Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 8
8
Þriöjudagur 14. desember 1976
Minningabrot veiðimanns
Björn J. Blöndal:
SVANASÖNGUR
179 bls. Setberg 1976.
MAÐUR liggur við i veiðihúsi
sinu sumarlangt, veiðir lax og
silung, gefur náttúrunni og lif-
inu i kringum sig nánar gætur
og skeggræðir við þá sem
heimsækja hann. Þetta er
meginefni bókarinnar sem
Björn J. Blöndal rithöfundur
sendir frá sér að þessu sinni.
Ætla mætti að slikt sé næsta fá-
breytilegt til þess að gera úr þvi
heila bók, og satt er það: veiði-
sögurnar gerast nokkuð margar
og oft hver annarri likar, en þó
væri rangt að segja að ekki drifi
neittá daga einbúans i veiðihús-
inu. Snemma i bókinni veikist
hann af mislingum, og er lengi
að ná sér, og raunar er gefið i
skyn, að hann hafi aldrei náö sér
aö fullu. Þaö er ekki þægilegt
fyrir einbúa að liggja þungt
haldinn, af hitasótt, en hann er
þó ekki eins illa staddur og i
fljótu bragöi kann að sýnast, þvi
að gömul kona sem Guðrún
heitir,og er alltaf kölluð Gunna,
gerir sér tiöförult til hans allt
sumariö og annast hann af
stakri prýöi i veikindunum.
Gunna er annars merkileg per-
sóna, sem verðskuldar nánari
athygli. Hún er aldin aö árum,
nokkuð forn i skapi og kann
ógrynni af sögum og sögnum.
Hún sér oft huldufólk, stundum
tíaglega (bls. 168), hún karin að
gera mun á álfabruna og venju-
legum sólbruna, og hún veit
meira að segja af hverju álfa-
bruninn stafar. Hann kemur af
Björn J. Blöndal
þvi að skepnan, sem fær hann,
hefur álpazt til þess að bita gras
á álagabletti. „Dýrunum er ekki
refsað- meira, þó aö þau brjóti
smávegis af sér,” segir Gunna
gamla, — og veit vel hvað hún
syngur. Og það er ekki nóg með
að islenzk þjóðtrú blómstri i
bókinni, við fáum lika að kynn-
ast irskum draug, sem ásótti Is-
lending einnerstaddurvarþar
i landi, en reyndar var hann nú
vistafholdi og blóði, og allt ofur
skiljanlegt, þegar betur var
skoðað.
Þannigerþjóðtrú bókarinnar.
Þar er nóg af draugum og
dvergum, huldufólki og fylgj-
um. En það er meira blóð i
kúnni. Hin næma náttúruskynj-
un höfundarins er styrkur bók-
arinnar og jafnframt fegurð
hennar. Björn J. Blöndal talar
um frostilminn, þetta einstæða
fyrirbæri, sem alltof fáir menn
veita athygli: „Snemma i ágúst
kom fyrsta frostnóttin á
sumrinu. Þegar ég opnaði úti-
dyrahurðina sé ég, að himinninn
er heiður. Blæjalogn er úti og
frostilmurinn berst að vitum
minum, dularfullur eins og
dauðinn sjálfur. Enginn veit
hvaðan hann kemur eða hvert
hann fer. En hann finnst varla
nema einu sinni á sumri.” (Bls.
114).
Þessi og fjölmargar aðrar
náttúrulýsingar bókarinnar eru
hin jákvæða hlið hennar. Nei-
kvæða hliðin er hins vegar
endalausar veiðisögur, sem
verða þreytandi til lengdar, og
veiðiskraf, þar sem lýsingum
hlýtur óhjákvæmilega að svipa
mjög saman. Segja má lika, að
litt sættanlegt misræmi sé i hug
arheimi einbúans i veiðihúsinu.
