald-
búðum í meira en ár á eftir.
Afleiðingar flóðsins mikla í Missisippi
Fáir Bandaríkjamenn í dag hafa
heyrt um þetta stórslys, en árið
1927 lifðu menn sig inn í atburð-
ina í gegnum fyrirsagnir dag-
blaða, útsendingar í útvarpi sem og
fréttamyndir eins og við gerum í
dag. Flóðið í Missisippi-ánni greip
bandarískt samfélag hálstaki og
hristi það til, og afleiðingar þeirrar
hirtingar voru breytingar.
Þetta stórslys hafði áhrif á með
hvaða augum verkfræðingar litu
fljót. Það hafði þær afleiðingar í för
með sér að Herbert Hoover, sem þá
var viðskiptaráðherra og sá um að
stjórna björgunarstarfinu og að hlú
að fórnarlömbunum - og gerði það
einstaklega vel - var síðar kjörinn
forseti. Flóðið markaði upphafið að
því að þeldökkir Bandaríkjamenn
fóru í auknum mæli að gerast frá-
hverfir Repúblikanaflokknum,
hinum gamla flokki Lincolns, og
fóru að styðja Demókrataflokk-
inn. Og flóðið gerði það að verkum
að hundruðir þúsunda þeldökkra
Bandaríkjamanna fluttust búferl-
um frá Suðurríkjunum og norður
og vestur á bóginn.
Þó að þessar afleiðingar hafi
vissulega verið miklar, þá hafði
flóðið í för með sér annars konar
afleiðingar sem voru jafnvel enn
mikilvægari: Flóðið í Missisippi-
ánni breytt því hvaða augum
Bandaríkjamenn litu á ábyrgð rík-
isstjórnarinnar í garð íbúa lands-
ins.
Fyrir flóðið 1927 skuldbatt rík-
isvaldið sig ekki til þess að hjálpa
einstaklingum. Tæplega tuttugu
árum áður hafði geisað gula í New
Orleans, sjúkdómur sem á þeim
árum var hægt að hafa hemil á.
Samt sem áður krafðist ríkisstjórn-
in þess að borgin greiddi vangoldn-
ar skuldir sínar við ríkið áður en
að hún myndi senda sérfræðinga
á svæðið til að bjarga lífi banda-
rískra borgara. Bandaríska þjóðin
sætti sig við þetta.
Árið 1927 rústaði flóðið heimil-
um og lífum mörg hundruð þúsund
Bandaríkjamanna og skyldi þá eftir
allslausa án þess þó að þeir hafi
valdið eigin ógæfu. Ríkisstjórnin
eyddi ekki einni einustu krónu í að
fæða, klæða eða skjóta skjólshúsi
yfir fórnarlömbin, og krafðist her-
inn jafnvel endurgreiðslu frá Rauða
krossinum vegna notkunar á tepp-
um, tjöldum og eldavélum hersins.
Bandarískur almenningur sætti
sig ekki við þetta og breytt viðhorf
þeirra hjálpaði til við að undurbúa
jarðveginn undir félagshyggjuhug-
myndir Roosevelts sem kenndar
hafa verið við The New Deal.
Munum við sjá sambærileg
umbrot í kjölfar Katrínar?
Áhrif Katrínar
Fellibylurinn mun án efa orsaka
einhverjar breytingar. Burtséð frá
pólitík mun Katrín í það minnsta
gera það að verkum að arkitektar,
verkfræðingar og aðrir sem koma
að skipulagi við byggingar á mann-
virkjum munu í framtíðinni hugsa
betur um hvernig þeir útfæra verk-
efni sín þar sem reikna þarf með
mögulegum ógnum af náttúrunnar
hendi. Hér getum við lært sitthvað
af hamförunum í New Orleans:
Dýpkun skipaskurða í Missisippi-
ánni og olíuvinnsla í Mexíkó-flóa
ollu landeyðingu á nærri eitt þús-
und fermílna svæði af fenjum og
fyrirstöðum úr jarðvegi sem áður
skýldu New Orleans fyrir ágangi
sjávar. Landeyðingin gerði borgina
berskjaldaðari en hún hafði verið 40
árum áður, henni var nánast fórnað
fyrir önnur fylki Bandaríkjanna.
