Tíminn - 19.12.1976, Síða 19

Tíminn - 19.12.1976, Síða 19
Sunnudagur 19. desember 1976 ^równ 19. flnmiMi ttgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. R>vstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 1830« — 18306. Skrifstofur I Aöal- stræti 7, sími 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsinga- slmi 19523. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Jólatré og stórviðburðir Lengi vel áttu margir bágt með að trúa, að barr- tré næðu þeim vexti á íslandi, að heitið gætu gagn- viðir. Fjallafura sú, sem endur fyrir löngu var gróð- ursett á Þingvöllum og við Rauðavatn, mun hafa átt þátt i þessari vantrú. Þeir, sem litið vissu um skóg- rækt gættu þess ekki, að þetta var tegund, er aðeins getur orðið litils vaxtar. Þótt trjávöxtur á Hallormsstað hafi fyrir löngu tekið af allan vafa um vaxtarskilyrði gagnviðar á Islandi, þegar réttar tegundir og rétt afbrigði eru gróðursett og þannig að verki staðið að öðru leyti sem vera ber, hafa til skamms tima heyrzt þær^ raddir, að Fljótsdalurinn sé svo sérstakur um veð^" urfar, að ekki verði neinar ályktanir dregnar af gróskunni á Hallormsstað. En þaðan fæst nú ágæt- ur borðviður, og hefur samkomusalur Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum verið innréttaður með viði úr Hallormsstaðarskógi og búinn húsgögnum af sama uppruna. Og dæmi eru þess, að rosknir menn, sem mest hafa glaðzt yfir framgangi skógræktar- innar þar eystra, hafi gert ráðstafanir til þess að fá borð úr tr jáviði þaðan í likkistu utan um sig. Nú er það rétt og satt, að ekki eru allir staðir á landinu til skógræktar fallnir. En á mörgum öðrum stöðum á landinu er fyrir löngu sýnt, að þar má rækta barrviði til góðs þroska, engu siður en á Hall- ormsstað. Það vantar aðeins allmörg vaxtarár tU viðbótar til þess, að þar geti að lita stórviði á borð við þá, sem þekja stór flæmi eystra. Þeir, sem voru til dæmis vantrúaðir á skógræktina i Skorradal i upphafi, vegna þess að barrplöntur þurfa sinn tima til þess að vaxa vel úr grasi og ná sér á strik, hafa nú litið þar hinn prúðasta ungskóg, svo fremi að þeir hafi þangað komið og horft i kringum sig. Sömu sögu er að segja af mörgum öðrum stöðum, og þeim stöðum, þar sem verkin sýna merkin, fjölgar með hverju ári. Þeim heimilum hefur fjölgað með hverju ári, er eiga kost á islenzkum jólatrjám, er til falla við gris jun, og fá þannig órækan vitnisburð um árangur skógræktar á íslandi inn i stofur sinar. Á þessu hausti hefur það gerzt, að bamaskólamir i Reykjavik hafa fengið jólatré, sem höggvin voru á sjálfu bæjarlandinu. Heiðmörk er ekki meðal þeirra staða, sem bezt eru til skógræktar fallnir, en eigi að siður hafa barrviðirnir þar náð þeim þroska sem reykvisk börn nú sjá i skólum sinum. Ekki er ólik- legt, að einmitt þessi jólatré úr Heiðmörkinni geti orðið til þess að beina huga sumra þeirra að þvi, hvernig rækta má barrskóga með elju og kunnáttu, þótt alllengi þurfi að biða eftir árangrinum, og siðar meir komi úr þeirra hópi áhugasamt og fórnfúst skógræktarfólk, sem eykur stórum við það, er hinni eldri kynslóð auðnaðist að gera. Kannski eygja þau börn, sem á þessum jólum ganga syngjandi i kring um islenzku jólatrén, i Reykjavik og annars staðar, þá stuncf siðar á æví- dögum sinum, að Islendingar hafi að innlendum gagnviði að hverfa til sinna nota að meira eða minna leyti. En það hefur einmitt verið draumur þeirra skógræktarmanna, sem sett hafa markið hæst, að komandi kynslóðir yrðu sem mest sjálf- bjarga á þvi sviði. Þegar er mikill sigur unninn á vantrú og hleypi- dómum, sem lengi einkenndi hugarfar margra, þegar um skógrækt var fjallað. Sá timi mun koma, að hinna ötulu forvigismanna skógræktarinnar verður minnzt með virðingu og þakklæti, — þeirra, sem aldrei létu hugfallast, þótt þungt væri fyrir fæti, heldur héldu ótrauðir áfram baráttu sinni fyrir þvi málefni, er þeir trúðu, að til gagnsemdar horfði fyrir land og þjóð. —JH ERLENT YFIRLIT Kohl og Strauss samfylkja á ný Stjórn Schmidts virðist ótraust í sessi TIÐINDASAMT hefur veriö I þýzkum stjórnmálum aö undanförnu bæöi hjá stjórnar- flokkunum og stjórnarand- stööunni. Segja má, aö þetta hafi byrjaö fyrir rúmum þremur vikum, þegar flokkur sá, sem erundir forustu Josefs Franz Strauss I Bæjaralandi tilkynnti, aö hann myndi rjúfa