Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 7
Þribjudagur 14. desember 1976 lliií'SiilS' 7 súrt i broti. Margir eru meb gamla og lir sér gegna diselraf- mcitora fyrir heimili sin. Standa þeir nú frammi fyrir þeim vanda ab gera annað hvort, sitja við oliulampaljós eða leggja i kaup á vélum fyrir hundruö þúsunda. Ekki er hægt að skiljast við þessi mál án þess að geta þess ráðleysis sem viröist rikjandi i vinnubrögðum þeirra, sem aö þessu standa. Má þar til nefna alit þaö brölt sem á þessu var hér i fyrra haust, þegar verið var að skakkrassast með vélar og tæki hingað norður, að þvi er virtist i þeim eina tilgangi, að böðlast með það um hæl sömu leiö tilbaka i ófærum veðrum og kafsnjó, með miklum tilfæring- um. Annar þáttur þess háttar sýnikennslu i „hagnýtum” vinnubrögðum var settur á svið i þessum mánuöi. Sendur var hingað norður vinnuflokkur frá Hólmavik. Átti hann aö grafa fyrir og leggja heimtaugar frá aðallinu. Látið var i veðri vaka að þvi verki ætti að ljúka, ef veður leyfði. Litið varð úr þvi verki. Mikill hluti timans fór i þarflausar keyrslur fram og aftur i mat og gistingu. Aður en það verk var hálfnað, voru þeir látnir hætta, án þess veðurfari væri um aö kenna. — Það sem einkennt hefur þessa fram- kvæmd, er að ekkert stenzt stundinni lengur, sem sagt er að eigi að gerast. Er likast þvi að engin alvara sé með aö koma verkinu áfram, þrátt fyrir gefin heit. Er slæmt að vita til þess, að slík leikbrögð skuli höfð um jafn nauðsynlega framkvæmd. Þó Þorvaldur Garðar Kristjánsson sé allur af vilja gerður og virðist hafa mikinn hug á þessu, er augljóst, aö-það nægir ekki til að koma þessu farsællega fram. Það viröist einsog aörirsetji honum stólinn fyrir dyrnar, þegar til fram- kvæmdanna kemur, svo að hann fái ekki við ráöiö. Slátrun 1 Sláturhúsi Kaupfélags Strandamanna, Norðurfiröi, var á s.l. hausti slátrað 3.359 kindum. Þar af 3.185 dilkum. Meðalþungi dilka var 17,3 kg. Kjötið er vegið kalt og án nýrna- mörs. Mun þetta vera mesti fallþungi á landinu á þessu hausti. — Þyngstan dilk átti Benedikt Valgeirsson, Arnesi, 27 kg. Þrir dilkaskrokkar, sinn frá hverjum bæ, vógu 26,5 kg. Benedikt i Arnesi slátraði lika fullorðnum hrút, sem lagði sig með 60kg skrokk. Hæsta meðal- vigt var hjá Guömundi P. Val- geirssyni og Hjalta Guðmunds- syni, Bæ, 19,3 kg. Hér hefi ég dregiö fram nokkra þætti, er varða okkur Árneshreppsbúa, i von um að ýmsir burtfluttir Arneshrepps- búar geti af þeim fundið svör við einhverju af þvi, sem þá langar að vita úr heimahögum. Allt horfir nú betur við okkur en var um skeið, þegar við gátum eins búizt við að verða, nauðugir, viljugir, að ganga slyppir frá öllu, sem var okkur kærast og oröið hluti af okkur sjálfum. Þótt okkur finnist i sumum efn- um fetið ná skammt, finnum við, að áfram miðar samt. Að lokum langar mig að vikja ögn að öðru og þó skyldu efni. Það var á s.l. vori, að Magnús ólafsson frá Sveinsstöðum, þá fréttamaður Timans, tók sér far með flugvél Vængja H.F. vestur á Vestfirði og lenti þá m.a. á Gjögri. Þar hitti hann gaman- sama sveitunga mina, sem sögðu eitthvað á þá leiö, að flug- félagið Vængir hefði mesta þýð- ingu fyrir okkur Arneshrepps- bua, án þess gætum við ekki verið, og skemmtilegasti félagsskapur okkar væri sauð- fjárræktarfélagiö (Sauðfjár- ræktarfélagið VON i Arnes- hreppi). Þó aö þetta væri i gamnisagtog I gamni haft eftir, þá er meiri sannleikur i þessu, en i fljótu bragði kann aö virð- ast. Allt frá þvi, er strandferða- skipin Skjaldbreið og Heröu- breið hættu strandferðum og voru seldar úr landi, urðu sam- göngur okkar svo bágbornar, aö allsendis var óviðunandi og óhægt aö bæta úr þvi, þó aö vilji væri fyrir hendi. Ef við þurftum einhverra erinda út og suður eöa komast heim, urðum við að sæta bilferðum frá og til Hólma- vikur og dallast þangað og það- an meö ótryggum ferðum á vél- bát i misjöfnum veðrum, og eiga oft enga vissu um framhald ferðar, þvi oft var billinn farinn áður en bátsferðin féll. Þó aö menn verði að sætta sig viö margt þegar aðrir kostir eru ekki fyrir hendi þá mátti heita, að þetta væri frágangssök. Með flugi Vængja hingað á Gjögur gjörbreyttist öll aðstaða okkar til samgangna. Menn