Önnur áhrif munu ekki koma
í ljós fyrr en eftir að nokkrum
kosningum loknum. Fellibylur-
inn sjálfur og hækkun olíuverðs
eftir að hann reið yfir hafa blásið
umhverfisverndarsinnum kapp í
kinn en einnig komið þeim í varn-
arstöðu sem neita áhrifum hækk-
andi hitastigs í heiminum og gera
lítið úr mikilvægi orkusparnað-
ar. Það virðist ekki vera nokkur
fylgni á milli hækkandi hitastigs í
heiminum og fjölda fellibylja, vís-
indamenn vita það hins vegar að
eftir því sem sjórinn í Mexíkóflóa
verður heitari þeim mun kröftugri
verða fellibyljirnir. Í ár var sjór-
inn í Mexíkóflóa einungis tveimur
gráðum heitari en venjulega og var
Katrína að hluta til afleiðing þess.
Katrín hefur nú þegar leitt til
þess að innan Bandaríkjanna hefur
verið deilt um flóðavarnir í New
Orleans. Þrátt fyrir fyrstu frétt-
ir vitum við nú einnig að flestir
varnargarðar borgarinnar brustu
ekki vegna vilja guðs heldur vegna
mannlegra mistaka og lélegrar
hönnunar. Meint eða raunveruleg
spilling í Louisiana-héraði hafði
ekkert með þessi mistök að gera:
Verkfræðingar bandaríska hersins
hönnuðu og byggðu þá varnargarða
sem brustu, sem þýðir það að ríkis-
stjórnin var eins ábyrg fyrir þeim
hörmungum sem gengu yfir borg-
ina og skurðlæknir er ábyrgur ef
hann lokar slagæð sjúklings ekki
nægilega vel og leiðir sjúklinginn
til dauða vegna blóðmissis.
Þrátt fyrir það hefur ríkisstjórn-
in ekki enn skuldbundið sig til þess
að gera varnir borgarinnar nægi-
lega traustar til að hún geti þolað
fellibylji af fimmtu gráðu, varnir
sem felast ekki bara í því að byggð-
ir verði hærri varnargarðar held-
ur einnig að unnið verði að því að
græða aftur upp það land sem hefur
eyðst upp við strönd Mexíkóflóa og
á svæðinu á milli strandlengjunn-
ar og New Orleans. Verkfræðing-
ar eru sammála um það að þetta
sé mögulegt, og þessar aðgerðir
myndu ekki einungis verja New
Orleans heldur einnig mikinn hluta
strandlengjunnar við Mexíkóflóa.
Svo ekki sé minnst á vinnslu á olíu
og jarðgasi en 25 prósent af forða
Bandaríkjanna af þessum tveimur
auðlindum eru á botni Mexíkóflóa.
Enn síður hefur ríkisstjórnin
áttað sig á því að önnur svæði eru
jafnvel enn viðkvæmari en New
Orleans var. Borgin átti að vera
varin fyrir fellibyl sem talið er
að dynji yfir á 200 ára fresti, hún
var það samt ekki, en margir aðrir
staðir í Bandaríkjunum hafa varnir
sem einungis er ætlað að geta staðið
af sér flóð sem líklegt þykir að eigi
sér stað einu sinni á 100 ára fresti.
Spurningar um eðli ríkisvalds
Að því gefnu að meðalævilengd
manna sé meira en 77 ár, þýðir það
að líkurnar á því að manneskja sem
fædd er í dag eigi meira en 50 pró-
sent möguleika á því að upplifa flóð
sem er alvarlegra en flóð sem á sér
stað á 100 ára fresti, og um það bil
7,5 prósent líkur á því að upplifa
flóð sem einungis á sér stað á þús-
und ára fresti. Ef riði yfir Sacram-
ento kraftmeira flóð en það sem
getur orðið á 100 ára fresti, gæti
það valdið 20 milljarða dollara tjóni
og ógnað fjölda mannslífa, á meðan
flóð sem á sér stað á 1000 ára fresti
gæti leikið Sacramento á svipaðan
hátt og Katrín lék New Orleans.
Til samanburðar má geta þess
að í Hollandi, þar sem 60 prósent
landsins eru undir sjávarmáli, eru
varnargarðar sem verja hollenska
ríkisborgara fyrir fárviðri sem
líklegt er að eigi sér stað einu sinni
á 10.000 ára fresti. Japanir nota
einnig 10.000 ára viðmiðið er þeir
skipuleggja flóðavarnir landsins.
Þótt Katrín varpaði ekki ljósi á
önnur vafamál en þessi þá myndu
áhrif fellibylsins vera varanleg.
Áhrif Katrínar kunna hins vegar
að verða enn djúpstæðari.
Katrín fjarlægði í burtu yfir-
borðsskán af spanskgrænu sem
hafði byrgt mönnum sýn á önnur
vandamál sem eru hjartansmál í
bandarískum stjórnmálum, spurn-
ingunni um hvernig samfélag
Bandaríkin eru og hvers konar
ríkisstjórn þjóðin vill, bæði hvað
ríkisstjórnin gerir, og hvernig hún
gerir það.
