Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagur 14. desetnber 1976 Jrfí'l.iníjc htítinden s>ct' *et|' lla^en und ö^umaschmen Wpb*jn Ste de^aib Ve*standn \»f unsere Scflytí urd • Be^achungsm.iiWdhmcn / Mun kjarnorkuiðnaður V-Þjóðverja stöðvast? Mynd frá Brokdorf, sem sýnir hvernig byggingarsvæöi kjarn- orkuvers þar hefur veriö vfggirt. Svo virðist sem mótmæii Aþetta fyrir fólkinu í Wippingen aö liggja? ætl i að ben a árangur Mjólkurframleiösla bönnuð. Eftir ýmsum krókaleiöum fengum viö að vita, að við mætt- um ekki framleiða mjólk innan niu kilómetra radiuss frá svæð- inu. En nú hefur vestur-þýzka verkfræðingafélagið upplýst okkur um, að ekki megi finnast mjólkurkýr i þrjátiu kilómetra fjarlægð frá svæðinu. Það þarf ekki að fjölyrða um hvaöa áhrif þetta htfði á landbúnaðinn hér i nágrenninu. — I kosningabaráttunni hér i haust var enginn, sem minntist á kjarnorkuver eða umhverfis- vandamál, segir Keins Gross, verkfræðingur við einu stóru verksmiðjuna i bænum, en það Herman Gerdes bæjarstjóri i Wippingen stendur fyrir mótmælaaögeröunum gegn kjarnorku- iönaöinum. er pappírsverksmiðja. — Ég tel, að það hafi veriö samantekið ráð og finnst það alveg ófor- skammað. Þeir reyna að freista okkar með þvi að segja, að þetta myndi skapa atvinnu fyrir þrjú þúsund og sex hundruð manns. En hverjir yrðu þeir: Flestar stöðurnar féllu liklega i skaut sérfræðinga frá öörum hlutum Vestur-Þýzkalands segir Gross. — Þaöer atvinnuleysi hérna eft- ir að litil vefnaöarverksmiðja var lögð niður. Og i Papenburg, sem er hér i nágrenninu, er slippstöð, sem á i rekstrarerfið- leikum. Ef úr verður, aö við fáum úr- ganginn hingað, þá er enginn möguleiki á öðrum iðnaði i bæn- um. Það eru lóðir hérna i kring, bæði i þessum bæ og öðrum ná- lægum, sem átti að nota undir iðnað, en það fæst áreiðanlega ekki leyfi til þess, ef úrgangur- inn verður fluttur hingað. Atburöirnir i sambandi viö kjarnorkuveriö i Brockdorf hef- ur sýnt fólki fram á, hvað er að gerast og hvers þaö má vænta. Þegar maöur sér viggiröingarn- ar og lögregluliðiö i Brockdorf mætti halda, að fasismi sé á næstu grösum hér. Það er greinilega eitthvað að gerast i lýðræði okkar. Allt i einu kemur i ljós, að til eru einkaherir og einkalögregla, og maður spyr bara má ekki nota allt það lið til að gera ýmislegt? Þrátt fyrir andstöðuna i Wippingen og bæjunum þar i kring, eru ibúarnir samt sem áður hræddir um, að verksmiöj- an verði byggð hér i trássi við vilja okkar. Rétt fyrir utan Wippingen er jörð þar sem til- raunaprófanir á vopnum eru gerðar, og á rikið jörðina. Hugsazt getur, að hún veröi not- uð til að byggja á. Saltlögin i jaröveginum eru viðfeðm og ná alla leið þangað. Hingað til Emsland sendu Prússar embættismenn, sem þeir þurftu að losna við. Hérna höfðu nasistarnir aftökustaði, og hér lét Hitler þurrka út heilan bæ til þess að útvega Krupp svæði til að prófa fallbyssur sin- ar á. Og nú á aö setja hérna hættulegustu og menguðustu verksmiöju i heimi. Timinn mun leiöa það i ljós hvort þess- um mönnum liðst þaö. (Þýtt og endursagt J.B.) Fimm hundruö metrum undir bænum Wippingen i Emsland Norður-Þýzkalandi liggur eins kilómetra þykkt saltlag. Þarna hyggst vestur-þýzki kjarnorku- iðnaðurinn losa sig viö geisla- virkan og