gátu farið ferða sinna að vild með auð- veldum hætti. Sú einangrun, sem við höföum búið við, a.m.k. um vetrarmánuðina, var rofin. Siðan höfum viö ekki vitaö hvaö einangrun er, i þessum efnum. Þessar flugferðir hafa lika gefið mikið betri raun en menn þorðu að vona i fyrstu. Flug getur að visu fallið niður dag og dag vegna veöúrs, en aldrei hefur það tafizt til lengdar. Starfs- menn félagsins hafa lika sýnt mikla lipurö I allri þjónustu sinni, sem vert er að þakka. Af- reiðslumaður þess hér á Gjögri, Adolf Thorarensen, hefur lika reynztsérlega lipur, árvakur og traustur i sinu starfi. Það hefur sitt að segja, og á hann skiliö þakkir fyrir þaö. — Á s.l. vori og nú aftur i haust hefur hlaupið snuröa á þráðinn i starfsemi Vængja. Höfum viö þá fundiö fljótt til þess, og hve mikils við missum i, ef það félli niður. Það er þvi von okkar og nauðsyn, að rekstur þess geti gengið áfalla- laust og af sama öryggi hér eftir sem hingað til. Ef þjónusta þess, eða annarra i sömu mynd, félli niður, værum við aftur komnir i sama óþolandi fariö og við vorum áður en það kom til sögunnar. Sauðfjárræktarfélagið Sauöfjárræktarfélagið VON var stofnaö haustið 1954. Stofn- endur þess voru i fyrstu 8 bænd- ur. Siðar bættust nokkrir i hóp- inn og uröu flestir 15. Sumir þeirra hafa helzt úr lestinni og aðrirkomið i staðinn. Nú er tala þeirra 12. Haustið, sem félagið var stofnaö, valdi Sigfús Þorsteins- son frá Sandbrekku 10-15 ær hjá hverjum félagsmanni i félagið. Skyldu þær mynda undirstöðu undir kynbótastarfið. Siöan hef- ur þetta þróaztuppi, að allar ær félagsmanna eru félagsær og skýrslufærðar. Eru nú á annað þúsund ær i félaginu. — Þegar félagið var stofnað, var meðal- þungi dilka hér lágur. Var þá talið, að hér væru landkostir þaö lélegir, að fé gæti ekki orðiö ööruvisi en rýrt. Þetta fór þó að breytast fljótt eftir stofnun félagsins og hefur þróazt upp i aö vera með hæstu meðal vigt á landinu. Sýnir þaö hvert gildi þessi starfsemi hefur haft. Kemur þar einnig til bætt fóðr- un, en skýrsluhaldiö á stóran þátt I þvi. Með þvl fá menn yfir- lit yfir hverja kind i fjárstofni sinum og afurðir hennar og það leiðir til betra vals liflamba, meö tiliiti til afuröa. Af minni reynslu og annarra tel ég nær ógerlegt að rækta fjárstofn sinn til fullra afurða nema 1 gegnum sauðfjárræktarfélag eða þá skýrslugerð, sem jafngildir þvi. Þegar félagið var stofnað, voru fáir hrútarhér, sem náöu fyrstu verðlaunum. Þetta hefur breytzt mikið til batnaðar. Nú eruhérmargir og góöir 1. verðl. hrútar og nokkur eftirsókn aö fá hrúta héðan á sæðingar- stöðvarnar til kynbóta vitt um land. Það er þvi ekki of sagt um sauöfjárræktarfélagið VON, sem stofnað var upp á von og óvon um hvort það ætti framtið fyrir sér, að það hafi gefiö betri raun en nokkur bjartsýnismaö- ur þorði að vona, og bætt hag bænda og búenda verulega. Þó að það hafi ekki náð nema til nokkurs hluta bænda i hreppn- um, má fullyröa, að gagnsemi þess hefur einnig náö til þeirra, sem utan við þaö standa. Það er viss gleði fólgin i þvi, að sjá árangur verka sinna með þess- um hætti. Læt ég svo þessum fréttaþátt- um lokið meö kveðju til vina og kunningja. Gleðjið með gjöf frá gullsmið Uj u. '4b - Þetta er okkar merki MEMBER DF THE ICELANDIC GDLDSMITH ASSDCIATIDN Skiptið við félagsmenn Jólabækur Skemmtilegu smá- barnabækurnar eru safn úrvals bóka fyrir litil börn: Benni og Bára Stubbur Tralli Láki Stúfur Bangsi litli Svarta kisa Kata Skoppa Aðrar bækur fyrir lítil börn: Kata litla og brúðu- vagninn Palli var einn í heimin- um Selurinn Snorri Snati og Snotra Bókaútgáfan BJÖRK Tíminn er peningar | Augjýsitf : íTimanum Þykk og dúnmjúk stofuhúsgög OTRULEGA ODYR Fyrir kr. (fyrra verðið rifflað flauel, síðara pluss) 25.620 eða 30.375 faerðu fyrsta stólinn. Fyrir kr. 32.445 eða 38.980 færðu hornstól. Fyrir kr. 19.350 eða 21.525 færðu pullu — og áfram getur þú svo aukið við að vild — því að þetta eru raðhúsgögn — en komdu nú fyrst og kynnstu þeim. Spurðu um ákiæði, liti, greiðsluskilmála SMIDJUVEGI6 SÍMI44544 Hfer.’ ■fciy - . i \ :;t*. , '4, ■ _ ' ' Ití W&SimÍSL: . .■ v-V >■N,rr jjli';■ •'jT- j'ÁgLwJff' l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.