Í áratugi hafa hafa repúblikan-
ar barist gegn ríkisvaldi. Ronald
Reagan gekk svo langt að kalla
ríkisvald „vandamálið“ en ekki
„lausnina“. Slíkar árásir hafa verið
vinsælar meðal kjósenda, hverjum
líkar eiginlega við ríkisvald? Þess-
ar árásirnar hafa gert það að verk-
um að sí erfiðara er fyrir ríkisvald-
ið að laða til sín og halda í fyrsta
flokks starfsmenn.
Afleiðingin er sú að einn angi
ríkisvaldsins, sem jafnvel íhalds-
menn telja vera nauðsyn, er að
hruni kominn. Fyrir fjórum árum
gaf nefnd sem sett var á laggirnar
eftir 11. september út tilmæli um
hvernig hægt væri að bæta við-
brögð ríkisstjórnin við „erfiðum
tilfellum“. Þrátt fyrir þetta sýndi
Katrín fram á það að viðbrögðum
ríkisstjórnarinnar við slíkum til-
fellum hefur í raun hrakað síðast-
liðin fjögur ár, og þá sérstaklega
Neyðarþjónuststofnuninni (FEMA)
þar sem Bush hafði skipt út mönn-
um sem voru sérfræðingar á því
að takast á við afleiðingar náttúru-
hamfara fyrir stjórnmálamenn.
Nefndin sem stofnuð var í kjöl-
far 11. september var leyst upp nú
í desember. Síðasta verk hennar
var senda frá sér skýrslu þar sem
aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru
metnar út frá þeim ráðleggingum
sem nefndin hafði gefið. Nefndin
notaði Katrínu sem nýjasta dæmið
við rökstuðning á einkunnagjöf
sinni og voru ríkisstjórninni gefin
„F“ á mörgum stöðum.
Hversu slæleg voru viðbrögð
ríkisstjórnarinnar við Katrínu?
Kannski er besta leiðin til að
útskýra það að bera saman við-
brögð hennar við viðbrögð ríkis-
stjórnarinnar tæplega áttaíu árum
fyrr, eftir flóðið í Missisippi-ánni
1927.
Nokkrum stundum eftir að
fyrstu mikilvægu flóðgarðarnir
höfðu brostið 1927, veitti Calvin
Coolidge forseti Herbert Hoover,
viðskiptaráðherra sínum, vald til að
gefa sérhverjum ríkisstarfsmanni
skipanir, þar með töldum ráðherr-
um ríkisstjórnarnir, sérhverjum
hershöfðingja í landhernum og
sérhverjum hermanni í sjóhernum.
Hoover skipulagði viðmikið björg-
unarstarf sem innan nokkurra
daga hafði leitt til þess að meira en
250.000 manns hafði verið bjargað
ofan af húsþökum, ofan úr trjám og
af öðrum stöðum er lágu nokkuð
yfir sjávarmáli.
Til samanburðar má geta þess
að árið 2005, í St. Bernard Parish
hverfinu í útjaðri New Orleans,
heimili 68.000 manns þar sem
flæddi yfir nær öll húsin, tók það
fyrstu ríkisstjórnina sem hóf hjálp-
arstarf á svæðinu fimm daga að
koma sér að verki. Og sú hjálp barst
ekki frá Washington í Bandaríkjun-
um heldur frá Vancouver í Kanada.
Viðbrögð ríkisstjórnarinnar
hafa ekki batnað mikið frá þess-
um dögum. Rafmagni hefur til
að mynda ekki verið komið aftur
á í einni einustu götu í St. Bern-
ard hverfinu, en einn skóli hverf-
isins hefur unnið aðdáunarvert
starf með því að setja á laggirnar
sameiginlegan skóla fyrir nokk-
ur skólahverfi. Milljónum dollara
hefur verið eytt í að koma skólan-
um í gagnið en enn sem komið er
hefur FEMA ekki veitt einum ein-
asta eyri til verksins.
Í kosningunum í nóvember
höfðu kjósendur í mörgum ríkj-
um áttað sig á því að ríkisvaldið
þarfnast peninga til þess að geta
starfað á eðlilegan hátt og höfnuðu
hugmyndum um stjórnarskrár-
breytingar sem hefðu sett takmörk
á möguleika til skattahækkana.
Hæfi ríkisstjórnarinnar mun halda
áfram að vera aðalatriði í mörgum
næstu kosninga, og ólíklegt er að
hefðbundnar árásir repúblikana á
ríkisvald mun verða þeim til fram-
dráttar í náinni framtíð.
