Tíminn - 19.12.1976, Qupperneq 18

Tíminn - 19.12.1976, Qupperneq 18
18 Sunnudagur 19. desember 1976 Ástand þorskstofnsins leyfir ekki frekari undanþágur Ræða Þórarins Þórarinssonar í út- varpsumræðunum um landhelgismál Svikabrigzlin og veruleikinn ÞaB hefur gerzt næstum mán- aöarlega og stundum vikulega siöan núverandi rikisstjóm kom til valda, aö stjórnarandstæöing- ar hafa risiö upp meö miklu ira- fári og boriö á hana, að nú væri hún aö svikja i landhelgismálinu. Þessi svikabrigzl hafa nú gengiö aftur einu sinni enn i sambandi við viðræöurnar viö Efnahags- bandalagiö og mun ég vikja nán- ar aö þeim siðar i ræöu minni. Aö- ur mun ég vikja aö þvi, hvernig fyrri svikabrigzl hafa samrýmzt veruleikanum. Ef einhver fótur heföi verið fyrir þeim, ætti enginn útfærsla fiskveiðilögsögunnar aö hafa átt sér staö i tiö núverandi rikisstjórnar og krökkt af útlend- um veiöiskipum á fiskimiöunum viö landiö. En er þetta myndin, sem blasir við i dag? Sannarlega ekki. Staöreyndirnar, sem blasa viö í dag, eru i fyrsta lagi þær, aö rikisstjórnin varö fyrst allra rikisstjórna viö norðanvert Atlantshaf til að færa fiskveiöi- lögsögu út i 200 milur. Margar aörar rikisstjórnir i þessum hluta heims, börðust þá gegn 200 mil- um, t.d. allar rikisstjórnir i lönd- um Efnahagsbandalagsins og rikisstjórn Sovétrikjanna. Nú hafa þær hins vegar taliö skyn- samlegast aö fylgja i fótspor Is- lendinga. Eru það svik af hálfu núverandi rikisstjórnar aö hafa þannig haft forustu um stórfelld- ustu stækkun fiskveiöilögsögu á Noröur-Atlantshafi? Aörar staö- reyndir blasa einnig viö, sizt veigaminni. Meö Oslóar- samningnum á siöastl. ári voru Islendingum tryggö full og endanleg yfirráö yfir 200 mllna fiskveiðilögsögu frá 1. desember siðastliðnum. Eru þaö svik, aö hafa þannig tryggt þjóöinni full yfirráö yfir 200 milna fiskveiöi- lögsögu? Hvaö skyldu þeir vera margir, sem eru sammála öfga- fullum talsmönnum stjórnarand- stööunnar um aö þetta séu svik? Þóttur Einars og Ólafs Framsóknarmenn geta sannar- lega veriö stoltir af þátttöku ráö- herra þeirra i þessum síöasta þætti landhelgisbaráttunnar. Þaö hvlldi á heröum Einars Agústs- sonar utanrikisráöherra aö hafa forustu fyrir Islendingum i hinum mörgu viöræöum viö fulltrúa erlendra rikja, sem fóru fram um þessi mál. Hinn prúömannlegi, glöggi og sannfærandi mál- flutningur Einars Agústssonar hlaut ekki aöeins aödáun fslenzku sendinefndarmannanna, heldur engu siöur útlendinganna, sem tóku þátt i viöræöunum. Þaö var sannarlega ánægjul. aö taka þátt I viöræöum undir slikri forustu. En þótt verkefni Einars væri vandasamt, var hlutverk ölafs Jóhannessonar þó enn erfiöara. Þaö hvlldi á herðum hans sem dómsmálaráðherra aö stjórna landhelgisgæzlunni i viðureign- inni viö hiö brezka ofurefli og vera viöbúinn jafnt á nóttu sem degi aö taka hinar örlagarikustu ákvaröanir. Ég held nú, þegar þessir atburöir eru aö baki, þá sjái menn betur hversu vanda- samt þetta starf var, og dómarnir veröi þeir, aö hér hafi verið far- sællega haldiö á málum. Land- helgisgæzlan stuðlaöi mjög aö sigrinum i landhelgisdeilunni, sem vannst endanlega meö Osló- arsamningnum. Dómsmálaráö- herra átti vissulega góðan þátt i þessum árangri hennar. Uppsögnin Þetta erhins vegar ekki i fyrsta sinn, sem Framsóknarflokkurinn hefur átt öðrum flokkum stærri hlut i sigrunum I landhelgis- baráttunni. Hann er lika sá flokk- urinn, sem hefur komið þar