Tíminn - 19.12.1976, Page 12
12
Sunnudagur 19. desember 1976
Góður
vinur..
Skynsamur
njósnari
„TRÖNDER” heitir bréfdúfu-
klúbbur f Noröur-Þrændalögum
I Noregi, og fullyröa meölimir
hans, tuttugu aötölu, aö þetta sé
norölægasti bréfdúfuklúbbur 1
heimi. Til þess aö fullvissa sig
um þetta, héldu þeir uppi fyrir-
spurnum i öörum löndum á
sömu breiddargráöu og kom I
Ijós, aö þetta var tilfelliö.
Hvorki I Sviþjóö, Finnlandi,
Aiaska, Kanada, Grænlandi né
á islandi finnast bréfdúfur fyrir
noröan sextugustu og fimmta
breiddarbaug. Þetta mun þvi
vera heimsmet, og vilja dúfna-
eigendur, aö þaö veröi sett I
metabók Guinnes.
Fyrrúm voru bréfdúfur not-
aöar í hagnýtum tilgangi, en nú
er þetta aðeins orðið tóm-
stundagaman. Hér á landi hefur
það ekki náð fótfestu, en I Nor-
egi fer þaö tómstundagaman
vaxandi, þótt ekki sé það sam-
bærilegt við helztu bréfdúfu-
löndin. Holland og Belgia eru að
jafnaði talin helztu bréfdúfu-
löndin, en einnig er mikið um
þær i Danmörku, Sviþjóð og
Vestur-Þýzkalandi.
Snorre Kristiansen, sautján
ára piltur frá Steinkver, er einn
af meðlimunum i klúbbnum.
Hann segir, að þetta sé bæði
skemmtileg og þægileg iþrótt.
Þetta gefur náin tengsl við dýr,
sem óneitanlega er mjög heill-
andi. Auk þess er þetta spenn-
andi keppnisiþrótt. A hverju ári
eru haldin á vegum klúbbsins
keppnir til aö finna hæfustu og
langfleygustu dúfuna. Það má
ef tilvill segja, að þessi iþrótt sé
sambland af þvl bezta, sem til-
heyrir öllu öðru dýrahaldi: Hún
gefur náiö samband við dýrin og
spennandi keppni.
Fólk heldur ef til vill, aö þaö
sé kostnaðarsamt að halda dúf-
ur, en raunin er önnur. Dúfurn-
ar eru léttar á fóðrum, við
reiknum með, að það kosti um
þrjátiu og sex krónur (Isl) á dag
að fóðra bú með tuttugu dúfum.
Þær éta aðallega korn, venju-
lega bygg eða mais, en viö og
viö baunir og sérblandað fóður.
Þaö er eitthvað dýrara aö
taka þátt I keppni, en saman-
boriö við til dæmis hundahald,
er kostnaður I sambandi við
dúfurnar óverulegur. En
Snorre, sem einnig er hundaeig-
andi, getur borlð vitni um þaö,
að dúfurnar þurfa allt að þvl
eins mikla athygli og umönnun
og hundar.
Keppni fer þannig fram, að
gúmmihringur er settur á fót
dúfunnar. Andstætt þvi, sem er
um hringinn, sem settur er á
þær nýfæddar, er hægt aö taka
þennan af. Siðan eru keppend-
urnir sendir til þess staðar, sem
á að setja þær I loftið, — oft er
það járnbrautarstöð i fjarlæg-
um bæ. Samtimis þvi, sem
keppnisstjórinn sleppir dúfun-
um, setja eigendurnir af stað á-
kveðin úr, sem eru innsigluð.
Þegar dúfurnar siöan koma
heim, eru hringirnir teknir af,
þeim smeygt yfir úrin, og mót-
tökutlmi þeirra stimplaður á
miöa. Siöan rikir mikill spenn-
ingur, þegar meðlimirnir koma
saman og bera saman timana
og finna sigurvegarann. Yfir-
leitt er 180-800 kflómetra fjar-
lægö á milli þess saðar, sem
dúfunum er sleppt, og heim-
kynna þeirra.
Margvislegar hættur steðja af
á leiöinniheim, en hættulegastir
eru ránfuglar og svo slæm
veður. Dúfurnar koma sér þó
heim, oft á ótrúlega skömmum
tima og venjulega má reikna
með, að þrjár af hverjum fjór-
um, sem hefja keppni, skili sér.
Meðalhraði dúfu er i kringum
áttatiu til hundraö kilómetrar á
klukkustund, og þykir það dá-
góöur hraði, meira að segja I
bil. Vitað er til, að dúfa hafi
komizt upp I eitt hundraö fimm-
tiu og Sex kllómetra á klst. Dúf-
ur hafa sýnt sig vera ótrúlega
þolnar, jafnvel I langflugi. Arið
1939 var dúfu sleppt i Saigon i
Suöur-Vietnam, og viku siðar
var hún heima hjá sér I Norö-
ur-Frakklandi. Þá hafði hún
flogiö tiu þúsund kilómetra á
einni viku, segir Snorre upprif-
inn.
Að nota dúfur sem boöbera er
alls ekki ný uppfinning. Paö hef-
ur þekkzt frá alda öðli. Fyrst er
vitað um, að dúfur hafi verið
notaðar sem slikar á Olympiu-
leikunum átta hundruð árum f.
Kr. Dúfur voru lika mikið not-
aðar I Austurlöndum, Grikk-
landi og Rómarriki. Þá hafa
þær verið notaðar i flestum
styrjöldum, sem mannkynið
hefur háð, og meira að segja I
seinni heimsstyrjöldinni voru
þær notaðar i upplýsingaþjón-
ustunni. Það var til aö mynda
bréfdúfa, semfærði fyrstu frétt-
irnar um innrás bandamanna i.
Normandi. Og nokkrar dúfur
voru á meðal þeirra dýra, sem
fengu viðurkenningu fyrir
hetjudáð i striðinu.
Ekki er vitað meö vissu um
þaö, hvernig dúfurnar fara að
þviað fljúga tugi og jafnvel þús-
undir kilómetra og rata á réttan
stað. En talið er, að segulafliö
hafi þarna áhrif og þær taki ein
hvern veginn mið af pólunum.
Þessihugmynd er m.a. tilkomin
vegna þess, að ef þrumur og
eldingar eru, þá lenda þær oft i
vandræðum, en annars er mjög
lítiö vitað um þetta atriði ennþá.
Frá þvi ég fór að iðka þetta
tómstundagaman, segir Snorre,
hefur áhugi minn á náttúrunni
aukizt aö mun, sérstaklega á
fuglum. Að minnsta kosti hef ég
uppgötvað, að til eru haukar,
fálkar og aðrir ránfuglar.
(þýtt og endursagt J.B)
SNORRE á bæöi hund og dúf- ekki afbrýðisemi trufla sálar-
ur. Bamse sættir sig alveg við ro sina.
dúfurnar, og þær iáta heldur
Það skemmtilegasta I sam-
bandi við að hafa dúfur er,
þegar ungarnir koma. A
hverjum páskum fæ ég páska-
unga, segir Snorre. Sex vikum
eftirað þeir skriða úreggjum,
taka dúfurnar fyrstu vængja-
tökin. Það tekur gífurlega
æfingu að verða leikinn i flug-
Iistinni.