Tíminn - 19.12.1976, Page 15

Tíminn - 19.12.1976, Page 15
Sunnudagur 19. desember 1976 15 Kona meö barn á Grænlandi fyrir háifri öld skrá. Nú er kennd grænlenzka í skólum aö vísu, en aöeins fáir danskir kennarar kunna nokkuð verulegt i þvi erfiða tungumáli. Sem flestir kennarar ættu að vera Grænlendingar er kunna bæði málin og einnig ætti að dreifa skólunum meira út um byggðirnar. Grænlendingar er leita atvinnu i Danmörku lifa þar fiestir æði einangraðir og leiðist segja blöðin. Auðvitað eiga Grænlendingar grunn landsins og þar með námurétt- indin, hvað sem Anker Jörgen- sen segir, rita sumir. En aðrir mæla i mót og segja lika Græn- lendinga hvorki hafa fjármagn né kunnáttu til sliks. EftirGlistrup er haft, að bezt væri að flytja Grænlendinga til Anholt eða Hléseyjar. En Glistrup segir nú svo margt! Fleiri sjá grænt á Grænlandi en Eirikur rauði! Út er komin mikil bók eftir grasafræöinginn danska Tyge W. Böcher og ber nafnið „Det grönne Grönland”. Eru þar mjög lifandi og auð- skildar lýsingar á gróðri lands- ins, lifskjörum tegundanna, og hvernig þær snúast gegn kulda, stormum, þurrki, stuttu sumri o.s.frv. — og skipa sér i gróður- lendi samkvæmt þvi. Margar tegundirnar eru lika algengar hér á landi. Sonur Tyge — Jens Böchermagister — hefur lagttil fjölmargar fagrar litmyndir af gróðrinum, en þeir feðgar hafa dvalið mörg sumur á Grænlandi og eru þar gagnkunnugir. Ot- gáfan er styrkt af Carlsberg- sjóðnum danska. Hvenær skyldi áfengis og tóbaksverzlun vor ís- lendinga styrkja slika útgáfu?. Hinir fornu Islendingar lifðu um hrið góðu lifi á Grænlandi, stunduðu bæði veiðar og bú- skap. Sýna menjar að þeir hafa á beztu stöðum haft margt sauða og kúa. En siðar tók ölíu að hnigna og virðast hinir is lenzkættuðu Grænlendingar horfnir undir lok 15. aldar — og Eskimóar orðnir einráðir i lanö inu. Orsakir geta verið fleiri en ein. Getið var þess hér að fram- an að sjór hafi kólnað við Græn- land og þorskveiði stórlega minnkað um eða eftir 1960. Lik- lega hefur lotslag á Grænlandi verið tiltölulega milt þegar landið var numið, en kólnað að mun siðar. Hefúr það gert hey- öflun, útbeit og þar með kvik- fjárrækt erfiða. Annar þáttur og þriðji hafa svo verið siglinga- leysið og ásókn Eskimóa, er betur voru búnir að þola erfitt loftslag og bjarga sér á veiðum einum. Liklegt er að fornminja- rannsóknir á Grænlandi gefi svör við mörgum spurningum, áður en á löngu liöur, og gefi a.m.k. bendingu um hvernig og hvers vegna byggðimar eydd- ust. Églætfylgja nokkrar myndir. Fyrst er kort er keypt var i Höfn 1929, og sýnir grænlenzka konu i hátiðabúningi með barn sitt. Grunnlitur klæðnaðar er brún- leitur með rauðum, bláum og gulum röndum. Hinar þrjár myndirnar eru teknar úr bók Guðmundar Þorlákssonar „Grænland” útg. 1948. Stórfróð- leg bók. Ein myndin sýnir gamla Eskimóakonu skerpa á katlinum með þvi að hagræða mosakveiknum, sem nær fram með endilangri brún lýsislamp- ans. önnur mynd sýnir hey- vinnu á einu túni gömlu íslend- iganna, sem komið er I ræktaft- ur eftir margar aldir. Maðurinn lengst til hægri er bústjóri