Tíminn - 19.12.1976, Síða 1

Tíminn - 19.12.1976, Síða 1
ELDUR I FLOSA IS 15 gébé Rvík. — í fyrrinótt kom upp eldur í vélar- rúmi Flosa ÍS 15, er skipið var statt sunnan við Eystra Horn, en skipið var að koma úr söluferðfrá Þýzkalandi. Skipverjum tókst sjálf- um að slökkva eldinn eftir rúma klukkustund og enginn slasaðist. tókst að ráða niðurlögum hans Eldsupptök eru enn ó- kunn og skemmdir munu ekki hafa verið mjög miklar. Timinn fékk þær upplýsing- ar hjó tilkynningaskyldunni i gærmorgun, að það hefði verið ki. 04:42 á laugardagsmorgun að Flosi tiikynnti loftskeyta- stöðinni á Höfn i Hornafirði, að eldur væri laus i véiarrúmi skipsins. Kl. 04:55 lagði ms. Hvanney af stað frá Horna- firði á möts við Flosa og hafði slökkvitæki meðferðis. Nes- kaupstaöarradió náði sam- bandi við varðskip, sem var inni á Norðfjarðarflóa og fór það þcgar i stað til móts við Flosa. Þegar klukkan var tiu min- útur yfir fimm á laugardags- morgun, þá tilkynnti skip- stjóri Flosa, að skipverjum hefði sjálfum tekizt að ráða niðurlögum eldsins, og klukk- an rúmlega sex um morgun- inn hélt FIosi áfram ferð sinni til Fáskrúðsfjaröar, en þang- að hefur skipið vcrið nýlega selt. Timinn ræddi við útgerðar- mann Flosa, Berg Hallgrims- son og sagðist hann litlar upp- lýsingar hafa enn, nema að enginn hefði slasazt og að skemmdir væru litlar. — Ég hef enn ekkert heyrt um hver eldsupptök voru, en FIosi er væntanlegur hingað til Fá- skrúösfjarðar um eða upp úr hádegi i dag, sagði Bergur. Skv. upplýsingum frá til- kynningaskyldunni, voru öll skip á þeim slóðum sem Flosi var á, kölluð upp til aö athuga hvert væri nálægast, en það voru flest togarar sem voru of djúpt úti til að geta orðið að liði. Ólæti við Tónabæ gébé Rvik — Mikil ólæti og fylleri var i höfuð- borginni i fyrrinótt. Lögreglan var m.a. kölluð til aðstoðar við dyraverði I Tónabæ, þar sem mikill fjöldi unglinga var fyrir utan. Ungur piltur réðst þar á lögregluþjón, sem þó sakaði ekki, en pilturinn fékk að gista fangageymslur lögregl- unnar. Fimm rúður voru brotnar I Verzluninni Sunnukjör i Skaftahlíð, og talið að unglingar úr Tónabæ hafi verið þar að verki. Arás var gerð á dyraverði Tjarnabúöar og þrir menn handtekn- ir. Brotizt var inn i bifreiö i Brautarholti og náö- ust fjórir piltar sem að þvi stóðu og voru fluttir á upptökuheimiliö. Auk þessa voru fieiri smáþjófnaðir, slagsmál og mörg útköll vegna drykkjuláta. Gæzluvarðhalds- úrskurðurinn: Formgallar ástæðanfyrir seinkun málsins gébé Rvik — t gærmorgun var tekinn fyrir i Ilæstarétti gæzluvarðhaldsúrskuröurinn, sem réttargæzlumaður höfðaði fyrir hönd leigubifreiðarstjórans, sem handtekinn var I Vogum þann 7. desember, s.l. og úrskurðaður i gæzluvaröhald sama dag. Hæstiréttur hafði ekki lokið störfum þegar Timinn fór í prentun i gærdag. Hæstiréttur fékk gögnin varðandi áfrýjun gæzluvarðhaldsins, i hendur þann 13. desem- ber. Astæðan fyrir þvi að dregizt hefur svo lengi að Hæstiréttur tæki þetta mál fyrir, er sú, að samkvæmt lögum um opinber mál, eiga mál- skjöl að berast réttinum i fimm eintökum, eitt fyrir hvern dómara, en þau bárust aðeins i einu eintaki. Þrátt fyrir itrekanir, bárust Hæstarétti ekki hin nauðsynlegu eintök fyrr en s.l. fimmtudag, og var þvi ekki hægt að taka málið fyrir fyrr. * Aætlunarstaðir: Bíldudalur-Blönduós-Búðardalui Flateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug um allt land .4?'*' ' Símar: iL , 2-60-60 oq 2-60-66 BARÐA BRYNJUR LANDVELAR H F 288. tolublao — Sunnudagur 19. desember—60. árgangur Siðumúla 21 — Simi 6-44-43

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.