Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 14. desember 1976 Guðmundur P. Valgeirsson: Fréttabréf úr Árneshre Sumarið 1976 er liöiö og komið að jólaföstu. — S.l. vetur og sumar heilsuðust meö einstakri veðurbliðu, sunnan átt, sólskini og hlýju. Veturinn var snjóléttur, en svell höfðu legið yfir öllu lág- lendi frá þvi á jólum fram til páska. Þá brá til bráöa hlýinda, svo að svellin runnu niður á skömmum tima. Vonuöu menn þá, að þau hlýindi mundu koma iveg fyrir kalskemmdirafvöld- um svellalaganna. Svo reyndist þó ekki. Fram úr sumarmálun- um kólnaði og voru frost og bleytur til skiptis i mai og kuldatið fram undir júnilok. Fór gróðri hægt fram á þeim tima, og mikillsnjór var i' fjöllum i lok júnimánaðar. — Siðustu daga júni hlýnaði verulega og ágæt sprettutið var i júlimánuöi. Spratt þá allt, sem óskemmt var af kali. 1 ágúst var oftast v og s.v. átt. Nokkuð var vætusamt, en litið um stórrigningar. Nokkrir góðir þurrkdagar komu, sem' nýttust þó ekki vel vegna hvassviðris. Þó að sumarveðrátta mætti teljast góð i júli og ágúst, brá þó verulega til batnaðar um höfuð- daginn, 29. ágúst. Hófst þá sú einmuna veðurbliða, sem hald- ist hefur allt til þessa dags. Muna menn ekki aðra eins sam- fellda veðurbliðu á þeim tfma árs. Varla getur heitið, að frosið hafi á jörð og aðeins tvisvar gránað i sjó af snjóföli. — Nú, þegar þetta er skrifað, virðist þó vetur vera að ganga i garð. (28/11). Heyskapur Sláttur hófst almennt um miðjan júli. Spretta var mis- jöfn. Þar sem jörð var ó- skemmd, var mikið gras, en upp úr þvi, sem kól, spratt arfi og litið gras. — Ekki fór á milli mála að túnspildur, sem borið hafði verið á kalksandur frá Sementsverksmiðjunni á Akra- nesi fyrir þrem árum, stóðust kalið mun betur, en þær, sem ó- kalkaðar voru. Fé sækir lika mun meir i þær en annaö tún. — Heyskapur gekk vel, eftir at- vikum. Fleiru þurfti aö sinna en heyverkum eins og siðar verður getið. — Heyskap lauk upp úr mánaðamótum ágúst-septem- ber. Nýting heyja er i góðu með- allagi. -Nokkuð mun þó úr sér sprottið, einkum það sem siöast var slegið, þvi spretta var mjög ör seinnihluta júli og fram yfir mánaðamót, svo að allt var orð- ið fullsprottið um og upp úr mánaðamótum. Yfir heildina er heyfengur i meðallagi, en tölu- vert misjafn milli bæja. Voru það afleiðingar kalsins frá siö- asta vetri og vori, eins og áður er sagt. Framkvæmdir — byggingar 1 byrjun ágústmánaðar 1975 hófust hér i hreppnum almenn- ar byggingaframkvæmdir sám- kvæmt áætlanagerð fyrir Arn- eshrepp á vegum Fram- kvæmdastofnunar rikisins. Tókst hreppsbúum að fá þvi framgengt eftir harða sóknar- lotu. Samkvæmt þeirri áætlun verða byggöar heygeymslur og peningshús á nær öllum býlum i hreppnum. Var þegar hafizt handa, þegar loks fengust loforð um lán og fyrirgreiöslu. Mjög aðkallandi nauðsyn var á þessu, þvi allar eldri byggingar voru orðnar úr sér gengnar, óhentug- ar og of litlar, og þvi ekki um nema annað tveggja að gera: hrökkva eða stökkva. Eins og áður segir, hófust þessar framkvæmdir i byrjun ágúst 1975. Þrátt fyrir litinn undirbúning var þegar hafizt handa af fullu kappi. Var sleitu- laust unnið aö þessu fram endaðan nóvember það