Tíminn - 19.12.1976, Blaðsíða 25

Tíminn - 19.12.1976, Blaðsíða 25
Sunnudagur 19. desember 1976 25 " Jón frá Ljárskógum fólk í listum V Almenna bókafélagið Ljóð Jóns frá Ljárskógum. Úrval. Steinþór Gestsson á Hæli valdi ljóðin. M.A. kvartettinn Enn er kominn vetur og skáldin ganga meö nýjar bækur inni á sér, sumir sina fyrstu bók, og skelfingin umlykur þá ásamt skammdegismyrkrinu, og þeir sem eldri eru og reyndari, láta sér fátt um finnast, og sýnast óræðir á svip. Þeir vita sem er, aö eitt vorið er þetta allt saman gleymt, því svo ótrúlega fátt skiptir i rauninni máli af þvi, sem skrifaö er og lesið. Reikningsmenn segja, að aöeins einn tiundi hluti skipti máli, af þvi sem skrifað er, en þaö er viðlika hlutfall og stendur upp úr sjó af fegursta sköpunarverki guðs, borgarisjakanum. Allt annað er hulið i djúpi gleymsk- unnar. Eitt þeirra skálda, sem virðist ætla að auðnast að fljóta ofan á gegnum tiöina, er Jón frá Ljár- skógum,en um nafn hans stafar einhver dularfullur ljómi frá liðinni tið. Jón frá Ljárskógum öðlaðist fyrst söngfrægð, siðan skáldfrægð, en hann var I svo- nefndum M.A. kvartett, ásamt þeim bræðrunum Steinþóri og Þorgeiri á Hæli og Jakobi Haf- stein, en þeir sungu sig rækilega inn I hjörtu þjóðarinnar á kreppuárunum, og söngur þeirra ómar eftir aö allir aðrir kvartettar eru þagnaöir. Jón frá Ljárskógum var kjöl- festan i M.A., hafði djúpa og fagra rödd. Ljóðagerð Jóns frá Ljárskógum Siðari tima frægð Jóns frá Ljárskógum er einkum bundin ljóöagerð hans, a.m.k. ekki sið- ur en söngnum. Hann byrjaði snemma að yrkja og tók snemma út þroska sem skáld og listamaöur. I minningarorðum við andlát Jóns, ritaði Sveinn Bergsveinsson á þessa leið: „Aöall Jóns frá Ljárskógum, það sem setti mót sitt á persónuleik hans og var snarasti þáttur af sjálfum hon- um, var fjölbreytt og rikt lista- mannseðli. Allir þekktu söng- hæfileika hans og söngnæmi. Hann var lika lipurt skáld. Ljóðabók hans „Syngiö streng- ir”, sem kom út 1941 og var vel tekiö, hefur veriö uppseld um langan tima. Hann valdi og með miklum smekk ljóöin I söngbók- ina „Hörpuljóö”. Hitt mun þó fáum kunnugt, öörum en hans nánustu, að hann samdi lög, bæði sjálfstæð og viö kvæði sin og annarra. Þvi mun hann þó aldrei hafa flikaö.” Ef leitað er hliöstæöu við önn- ur skáld hér á landi, virðist mörgum Jón frá Ljárskógum yrkja á svipaöri linu og Davið Stefánsson og Tómas Guð- mundsson. Yrkisefni þessara skálda eru svipuð. Þetta getum viö greint t.d. I kvæöi Jóns, Parodia, en þar segir á þessa leið I fyrstu visunni: „í allan dag hefir sólskiniö sindrað um bæinn og söngurinn ómað um bláheiðan, tæran geiminn I allan dag hef ég raulaö léttustu ljóð min og langaðmesttilaðfaðma aömér allanheiminn.” „Sjá! riki hrynja, rofna heilög bönd, hin rauöa elfur litar vog og strönd — um álfur heims fer brún og blóðug hönd, sem brýtur undir vald sitt fólk og lönd.” KÖLSKI merkir meö klóm sínum þá galdra- menn, sem geröu viö hann