Áhrif aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar
Katrín minnti okkur einnig á það,
á myndrænan og óþægilegan hátt
hversu mikið bil er á milli kynþátta
og stétta í bandarísku samfélagi.
Bandaríkjamenn kunnu ekki vel
að meta það sem þeir sáu í þeim
efnum.
Bush kallaði fátækt „arfleifð
ójafnræðis ...sem á rætur sínar að
rekja til kynþáttabundinnar mis-
mununar í bandarískri sögu og
gert hafi mörgum ókleift að kynn-
ast öllum þeim tækifærum sem
Bandaríkin hafa uppá að bjóða“.
„Okkur ber skylda til,“ bætti
hann við, „að takast á við þessa
fátækt með kraftmiklu átaki.“
Coolidge, sem var aðgerðarlítill og
sparsamur forseti, hélt ekki eina
einustu ræðu um flóðin Missisippi-
ánni árið 1927, en hann gerði hins
vegar eitthvað. Sömu sögu er að
segja um aðstoðarmann hans Hoov-
er, sem stóð sig svo vel að hann var
síðar kjörinn forseti Bandaríkj-
anna. Og árið 1928 voru samþykkt
lög um flóðavarnir sem miðuðu að
því að verja nokkur ríki og var þar
um að ræða dýrustu framkvæmd-
ir sem ríkisstjórnin hafði lagt út í
að undanskilinni þáttökunni í fyrri
heimsstyrjöldinni.
Frá því Bush hélt ræðuna hefur
hann hins vegar gert lítið og ekkert
af því er stórtækt. Hann hefur ekki
aðeins látið ógert að skuldbinda
sig til að byggja viðeigandi flóða-
varnir í New Orleans, heldur hafa
ríkisstjórn hans og repúblikanar
á bandaríska þinginu stuðlað að
því að ríkisvaldið hefur minnkað
aðstoð sína við þá sem minna mega
sín með því að draga úr útdeilingu
á matarmiðum og niðurgreiddri
heilbrigðisþjónustu við efnalitíð
fólk. Þar sem skoðanakannanir
sýna að flestir Bandaríkjamenn
eru á móti þessari stefnu er mögu-
legt að Katrín muni hafa þau áhrif,
líkt og flóðið í Missisippi-ánni árið
1927, að Demókratar fari að njóta
meira fylgis í Bandaríkjunum en
repúblikanar.
Þess vegna má segja að hvorki
í landinu né á svæðinu sem Katrín
lagði í rúst, höfum við fundið fylli-
lega fyrir öllum þeim áhrifum sem
Katrín mun hafa. Til dæmis munu
tugþúsundir þeirra sem fluttu frá
New Orleans og frá strandbyggð-
um Mexíkóflóa, ekki snúa aftur.
En það er mögulegt að fá aðrar
tugþúsundir manna til að setjast að
á svæðinu í stað þeirra. Hins vegar
ef hundruðir þúsunda ákveða að
snúa ekki aftur til síns heima gæti
reynst ómögulegt að laða slíkan
fjölda nýrra íbúa til svæðisins.
Slíkri fólksfækkun mætti líkja
við sólmyrkva í New Orleans og
tryggja að skaði Katrínar verði
aldrei bættur.
Ef lífið í New Orleans verður
aftur eins og það var áður, og New
Orleans verði jafnvel að betri stað
til að búa á eins og mestu bjartsýn-
ismenn vona, mun það senda skila-
boð út til kjósenda í Bandaríkjun-
um. Ef ástandið í borginni versnar
mun það senda önnur skilaboð til
bandarískra kjósenda.
Líkt og flóðið í Missisippi-ánni
árið 1927 er Katrín prófraun fyrir
Bandaríkin, hvað Bandaríkin eru
og hvað Bandaríkin vilja vera.
MIÐBÆR NEW ORLEANS Borgin fór öll undir vatn en Katrín minnti okkur einnig á það, á
myndrænan og óþægilegan hátt, hversu mikið bil er á milli kynþátta og stétta í bandarísku
samfélagi. LJÓSMYND: CHANG W. LEE/THE NEW YORK TIMES
VENDIPUNKTAR
2005
Í KJÖLFAR KATRÍNAR
Í þessari fjórðu grein um vendipunkta sem breyttu sögunni 2005 fjallar John
M. Barry um hamfarirnar í New Orleans og mögulegar afleiðingar þeirra
fyrir bandarísk stjórnmál og samfélag.
JOHN. M. BARRY Er
höfundur bókarinnar
„Rising Tide: The
Great Missisippi
Flood of 1927 and
How it Changed
America“ (Touch-
stone Books, 1997).