Fréttablaðið - 30.12.2005, Síða 62

Fréttablaðið - 30.12.2005, Síða 62
 30. december 2005 FRIDAY50 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 STÓR HUMAR HÖRPUSKEL RISARÆKJUR Sannkölluð tónlistarveisla verður í útvarpi og sjónvarpi allra lands- manna um áramótin. Þeir sem ekki komust á stórtónleika Sigur Rósar í Laugardalshöll hinn 27. nóvember síðastliðinn, sem margir telja vera bestu tónleika Íslandssögunnar, fá sárabót þegar Rás 2 útvarpar upp- töku frá tónleikunum á gamlársdag frá klukkan 16.05 til klukkan 18. Að sögn Ólafs Páls Gunnars- sonar, verkefnisstjóra tónlistar á Rás 2, eru tónleikarnir þeir einu sem Sigur Rós gaf grænt ljós á að færu í útvarp á heimsvísu úr Takk-tónleikaferðalaginu, en fjöldi útvarpsstöðva víðs vegar um heim- inn óskaði árangurslaust eftir því að mega hljóðrita tónleika Sigur Rósar. „Við á Rás 2 erum því afskap- lega ánægð með að geta boðið hlustendum okkar upp á Sigur Rós á heimavelli á síðasta degi árs- ins,“ segir Ólafur Páll og minnir einnig á sjónvarpsútsendingu frá stórtónleikum Rásar 2 á Menning- arnótt sem endursýndir verða á nýársnótt klukkan 01.45. „Þeir tónleikar heppnuð- ust með afbrigðum vel. Hátt í hundrað þúsund manns hlýddu á þessa fjölmennustu tónleika sem haldnir hafa verið á Íslandi, en á Hafnarbakkanum í sumar komu fram Ellen Kristjánsdóttir ásamt barnakór, Hjálmar, KK og Maggi Eiríks, Í svörtum fötum og Tod- mobile sem rak lestina áður en flugeldasýning Orkuveitunnar byrjaði með miklum látum,“ segir Óli Palli, sem lofar fyrir hönd Rásar 2 að rásin muni halda sínu striki sem vinsælasta útvarpsstöð landsins og halda áfram að leika lögin við vinnuna í bland við aðra góða hluti. ■ Gamla árið kvatt með Sigur Rós JÓNSI Í STUÐI Með bogann á lofti á Takk- tónleikunum frábæru í Höllinni. Velgengni leikhópsins Vesturports heldur áfram. Timaritið Time Out í London valdi sýninguna Woyzeck eina af níu bestu sýningum ársins en blaðið er eitt mest lesna við- burðablað Bretlands. Þetta er mik- ill heiður fyrir Vesturport en fyrr á þessu ári bar hópurinn sigur úr býtum á leikhúshátíð í Moskvu með Brim. Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri Woyzeck, var staddur í London þegar Frétta- blaðið náði tali af honum en þar er hann að æfa verkið Nights at the Circus hjá Lyric Hammersmith-leikhúsinu. Æfingarnar eru stífar; mæting klukkan níu á morgnana og unnið til klukkan tíu á kvöldin. „Það er lærdómsríkt að vera hérna. Allt gert á knappari tíma.“ Gísli Örn var að sjálfsögðu í skýjunum með útnefningu Time Out. „Þú getur rétt ímyndað þér,“ sagði hann kampakátur. „Við erum þriðja sýningin í röðinni og ein- hverjir hafa hvíslað því að mér að við höfum því hreppt bronsið,“ segir hann og hlær. „Ég veit hins sjálfur ekkert um hvort þeir hafi raðað eftir sætum,“ viðurkennir hann. Gísli segir að sýningin hafi skil- ið eftir sig spor í London og margir tengi hana við Ísland. „Við erum bara mjög glöð yfir þessu og það er alltaf gaman að fá viðurkenningu á því sem við erum að gera,“ útskýr- ir hann en segist þó hafa báða fætur á jörðinni. „Stundum gengur vel og