ár. A þeim tima voru byggðar þrjár votheyshlöður á bæjunum: Felli, Litlu-Avik og Bæ, og grunnar steyptir að öðrum þrem votheyshlöðum, fjárhús- kjallari I Stóru-Avik, vélgengur, ogfjós og hlaða á Finnbogastöð- um. 1 vor hófst vinna við fram- Saumavélin sem gerir alla saumavinnu einfalda er NECCHI NECCHIL YDIA 3 er fullkomin sjálfvirk saumavél með fríum armi. NECCHILYDIA 3ersérlega auðveldínotkun. Meðaðeinseinum takka mávelja um 17mismunandi sporgerðir. NECCHIL YDIA 3 má nota við að sauma, falda, þrceða, festa á tölur, gera hnappagöt og skrautsaum, auk sauma sem henta öllum nýtízku teygjuefnum. NECCHILYDIA 3 vegur aðeins um 11 kg með tösku og fylgihlutum, og er því einkar meðfcerileg í geymslu og flutningi. NECCHILYDIA 3 fylgir fullkominn íslenzkur leiðarvisir. 40 ára reynsla NECCHI á íslenzkum markaði tryggir góða varahluta- og viðgerðaþjónustu. Góðgreiðslukjör - Fást einnig víða um land. NECCHIL YDIA 3 kostar aðeins kr. 55.875, - Fálkinn póstsendir allar nánari upplýsingar, sé þess óskaö. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 hald þessa verks eins fljótt og veður leyfði. 1 sumar og haust hafa verið byggöar 8 votheys- hlöður á þessum bæjum: Kross- nesi, Norðurfirði, Steinstúni, Munaðarnesi, Melum, Amesi 1 og 2, og Finnbogastöðum og þrjú fjárhús á Felli, Bæ og Reykjarfirði, er rúma saman- lagt 850 fjár, og fjárhúskjallari, vélgengur i Litlu-Avik. Unnið hefur verið að þessu aUtfram að þessum tima. Góða tiðinernotuöeinsoghægter. Er ekki hægt annað að segja en að mikið hafi áunnizt. Vinnuflokk- ur hefur unnið að þessum fram- kvæmdum. 1 honum hafa oftast verið 3 smiðir (stundum 2) og 3- 4 fastir verkamenn. Yfirsmiður og verkstjóri er Jón Guðmunds- son frá Bæ. Hann er þó búsettur i Reykjav. Hefur hann séð um allar þessar byggingar, nema i Reykjarfirði. Þar sá Kjartan Guðmundss. frá Naustvik um bygginguna. — Auk þess hafa bændur sjálfir lagt fram mikla vinnu. Þeir hafa séð um að- drætti og flutninga flekamóta milli bæja og hjálpað hver öðr- um við alla steypuvinnu. Sam- anlagt hafa verið 36 steypudag- ar á þessu sumri. Er það mikið vinnuframlag jafnframt hey- skap ogöðrum önnum. — Iþess- um áfanga var lögö áherzla á að byggja hlöðurnar. Þeirra var mikil þörf, og svo varð vinnu- hagræðing með steypumótin meiri með þeim hætti. Næsta sumar verða fjárhús byggð við þær hlöður, sem komnar eru, og hlöður þar sem ekki vannst timi til að byggja nú. — Að allra dómihefur þetta verkefni geng- ið með afbrigðum vel. Áður en verkið hófst i vor, var gerð áætl- un um framkvæmd þess. Þótti ýmsum hún það ströng, að teflt væri á tæpasta vað um fram- kvæmdagetu. En allt hefur það staðizt. Kaupfélag Stranda- manna hefur annazt öll innkaup á efni i byggingarnar. Sú fyrir- greiðsla hefur áttsinn stóra þátt i hvað vel hefur gengið. Aldrei hefur strandað á þvi, og efni á- vallt verið fyrir hendi, svo að verkið hefur getað gengið hindr- unarlaust. Verður sú fyrir- greiðsla aldrei of þökkuð eða metin til fjár. Er það þó ekki of- hlaöið starfsliði, þar sem Kaup- félag Strandamanna er. Góð lánafyrirgreiðsla er veitt til þessara framkvæmda, bæði frá Stofnlánadeild Búnaöar- bankans og Byggöasjóði. Ber að