Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 14. desember 1976 19 — þar sem þeir mæta Chelsea. • RADFORD Terry Neill, fram- kvæmdastjóri Arsenal, snaraði peningabuddunni á borðið í gærkvöldi, þegar hann keypti hinn frábæra miðvallarspilara frá Stoke, Alan Hudson á 200 þús. sterlingspund. Hudson hefur leikið 2 landsleiki fyrir England, og er talinn einn bezti miðvallarspilari Englands. Hann mun leika með Arsenal-liðinu gegn Derby annað kvöld. Alan Hudson, sem Stoke keypti frá Chelsea á 275 þús. pund 1974, er fæddur i London — Chelsea- hverfinu. Hann mun örugglega koma til með að styrkja Arsenal- liðið mikið — og má reikna með að hann taki við stöðu Alans Ball, á miðjunni. Alan verður að öllum likindum seldur fljótlega frá Arsenal. Neill hefur nú keypt leikmenn — Malcolm MacDonald, Pat Howardog Alan Hudson, fyrir 600 þús pund á keppnistimabilinu. JOHN RADFORD — hinn kunni miðherji Arsenal sem hefur verið aðalmarkaskorari Arsenai undanfarin ár, var i gærkvöldi seldur til West Ham á 80 þús. pund. Radford hóf knattspyrnu- feril sinn hjá Arsenal 1964, og hefur hann leikið 380 deildarleiki með liðinu og skorað 112 mörk i þeim. Radford hefur leikið með enska landsliðinu og var einn af lykilmönnum Arsenal-liðsins, þegar það vann „Double” — bæði deildarkeppnina og bikarinn 1971. — SOS # HUDSON Gullin mark- tækifæri fóru forgörðum... — og íslendingar máttu þola tap (16:19) gegn Dönum í Kaupmannahöfn Landsliðsmenn okkar i handknattleik höfðu ekki heppnina með sér, þegar þeir léku gegn Dönum i Kaup- mannahöfn. Aragrúi af gulln- um marktækifærum fóru for- görðum i leiknum — og is- lenzku leikmennirnir sátu eft- ir meö sárt ennið, á meðan Danir fögnuðu sigri — 19:16. Eftir gangi leiksins, hefði Is- lenzka liðið átt aö vinna meö góðum mun. En landsliðs- menn okkar, sem voru þreytt- ir eftir keppnina i A-Þýzka- landi, fóru illa með upplögð marktækifæri, og það réði úr- slitum. Leikurinn var jafn framan af, en rétt fyrir leiks- hlé skoruðu Danir 3 mörk i röð ogkomustyfir —12:9. Þessum mun héldu þeir siðan út leik- inn. Mörk Islands skoruðu: Geir — sem átti mjög góðan leik, 7, Ólafur Einarsson 2, Viðar 2 (1), Jón Karlsson2 (2), Björg- vin 1, Þorbjörn 1 og Agúst Svavarsson 1. Dýrlingarnir hefja vörnina á The Dell Hudson til Arsenal • John Radford til West Ham Aftur tap í Danmörku Þreyttir iandsliðsmenn okkar i hándknattleik, sem hafa leikið 4-5 ieiki á aðeins 6 dögum, töp- uðu (20-25) i gærkvöldi, fyrir Sjálands-úrvaiinu, sem lék án iandsiiðsmanna Dana. íslendingar byrjuðu vel og náðu fimm marka forskoti 8-3 i byrjun leiksins, en Danir náðu að minnka muninn i 9-11 fyrir leikshlé og i siðari hálfleik tóku þeir leikinn I sinar hendur — náðu sjö marka forskoti 21-14, og gerðu þar með út um leikinn. Mörk Islands skoruðu: Viðar 5 (2), Ágúst 3, Ólafur 3, Þor- bergur 3, Geir 2, Björgvin 2, Viggó 1 og Þórarinn 1. 5 stórleikir í Dýrlingarnir frá Southampton, sem tryggðu sér sigur (1:0) yfir Manchester United i úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wem- bley 1976, hefja vörnina um bik- arinn á heimavelli sinum — The Dell. þar sem þeir mæta Lundúnaiiðinu Cheisea i 3. um- ferð ensku bikarkeppninnar. Það var dregið i keppninni i London i gær — og var þá ljóst, að 5 stórleikir verða leiknir i 3. umferðinni, sem verð- ur leikin 8. janúar. Everton dróst gegn Stoke, Leeds — Nor- wich, Leicester — Aston Villa, Ipswich — Bristol City og Manchester City fær W.B.A. i heimsókn. ÍR-ingar réðu ekki við Rogers — hann ótti stórleik með Ármannsliðinu, sem