einhverjir eru ánægðir en við höfum alltaf fengið alls konar gagnrýni,“ bætir hann við og telur jafnframt að þessi útnefning komi íslensku leikhúsi á kortið í London. Sýning Gísla verður frumsýnd 25. janúar og verður hann við störf í höfuðborginni fram í apríl. Eftir það segist hann ætla að koma heim og stokka aðeins upp því nóg sé fram undan. „Woyzeck fer til Þýskalands í haust og Rómeó og Júlía sömuleiðis næsta vor. Þá höfum við verið beðin um að koma með Woyzeck aftur til London,“ segir leikarinn og því greinilegt að Vesturport er ekki að fara að leggjast í kör. „Okkur langar líka að gera bíómynd eftir Brimi en við verðum fyrst að finna tíma til að framkvæma allar hugmyndirnar.“ freyrgigja@frettabladid.is WOYZECK: EIN AF BESTU SÝNINGUM ÁRSINS AÐ MATI TIME OUT Útnefningin kemur ís- lensku leikhúsi á kortið WOYZECK Sýningin fór vel í Lundúnabúa en hún þykir ein af þeim bestu sem settar voru upp á árinu sem er að líða. GÍSLI ÖRN Frumsýnir Nights at the Circus hjá Lyric Hammersmith leikhúsinu ásamt Kneehigh-leik- hópnum. HRÓSIÐ ...fær Jón Atli Jónasson, sem tilnefndur er fyrir Íslands hönd til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 2006. Tilnefninguna hlýtur hann fyrir leikrit sitt Brim. FRÉTTIR AF FÓLKI Quentin Tarantino lenti á landinu í gær ásamt fríðu föruneyti og var í miklu stuði. Upphaflega var gert ráð fyrir að leikstjórinn kæmi 28. desember þar sem hann langaði til eyða einum degi hér á landi einn en hann hafði víst lofað upp í ermina á sér með það. Ekki er langt síðan Tarantino var hér á landi og að sögn sjónarvotta var honum heilsað eins og gömlum vini af tollvörðunum. Tarantino snæddi morgunverð á hóteli og vildi ekkert annað en vanilluskyr og lýsi. Hann tekur hið síðarnefnda orðið reglulega og ætlar að hafa með sér einhverjar birgðir til Ameríku enda er íslenskt lýsi þar illfáanlegt. Á leiðinni til Reykjavíkur var stoppað til að fara í snjókast enda er jörðin auð í Kaliforníu að venju. Var hópurinn eins og kálfar að vori og varð hryllingsmynda- leikstjórinn Eli Roth víst verst úti en hann fékk snjóbolta beint í andlitið. Um hver einustu jól, strax á jóladag, er farið að ræða áramótin. Spurningin hvað eigi að gera á gamlárs er einhvern veginn það eina sem fólk finnur sér að ræða. Það sem ég ætla að segja er: VARÚÐ!!! Ein áramótin hélt ég partí fyrir vinina áður en haldið var á djammið. Mér tókst að mynda kósí en jafnframt hátíðlega stemningu heima með því að setja kerti í hvern krók og kima íbúðarinnar. Síðan mætti ein allskemmtilega hress vinkona mín í nýja púffpilsinu sínu staðráðin í því að verða ekki einmana það kvöldið. Hún fór að spjalla við manninn sem hún hafði verið að hita upp og ætlaði að negla í þetta sinn. Hún hallaði sér yfir hann til að hvísla einhverju að honum og vera sexí í leiðinni. Þá fann hún skyndilega skrítna lykt og leit í kringum sig. Þá tók ég eftir hamförunum sem höfðu átt sér stað, það var bál í öllum bakhluta pilsins hennar og við fengum sannkallaða einkaáramótabrennu beinustu leið heim í stofu. Í móðursýk- inni lamdi hún á rassinn á sér, snérist í hring eins