þakka það, einnig þeim mönn- um sem hafa yfirumsjón með framkvæmdum af hálfu Fram- kvæmdastofnunarinnar. Þeir hafa sýnt velvild og skilning á nauðsyn þessara framkvæmda. Eins ber að þakka þeim mönn- um öðrum, sem stuðlað hafa að þessari uppbyggingu i hreppn- um með einum og öðrum hætti. Vegagerð. Umbætur: A s.l. sumri var unnið veru- lega að umbótum á vegum i hreppnum. Aðallega var unnið að þvi að byggja upp vegakafl- ann frá Amesi að Melum. Þar hefur alltaf myndazt hálfgerð torfæra i svokölluðum Arnes- krók með uppbólgum strax og tekið hefur að frjósa. Einnig var vegurinn frá Gjögri til Norðurfjaröar lagfæröur og borið ofan i hann, og fleiri lag- færingar geröar. Var þess full þörf, þvi að ofaniburöur og viö- hald hefur verið ófullnægjandi á undanförnum árum. Að þessu hefur orðið mikil umbót á þess- um fjölfarnasta vegakafla sveitarinnar, jafnt á sumri sem vetri. Eru hreppsbúar ánægðir með það sem gert hefur verið, þó að þeim sé ljóst að meira þyrfti að gera. Guðmundur P. Valgeimson. Rafmagnsfram- kvæmdir Þegar sagt er frá fram- kvæmdum hér i Arneshreppi, er ekki hægtað ganga framhjá þvi, sem ógert hefur verið nú i tvö ár, þvi að leiða rafmagn hingað i hreppinn. — Mál þetta er búið að vera lengi á döfinni. öðru hvoru hefur okkur verið sagt, að nú ættum við að fara að fá rafmagn hingað. En einhvern veginn var þvi frestað ár frá ári. Annað þurfti að ganga fyrir. Sumarið 1975 var einn af þing- mönnum kjördæmisins, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, skipaður formaður orkuráðs. Nýskipaður i þá stöðu kom hann hingað norður, m.a. til að ræða þessi mál. Af orðum hans og stöðu mátti ráða, að nú væri sú stund upprunnin, að við mætt- um ákveðið vænta rafmagnsins innan skamms. Kvað hann framkvæmdir hefjast innan stutts tima. Vinnuflokkur yröi sendur hingað eftir eina eöa tvær vikur. — Samt leið timinn án þess af þvi yröi. — Undir haust voru menn þó sendir hing- að með tilfæringar og staurar fluttir norður. Skyldi nú staura - línan lögð, svo að hún væri tilbú- in fyrir næsta sumar. Með þvi að komið var haust og veðrátta óhagstæð varð þó minna úr þessu. Þótti heimamönnum heldur ráðleysislega að þessu unnið. Varð vinnuflokkurinn að brjótast hér um með tæki sin i snjó og vondum veðrum fram i endaöan nóvember, Þegar loks var gefizt upp við þetta brölt vantaöi mikið á, að stauralinan væri komin frá Djúpuvik norður iAmesogútáGjögur. — ísum- arvarsvoafturhafizthanda um þetta verk. Gekk það nú mun greiðlegar en i fyrra. Var búiö að leggja stauralinuna heim á þá bæi sem ætlað var að raf- magnið næði til i byrjun októ- ber. öðru hvoru var verið aö vekja vonir um, að rafmagn yrði kom- ið á linuna f. jól. Meöal annars voru lögð drög að þvi að fá hús- næði undir diselrafstöö hér mið- svæðis, sem ætti aö framleiöa rafmagn fyrir hreppinn til bráðabirgða. — Þetta varö þó allt á annan veg. Vinnuflokkur- inn var kallaður héðan i skyndi og sendur á aöra staði. — Sáu menn þá, hvað veröa vildi, þess- ari nauðsynlegu framkvæmd yrði enn frestað um ófyrirsjáan- legan tima. Þeim, sem voru farnir að eygja von um rafmagn frá almenningsrafveitu, þótti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.