Fréttablaðið - 30.12.2005, Page 57

Fréttablaðið - 30.12.2005, Page 57
Í KVÖLD FRÁ KL. 21:00 Í HÁSKÓLABÍÓI DAGSKRÁ KVÖLDSINS SNAKE IN MONKEY’S SHADOW (Hou hsing kou shou, 1979) Leikstjóri: Sum Cheung Aðalhlutverk: Hong-Yip Cheng JADE CLAW (Ji zhao, 1979) Leikstjóri: I-Jung Hua Aðalhlutverk: Billy Chong SNAKEFEST IN EAGLE’S SHADOW (Se ying diu sau, 1978) Leikstjóri: Woo-ping Yuen Aðalhlutverk: Jackie Chan Um er að ræða þrjú klassísk kung-fu meistaraverk, sem eru meðal upphálds- mynda Tarantino og hafa mótað hann sem kvikmyndargerðarmann. Myndirnar eru allar á 35mm filmum úr einkasafni Tarantino, sýndar í hámarks hljóð- og myndgæðum, með ensku tali. Magic, Icelandair, Icelandair Hotels, DV og Iceland Film Festival óskar öllum sem tryggðu sér miða í tæka tíð góðrar skemmtunar á þessum einstaka kvikmyndaviðburði. Vinsamlegast athugið að hljóð- og myndupptökur eru óleyfilegar með öllu. Myndavélar verða gerðar upptækar. MAGIC KYNNIR FRÉTTIR AF FÓLKI Eminem og fyrrverandi kona hans hafa ákveðið að gifta sig í annað sinn hinn 14. janúar. „Þennan dag mun ég giftast besta vini mínum, þeim sem ég hlæ með, lifi fyrir, elska,“ stóð á boðskortinu í brúðkaupið. Rapparinn hitti Kim þegar hann var fimmtán ára og hún tólf. Þau giftust árið 1999 og skildu árið 2001. Þau eiga saman dótturina Hailie og einnig á Kim dótturina Whitney úr öðru sambandi. Katie Holmes hefur kveðið niður sögu- sagnir um að hún hyggist giftast Tom Cruise áður en hún eignast þeirra fyrsta barn. „Allar þessar sögur um að við ætlum að gifta okkur í næstu viku eða þarnæstu eru ósannar. Ég vil ekki þurfa að kjaga inn kirkjugólfið með stóra bumbu á brúðkaupsdaginn minn,“ sagði hún hneyksluð. Sarah Jessica Parker segist eiga erfitt með að skella ekki upp úr þegar þriggja ára sonur hennar fær reiðiköst. „Ég hef tekið eftir því að sonur minn er afar hrifinn af spegilmynd sinni. Ég sá það nýlega að þegar hann grætur og er reiður þá horfir hann stöðugt í spegilinn og virðist hafa gaman af því að upplifa þetta þannig,“ sagði hún.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.