Hann er i aðra röndina náttúru-
dýrkandi, sem hefur ótakmark-
að yndi af öllu lifandi, fuglum,
ferfættum dýrum og gróðri
jarðar, en samt getur hann unað
við það dag eftir dag og viku
eftir viku að kvelja h'fið úr
fegurstu dýrum Islenzkra berg-
vatna, laxi og silungi, með þvi
að krækja járnkrók einhvers
staðar i skrokk þeirra og
„þreyta” þá siðan klukkutima
eftir klukkutúma, þangað til
skepnan gefst loks upp i von-
lausu striði við ofureflið. Hvers
vegna veiðir hann ekki hressi-
lega i net svo sem tvisvar til
fjórum sinnum á sumri og lógar
veiðidýrum sinum hreinlega og
fljótt, i stað þess að ástunda
þetta endalausa þjáningadráp,
sem ég leyfi mér að nefna svo?
Hversvegna beita ekki náttúru-
dýrkendur áhrifum sinum á rit-
velli og annars staðar til þess að
teknar verði upp sómasamlegri
veiðiaðferðir i ám og vötnum en
þær sem nú tiðkast? — Mér
finnst að dýravinir og náttúru-
unnendur eigi að hafa að leiðar-
ljós.i hugarfar konunnar, sem
bar jafnt fyrir brjósti smáfugl
og kött, af þvi hún vissi að báðir
vildu lifa.
Þótt þessi nýja bók Björns J.
Blöndals sé góð lesning, einkum
þeim sem ekki hafa annað en
malbik og múrveggi fyrir aug-
um og undir fæti mestan hluta
ársins, þá finnst mér hún ekki
hafa jafnmikið aðdráttarafl og
til dæmis Hamingjudagar, svo
aðeins ein af bókum hans sé
nefnd til samanburðar. Mál-
farið er vitaskuld gott, eins og
Björns er vandi, hann hefur
aldrei ástundað að skemma
texta sinn með ambögum. Ég
tók aðeins eftir einum málfars-
legum draug, sem trúlega hefur
laumazt inn i bókina fyrir
slysni: Á bls. 104 er talað um tvo
menn, feðga, sem fóru á rjúpna-
veiðar„með sinn hvornmejsinn
á bakinu.” (Leturbr. min. —
VS). Þessi „sinn hvor” — vit-
leysa er einn þeirra drauga i is-
lenzku máli, sem mikil nauðsyn
er að kveða niður hið bráðasta.
Islendingar luma á ótrúlegum
aragrúa af sögum og sögnum,
sem aldrei hafa komizt á bækur.
En þeim fer fækkandi, sem
leggja slikt á minnið. Margir
virðast ekki muna nema fá ár
aftur i timann — og ekki hirða
um að vita neitt um fortiðina.
Það er þvi mikið þarfaverk,
þegar menn koma vitneskju
sinni á framfæri, eins og Bjffl"n
J. Blöndal gerir i þessari bók.
Það væri reyndar gaman að vita
hvort Gunna, sem segir flestar
þjóðsögurnar i bókinni, hefur
einhvern tima verið tileða hvort
hún er hugsmið höfundar. Og
hver er Sigurður, veiðimaður-
inn, sem er söguþulur i allri
bókinni? Voru þessar
manneskjur til, eða hefur Bjffl-n
J. Blöndal skapað þær? Fann
hann i raunveruleikanum
gulnuð blöð látins veiðimanns?
Allt þetta væri gaman að vita.
Ef þau Gunna og Sigurður eru
raunverulegar persónur, ætti
Björn J.Blöndalaðskrifa meira
um þau. önnur bók með þjóð-
legum fróðleik úr Borgarfirði
yrði áreiðanlega vel þegin.
— VS
Jóhannes Helgi:
Farmaður i friði og
striði.
Ólafur Tómasson stýri-
maður
rekur sjóferðaminn-
ingar sinar.
Skuggsjá.