mest' viö sögu, þvi aö hann einn hefur áttsæti i öllum þeim fjórum rikis- stjórnum, sem hafa fært út fisk- veiöilögsöguna. Fyrsta stóra sporið í landhelgisbaráttunni var stigiö fyrir 30 árum, eöa 1946, þegar Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson lögðu fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um uppsögn brezka samningsins frá 1901, en meöan hann var i gildi, gat engin útfærsla á fisk- veiðilögsögunni átt sér staö. Sam- komulág náðist ekki þá um upp- sögnina, en henni óx fylgi, og þremur árum seinna var samningnum sagt upp. Eftir það varhægt aö fara aö hefjast handa um útfærslu fiskveiðilögsögunn- ar. Fyrstu út- færslurnar Ráöizt var I fyrstu útfærsluna 1952, þegar samstjórn Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæöis- flokksins fór meö völd undir for- ustu Steingríms Steinþórssonar. Þá var sú mikla breyting gerö, aö grunnlinan var miöuö við yztu nes og tanga, en áöur haföi hún fylgt strandlengjunni. Jafnframt varö fiskveiöilögsagan fjórar milur i staö þriggja áöur. Þaö var geysi- legur ávinningur að friöa þannig firöi og flóa fyrir veiöum útlend- inga, enda urðu Bretar svo reiðir, aö þeir lögöu löndunarbann á is- lenzk fiskiskip. Það var Is- lendingum veriúegt efnahagslegt áfall, en þeir létu þó ekki undan siga. Svo fór llka, aö Bretar gáf- ust upp eftir nokkur misseri. í næstu útfærslu var svo ráöizt af rikisstjórn Hermanns Jónassonar 1958, þiegar fiskveiðilögsagan var færö út i tólf milur. Sú stjóm var studd af Framsóknarflokknum, Sósialistaflokknum og Alþýöu- flokknum. Þetta var mikiö átak og djarft á þeim tima, þvi aö þró- un hafréttarmála var enn skamm.t á veg komin. Bretar hófu i tilefni af þessari útfærslu fyrsta þorskastriöiö, en svo fór aö lok- um, aö flest riki fylgdu I slóö Is- lands og færöu fiskveiöilögsöguna út I 12 milur. Þannig geröust Is- lendingar forustuþjóð á vettvangi hafréttarmála. Síðari út- færslurnar Eftir útfærsluna 1958 komu tólf mögur ár, þegar ekkert var aö- hafzt varðandi stækkun fiskveiöi- lögsögunnar, enda höföu Is- lendingar bundiö hendur sínar með landhelgissamningnum 1961. Ekkert markvert geröist þvi i þessum málum fyrr en haustið 1970, þegar Framsóknarflokkur- inn og Alþýöubandalagiö hófu viöræöur um sameiginlega stefnu i landhelgismáiinu I kosningunum 1971. Siöar hóf Framsóknarflokk- urinn einnig viöræöur viö Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Fyrir milligöngu Framsóknar- flokksins náöist samkomulag um það milli þessara flokka, aö þeir myndu færa fiskveiöilögsöguna út I 50 milur, ef þeir sigruöu i kosningunum 1971. Þeir sigruöu i kosningunum og mynduðu rikis- stjórn undir forustu Olafs Jó- hannessonar, sem strax hóf aö undirbúa útfærsluna. Á þingi 1972 náðist fyrir milligöngu Fram- sóknarflokksins samkomulag milli allra flokka I utanríkisnefnd Alþingis um útfærslu fiskveiði- lögsögunnar I 50 milur, sem tæki gildi 1. september 1972. Hér var í reynd stigið stærsta skrefiö i landhelgisbaráttunni, þar sem allir helztu nytjafiskar viö tsland eru aðallega innan 50 mílna markanna. Enn hófu Bretar þorskastriö og beittu nú enn meiri hörku en 1958. Þessi deila leystist meö samningi, sem Ólafur Jó- hannesson geröi viö brezka for- sætisráðherrann haustiö 1973. Þessi deila íslendinga og Breta vakti mikla athygliá alþjóðavett- vangi og átti rikan þátt i þvl aö hraöa þróun hafréttarmála. I fjóröu og siöustu útfærsluna var