Tíminn - 19.12.1976, Síða 7

Tíminn - 19.12.1976, Síða 7
Sunnudagur 19. desember 1976 7 ^^Þ^^ei^undan^n^hafave^ ið kynnt nokkuð i fjölmiðlum sjónarmiðþeirra, sem aðhyllast skjóta breytingu i sjónvarps- málum okkar á þá lund að skipt verði yfir i litasjónvarp, þykir mér rétt að kynna sjónarmið min í þessu máli og vil ég leyfa mér að vitna til umræðna sem urðu á Alþingi nýlega um skýrslu sjónvarpsmanna um þetta efni og sem rædd var í sambandi við þingsályktunar- tillögu Ellerts B. Schram. Viö þær umræður sagði ég m.a.: „Ég tel nokkra bót að þvi að á borð okkar hefur borizt þessi skýrsla,sem hér var úthlutað og i máli hæstvirts menntamála- ráðherra, hafa komið fram upp- lýsingar um skýrsluna, sem tveir starfsmenn sjónvarpsins hafa unnið, en þó er tæplega hægt að ræða þessa þingsálykt- unartillögu Ellerts B. Schram þvi að einmitt fyrsta grein tillögunnar hljóðar upp á það að samþykkja skýrslu, sem al- þingismenn hafa ekki séð og ef við gerum það þá kynni að vera, að við keyptum kött- inn i sekknum, þvi þessi til- laga er fædd fyrir timann. Hér ræði ég um skýrslu þá, sem Pétur Guðfinnsson og Hörður Frimannsson i sjón- varpinu hafa unnið. Alit milli- þinganefndar sem hér er komið á borðin okkar er unnið upp úr þessari skýrslu. Ég hef haft tækifæri til þess að skoða þessa skýrslu úr s jónvarpinu og það er sannarlega löng og itarleg lýs- ing á áhuga a.m.k. tveggja sjónvarpsmanna, liklega allra starfsmanna sjónvarpsinsá þvi, að nú verði sett á stofn raun- verulegt litasjónvarp á tslandi og er forsendan, sem er gefin i þessari skýrslu sú, að flest öll tæki ekki eitt einasta sjónvarps- tæki inni á heimilinum, heldur kannski ennþá fremur tækin i sjónvarpinu séu á siðasta snún- ingi, þ.é. þessi svart-hvitu tæki. Ef þessi forsenda stenzt þá er þetta náttúrulega alvarlegt mál og ef menn trúa þvi virkilega að ástandið sé svona slæmt, þá ber að „skoða vandlega” eins og hæstvirtur ráðherra sagði, hvort ekki sé rétt að haga mál- um á þá lund sem gert er ráð fyrir hér i þessari skýrslu þre- Páll Pétursson alþingismaður: Flas er ei til fagn- aðar menninganna. En ef þessi for- senda er ekki rétt, og niðurstöð- ur hennar eru rangar, þá hrynur hin skýrslan lika. Ég er ekki dómbær á tæknileg atriði eins og það hvort svona flókin tæki annarra manna eins og sjón- vörp eða sjónvarpsútsendingar- vélar eigi mikið eftir af ending- artima sinum, en þó þykir mér það nokkuð ósennilegt að allt sé að hrynja. Það er vafalaust skynsamlegt að endurnýja eitt- hvað af þessu og hafa þá auga með möguleika á litaútsending- um, en ég held að viðeigum ekki að vera með neitt óðagot i mál- inu. Það er verið að tala um fjáröflunarleið af þessum lita- sjónvörpum, en það er vitaskuld gjaldeyriseyðsla lika og þetta er geypileg fjárfesting. Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir þvi. í sjö áföngum sem getið er um i skýrslu sjónvarpsmannanna, eru settar fram tölur upp á 550 millj. bara i sjónvarpinu sjálfu. 