Aldrei hef ég séð Ólaf Tómas-
son, en þá hugmynd hef ég, þeg-
ar þessi bók er lesin, að þar sé
geðþekkur maður, drengur góð-
ur, mannvinur. Gott er að hafa
samneyti við slika.
Eins og titill bókarinnar segir
til um, eru þetta sjóferðaminn-
ingar. Ævisagan á landi er ekki
rakin umfram þaö, sem kalla
má nauðsyn samhengis vegna.
Þó er þess getið, þegar ólafur
átti að læra bakaraiön hiá Sie-
urði Hjaltested og var vikapilt-
bókmenntir
Hetiusaga
íslendingasagna
ur hjá honum, en lét skrá sig án
samráðs við aðra sem ungþjón á
Esjuna. Siðan er sagt:
„Mamma tók undir handlegg-
inriámérog leiddimig ibakari-
ið til Sigurðar að biöjast afsök-
unar á frumhlaupi minu, en Sig-
urður var ekki venjulegur mað-
ur, hann var eðalborin sál og
sagði góðlátlega: Ekki mun ég
leggja stein á brautina, sem
hann Óli vill ganga. Þannig
maður var Sigurður Hjaltested.
Slfkir menn eru meiri skólar en
margur hyggur.”
Þessi tilvitnun á að gefa ör-
litla mynd af verki þeirra Ólafs
Tómassonar og Jóhannesar
Helga. Það er hægt að koma
með margar aðrar tilvitnanir
þarsemmikiðersagtmeð fáum
orðum. Og oft mætti segja, að
það væri vel sagt, sagt frá þvi,
sem vert er að heyra og hugsa
um.
Þessifarmannsbók er laus við
sögur af slarki og svalli. Þó er
ekki svo, aðhvergi sé sagt frá á-
tökum og árekstrum í erlendum
hafnarborgum, Vist er þess get-
ið, að þar létu menn stundum
hendur skipta. Þá eru það
gjarnan hetjusögur eins og þeg-
ar Egill „barðist einn við átta.”
Helzta kvennafarssagan er vist
sú, er hetjan Pétur Hoffman fór
á bióið i Skotlandi og hélt að
stúlkan, sem hann settist hjá,
væri alltaf að biðja að kyssa sig,
en var þá að biðja hann forláts
og vildi ná kápulafi sinu undan
rassinum á honum, eða svo á
Pétur að hafa sagt frá.
Mér dettur ekki i hug, að allt
sé nákvæmlega rétt í smáatrið-
um i þessari bók. Faðir rithöf-
undarins kemur talsvert við
sögu, og trúlegt þykir mér, að
nokkuð af efninu sé frá honum
runnið. Honum er að visu lýst
sem nokkuð ölkærum manni og
vorkunn væri það syninum þó
hann vildi láta liggja i þagnar-
gildi ef það hefði korriið illa við
skyldustörfin. En atgjörvis-
maður var Jón Matthiasson,
eins og hann átti kyn til, og
sögumaður ágætur.
Ólafur Tómasson er góður
fulltrúi þeirra farmanna, sem
litu á sig sem fulltrúa sjálf-
stæðrar þjóðar og skip sitt sem
sönnun þess, að á íslandi byggi
frjáls og fullvalda þjóð. Þegar
hann kynntist framandi stór-
borgum og kjörum manna i
fjarlægum löndum, lærðist hon-
um að meta islenzka menningu.
Og mér finnst, að hann eigi er-
indi við okkur. Það erindi er
ekki bara að halda á .lofti minn-
ingu liðinna sæmdarmanna, og
er það þó gott erindi, heldur
engu siður að minna á það, sem
kalla má kjarna islenzkrar
menningar, og glæða skilning á
gildi þess. H.Kr.
bókmenntir
Úr fórum Stefáns
Vagnssonar
frá Hjaltastöðum.
Frásöguþættir, þjóð-
sögur og bundið mál.
