Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. desember 1976 3 asalan í fullan gang Hagalins selst vel og mikið hefúr verið spurt eftir ljóðabók Jóns frá Ljárskógum. Horn- strendingabók er mjög eftirsótt, þrátt fyrir verðið sem er kr. 12.000.-, en þetta eru 3 bindi. Barnabækur þær sem aðallega seljast eru hinar vinsælu Tinna- bækur, Robinson Krúsó og Heiða, ásamt bók GuðrUnar Helgadóttur 1 afahúsi. í Bókabúð Keflavikur fékkst eftirfarandi svar: Það erekkert að marka þetta ennþá hér, en einna vinsælastur er ólafur á Oddhóli, ásamt Laxness og Snjólaugu, en einnig er mikil eftirspurn eftir Farmaður i friði og striði eftir Jóhannes Helga. Af barnabókum eru það Tinni og Helgi skoðar heiminn, sem bezt seljast. Af erlendum bókum: örlög og ástarþrá. Samkvæmt upplýsingum frá Bókabúðinni Hlöðum á Egils- stöðumeru ekki komnar skýrar linur f bókasöluna enn. Mest sala virðist þó vera i ólafi á Oddhóli, Snjólaugu og Laxness og Skrafað við skemmtilegt fólk. Af barnabókunum virðist Helgi skoðar heiminn seljast mest. Færðin hefur verið slæm fyriraustan, en fer nú batnandi, og er um leið álitið að þá aukist salan. t bókabúðinni Huld á Akur- eyri fékk blaðið þær upplýsing- ar að sömu höfundarnir seldust bezt ár eftir ár. Þar seldist t.d. fyrsta sendingin af bók Laxness upp á klukkustund. Snjólaug selst vel, svo og ólafur á Odd- hóli og ævisaga sr. Gunnars Benediktssonar. Tinna-bækurn- ar seljast brjálæðislega, svo og Helgi skoðar heiminn. Af þýdd- um bókum eru það Alistair McLean og Hammond Innes sem bezt seljast. 1 bókabúð Lárusar Blöndal i Reykjavik var sagt að jólabóka- salan færi hægt og rólega af stað og væri ósköp svipuð og i fyrra, enda hafa bækur tiltölulega litið hækkað. Þar, eins og annars staðar, er góð sala i bók Lax- ness, aðrar vinsælar bækur is- lenzkar eru bók sr. Jóns Auð- uns, 30. marz og svo Punktur, punktur komma strik eftir Pét- ur Gunnarsson, en sú bók selst nær eins vel og Laxness. Þýddir reyfarar og ástarsögur eru einnig nokkuð keyptar og Tinni og Helgi skoðar heiminn eru vinsælustu barnabækurnar. 1 Bókahúsinu Laugavegi 178 gengur bókasalan vel, en litið af bókum enn farið að skera sig úr hvað góða sölu snertir, nema þá helzt bók Laxness. Bók Péturs Gunnarssonar seldist upp á stuttum tima, og aðeins litið eft- ir af bók Sigurðar Guðjónssom ar. Hornstrandabók er einnig vinsæl og mikið er keypt af barnabókum. 1 Bókabúð Jónasar Eggerts- sonar i Rofabæ, er salan að- komast i fullan gang og er mjög svipuð og i fyrra. Enn eru engir sérstakir bókatitlar farnir að skera sig úr, hvað sölu snertir. Salan þar er ennþá jöfn og góö. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur: Starfshópur kynnir reglur um útivistar- tíma barna Gsal-Reykjavik — Barnavernd- arnefnd Reykjavikur hefur sam- þykkt, að forcldrum barna i skól- um borgarinnar skuli kynntar sérstakar reglur um útivistar- ■ tima barna og ungmenna, og hefur nefndin skipað sérstakan starfshóp til að annast þá fram- kvæmd og ieita eftir samstarfi við lögreglu og skólayfirvöld. Sámkvæmt lögreglusamþykkt Reykjavikur mega börn yngri en 12 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 20.00 frá 1. september til Endurnýjun eldri hverfa miðar fyrst og fremst að því að við- halda svipmóti gamla bæjarins 1 stuttu máli má segja, að markmið þeirrar endurnýjunar eldri hverfa sem endurskoðað að- alskipulag gerir ráð fyrir, sé að svipmót gamla bæjarins haldist sem likast þvi sem nú er, en reikna þó þar með ákveðinni upp- byggingu. Mótast tillagnagerð af þeim markmiðum, að stöðvuð verði sú hnignun, sem átt hefur sér stað og kemur til með að eiga sér stað, ef ekki verður að gert, svo og þvi markmiði, að fullnægja sem bezt þörf fyrir bifreiðastæði og fleira, án þess að spilla svip þeirra hverfa sem um