1 endurnýjun tækjabúnaðar eða nýjum tækjum. Söluverð tækja i búð er annað heldur en raun- verulega er gengið út frá þarna i skýrslunni. Ég held að góðar tegundir af sjónvarpstækjum Páll Pétursson kosti um 350 þúsund i dag. Það er verið að tala um að það sé heftur innflutningur á sjón- varpstækjum, en ég hef farið hér f nokkrar búðir og spurt um litasjónvarpstæki af þeim teg- undum sem mér hefur verið kunnugt um að væru góð og þau kosta 340-350 þúsund og ekkert virtist þvi til fyrirstöðu að út- vega mér tæki. Sums staðar hafa þau verið á lager og þeim jafnvel útstillt. A öðrum stöðum var hægt að útvega mér þau með mjög litlum fyrirvara og sýnir þetta hvað verzlunarþjón- usta hér er góð. Dreifing á sjónvarpsefni i lit er ennfremur nokkrum örðug- leikum bundin og eitthvað dýr- ari. Endurbygging sjónvarps- dreifikerfisins kostar mikið fé og menntun sjónvarpsmanna einnig. Flutningsmaður þessar- ar tillögu sem hér er til umræðu, háttvirtur þingmaður Ellert B. Schram svo og skýrslugerðar- menn allir auk menntamálaráð- herra hefur lagt áherzlu á að þetta kunni að vera leiðin sem heppileg sé til þess að koma sjónvarpi út til þeirra sem ekki hafa sjónvarp ennþá, en ég trúi þvi varlega að þetta sé heppi- legasta leiðin. Það hefur næst- um ekkert verið gert til þess að koma sjónvarpi til nýrra not- enda frá þvf 1973 og það hafa bara allir verið fremur jákvæð- ir. Ofan á þetta bætist að dreif- býlisþingmaður er búinn að vera menntamálaráðherra meira en hálft kjörtfmabil, — hæstvirtur menntamálaráð- herra Vilhjálmur Hjálmarsson. Nú er einungis búiö á þessu timabili að reisa eina 6 milljón kr. stöð i Alftafirði vestra. Það hafa verið svæfðar tillögur á Al- þingi frá allmörgum þingmönn- um, m.a. frá öllum félögunum i milliþinganefnd en þ.e. hæst- virtir þingmenn Steingrfmur Hermannsson, Ingi Tryggvason og Sverrir Hermannsson, þann- ig að verkefnaröð og timasetn- ing þeirra i skýrslunni gæti raskazt lika. Þeir sem ekki hafa sjónvarp, hafa ekki fyrstir hag af litasjónvarpi. Það tel ég vera. Þeir fvrstu, sem hag hafa af stofnsetningu litasjónvarps eru náttúrulega kaupmennirnir sem verzla með litasjónvarps- tæki. Verðlagsstjóri hefur sett upp verðlagsútreikning hljóð- varps eftir minni ósk og kemur þar i ljós að af heildarsöluverð- mæti sjónvarpa út úr búð, eru tolltekjurnar 23.44%. Það er sem sé sá hlutur sem færi til rikisútvarpsins, en hlutur verzlunarinnar er 17.88% af heildsöluverði sjónvarpstækj- anna þannig, að þetta er mjög mikið fjárhagsspursmál fyrir verzlunina að fá þarna kannske 50-60 þús. kr. á hvert litasjón- varpstæki, sem tekst að selja. Ég tek það fram til að fyrir- byggja allan misskilning að vafalaust skilaþessirverzlunar- menn,einsoglögin standa til,all- irsínum 20% söluskatti til ríkis- ins af hverju einasta tæki. Þetta er hlutur verzlunarinnar fyrir utan það. En þessa tölu vantaði i ræðu hæstvirts flutningsmanns. Þessa tölu vantaði i skýrslu sjónvarpsmanna, i skýrslu þremenninganna og i ræðu hæstvirts menntamálaráðherra — hún hefur liklega ekki hvarfl- að að þeim, þegar þeir voru að móta sfna afstöðu og „skoða málið”. Þó kynni það að hafa aðstoðað einhverja aðra af þeim fjölmörgu i þjóðfélaginu, sem nú eru að pressa á mennta- málaráðherra eins og fram kom i ræðu hans, um það að láta lita- sjónvarp ná fram að ganga. Þetta er býsna sniðugur gang- ur mála viö kynningu á lita- sjónparpinu. Auðvitað kemur litasjónvarp, en ég held það liggi ekkert á þvi og ég hef mikla vantrú á að þetta sé rétta leiðin til þess aö koma sjónvarpi til allra landsmanna eins og nafniö á skýrslu þremenninganna i milliþinganefnd hæstvirts þing- manns ber með sér. Ég held, að þarna sé verið aö seilast langt yfir skammt. í öllu falli þá er þetta fjárfrekari og seinlegri leið, en sú, sem ég og nokkrir fleiri þingmenn höfum bent á, en hún felur i sér að marka sér- stakan tekjustofn, hluta af af- notagjöldunum, til þess að byggja á að