Fréttablaðið - 30.12.2005, Side 54

Fréttablaðið - 30.12.2005, Side 54
 30. december 2005 FRIDAY42 Eldaskálinn | Brautarholti 3 | 105 Reykjavík sími: 562 1420 | eldaskalinn@eldaskalinn.is | www.invita.com Áramótaskaupið á eldhúsflatskjánum Gerum okkur glaðan dag og meðan birgðir endast gefum við 20" Toshiba LCD flatskjái með Invita eldhúsinnréttingum. Á www.invita.com sérðu enn fleiri innréttingalausnir. Þetta er Invita 20" LCD flatskjársjónvarp 25 ára afmælistilboð Síðast lá hún í örmum loðna fer- líkisins King Kong og nú greinir götublaðið The Sun frá því að ástr- ölsku leikkonunni Naomi Watts hafi verið boðið hlutverk í nýjustu James Bond-myndinni Casino Royale. Watts hefur fengið mjög góða dóma fyrir leik sinn í kvik- myndinni um górilluna risastóru og það geislar hreinlega af henni í myndinni. Framleiðendur Bond féllu einnig fyrir frammistöðu hennar og segir The Sun að henni hafi verið boðið að prófa að leika hina rússnesku Vesper Lynd. Blaðið hefur þó ekki mikla trú á að Watts taki að sér hlutverkið vegna bölvunar Bond-stúlkunnar sem Halle Berry ku hafa lent í. Síðan Bond-myndin Die Another Day var frumsýnd hefur hvorki gengið né rekið hjá henni en Berry hreppti sem kunnugt er Óskar- inn fyrir Monster’s Ball. Bond- framleiðendurnir eru í nokkurri klemmu því bæði Angelina Jolie og Charlize Theron hafa hafnað þessu sama hlutverki. ■ Heillar Watts Bond næst? NAOMI WATTS Hefur verið boðið hlutverk í nýjustu Bond- myndinni en ólíklegt þykir að hún taki það að sér. Leikkonan Christina Applegate hefur fundið sér leikfélaga en sá er veiðimaður frá Alaska og heitir Lee Grivas. Parið kynntist þegar Applegate var að leika á Broadway en Grivas er 24 ára gamall. Frá þessu greinir bandaríska tímaritið In Touch en Applegate skildi við eig- inmann sinn Jonathan Schaech snemma í desember. Janice Dickinson, einn þriggja dómara úr America‘s Next Top Model, hefur fengið grænt ljós frá kapalsjónvarps- stöðinni Oxygen. Þættirnir eiga að sýna hvernig einstæðri tveggja barna móður gengur að koma á fótinn umboðs- skrifstofu fyrir fyrirsætur. Dickinson hefur vakið athygli fyrir skelegga frammistöðu í fyrirsætukeppni Tyru Banks og ætlar af þessu tilefni að fagna nýju ári í New York. FRÉTTIR AF FÓLKI Vegna mistaka birtist rangur texti í við- tali sem tekið var við Ólaf Kjartan Sig- urðarsson í blaðinu í gær. Birtum við nú viðtalið í heild sinni og biðjumst velvirð- ingar á þessum mistökum. Hvaða matar gætir þú síst verið án? ,,Við skulum segja að það sé Veiðivatna- urriði. Ég reyni að veiða eins mikið og ég get sjálfur.“ Besta máltíð sem þú hefur fengið? ,,Það var máltíð sem ég fékk á veitinga- húsi í Lyon í Frakklandi árið 1995. Það var Rossini-steik með gæsalifur. Hún var hreint út sagt stórfengleg.“ Er einhver matur sem þér finnst vond- ur? ,,Þar verð ég að segja steikt lifur. Ég hef líka farið að borða súrmat meira nú í seinni tíð. Ég var latur við þetta sem krakki. Því kæstari sem ég verð með aldr- inum, því meira er ég fyrir súrmetið.“ Leyndarmál úr eldhússkápunum? ,,Þú finnur auðvitað talsvert úrval af kryddi, þar á meðal indverskar kryddtegundir og fleiri slíkar framandi tegundir. Svo reynir maður auðvitað að vera með þokkalega gott hráefni til matargerðar.“ Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? ,,Ég held að ég sé hinn týpíski karlmaður að þessu leyti, ég fæ mér steik ef ég er niðurlútur. Ljúffeng steik lagar allt. Konurnar eru meira í súkkulaðinu en ég kýs góða steik öðru fremur.“ Hvað áttu alltaf í ísskápnum? ,,Ef ég ætti að finna eitthvað eitt þá veit ég ekki alveg hvað það ætti að vera. Það er auð- vitað alltaf til mjólk og undanrenna og þessar helstu nauðsynjar.“ Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða mat tækir þú með þér? ,,Ég myndi taka með mér síðustu kvöldmátíðina. Ef ég á að vera fastur á eyðieyju í langan tíma þá ætla ég ekki að vera praktískur heldur bara fá eina góða máltíð strax.“ Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? ,,Ætli það hafi ekki verið for- réttur á páskadag eitt sinn þegar ég fékk nýsteikta froska. Mér fannst lítið varið í það. Þetta er svona hvítt kjöt í ætt við kjúkling en þetta eru bara svo matarlítil kvikindi að það tekur því ekki að borða þau.“ Engin jól eru fullkominn án þess að horfa á eins og eina míníseríu um Rómaveldi til forna. Undanfarinn ár höfum við fengið að sjá Goran Visnjic reyna að stíga í sandala Kirk Douglas sem Spartakus, Íslandsvininn Gerard Butler sem Atla húnakonung að berja á Róma- veldi og Armand Assante sem hinn gríska Odysseif. Í ár bauð Stöð 2 upp á Trójumenn, sem reyndu að verja sig undan ágangi hinna grimmu en gullfallegu Grikkja undir forystu Brad Pitt. En veislan er rétt að hefjast, því í janúar hefur Stöð tvö sýning- ar á þáttum sem bera einfaldlega nafnið Rome. Þættirnir gerast á lokaárum rómverska lýðveldisins og fjalla um valdabaráttu Júlíusar Sesars og Pompeiusar. Oft hefur áður verið fjallað um Sesar á skjá eða tjaldi. Nú síðast var hann túlk- aður af fyrrum Bondinum Timothy Dalton í míníseríunni Sesar og Kleópatra. Rex Harrison lék hann eftirminnilega í Cleópötru, en Louis Calhern í kvikmynd byggðri á leikriti Shakespeare frá 1953. Þar lék Marlon Brando Markús Antóníus, en John Gielgud lék einn af banamönnum Sesars. Gielgud lék svo Sesar sjálfan í samnefndri kvikmynd frá 1970, þar sem Charl- ton Heston fór með hlutverk Ant- óníusar. Heston hafði reyndar áður farið með sama hlutverk í mynd frá 1950. Minni spámenn fara með þessi helstu burðarhlutverk í hinum væntanlegu sjónvarpsþátt- um, en þó standa vonir til um að þetta verða besta kvikmyndaút- gáfan af örlögum og falli Sesars til þessa. Miklu púðri hefur verið eytt í að endurskapa Róm til forna á sem raunsæastan hátt. Róm var stórborg á þeirra tíma mælikvarða jafnt sem okkar og bjó þar um milljón manns þegar mest var. Sýn þáttagerðamannanna er að hluta til byggð á nútímastórborgum eins og Kalkútta, Kaíró eða Mexíkó- borg, þar sem mikið ríkidæmi og mikil fátækt standa hlið við hlið. Í flestum kvikmyndum, svo sem í Gladiator, er borgin sýnd hrein og hvít í anda eftirlifandi minja. En í reynd voru byggingarnar málaðar og allt er gert til þess að Róm líti út eins og lifandi stórborg fremur en safn. Einnig er sá munur hér að flest- ar kvikmyndir fjalla eingöngu um yfirstétt Rómaveldis. Hér er sagan sögð frá sjónarhóli tveggja óbreyttra hermanna sem búa í úthverfinu Suburra og þurftu aðstandendur því að eyða löngum stundum í að kynna sér hvernig venjulegir Rómverjar bjuggu. Þættirnir hefjast árið 52 fyrir Krist, þegar miklir umbrotatímar voru í sögu Rómar. Sökum metnað- ar manna eins og Sesars og Pompei- usar hafði Róm öðlast gífurlegt heimsveldi og óvíst var hvort öldungaráð lýðveldisins var þess megnugt að stjórna svo víðlendu ríki. Þrír menn voru valdamestir og höfðu óopinberlega skipt veld- inu á milli sín, þeir Sesar, Pompei- us og Krassus. Sá síðastnefndi lést í herför til Tyrklands árið 53 fyrir Krist og voru þá einungis tveir eftir. Sesar og Pompeius báru báðir titilinn konsúll og stjórnuðu rík- inu saman í umboði þingsins, en Sesar ætlaði sér stærri hluti. Á endanum braust út borgarastríð milli fylkinganna tveggja sem lauk með sigri Sesars, en Sesar var sjálfur myrtur í kjölfarið. Það kom því í hlut frænda hans Oktavíusar að verða fyrsti keisari Rómar og var Rómaveldi keisara- dæmi fram að endalokum sínum 500 árum síðar. valurg@frettabladid.is Aftur til Rómar MATGÆÐINGURINN ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON Nýsteiktir froskar á páskadag ROME

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.