ræðir. Könnun, sem framkvæmd var árið 1975, leiddi i ljós, að þá skipt- ist byggð á svæðinu þannig að ibúðarhúsnæði var 323.800 fer- metrar, en atvinnuhúsnæði 474.200 fermetrar. Tillögur i end- urskoðuðu aðalskipulagi gera ráð fyrir að árið 1995 verði þessi skipting þannig, að ibúðarhús- næði verði 369.700 fermetrar (14.2% aukning frá 1975), en at- vinnuhúsnæði 681.400 fermetrar (43.7% aukning frá 1975)... Þó er einnig gert ráð fyrir öðrum möguleika, það er að ibúðarhús- næði verði 409.000 fermetrar (26.3% aukning), en atvinnuhús- næði 642.100 fermetrar (35.4% aukning). Með þessari tillögu er meðal annars stefnt að þvi, að fólksflótti úr hverfum þessum stöðvist, en undanfarin ár hefur hann verið mikill. Arið 1945 bjuggu á svæðinu um 12.000 manns, en nú er ibúa- fjöldi þar ekki nema 5.000. Er að þvi stefnt, i tillögum skipulags- nefndar, að ibúatölunni verði i framtiðinni haldið sem næst 7.000. Er bent á, að hlutar svæöisins séu verulega hentugir fyrir ibúö- ir, bæði aldraðra svo og ungs fóíks. I tillögunum er athugunarsvæð- inu skipt niður i þrenns konar svæði, framkvæmdasvæði, end- urnýjunarsvæði og verndunar- svæði, eftir þvi hverjar tillögur eru gerðar um högun þeirra. Á þessarri mynd má sjá tillögur um skiptingu athugunarsv æðisins. Dekkstu fletirnir eru svæði, sem ætluð eruð fyrir léttan iðnað, svæðin sem af- mörkuð eru með punktalfnum eru Ibúðarsvæði, Ijós svæði eru byggð stofnunum og auk þess er miðbæjar- svæðið þannig merkt, og svæöi- þau sem afmörkuö eru með dökkum linum eru framkvæmdasvæði. Framkvæmdasvæði eru svæði, þar sem lagt er til að verulegar framkvæmdir og uppbygging eigi sérstað á skipulagstimanum, það er fram til 1995. Lögð er áherzla á, að byggð á þeim verði blönduð, og inn á þau komi verulegt magn ibúðarhúsnæðis. Dæmi um fram- kvæmdasvæði er við vesturenda Skúlagötu, þar sem nokkuð er um óbyggðar lóðir (sjá mynd.) Endurnýjunarsvæði eru svæði, þar sem meginhluti bygginga hefur áþekkt svipmót og notkun og þar sem talið er æskilegt að verulegar endurbætur á núver- andi mannvirkjum og umhverfi eigi sér stað á skipulagstimabil- inu. Lagt er til, að þar sem fyrir- hugað er að reisa nýjar bygging- ar á slikum svæðum, taki þær ný- byggingar sérstakt mið af þvi umhverfi sem fyrir er, hvað við- víkur notkun, stærðarhlutföllum, útliti og efnisvali. Endurnýjunar- svæði eru flest ibúðarhverfi. Verndunarsvæði eru svo svæði, sem talin eru hafa byggingarlist- rænt, sögulegt, eða almennt gildi, þannig að æskilegt sé talið að veita þeim sérstaka vernd. Lagt er til, að gert sé að skyldu að við- halda mannvirkjum i sem upp- runalegastri mynd, en umhverfi bygginga verði endurbætt og mótað með tilliti til þessara mannvirkja. Verndunarsvæði eru til dæmis Arnarhóll og umhverfi hans, með Þjóðleikhúsinu, Arnarhváli og fleiru, svo og byggðin' kuður af Skólavörðustig. t gatnamálum er tekin nokkuð breytt afstaða, frá þeirri, sem birtist i aðalskipulagi Reykjavik- ur, eins og það var samþykkt 1965. Segja má, að haldið sé þvi meginmarkmiði, að nýta götur i þeirri mynd sem þær nú eru til hins ýtrasta, sem er I raun and- stætt upphaflegu skipulagi, þar sem gert var ráð fyrir allnokkr- um umbrotum, vegna bréytinga á Grettisgötu og byggingu Geirs- götubrúar. Þá er og vikið allnokkuð frá upphaflegu skipulagi i stefnu varðandi bifreiðastæði á svæðinu. 1 fyrra skipulagi var gert ráð fyr- ir að eitt bifreiðastæði þyrfti að vera fyrir hverja ibúð á svæðinu, svo og eitt stæði fyrir hverja 50 fermetra i atvinnuhúsnæði. Ljóst er, að það er ekki mögu- legt jafnframt þvi að halda I þau markmið, sem sett eru varðandi endurnýjun þessarra hverfa og Framhald á bls. 19. Þessar tvær myndir sýna athugunarsvæðið, annars vegar áriö 1962, hins vegar 1974. Ef aðer gáö má sjá, að framkvæmdir og uppbygging á svæðinu hefur verið furðu litii. 