stórhættulegan úr- gang sinn. En fólkið i Wippingen segir nei. Fyrst i stað reyndu forsvarsmenn kjarnorku- iðnaðarins að slá ryki i augu fólksins, en það lét ekki blekkj- ast. Þvi hafa þeir tekið upp aðr- ar aðferðir. Leifturaðgeröir. En gaddavirsgirðingarnar og lög- regluliöið i kringum byggingar- svæöi orkuversins i Brockdorf hafa enn aukið á andstöðu al- mennings i landinu og hefur það einnig náð til Wippingen. Þessi andstaða getur orðið til þess, að kreppuástand myndist i kjarnorkuiðnaðinum. An svæðis þar sem hægt er aö koma úrganginum fyrir ,mun iðnaðurinn stöðvast. Fram til ársins nitján hundruö og áttatiu háfa V.-Þjóðverjar leyfi til að losa úrganginn i Frakklandi og Englandi, en þaðan af verða þeir að bjargast upp á eigin spýtur. Það er þvi kappsmál fyrir iðnaðinn og yfirvöld að fá úrgangssvæöi, og kemur stóri slagurinn til með aö standa um það. Sú barátta er reyndar þeg- ar hafin. Yfirvöld hafa valið þrjá staði sem til greina koma. Þetta eru héruð i Neðra Saxlandi þar sem nægilegar saltnámur eru i jörðu. Af þessum þrem svæðum er svo Wippingen við ána Ems nálægt Achendorf talið heppi- legast. Ibúar bæjarins eru þess fullvissir, að þegar hafi verið tekin leynileg ákvörðun um staðinn og bærinn þeirra hafi orðið fyrir valinu. A öllum þrem svæðunum er andstaðan sterk. 1 Uelsen syðst á Liineborgarheiði voru gerðar tilraunaborgir, en sökum mót- mæla ibúanna þar hefur frekari aðgeröum verið hætt. Hraktir á brott. 1 Lichtenmoor i nágrenni Celle hrakti hópur fólks, sem var mótfallið þessu, mælinga- menn og menn, sem voru að gera tilraunaboranir þarna i burtu. Svæðið er nú i höndum mótmælendahópanna, sem hafa setzt þar aö i tjöldum, gömlum langferðabilum og byggingar- skúrum. Þvi beinast nú öll spjót að Wippingen. Harman Gerdes, bæjarstjór- inn i þessum sjö hundruð manna bæ, stjórnar mótmæla- aðgeröunum þar. — Það var á siðasta ári, aö við fengum að vita, að til stæði aö losa úrgang- inn úr kjarnorkuverunum hérna. Borunarfyrirtæki hér úr héraðinu spurðist fyrir um hvernig það gæti flutt þungan borunarútbúnaðinn á staðinn. Það hafði keypt jörð af ekkju i bænum og sagt henni, að ætlun- in væri að bora eftir oliu og þess háttar. En ég fékk viðvörun um, að þaö væri ekki allt meö felldu i sambandi viö þessar boranir. Það þótti undarlegt, að það ætti að fara að bora eftir oliu hérna, þvi ekki er liöinn nema hálfur tugur ára frá þvi þaðvarsiðast gert. Tveim vikum siðar neyddist fyrirtækið til að viðurkenna hverjar fyrirætlanir þess voru i raun og veru. Að ætlunin væri að bora eftir salti og engu ööru en salti. Það hafði þegar verið komiö fyrir palli, sem borinn átti að standa á. Þá tók fólkiö hér i bænum sig saman og gróf tveggja metra djúpan skurð milli hans og vegarins, þannig að engin leið er að koma born- um fyrir, segir Gerdes. Svæðið, sem búiö er að skipu- leggja fyrir úrganginn, er þrir sinnum fjórir kllómetrar á stærð, — sem sé tólf ferkiló- rnetrar. Og i saltlögin niðri i jörðinni á fyrst að demba úrgangi, sem er litið og miðlungsgeislavirkur, en siðar úrgangi, sem er mikið geislavirkur. privateigentum BETRETEN VERBOTEN Der tigentumcr ^ , .. Mordwestdeutsche Krattwerke Ab . Hier.entsieht unser '•^Cr^ftwerk Brokdprf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.