Hannes Pétursson
valdi efnið og bjó til
prentunar.
Iðunn.
Höfundur ritsins er kynntur i
inngangi bókar meö tveimur
stuttum greinum eftir þá Jón á
Reynistað og Sigurð Nordal.
Það má vera staðfesting þess,
að Stefán Vagnsson var hlut-
gengur fræöimaöur og sögu-
maður ef menn vita það ekki
fyrir.
Þeim sem eitthvað hafa heyrt
getiö um Stefán, mun vera
kunnugt að hann hafði kimni-
skyn gott og var gamansemi
„f hornið til
ömmu í rökkri
var reikað"
eigínleg. Gunnar frá Selalæk
taldi ekki aöra hafa dugað sér
betur, þegar hann var að afla
fanga i safn sitt, tslenzka
fyndni. Má og vel vera, að sá
þátturinn, sem að gamansemi
snýr, sé einna rikastur i þessum
frásögnum. Og sizt er ástæða til
að lasta það.
Tæpúr fimmti hluti bókarinn-
ar, um 50 siður, er sýnishorn af
ljóöagerö Stefáns. Sjálfsagt er
það rétt, sem Sigurður Nordal
vikur að, að Stefán hafi aldrei
lagt alvarlega rækt við ljóða-
gerð, þar sem honum hafi fund-
izt, að hann gæti ekki náð þeim
árangri sem var samboðinn
smekkvisi hans. Mættu fleiri
hugsa svo. Þó hefur hann látið
eftir sér og vinum sinum að á-
varpa þá i ljóöum við ýmis tæki-
færi og oftast á gamansaman
háttog er það löngum vel þegið.
Hins vegar sýna kvæði eins og
Gamli bærinn og Or Jónsbtík
t.d. að Stefán gat ort eins og
sumir þeir sem ófeimnir vilja
skipa skáldabekk.
Þó i rauninni sé það engin
leiðrétting við frásögn Jóns á
Reynistað, þar sem hann segir,
að Stefán hafi alizt upp með
móður sinni en einnig dvaiið um
skeið hjá Aðalbjörgu móöur-
systur sinni vestur við Djúp,
sakar ekki að geta þess, að
Þrúður móðir hans var þar með
honum. En einn þáttur bókar-
innar er einmitt þaðan, þáttur-
inn um Lambertsen verzlunar-
stjóra. Gaman þykir mér að sjá
á prenti söguna um það, þegar
Lambi vermdi fætur sina á
rjúpnaveiðum og ekki sizt beint
frá ráðgjafa og hjálparmanni,
en hins vegar vantar i hana
það, sem mér var kennt, að
Lambi hefði sagt fagnandi og
stoltur að bjargráöinu fram-
kvæmdu: „Koma nú fslands-
kuldi og bita mig”, og það haft
að orðtaki vestra. En Lambert-
sen varð reynslunni rikari og
þvi sagði hann þegar Aðalbjörg
húsfreyja innti hann eftir þessu:
„Det er skamgúð varme að
miga i skó sin, segir Jakobin, og
tað er sannleika Aðalbjörg
min.”
Það eru fleiri skritnir en
Lambi, sem koma við sögu hjá
Stefáni. Það er ekki ónýtt að
kynnast skáldskap eins og þess-
um:
Snemma á fætur fer um nætur-
tima
Björt gangtólin bæra fer,
bæjarsólin risin er.
Þá mætti lika visa Konráðs á
Syðri-Brekkum vera nokkurt
umhugsunarefni og raunar
skilningsþraut:
Jón er skjótur skjómaver
skellir i fót á Gunnu.
Sálarspjótið á honum er
eins og grjót i tunnu.
Þó að Skagfirðingar njóti
þessarar bókar að sjálfsögðu
bezt, mun hún þó engan svikja,
þeirra sem unna þvi, sem kallað
er þjóðlegur fróðleikur og gam-
ansemi meta.
H.Kr.