Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 11
Þriftjudagur 14. desember 1976 11 tltgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. K'.stjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaöaprent h .f.. Stofnlánasjóður vegna stórra vörubifreiða Fyrir skömmu svaraði Halldór E. Sigurðsson samgöngumálaráðherra á Alþingi fyrirspurn frá Stefáni Valgeirssyni um hvað rikisstjórnin hefði gert til þess að framfylgja þingsályktunartil- lögu, sem samþykkt var 18. marz siðastliðinn, um að komið verði á fót stofnlánasjóði vegna stórra atvinnubifreiða og stórvirkra vinnuvéla. í svari samgöngumálaráðherra kom fram, að nýlega hefði verið leitað eftir tilnefningu i nefnd, sem semja skuli frumvarp til laga um stofnlánasj- óð i samræmi við umrædda þingsályktunartillögu. Stefnt verður að þvi, að frumvarpið verði lagt fyrir það þing, sem nú situr. Þegar Stefán Valgerisson mælti fyrir fyrirspurn sinni, fórust honum m.a. orð á þessa leið: „Á undanförnum áratugum hafa vöruflutningar á landi eflzt mjög vegna bættra samgangna, stór- virkari tækja og siaukinnar flutningaþarfar. Vöru- flutningar á landi eru nú orðnir þjónustugrein, sem vex hröðum skrefum. Nú eru reknir skipu- lagsbundnir vöruflutningar á milli Reykjavikur og flestra staða á landinu, og hafa flutningsaðilarnir reist vöruafgreiðslur hér i Reykjavik og á ýmsum stöðum úti um land. Flutningastarfsemin er nú i allföstum skorðum, og þótt ekki sé um sérleyfi að ræða á flutningaleiðunum þá hafa sömu aðilarnir og fyrirtækin um árabil annazt sömu flutninga- leiðirnar svo þekking og reynsla flutningsaðilanna hefur varðveitzt i atvinnugreininni. Þeir aðilar, sem annast skipulagsbundna vöru- flutninga, hafa myndað með sér landssamtök, sem nefnast Landvari, landsfélag vörubifreiðaeigenda á flutningaleiðum. Innan félagsins eru flestir þeir aðilar, sem annast vöruflutninga á milli Reykja- vikur og heimabyggða sinna og innan þeirra. Þá eru og i félaginu aðilar, sem annast reglubundna mjólkurflutninga i sveitum, þótt þeim fari töluvert fækkandi vegna breytinga á flutningsfyrirkomu- laginu, þ.e. tankvæðingu. Atvinnutæki aðila i Landvara eru vöruflutninga- bifreiðar, yfirleitt þriggja öxla, og er undirvagn bifreiðanna fluttur inn frá hinum ýmsu viðskipta- löndum, en siðan er byggt yfir bifreiðarnar hér- lendis. Heildarverð hverrar bifreiðar tilbúinnar til notkunar er nú um kr. 15,0 milljónir. Hafa bifreið- arnar á siðustu þremur árum nær fjórfaldazt i verði samfara almennum lánsfjárskorti, og er þvi svo komið nú, að aðilum i Landvara er ofviða að endurnýja bifreiðar sinar, nema til komi veruleg lánafyrirgreiðsla. Þörf á stofnlánum til kaupa á flutningsbifreiðum hefur raunar alltaf verið brýn, þvi engin lánastofnun hefur veitt lán beinlinis til kaupa á bifreiðunum, og með veði i þeim, heldur hafa kaupendur þurft að taka vixillán til skamms tima og gegn veði i fasteignum sinum, og slik lán liggja ekki á lausu. Vöruflutningar á landinu eru svo snar þáttur i samgöngum landsmanna og veigamikil forsenda búsetu viða um landið, að nauðsynlegt er, að nú komi til lánafyrirgreiðsla, svo þessi þjónustu- grein stöðvist ekki.” 1 ræðu sinni upplýsti Stefán Valgeirsson m.a., að um 72% af verði umræddra bifreiða rynni i rikis- sjóð vegna tolla og skatta. Sú vitneskja ætti ekki að draga úr þvi, að bifreiðastjórarnir fái þá fyrir- greiðslu, sem sérstakur stofnlánasjóður ætti að geta veitt þeim. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Wright og O'Neill verða hollir Carter Þeir verða valdamestir í fulltrúadeildinni O’Neill og Wright 1 BYRJUN næsta árs tekur ekki aðeins nýr maður við stjórn i Hvita húsinu, heldur verða einnig miklar breyting- ar á forustu þingflokkanna. Formenn beggja flokkanna i öldungadeildinni skoruðust undan endurkjöri og ljúka þar þingferli sinum 4. janúar næstkomandi, þegar nýtt þing kemur saman. Enn er ekki vist hverjir eftirmenn þeirra verða. 1 fulltrúadeildinni hafa demókratar þegar kosið sér nýjan formann i stað Thomas P. O’Neill, sem mun taka við forsetaembættinu i deildinni af Carl Albert, sem gaf ekki kost á sér til framboðs aftur. í siðustu viku var haldinn fund- ur þingmanna demókrata i fulltrúadeildinni, þar sem ein- róma var samþykkt að styðja O’Neill sem frambjóðanda þeirra við forsetakjöriö i deildinni. Hann hefur þvi raunverulega þegar verið kjörinn forseti deildarinnar, þar sem demókratar eru þar i miklum meirihluta. Val hans kom ekki á óvart, þvi að hann var strax talinn sjálfsagður i þetta starf eftir að Albert ákvað að hætta þingmennsku. Hins vegar rikti mikil óvissa um hver yrði eftirmaður hans sem formaður flokks demó- krata i deildinni. Fjórir þing- menn höfðu gefið kost á sér og voru lengi talin áhöld um hver þeirra hreppti hnossið. Flestir fjölmiðlar spáðu þvi, að Philip Burton frá Kaliforniu væri sigurvænlegastur, en næst honum kæmi Richard Bolling frá Missouri, þó þótti ekki óliklegt, að áhöld gætu orðið um fylgi hans og Jim Wrights frá Texas. Fjórði frambjóð- andinn, John McFall frá Kaliforniu, þótti um skeið sigurvænlegur, en varð fyrir þvi áfalli, að það upplýstist fyrir nokkru, að hann hefði þegið 4000 dollara framlag i kosningasjóð frá suður-kóre- anska f jármálamanninum Park Tong Sun. Þetta þóttu slæm mistök hjá McFall, sem áður hafði verið talinn maður mjög grandvar og heiðarleg- ur. EINS OG BÚIZT hafði verið við, varð formannskjörið all- sögulegt. I fyrstu umferð urðu úrslitin þau, að Burton fékk 106atkvæði, Bolling 81, Wright 77 og McFall 31. í næstu um- ferð var kosið um þá þrjá, sem fengu flest atkvæöi, en i þriðju umferð átti að kjósa um þá tvo, sem fengu flest atkvæði i annarri umferð. Sagan segir, að Burton hafi óttazt meiri keppni i lokaumferðinni við Bolling en Wright, og þvi hafi hann fengið nokkra fylgis- menn sina til aö kjósa Wright, svo að hann fengi fleiri at- kvæöi en Bolling. Úrslitin i annarri umferðinni urðu þau, að Burton fékk 107 atkvæði, Wright 95 og Bolling 93. Loka- atkvæðagreiðslan snerist þvi um þá Burton og Wright. Úr- slitin urðu þau, að Wright fékk 148 atkvæði, en Burton 147. Minni gat munurinn ekki orö- ið. Ýmsir fréttaskýrendur gizka á, að það hafi orðið Burton að falli, að hann þykir ráðrikur og hrokafullur, þótt hann sé fær að öðru leyti. Þess vegna hafi ýmsir þeirra, sem áður kusu Bolling, tekið Wright fram yfir, enda þótt þeir væru honum meira ósam- mála en Burton. Wright var talinn einna ihaldssamastur þeirra fjórmenninganna, en meirihluti demókrata i full- trúadeildinni er