Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 18

Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 18
Gott úrval. Póstsendi Magnús E. Baldvinsson, Laugavegi 8/ sími 22804. ^rrniifp • WáWVcitmWfe • Magnús E. Baldvinsson Láugavegi 8 — Sími 22804. Stjórn Lífeyrissjóðs Rangæinga hefur ákveðiö að veita lán úr sjóðnum hinn 15. febrúar 1977. Þeir, sem telja sig eiga rétt á láni þurfa að senda sjóðnum um- sóknir sinar fyrir 15. janúar nk. Þar sem skrifstofa sjóðsins verður lokuð til 29. des. verða eyðublöð afgreidd i Bún- aðarbanka íslands, Hellu til þess tima. Lifeyrissjóður Rangæinga. mmm Þriðjudagur 14. desember 1976 lesendur segja „OLLU AÐ TRUA EKKI ER GOTT, ENGU HÁLFU VERRA" Fyrir nokkru las ég i dagbl. Timanum bókarfregn. Jón Sigurðsson kynnir þar ny út- komna bók eftir séra Einar Sigurbjörnsson. „Orðið og trú- in” og fer um hana miklum lofs- orðum, vitnar viöa i bókina máli sinu til sönnunar.... Eins og gef- ur aö skilja mega linur þessar ekki skoðast sem ritdómur frá minnihendi. Þar semég hef ekki séð þessa bók og býst tæplega við að sjá hana. En ég vildi minnast á nokkur þau atriði sem bókarkynnirinn tilfærir. Er þá fyrst aö minnast á það sem höfundurinn segir um fikn Is- lendinga i lestur dulrænna sagna og þ.h. Ég býst við að þessu spjóti sé beint aö spíritist- um og guðspekinemum og sé beint framhald á skrifum Skál- holtsrektorsins og samþykkt sýnódusar i fyrra. Þá talar bókarhöfundur um þaö, sem hann kallar „fýlulegan kristin- dóm” og skil ég það svo, að það séu hinir nýju straumar, sem eiga að valda þessari „fýlu”. „Þvi kristindómurinn er engin tæpitungu eöa vafamál, sem þarf aö vefjast fyrir fólki.” „Jörðin snýst Jón hefir talað” Vill ekki þessi ungi guö- fræðingur sem er doktor aö nafnbót skýra mér og öðrum hver sé munurinn á þvi sem hann vill kalla kristindóm og þvi sem hann kallar fýlulegan kristindóm?. Ég veit ekki betur en kristin trú sé grundvölluð á þvi, að maðurinn lifi eftir likamsdauðann. Og ég veitheld- ur ekki betur en, spíritisminn byggist nákvæmlega á þvi aö reyna (eftir þvi sem þekking nútimamanna nær) að sanna að svo sé. Þaö er nú öll sök þeirrar stefnu i trúmálum ef viö ’getum kallað þaö sök. Þeir sem vilja telja ibliuna helga bók, og al- gjörlega óskeikula mega það fyrir mér. En skritið þykir mér þaö sem haft er úr bók unga prestsins, að dómur guðs falli ekki yfir mönnunum á þann hátt, aö einn hljóti dýrð, en ann- ar hel, heldur sé dómur guðs yf- ir illskunni en ekki yfir mönnun- um sjálfum. Hvernig á nú að skilja þetta? Hvernig er hægt aö dæma það sem er ópersónulegt? Ég er orðinn gamall maður, 10 ára gamall var ég látinn læra utanbókar barnalærdómskver Helga Hálfdánarsonar, og halda svo þeim lærdómi við, til fermingaraldurs. Við skulum fletta upp I þvi sem það kver segirum „dauðann dómsdag og annað líf ”. Þar segir á bls. 72-73 169. grein, „Eftir dóminn hreppa þeir, sem með vantrú og þrjósku hafa hafnað guðs náö, eilífan dauða eða eilffa' glötun. Lif þeirra verður ævinlangt kvalalif i sambúð við illa anda, endalaus angistog örvænting án allrar vonar um frelsun”. Hvernig á svo að koma þessu heim og saman við túlkun unga prestsins á ritningunni?. Ekki svo að skilja, að ég sakni hinnar gömlu túlkunar, siður en svo. En ég geri ráð fyrir, að báðir þessir ágætu höfundar hafi bibliuna að leiöarljósi. En það er bara þessi munurinn: Aö lektor Helgi Hálfdánarson