1. mai og eftir kl. 22.00 frá 1. mai til 1. september nema i fylgd með fullorðnum. Unglingar yngri en 15 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22.00 frá 1. september til 1. mai og kl. 23.00 frá 1. mai til 1. septem- ber, nema i fylgd með fullorðn- um, eða um sé að ræða heimferð frá skólaskemmtun, iþróttasam- komu eða annarri viðurkenndri æskulýðsstarfsemi. Unglingum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur og dvöl á al- mennum dansleikjum eftir kl. 20.00 öðrum en sérstökum unglingaskemmtunum, sem haldnar eru af skólum, æskulýðs- félögum eða öðrum aðilum, sem til þess hafa leyfi og háðar eru sérstöku eftirliti. Er hvers konar þjónusta við börn og unglinga eftir löglegan útivistartima, önnur en heimflutningur, bönnuð að viðlagðri ábyrgð þess, er þjónust- una veitir. Vill barnaverndarnefnd, að reglugerð þessi verði fest upp á vegg á áberandi stöðum i sjopp- um og á almannafæri, þar sem þvi verður við komið, fullorðnum ogbörnum til viðvörunar, og mun starfshópurinn annast þá fram- kvæmd. Nú fyrir jólin mun starfs- hópurinn sjá til þess, fyrir milli- göngu skólastjóra og kennara, að hvert barn i skólum borgarinnar fái eintak af útdrætti reglugerð- arinnar handa foreldrum sinum, sérstakt bréf mun einnig berast foreldrum frá nefndinni, þar sem foreldrareru beðnir um aðhvetja börn sin til að vera heima á kvöldin og stuðla að þvi, að þau vilji vera heima með þvi að hafa ofan af fyrir þeim á eðlilegan og heilbrigðan hátt. Haustmót Skók- félags Akureyrar KS-Akureyri — Haustmóti Skák- félags Akureyrar er nýlokiö. Keppendur voru 22 og teflt var i einum flokki, 7. umferðir eftir Monrad kerfi. Röö efstu mann varð þessi: Efstur varð Jóhann Snorrason, og hlaut hann 5,5 vinning, annar varö Jón Ingi- marsson, sem hlaut sömu vinningatölu og Jóhann, en varð lægri að stigum. 1 3.-5. sæti voru Haki Jóhannesson, Margeir Steingrimsson og Jón Björgvins- son og hlutu þeir 5 vinninga hver, Stefán Ragnarsson varð sjötti með 4,5 vinning. Teflt var að Hótel Varðborg, og skákstjóri var sem fyrr Albert Sigurðsson. Nóbelsverðlaunahafinn Mac Bride kemur hingað til lands gébé- Rvik. — Til að marka upp- haf ,,árs sa m vi/.kuf angaus” eiga samtökin von á friöarverö- iaunahafa Nóbeis 1974, Seán Mac Bride hingað tiiiands i dag, sagði Hilmar Foss formaöur ís- landsdeiidar Amnesty Inter- nationai, en nýbyrjuö er ársher- ferð, sem helguö er samvizku- fanganum. Samtökin hyggjast m.a. efna til undirskriftasöfn- unar, þar scm skorað veröur á Sameinuöu þjóðirnar að sam- þykkja ályktun, þar sem þvi vcrður beint tii allra þjóða ver- aldar, að haida ákvæöi mann- réttindayfirlýsingar Sþ og að öllum þeim, sem fangelsaðir hafa vcriö vegna skoðana sinna, vcröi sleppt. Mac Bride er einn af þrem stofnendum Amnesty en auk þess hefur hann verið virkur félagi fjölmargra alþjóð- legra félaga og stofnana um frið og mannréttindi. Hann er nú umboðsmaður Sameinuðu þjóð- anna fyrir Namibiu, og kemur sem slikur fram sem aðstoöar- aðairitari SÞ. Seán Mc Bride kemur hingað til lands frá Lusaka i Zambiu, en þar var hann i erindum SÞ. Tekið er á móti honum af hálfu utanrikisráðuneytisins og Is- landsdeildar Amnesty. A meðan á heimsókn hans stendur mun hann ganga á fund forseta ts- lands og sitja bæði boð utanrik- isráðherra og lagadeildar Há- skóla tslands. A miðvikudags- kvöldið 15. des., mun hann á- varpa og sitja fyrir svörum á al- mennum fundi tslandsdeildar Amnesty i Norræna húsinu kl. 20.30. A fimmtudagsmorgun heldur hann háskólafyrirlestur i Lögbergi i Ht og kallar hann fyrirlestursinn „Kúgun leiðir til ofbeldis.” Fyrirlesturinn er öll- um opinn. — Frá tslandi fer Seán Mac Bride til Lúxemburgar á föstu- dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.