og hundur að elta rófuna á sér en endaði með því að hlamma sér á mitt stofugólfið. Hún missti ekki bara kúlið á þessu augnabliki heldur líka pilsið og gæjann. Með sárt ennið gekk hún yfir stofugólfið og við fengum öll að sjá fínu jólanærfötin. Eftir sjúklega hláturskastsbylgju í partíinu fórum við á skemmtistað, Kaupfélagið sem var og hét, til að hitta fleira fólk. Ég, sem hlæ iðulega mest að óförum annarra, fékk líka minn skerf þetta kvöldið. Ungur og afar drukkinn maður kom að tali við mig í ákveðnum tilgangi. Til að undirstrika áhuga sinn kveikti hann á kveikjaranum sínum eftir að hafa gefið mér eld til að skoða betur á mér beinabygginguna. Þar sem ég var lítið spennt fyrir eldmeistar- anum sneri ég mér undan og ætlaði að forða mér. Það heppnaðist ekki betur en svo að manninum tókst að kveikja eld í hárinu á mér, sem var spennt upp með milljón hárspennum og hálfum lítra af hárlakki. Afar eldfimur varningur! Þá gerði ég gestum skemmtistaðarins þann greiða að færa þeim áramótabrennu í partíið. Eftir að traust vinkona kom mér til bjargar og slökkti bálið í hárinu á mér hljóp ég niður á klósett til að athuga hversu mikill skaði væri skeður þar sem ég á ekki nógu mikið af hári til að mega við svona uppákomum. Ég tók þann pólinn í hæðina að líta á mig sem hetju fyrir að hafa lifað þetta af frekar en að verða vandræðaleg og láta mig hverfa af skömm. Með þetta að leiðarljósi ætla ég að biðja ykkur um að fara varlega með eldinn um ára- mótin og óska ykkur gleðilegs nýs árs en ég ætla að taka mér stutt hlé frá skrifum á nýja árinu og safna í fleiri skandala til að deila með ykkur. REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR VILL AÐ VIÐ BREYTUM SÖGUNNI Kátt hann brennur! LÁRÉTT 2 starf 6 guð 8 kopar 9 geislahjúpur 11 dreifa 12 kryddblanda 14 mont 16 rykkorn 17 rotnun 18 viljugur 20 tveir eins 21 leikni. LÓÐRÉTT 1 fituskán 3 tveir eins 4 þakíbúð 5 knæpa 7 mergð 10 urrdan 13 skarð 15 þvo 16 kraftur 19 vörumerki. LAUSN LÁRÉTT: 2 verk, 6 ra, 8 eir, 9 ára, 11 sá, 12 karrí, 14 grobb, 16 ar, 17 fúa, 18 fús, 20 ðð, 21 list. LÓÐRÉTT: 1 brák, 3 ee, 4 risíbúð, 5 krá, 7 aragrúi, 10 arr, 13 rof, 15 baða, 16 afl, 19 ss. E li Roth og Quentin Tarantino eru orðnir vægast sagt uppteknir af íslenskri menningu og tóku meðal annars með sér heim íslenska tónlist fyrir tugi þúsunda. Þá voru þeir gallaðir vel upp hjá 66° Norður og í Nonnabúð. Eli segist vera einstaklega ánægður með Dead-bolinn sinn úr Nonnabúð og þeir Quentin spóki sig oft í Los Angeles í íslensku fötunum sínum. Þannig hefur það til dæmis ítrekað komið fyrir að félagarnir hafi mætt hvor í sínu lagi í veislur í kvikmyndaborginni, báðir í Dead-bolum með 66° Norður húfurnar sínar á hausnum. Þetta er nokkuð sem leikkonur forðast eins og heitan eldinn en þeim Tarantino og Roth finnst fátt jafn skemmtilegt og að hittast eins klæddir án þess að hafa stillt saman strengi sína í þessu ómeðvitaða mark- aðsátaki fyrir Nonnabúð og 66° Norður. [ VEISTU SVARIÐ ] 1. Þórarinn Tyrfingsson. 2. Pink Floyd. 3. Fabio Capello.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.