sigraði 83:79. Njarðvík sigraði KR (70:66) BLÖKKUMAÐURINN Jimmy Rogers sýndi stórgóðan leik, þeg- ar íslandsmeistarar Ármanns unnu góðan sigur (83:79) yfir ÍR- ingum — og eru ísiandsmeistar- arnir nú með fullt hús stiga (10). Rogers var i miklum ham —hann skoraði 22 stig og stjórnaöi leik Armanns-liðsins bæði f sókn og vörn. Arm enningarnir byrjuöu mjög vel og náöu tuttugu stiga forskoti — 48:28. IR-ingar voru ekki á þeim buxunum að gefast upp, þvi að þeir söxuðu jafnt og þétt á forskot Ármenninga, en það dugðiekki —hiö stóra forskot sem Islandsmeistararnir náöu i byrjun, dugöi þeim. Eins og fyrr segir var Jimmy Rogers mjög góður. Þá átti Jón Sigurðsson, sem lék sinn 200. leik með Armanns-liðinu, góða spretti — skoraði 15 stig. Bræðurnir Jón ogKristinn Jörundssynir voru af- kastamestir hjá ÍR-liðinu. Jón skoraði 21stig, en Kristinn 18 stig. Njarðvikingar sýndu þaö i leiknum gegn KR-liðinu, að þeir ætla sér að vera með i baráttunni um meistaratitilinn. Njarðvik- ingar náðu frábærum lokaspretti gegn KR--og gerðu út um leikinn 70:66. Njarðvikur-liðiö, sem er skipað jöfnum leikmönnum — byr juðu leikinn vel og komust yfir 31:12. KR-ingar, með þá Einar Bollason (22 stig) og Kolbein Pálsson, gáfust ekki upp, þrátt fyrir mótlætiö — þeir náöu að minnka muninn og komast yfir 51:50, en siðan var stiginn mikill darraðardans og skiptust liðin á um að skora, þar til staðan var 58:58. KR-ingar tóku þá góðan sprett og virtust ætla að gera út um leikinn. Njarðvikinar voru á öðru máli. — Þeir settu allt á fullt undir lokin og tryggðu sér sigur, eins og fyrr segir. Breiðabliks-liðið var auðveld bráð fyrir Stúdenta, sem unnu léttilega 94:71. Bjarni Gunnar Sveinsson var stigahæstur IS- liðsins — 34 stig, en Guttormur Ólafsson var að vanda drýgstur hjá Kópavogsliðinu — 18 stig. 3. umferð ensku bikarkeppninnar Annars varð drátturinn þannig i bikarkeppninni: Leatherhead eða Wimbledon — Middlesbrough Carlisle — Mansfield eða Matlok Burnley — Li ncoln Liverpool — Crystal Palace Sunderland — Wrexham eða Goole Manchester City —W.B.A. Hereford — Reading Nott. For. — Bristoi Rovers Ipswich — Bristol City Halifax eða Preston — Luton Oidham — Plymouth Leicester — Aston Villa Leeds — Norwich Notts C. — Arsenai Wolves — Rotherham eða York JÓN SIGURÐSSON... lék sinn 200. leik meö Ármannsliðinu. Birmingham — Portsmouth Fulham — Hitchin eða Swindon Sheff. Utd. — Newcastle Manchester Utd. — Chesterfield eða Wallsall Uothecd — Chester Charlton — Blackpool Coventry — Millwall Southampton — Chelsea West Ham — Bolton Blackpool — Derby Lettering — Colchester eða Brentford Cardiff — Tottenham Q.P.R. — Bury eða Shrewsbury Darlington eða Sheff. Wed. — Orient Everton — Stoke — SOS Punktar Stórsigur Dankersen DANKERSEN vann yfirburða- sigur (19:12) yfir Fusche frá Berlin i „Bundesligunni” Axel Axelsson skoraði 2 mörk, en Ólaf- ur H. Jónsson 1. Gunnar Einars- son og félagar hans hjá Göpping- en unnu stóran sigur (19:11) yfir Milbertshofen. # Naumt hjó Vals-stúlkunum KR-stúlkurnar veittu Valsstúlk- unum harða keppni i 1. deildar- keppninni i handknattleik kvenna. KR-liöið náði góðu for- skoti (6:2), en það dugði ekki — Valsliðið skoraði siðustu 5 mörk leiksins og tryggði sér sigur 7:6. Armannsstúlkurnar sigruðu Viking — 12:10. # KA sigraði Akureyrarbardaginn fór fram um heigina — en þá mættu Þór og KA i 2. deildarkeppninni i hand- knattleik karia. KA-liðið, með Hörð Hilmarsson sem aðalmann, vann sigur i viðureigninni —• 23:18.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.