svo ráöizt af núverandi rlkis- stjórn, þegar fiskveiöilögsagan var færö út I 200 mílur haustiö 1975, og er áður rakiö hvaöa árangur það hefur boriö. Ekki rasað um ráð fram Eins og hér hefur veriö rakiö, hefur forustan i landhelgismálinu mjög hvilt á forustumönnum Framsóknarflokksins, þar sem hann einn hefur lika átt sæti I öll- um þeim rikisstjórnum, sem viö útfærslur hafa fengizt. Oft hefur þaö oröið hlutverk Framsóknar- flokksins i þessum rikisstjórnum aö gæta þess, aö ekki væri rasaö um ráö fram. Þannig má minnast þess, aö voriö 1958 beiö Hermann Jónasson meö lausnarbeiöni þáv. vinstri stjórnar i heilan sólar- hring meðan veriö var aö þvinga Sósialistaflokkinn til að falla frá ógætilegum vinnubrögöum. A svipaöan hátt varö Ólafur Jó- hannesson að beita höröu til þess aö fá Alþýðubandalagiö til aö fall- ast á landhelgissamninginn 1973. Þvl er heldur ekki aö leyna, aö stundum viröist Sjálfstæöisflokk- urinn hafa verið fúsari til samn- inga en samrýmzt hefur sjónar- miðum Framsóknarflokksins. Þaö hefur þannig oröiö hlutverk Framsóknarflokksins aö vinna aö þvi aö farinn yröi farsæll meöal- vegur. Þaö er þvl ekki hallaö á neinn, þótt sagt sé, aö hann eigi drýgstan þátt i þeim sigrum, sem unnizt hafa i landhelgisbarátt- unni. Verndun fisk- stofnanna Ég vik þá aö þeim viöræðum, sem Islendingar hafa átt undan- .fariö viö Efnahagsbandalagiö og veriö hafa könnunarviðræður um það, hvort stefna eigi aö samningi milli þessara aöila um fiskvernd og hvort möguleiki sé fyrir hendi tilgagnkvæmra fiskveiöiréttinda. Niöurstaöan varö sú, aö rétt væri að stefna aö samningi til lengri tima um fiskvernd og stjórn á fiskstofnum. Hér er lögö til grundvallar 52. greinin I öörum kafla frumvarps þess aö haf- réitarlögum, sem Hafréttarráö- stefnan hefur fjallaö um undan- farið og veröur sennilega sam- þykkt á næstu ráöstefnu. Enginn ágreiningur hefur veriö um þessa grein, en I henni segir, að þegar fiskstofnar haldi sig á mörkum fiskveiöilögsögu tveggja rikja eða fleiri, skuli þau semja beint um verndun þeirra eða f jalla um þaö i svæðasamtökum. Eins og ástatt er, þegar Noröaustur- Atlantshafsfiskveiöinefndin virö- ist vera aö lognast út af, er tvi- mælalaust, betra fyrir Islendinga að leysa slik mál meö tvlhliöa samningum viö viökomandi riki, en sækja það á vettvang svæöa- stofnana, þar sem mörg riki eiga sæti, sem eru þessu máli raun- verulega óviökomandi. A mörk- um fiskveiðilögsögu Islands og Grænlands halda sig ýmsir fisk- stofnar, m.a. grálúðan og loönan, og viröist a.m.k. athugandi, að samiö sé um þaö milli okkar og Efnahagsbandalagsins, aö þessir fiskstofnar verði ekki ofveiddir ööru hvoru megin viö mörkin. Þá hafa Islendingar mikilla hags- muna að gæta i sambandi viö þaö, aö þorskstofninn og karfastofninn viö Grænland séu ekki ofveiddir, þvi aö þessir stofnar ganga oft á Islandsmiö, og er ofveiöi þeirra augljóst tjón fyrir íslendinga, ekki siöur en Grænlendinga. Þessir fiskstofnar eru ofveiddir nú. Þaö er sameiginlegt hags- munamái Islendinga og Græn- lendinga, að þeirri ofveiöi veröi hætt. Samkvæmt væntanlegum hafréttarlögum eiga Islendingar ótvlrættrétttil að fara þess á leit, aö Efnahagsbandalagiö sjái um, meöan þaö annast þessi mál fyrir Grænland, aö þessir fiskstofnar veröi ekki ofveiddir. Þetta eru höfuörökin fyrir þvi, aö rikis- stjórnin hefur talið rétt aö hefja formlegar viöræður viö Efna- hagsbandalagiö um