sauð- fjárbúsins i Godthaab, Sigurður Stefánsson. A þriðju myndinni gefur að lita æskufólk i Goðthaab um 1948. Mánasigð Ný bók eftirThor Vilhlálmsson Út er komin hjá ísafold ný bók eftir Thor Vilhjálmsson rithöf- \und. Ber hún heitið MANASIGÐ og hefur höfundur sjálfur gert kápuna. Viö hittum Thor Vilhjálmsson að máli, og hafði hann þetta að segja um bókina og margt ann- að lika: Þetta er mikill doörantur, 24 arkir eða um 380 blaðsiður, og hún er gefin út I hálfgerðum fellibyl til þess að koma henni á þann markað, er nú stendur á bókum. — Þaðvarðmér tilhjálparað ég hafði minn góða og gamla setjara. Brynjúlf Jónsson, en hann setur alla hluti rétt og sama má raunar segja um ann- aö starfslið ísafoldar. — Um hvað fjallar sagan og hvar gerist hún? — Það yrði erfitt að setja hana niður á kort, eða landa- bréf. Að minnsta kosti fyrir óvaninga, en þeir kalla þetta skáldsögu, en er i rauninni safn af miklum og ólikum skýrslum og furöumyndum. Það er ótrúlega mikil vinna að setja saman svona bók, maður leggur mynstur ofan á mynstur og tengir hlutina saman, og þá er þetta flókið tafl, eða likt þvi. Ég vil þó taka það fram, að ég er ekki taflmaður, þótt ég lærði mannganginn einu sinni af föður minum, endur fyrir löngu. — Þegar minnzt er á það, þessa ótrúlega miklu vinnu, sem er við að skrifa erfiðar bækur, þá er maður stundum spurður hvað maður geri. Ég meina fyrir utan það að skrifa bækur, segja menn. Og hverju á maður að svara? Þetta tekur allan manns tima, og þegar skriftum er lokið, tekur við þrotlaust starf viö prentsmiðj- una, prófarkalestur og þess háttar. Maður finnur það best, þegar maður er laus, hvers kon- arþrældómur þetta annars var. — Nokkuð fleira I smlðum núna, og eru nokkrar útgáfur erlendis á bókum þinum um þessar mundir? — Égerbyrjaður, eða ætla að fara að byrja á gjöróliku verki, sem hefur veriö mér hugleikiö um sinn. Það er gott að venda sinu kvæði i kross, breyta til. Af erlendum útgáíum er þaö helzt að frétta, að Fljóttt fljótt sagði fuglinn er komin út i Svíþjóð og óp bjöllunnar er væntanlegt á sænsku. Það er Cavefors, sem gefur út, en Cavefors er likur Ragnari i Smára um margt, hefur þennan kærleika, sem þarf til þess að gefa út skáld. Hann hefur farið inn á nýjar brautir með útgáfu i Sviþjóð, Thor Viihjálmsson. Hefur ekki einvörðungu ágóðasjónarmiðið að leiðarljósi, heldur eingöngu gefur út það, sem honum finnst eiga sérstakt erindi við almenning. Mörg for- lög þar i landi öfunda Cavefors nú af ýmsum útgáfum, sem hann tók sér fyrir hendur. — Nú i Noregi er Fljótt fijótt sagði fuglinn aö koma út i þýð- ingu Knut Odeg3rd, en hann er ljóðskáld og ég hefi fengið fyrir- spurnir um Fuglaskottis og fleira frá Englandi sagði Thor Vilhjálmsson að lokum. Þvi má bæta við, að þetta er 14 bók höfundar, en fyrsta bók- in: Maðurinn er alltaf einn kom út árið 1950. JG. terra karlmannaföt Hin viöurkenndu herra- og unglingaföt í miklu úrvali sniöa og efna. Víötækt og nákvæmt stærðarkerfi. Fataverslun f jölskyldunnar Gefjun Austurstræti

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.