hefur sinn skilning beint úr Matt. 25,41 og er ekkert að sleikja ut an af þvi, en hinn er aö reyna að milda það sem i raun og veru enginn nútimamaður trúir, hvort sem er, en tekst það dálit iðklaufalega, þvihverniger t.d. hægt að dæma „illskuna”, sem er ópersónuleg, en sleppa ger- andanum?, Broslegt þykir mér það sem bókarkynnirinn hefir eftir höf- undi bókarinnar.. „Getur kirkja, sem er trú köllun sinni, þjónað valdinu?” Ef ég ætti að svara þessu myndi ég segja nei. En ég myndi um leið spyrja: Hvernig komst lútersk kirkja á hér á lslandi og viöar — var það ekki vegna undirlægjuskapar hennar við valdiö?. Ég hef hald- ið það, og hver voru svo launin? Kirkjan rúin öllum eignum sin- um, sem að visu voru saman- dregin á vafasaman hátt, kross- ar og aðrir helgidómar kaþólsk- unnar svivirtir og eyðilagðir, og dýrðlingar fólksins geröir að barnagrýlum.... Þá segir bókar- kynnir, aö höfundur vari menn viö að gera mikið úr eigintníar- reynslu. Jæja, þá veit maöur það, en spyrja mætti: Hvaö olli sinnaskiptum sáls, sem siöar var kallaöur Páll? Var það ekki hans eigin trúarreynsla? Mætti svo lengi telja en hér skal staöar numið, nema annað tilefni gef- ist. Guðmundur Einarsson, Brjánslæk Alviðra: Óþolandi ófriður hefur skapazt af meðferð Land verndar og Árnessýslu — segir Magnús Jóhannesson, fyrrv. bóndi að Alviðru Vegna nokkurra skrifa i Tim- anum nú nýverið um svonefnt Alviðrumál, vil ég beiðast þess, að þér birtið þessa athugasemd: Sú fullyröing Helga Þórarins- sonar Iblaðinu 28. nóvember sl„ að Alviðrunefnd hafi haft með mál þetta að gera gagnvart hon- um er röng. Haukur Hafstað boðaði mig til fundar, þar sem samþykkja skyldi Helga sem ábúanda, að sögn Hauks. Ég tjáöi Hauki, aö ég mundi aldrei samþykkja Helga og neitaði að fara á fund- inn, þar sem ég hefði augljós- lega lent þar I minnihluta. Hefi ég aldrei siðar samþykkt veru eða gjörðir Helga á Alviöru og hefi reyndar lýst allri ábyrgð á hans gjörðum og viðskilnaöi á hendur Landvernd og Arnes- sýslu, eða þeim mönnum.erum málið fjölluðu. 1 athugasemd Páls Hall- grimssonar og Hákonar Guð- mundssonar, er birt var 16. nóvember, er reynt aö láta I það skína, að ég hafi átt þátt að ein- hverju leyti I hinni breyttu af- stöðu Helga i júli sl„ en allir sem tilmálsins þekkja — sbr. og hér að ofan — vita hvilik fjar- stæða það er. Þó ekki kæmi annað til, má öllum vera ljóst, að sá ófriður sem skapazt hefur af meðförum Landverndar og Arnessýslu á jörðinni, er með öllu óþolandi og hefir ekki og mun ekki verða látið óátalið. Selfossi, 6. desember 1976 Magnús Jóhannessnn, fyrrverandi bóndi aö Alviöru. Útvarpið og strjáIbýlið Erlingur Daviðsson, ritstjóri á Akureyri, talaði um daginn og veginn á dögunum. Ekki ætla ég að gera efni þessa erindis skil hér, heldur vekja athygli á þvi, að Erlingur er sérlega áheyri- legur útvarpsmaður. NU fyrir skömmu las hann Ur bók sinni um Nóa skipasmið og hafði ég og f jölskylda min mikla ánægju af lestri sögunnar. Þetta bréf er einkum ritað til þessaðvekja athygli útvarpsins á þvi að reyna að fá fleiri menn utan af landi til þess að senda efni — og helzt flytja það sjálfir, og mætti jafnvel hugsa sér að greiddur yrði ferðakostnaður manna til þess arna. Þátturinn gæti heitið t.d. Gestur utan af landieða eitthvað svoleiðis, þvi útvarpið er jú einu sinni fyrir alla landsmenn. JG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.