talinn heyta til frjálslyndara armi flokks- ins. Það hefur hins vegar vafalitið hjálpað Wright, að hann er vel látinn persónulega og þykir reyndur samninga- maður og sáttasemjari. Þegar i odda hefur skorizt, hefur hann lagt meiri áherzlu á að ná samkomulagi en að fylgja fram sérskoðunum sinum. Yfirleitter þvi haidið fram, að Carter hafi ekki getað fengið heppilegri menn til forustu i fulltrúadeildinni en þá O’Neill og Wright, en þeir hafa all- lengi verið góðir kunningjar og samstarfsmenn. JAMES Claude Wright, hinn nýi leiðtogi demókrata i full- trúadeildinni, verður 54 ára 22. þ.m. Hann er fæddur i Eort Worth i Texas, og hefur verið fulltrúi þess kjördæmis i full- trúadeildinni siðustu 22 árin. Hann stundaði nám við há- skólann i Texas, þegar hann var kvaddur i herinn á striðs- árunum, og gegndi hann her- þjónustu til striðsloka. Eftir að hann lét af herþjónustu, hóf hann brátt afskipti af stjórn- málum, en stjórnaði jafn- framt auglýsingarskrifstofu. Hann hlaut fljótt mikinn trún- aö flokksmanna sinna. Þannig var hann borgarstjóri i bæn- um Weatherford um þriggja ára skeið, en siðan i tvö ár fulltrúi á þinginu i Texas. Þá náði hann kosningu til full- trúadeildarinnar og hefur set- ið þar samfleytt siöan, eða i 22 ár. A þingi hefur hann unnið sér það orð að vera mesti ræðugarpurinn, sem nú á sæti i fulltrúadeildinni. Hann hefur þó ekki beitt ræðusnilldinni til að vega hart að andstæðingum sinum, enda beitir hann alla- jafnan rökum og góölátlegri fyndni. Þetta þótti hann sýna vel á dögunum, þegar hann þakkaði fyrir traustið, sem honum hafði verið sýnt, með þvi að kjósa hann formann þingflokksins. Hann lofaði að vinna að framgangi umbóta- mála og reyna að hafa um það sem bezt samstarf við flokks- bræður sina og reyndar alla fulltrúadeildarmenn. Thomas P. O’Neill, sem verður forseti fulltrúadeildar- innar, varð 64 ára gamall 9. þ.m. Hann er frá Massachu- setts. Að námi loknu starfaði hann sem tryggingamaður. Hann átti sæti á þinginu i Massachusetts 1936-1952, en það ár náði hann kosningu til fulltrúadeildarinnar i kjör- dæmi þvi, sem John F. Kenne- dy hafði áður verið fulltrúi fyrir, en hann bauð sig þá fram til öldungadeildarinnar og náði kosningu. O’Neill hef- ur átt sæti i fulltrúadeildinni óslitið siðan 1952. Hann hefur verið þar vaxandi áhrifamað- ur. Arið 1971 var hann kosinn formaður þingflokksins og hefur borið verulega á honum siðan. Hann varð fyrstur þing- manna þar til að lýsa yfir þvi, að Nixon ætti að segja af sér. Liklegt þykir, að hann muni sem forseti deildarinnar beita áhrifum sinum á bak við tjöld- in og minna að ýmsu leyti á Sam Rayburn, sem var forseti deildarinnar næstum allt timabilið 1940-1961 og var þá talinn einn mesti áhrifamaöur Bandarikjaþings. Þeir, sem hafa verið forsetar siðan, hafa verið hlédrægari og aðallega sinnt formlegum skyldum sin- um. O’Neill mun sóma sér vel i forsetasætinu, þvi að hann er manna mestur vexti og þvi ólikur Albert fyrirrennara sin- um, sem var litill vexti. Hann er hressilegur og glaðlegur i framkomu og vinsæll meðal þingmanna. Yfirleitt virðist það mat fréttaskyrenda, að demókrötum hafi heppnazt vel valið á aðalleiðtogum sinum i fulltrúadeildinni. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.