Tíminn - 19.12.1976, Qupperneq 13
Sunnudagur 19. desember 1976
13
Willilí
JÓN AUOUNS
LÍF OG
UFSVIÐHORF
Séra Jón Auðuns, frjálshyggju-
maður í trúmálum, orðsnjall í
ræðu sem riti, rekur hér æviþráð
sinn.Hann segir frá uppvaxtar- og
námsárum, afstöðu til guðfræði-
kenninga, kynnum af skáldumog
menntamönnum og öðru stór-
brotnu fólki og hversdagsmann-
eskjum, sem mótuðu lífsviðhorf
hans og skoðanir.
E4ÐIR/MINN
SKIPSTJÓRINN
Fjórtán þættir um fiskimenn
og farmenn, skráðir af börnum
þeirra. Þeir voru kjarnakarlar,
þessirskipstjórar,allir þjóðkunnir
menn, virtir og dáðir fyrir kraft og
dugnað, farsælir í störfum og
urðu flestir þjóðsagnapersónur
þegar í lifanda lífi. - Ósvikin og
saltmenguð sjómannabók.
■•öitonm it
milOlllMISSON
HÚSFREYJAN
A SANDI
Fagur óður um móðurást og
makalausa umhyggju, gagnmerk
saga stórbrotinnar og andlega
sterkrar og mikilhæfrar alþýðu-
konu, saga mikilla andstæðna og
harðrar en heillandi lífsbaráttu,
þar sem togaðist á skáldskapur og
veruleiki, því Guðrún Oddsdóttir
vareiginkona skáldbóndans Guð-
mundar á Sandi.
GL.ITRAR
GULL.SB
HiWiAUiu/ ofl upm>kíAi U|u ui 1»
um wimýwiMiwu«> «« iKwgiMiioill.
loviini i« >kii<««i tnu«ian«. tmi«Mni*
«9 «t ntlitlui itutui.
Opinskáar og tæpitungulausar
sögur úrfórumævintýramannsins
og frásagnarsnillingsins Sigurðar
Haralz, mannsins sem skrifaði
Emigranta og Lassaróna. Fjöldi
landskunnra manna kemur við
sögu, m.a. Brandur í Ríkinu,
Sigurður í Tóbakinu, Þorgrímur í
Laugarnesi og þúsundþjalasmið-
urinn Ingvar ísdal.
FARMADUR
I FRIOÍ OO STRÍOI
Jóhannes fer hér höndum um
sjóferðaminningar Ólafs Tómas-
sonar stýrimanns frá þeirri kvöld-
stund að hann fer barn að aldri í
sína fyrstu sjóferð á Mótor Hans
og til þeirrar morgunstundar að
þýzkur kafbátur sökkti Dettifossi
undir honum í lok síðari heims-
styrjaldar. - Hér er listileg frásögn
og skráð af snilld.
Einn allra mesti fjallagarpur og
ævintýramaður heims segir frá
mannraunum og hættum. Bók
hans er skrifuð af geislandi fjöri
og leiftrandi lifsgleði og um alla
frásögnina leikur hugljúfur og
heillandi ævintýrablær, tær og
ferskur eins og fjallaloftið. - Þetta
er kjörbók allra, sem unna fjall-
göngum og ferðalögum.
KUGGSJÁ
Hafði Madelein eitrað matinn, eða hafði spennan sem ríkti á óðalinu eftir árásirnar aukið á grunsemdir Falcons? Theresa Charles fer hér á kostum, þessi bók hennar er ein sú mest spenn- andi sem við höfum gefið út. Gartland
Fériifii§ ást
am
Hamingja hennar
Örlögin börðu vissulega að dyr-
um, þegar Shefford læknir flutti
sjúklinginn dularfulla heim á
heimili sitt. Og það voru margar
spurningar sem leituðu á huga
Önnu Shefford: Hvers vegna
hafði Sir John einmitt valið hana?
Hvers vegna vildi hann einmitt
kvænast henni.fátækri, umkomu-
lausri læknisdóttur, forsjá þriggja
yngri systkina?
Rauðu ástarsögumar
Hugljúf og fögur, en um fram allt
spennandi ástarsaga bóndans
unga, hans Andrésar, barátta
milli heitrar og æsandi ástar hinn-
ar tælandi Margrétar og dýpri en
svalari ástar Hildar, hinnarlyndis-
föstu og ljúfu heimasætu stór-
býlisins. - Heillandi sænsk herra-
garðssaga.
Nunnan unga var hin eina, sem
möguleika hafði á að bjarga lífi
særða flugmannsins, sem svo
óvænt hafnaði í vörzlu systranna.
En slíkt var dauðasök, því ungi
flugmaðurinn var úr óvinahern-
um og þjóðverjarnir voru strangir.
- Óvenjuleg og æsispennandi
ástarsaga.
Sex ungar stúlkur, sem eiga það
sameiginlegt að hafa orðið fyrir
vonbrigðum í ástamálum og eru
fullar haturs í garð karlmanna
almennt, taka eyðibýli á leigu og
stofna Karlhataraklúbbinn. ...En
þær fengu fljótlega ástæðu til að
sjá eftir að hafa tekið þessa
ákvörðun....