fiskverndar- samning til léngri tima. Hitt er hins vegar satt bezt aö segja, aö það er enn hvergi nærri fullmótaö af hálfu okkar eöa Efnahags- bandalagsins, hvernig slikum samningi verði háttaö, og hlýtur það fyrst og fremst aö veröa verkefni fiskifræöinga aö fjalla um þaö. Mér segir svo hugur um, aö slik samningagerö muni taka verulegan tima. Gagnkvæm fisk- veiðiréttindi Þaö, sem hér hefur veriö rakið, fjallar um fiskverndunina. Næst er aö vikja aö þeim þætti viöræönanna, sem fjallar um gagnkvæm fiskveiöiréttindi. Nú er þannig ástatt, aö Efnahags- bandalagsriki hafa fiskveiði- samninga viö Island, sem veita þeim rétt til aö veiöa rúmlega 66 þús. tonn á timabilinu 1. desem- ber 1976 til 1. desember 1977. Það er ekki nema eölilegt, aö Is- lendingar vilji fá aö vita, hvort Efnahagsbandalagið hefur eitt- hvaö aö bjóöa til aö mæta þessu. Enn hefur ekki komið neitt tilboö frá Efnahagsbandalaginu, sem gæti mætt framangreindu afla- magni, og þá þvl siður, aö þaö geti gert kröfur um viöbótarund- anþágur fyrir Breta. Þaö eru þvi engar horfur á, aö geröir verði samningar viö Efnahagsbanda- lagiö um gagnkvæm fiskveiöi- réttindi i náinni framtlö. Þetta viröast lika samningamenn þess gera sér ljóst, og þvi viröast þeir hafa farið að fitla viö þá hug- mynd, aö geröur veröi bráöa- birgðasamningur sem heimili ákveðinni tölu brezkra togara aö veiða hér næstu mánuöina, án þess að nokkuö sérstakt komi á móti frá Efnahagsbandalaginu. Frá sjónarmiöi ráöamanna Efna- hagsbandalagsins viröist þetta eiga að vera eins konar framleng- ing á umþóttunartima Breta. Þessar hugmyndir Efnahags- bandalagsins hafa ekki komiö fram i hinum formlegu viöræö- um, en af ýmsum ummælum Finns Olavs Gundelachs og ýms- um blaðaummælum viröist mega ráöa, aö þeirra gæti veriö aö vænta. Jafnframt hefur Gunde- lach látið i ljós bjartsýni um framgang þeirra. Ég veit þó ekki til þess, aö neinn islenzkur ráöa- maöur hafi léö máls á þeim eöa aö þær hafi veriö fluttar viö þá. öll bjartsýni Gundelachs er þvi á sandi byggö. I tilefni af þessu finnst mér rétt að skýra frá þvi, að þaö hefur verið rætt I þing- flokki Framsóknarflokksins, hvernig bregðast skuli viö, ef slikar tillögur um bráðabirgöa- samning koma fram. Hefur slik málaleitan, ef til kæmi, engar undirtektir fengiö þar. Bretar hafa þegar fengiö þriggja ára umþóttunartima og hafa þvi fengið rúman tima til aö breyta til. Aðalatriðið er þó þaö, aö ástand þorskstofnsins leyfir ekki frekari undanþágur. Þaö má vel skilja, að Bretum fellur þetta ekki vel, en Islendingar gera þetta einfaldlega af illri nauðsyn, og þaö hljóta Bretar aö skilja viö nánari athugun. Þaö, sem nú hefur verið rakiö, sýnir ljóslega, aö öll svikabrigzl stjórnarandstööunnar i sambandi viö viöræðurnar við Efnahags- bandalagiö, eru byggö á sandi eins og öll fyrri svikabrigzl stjórnarandstæöinga i sambandi við núverandi rikisstjórn og land- heigismáliö. Ég skal fúslega viðurkenna aö núverandi rlkis- stjórn hefur ekki tekizt eins vel á ýmsum sviöum og æskilegast hefði verið, og er aö þvi leyti ekk- ert frábrugöin öðrum rikisstjórn- um. En þetta gildirekki um land- helgismáliö. Ég er sannfærður um, aö sá veröur dómur seinni tima, aö núverandi rikisstjórn hafi tekizt eins vel i landhelgis- málinu og frekast var kostur, enda skilur hún þar eftir þau verk, sem alltaf munu lifa og bera henni gott vitni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.