koma sjónvarpi til allra landsmanna og þá leiö mun ég rökstyðja i umræðum um tillögu okkar. Það kemur auðvitað einhvern timann að þvi, að litasjónvarp verði að veruleika á Islandi, en ég held að það liggi ekkert á að hraða sér. Þróunin er ör og framfarir í gerð þessara tækja og seinna eigum við kost á full- komnari tækjum. Ég hygg aö þessi fjárfesting verði gifurleg og f jármagninu verði betur var- ið til annarra hluta. Ég hef ekki trú á þvi að ef féð er svo laust i vösum manna, og ekki geymt i bankanum eða arðbærum hlut- um, að þá megi alveg eins ná þvi á annan hátt. Það er vafa- laust gaman að horfa á sjónvarp i lit, en fólkið á þessum 400 sveitabæjum, sem ekki hafa sjónvarp, óskar ekki’ endilega eftir litasjónvarpi. Þvi er alveg sama þó þvi væri aðeins gefinn kostur á að horfa á svart-hvitt sjónvarpstæki. Það hefur ekki bagað mig að horfa á myndir i svart-hvitu, og ég er nú nærri feginn að manndráp eru ekki sýnd i litum. Það er þá helzt þegar knattspyrnukappleikir eru sýndir áð ég lendi i nokkrum vanda með að greina sundur búningana t.d. mundi hinn lit- skrúðugi búningur KR-inga sóma sér mjög vel i litasjón- varpi og ekki minna menn á sebrahesta.” A AÐ HAUSTNOTTUM ný Ijóðabók eftir Tómas Guðmundsson Ný bók eftir Tómas Guðmundsson Bókaútgáfan Forni hefur sent frá sér nýja bók eftir þjóðskáldið okkar, Tómas Guðmundsson. Bókin tekur nafn af upphafsorðum i kvæð- inu Fljótinu helga i sam- nefndri ljóðabók Tómasar, enda lýkur hann þessu rit- gerðasafni með átthagalýs- ingu frá Soginu og margir hafa haldið þvi fram, að bernskuáhrif þaðan hafi komið honum til að yrkja. En Tómas Guðmundsson hefur einnig verið mikilvirkur rithöfundur og er fyrir löngu viðurkenndur snillingur i meðferð óbundins máls. Tiu bækur, sem þeir stóðu að saman Sverrir Kristjánsson og hann og báru samheitiö Is- lenzkir örlagaþættir, hafa notið mikilla vinsælda al- mennings, enda er efnið sótt i islenzkt þjóðlif. Að Sverri látnum kom út i fyrra með liku sniði bókin Léttara hjal með safni greina eftir Tómas einan og nú bókin Aö haustnóttum. I henni er fjallað um ýmsa helztu listamenn þjóðarinnár, sem flestir hafa veriö sam- timamenn Tómasarog margir góðvinir hans og honum þvi nákunnugir, svo sem Davið Stefánsson, Einar Benedikts- son, Gunnar Gunnarsson, Gunnlaugur Blöndal, Halldór Kiljan Laxness, Jón Stefáns- son, Sigurður Nordal, Stefán frá Hvitadal og Theodóra Thoroddsen. En hann ritar af engu minni nærfærni og þekk- ingu um Einar H. Kvaran, Hannes Hafstein, Jónas Hallgrimsson og Þorstein Erlingsson. I Islenzkum örlagaþáttum og þessum tveimur siðustu bókum er að finna allar rit- smiðar Tómasar i óbundnu máli, sem hann hefur sjálfur kosið að halda til haga. AÐ HAUSTNÓTTUM er 248 bls., prýdd 14 teikningum. Káputeikningu og nokkrar myndanna gerði Tómas Tómasson, sonur skáldsins. Frú Þóra Hjartar Háholti 5 Akranesieráttræði dag. Hún er ekkja hins kunna skólamanns Friðriks Hjartar, sem lengi var skólastjóri i Súgandafirði, á Siglufirði og Akranesi. Árnað heilla Sígilt og vandað silfurplett FLDRIDA AUGLYSINGASTOFA FtflSTlNAR 36.2 . Hv? J. i ■ ... Bmwmm ? Magnús E. Baldvinsson Laugaveg 8 — simi 22804. Póstsendum Með sófasettinu FLORiDA kynnum við merka nýjung. Sófinn er jafnframt fullkomið hjónarúm af beztu geró, þótt engan gruni við fyrstu sýn, að um svefnsófa sé aó ræóa. SKEiFAN KJORGARÐI SÍMI 16975, SMIÐJUVEGI 6 SIMI 44644

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.