samstarf á þingi viö flokk Kristilegra demókrata, en þessir flokkar hafa frá upp- hafi komiö fram sem einn flokkur á þingi. Ætlun Strauss með þessu virtist sú, að sam- starfi flokkanna yrði með öllu slitiö og þeir komi fram sem keppinautar I næstu kosning- um til sambandsþingsins. Astæðan er sú, aö Strauss tel- ur leiðtoga Kristilegra demó- krata ekki nógu ihaldssama, hvorki I innanríkismálum eöa utanrikismálum. Hann telur möguleika á þvl, að hreinn Ihaldsflokkur gæti náð miklu fylgi og sennilega oröiö annar stærsti flokkur Vestur-Þýzka- lands, næst á eftir Sósíal- demókörtum. Kristilegir demókratar, sem yrði þá miö- flokkur, yrði’ minnstur þess- ara þriggja, en Frjálslyndi flokkurinn gæti alveg þurrkazt út. Leiðtogar Kristilegra demókrata eru ekkert hrifnir af þessum fyrirætlunum Strauss, þvi aö þeir gera sér ljósa þá hættu, sem felst i þeim. Þeir ákváöu því aö bregöast strax hart viö fyrir- ætlun Strauss um aö rjúfa samstarf flokkanna I þinginu. M.a. hótuðu þeir að láta flokk sinn hefja flokksstarfsemi I Bæjaralandi, en þar hefur hann ekki starfaö áöur, heldur látið flokk Strauss einan um hituna. Strauss ætlaöi þó ekki aö beygja sig fyrir þessu, en innan flokks hans hófst hins vegar sterk uppreisnarhreyf- ing gegn fyrirætlunum hans. Margar deildir I flokknum lýstu sig andvígar þeim og kröfðust flokksþings, þar sem málið yrði rætt og endanlegar ákvaröanir teknar. Svo öflug varö þessi uppreisnarhreyf- ing, aö ákveöiö var aö halda flokksþing innan skamms tíma. Flest benti til, að Strauss myndi biöa þar lægri hlut. Hann var þvi nógu hygg- inn til aö láta undan siga, a.m.k. Ibili. Þegar sambands- þingið kom saman I Bonn 10. þ.m., var tilkynnt, aö flokkarnir heföu gert nýtt samkomulag, sem myndi tryggja þaö, aö samstarf þeirra á þingi myndi halda áfram á sama hátt og áöur. Flokkur Strauss væri þar meö fallinn frá þvl aö koma þar fram sem sérstakur flokkur. Helmut Schmidt FLJÓTT á litið getur þetta talizt verulegur ósigur fyrir Strauss, en þó ekki eins mikill og ætla mætti. Astæöan er m.a. sú, aö í nýju samkomu- lagi, sem gert var milli flokk- anna, fær flokkur Strauss vissan rétt til að hafa sérstöðu viö atkvæðagreiöslur á þingi, en áður varð hann aö fylgja meirihlutanum, en flokkarnir tóku ákvarðanir sem ein heild. Llklegt ér talið, að Strauss muni nota sér ’þetta til að marka flokknum sérstööu, einkum i sambandi við utan- rikismál. Strauss hefur viljað taka miklu haröari afstööu I samskiptum viö Aust- ur-Evrópurlkin en Kristilegir demókratar hafa gert. Þaö gæti haft veruleg áhrif á af- stööu Kristilegra demókrata, ef flokkur Strauss markar sér oft sérstööu á þennan hátt. EINS OG AÐUR segir, kom þingið I Bonn saman um siö- ustu helgi. Eitt fyrsta verk þess var aö kjósa kanslara. Helmut Schmidt var endur- kosinn, en meirihluti hans mátti ekki tæpari vera. Hann fékk 250 atkvæði, eða einu meira en nauðsynlegt var. Alls eru þingmenn 496. Stjórnarflokkarnir hafa 253 þingmenn, Sósialdemókratar 214 og frjálslyndir 39. Þrir flokksbræöur Schmidts tóku ekki þátt i atkvæöagreiðsl- unni. Einn var fjarverandi, einn sat hjá og einn skilaöi auðu. Astæöan til þessarar af- stöðu þeirra þremenninganna er talin sú, að þeir hafi viljaö láta i ljós óánægju meö þá ákvöröun rikisstjórnarinnar aö fresta hækkun á eftirlaun- um og ellilifeyri, sem lofaö haföi verið i kosningunum I haust, aö kæmi strax til fram- kvæmda. Þetta þykir benda til, aö stjórn Schmits sé ekki traust I sessi. Vegna fylgisaukningar Kristilegra demókrata I kosn- ingunum I haust, munu Frjálslyndir demókratar veröa varfærnari, þegar um útgjaldafrek umbótamál Sósialdemókrata er aö ræöa. Þetta gæti aukiö óánægju hjá vinstri armi Sósialdemókrata, eins og lika kom fram viö kanslarakjörið. Jafnframt þessu heldur Hel- mut Kohl áfram aö vingast viö Frjálslynda demókrata. Fyrir atbeina hans hefur nýlega náöst samvinna milli þessara flokka í fylkisstjórninni I Saar og Neöra-Saxlandi. Ýmsir telja þetta merki um, aö þess- ir flokkar muni siöar vinna saman í Bonn, en Frjálslyndir demókratar mótmæla þvi. Einnig Strauss, sem er mjög andvigur samvinnu við Frjálslynda demókrata, þvi að þeir myndu koma i veg fyr- ir, að fylgt yrði hreinni ihalds- stefnu. Þ.Þ. Kohl og Strauss eftir nýja samkomulagiö

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.