Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 10
10
Þriðjudagur 14. desember 1976
isjakinn er á annan kilómetra á lengd og upp undir kílómetra á breidd.
N
FIMM dráttarbátar, knúðir á-
fram með tuttugu þúsund hest-
öflum, strita nú viö það að koma
eitt hundrað milljón tonna
þungum farmi, sem festur er I
dráttartaugar þeirra, yfir Ind-
landshafið. Flutningurinn geng-
ur hægt, — hraðinn er um það
bil tveir kilómetrar á klukku-
stund. Það er lika engin furða.
Farmurinn er á annan kiló-
metra á lengd, átta hundruð og
tuttugu metrar á breidd og sex
hundruð og niutiu á hæð, en niu
tiundu hlutar hans eru undir
yfirborði sjávar.
Það sem um er að ræða hér,
er að verið er að flytja borgaris-
jaka frá Suðurheimskautinu til
Eauða hafsins, yfir átta þúsund
kilómetra leið. Afangastaður
er ströndin við saudi arabisku
hafnar- og pilagrimaborgina
Dschidda.
Það eru margir, sem þykir
þetta heldur ævintýralegt fyrir-
tæki og ekki heyra nútiðinni til.
En ekki eru allir þvi sammála.
Franska verkfræðifyrirtækið
Cicero hefur gert nánar áætl-
anir um þetta og er svo sannfært
um árangurinn, að það hyggst
Eyðimörkin skal blómgast
Eyðimerkur Saudi Arabiu gætu verið blómagarður, ef gnægð væri J>ar af vatni. Nú ætla verkfræöingar að reyna að draga
borgarisjaka til eyöimerkurrikjanna, — þar sem vatnið er dýrara en olia.
Arablska eyðimörkin er ekki ófrjósöm, hún þarf aöeins vatn til aö blómstra. Þaö sýna vinjarnar viö vatnsbólin greinilega.
^ ......................................................................................................................
gera tilraunaflutninga áður en
langt um liður. tsjakaflutningur
til Saudi Arabiu er ekki nein
skyndiákvörðun, uppfundin af
oliufurstum, sem ekki vissu
hvað þeir ættu að gera við pen-
ingana sina. Þetta er árangur af
ihugunum um hvernig hægt sé á
sem ódýrastan og auðveldastan
hátt að bæta úr vatnsskortinum
i þessu eyöimerkurriki. Landið
hefur sjálft ekki neinar vatns-
lindir, svo að nauðsynlegt er að
útvega þennan dýrmæta vökva
annars staðar frá.
Skipafyrirtæki i Hamborg
hefur uppi hugmyndir um að
nota oliuskipaflota sinn, sem
verkefnalaus liggur bundinn við
festar, til að flytja vatn til Aust-
urlanda. En vatnsflutningur
þrjú hundruö þúsund tonna risa-
skips yrði aðeins eins og dropi i
hafið á heitum eyöimerkur-
sandinum. Það þarf meira til.
Þess vegna hefur athyglin
beinzt að Suðurheimskautinú,
en þar eru þrir fjórðu af fersk-
vatni jaröar bundnir I stórum
isskildi.
Nóg er þar af isjökunum, það
hafa pólfararstaðfest. Einnig er
fyrir hendi sá möguleiki að
flytja þá. Tækni- og verkfræð-
ingar, sem vinna að þvi, eru viö-
búnir öllum mögulegum vanda-
málum og hafa tilbúnar lausnir
á þeim. Til að varna þvi, að Is-
inn bráðni á leiðinni undir
brennandi sólinni, ætla þeir að
þekja jakann með plasti. Þann-
ig tapast aðeins brot af vatninu.
önnur hindrun, sem þeir telja
sig geta rekizt á, er að innsigl-
ingin inn i Rauða hafið er aðeins
þrjátiu og sex metrar á dýpt. En
starfsmenn Cicero hyggjast
ráða fram úr þvi á þann hátt að
hluta Isjakana i sundur með þar
til gerðum tækjum og flytja
hann þannig á áfangastaö..
Aætlaöur kostnaður við flutn-
ing af þessu tagi eru margir
billjarðar Isl. króna. En þrátt
fyrir þessa gifurlega upphæð, er
hún aðeins um helmingur þess
kostnaöar, sem yrði við að af-
salta vatn úr Miðjarðarhafinu,
eins og komið hefur til greina.
(JB þýddi)