samning. Bletturinn (kennimark Kölska) var talinn tilfinningalaus. Alurinn á myndinni var notaður til að leita uppi slíka bletti á líkömum manna, sem ákærðir voru fyrir galdra. Lýður Björnsson sá um útgáfu Character Bestiæe — en það er höfuð- rit um galdra á Islandi. I itarlegum formála að ljóð- um Jóns frá Ljárskógum, segir Steinþór Gestsson á Hæli meðal annars á þessa leið: „Þegar Jón kom frá stúdents- prófi, settist hann i Háskóla Is- lands og innritaðist I guðfræöi- deild. Hann mun aldrei hafa veriö fyllilega sáttur við það nám, enda lauk hann aldrei prófi þaðan. Það uröu honum nokkur vonbrigði að finna ekki þar það sem hann vænti af deildinni og kennurum hennar, og kenndi sviða i þvl sári um tima. En um þessar mundir kynntist hann ungri stúlku, Jón- inu Kristjánsdóttur frá ísafiröi, og kvæntist henni. Þau brugðu á það ráð að flytjast vestur á tsa- fjörð, þar sem Jón fékk kenn- arastarf viö gagnfræðaskólann. Sá timi er I hönd fór var Jóni einn þeirra, „sem færir oss vor með geislum hlýjum”, eins og áðan var vitnað til. Og þegar hann sat viö vöggu sonarins unga vestur þar, er hugurinn I jafnvægi og ljóðiö speglar innstu hræringar hans, sem annars var venja Jóns að flika ekki: Blitt og rótt breiöir nótt blæju um fjöll og voga. Augun þín, ástin min, eins og stjörnur loga. Sonur kær, svefninn vær sígur brátt á hvarma. En Jón frá Ljárskógum á lika sinn eigin tón, angurværan og bliðan, sem birtist t.d. i Nætur- ljóði, sem M.A. kvartettinn syngur: „Kom, vornótt og syng þitt barn I blund! Hve blítt þitt vögguljóð og hlý þln mund — ég þrái þig, breið þú húmsins mjúku verndarvængi, væra nótt, yfir mig. Draumljúfa nótt, fær mér þinn friö, firr þú mig dagins háreysti og klið, ó, kom þú fljótt! Elfur timans áfram rennur, ennþá hjartasárið brennur, — skapanorn, ó, gef mér stundargrið! Kom, ljúfa nótt, sigra sorg og harm, svæf mig við þinn barm, — svæf glaumsins klið og gef mér frið, góða nótt.” Sofðu rótt — sumarnótt svæfir dagsins harma.” Skömm skáldaævi Jón frá Ljárskógum var fædd- ur 28. marz árið 1914 að Ljár- skógum og ólst upp á heimili foreldra sinna og systkina, en heimilið var annálað fyrir rausn og ást á fögrum listum. Arið 1929 innritaöist Jón I Menntaskólann á Akureyri, sem þá var undir stjórn eins áhrifa- mesta bókmennta- og skóla- manns þessarar aldar, sem var Sigurður Guömundsson, skóla- meistari. Sigurður gekk hart eftir góðum málsmekk og rit- leikni nemenda sinna, auk ann- ars. Jón lauk stúdentsprófi árið 1935 og hóf siðan guðfræðinám við Háskóla tslands sem áður sagöi. Jón frá Ljárskógum lézt hinn 7. október árið 1945, aöeins 31 árs aö aldri, og þótti harmdauöi. Það er auövelt aö gera sér þaö I hugarlund, aö Jón hefði náð lengra á skáldbrautinni ef hann hefði fengiöað lifa lengur i þess- um heimi. Um þær mundir, sem hann fellur frá, eru einmitt að koma fram nýjar hugmyndir I ljóöagerð og ný viöfangsefni fyrirskáldin. Viö greinum þessi viðhorf reyndar þegar I sumum þeim ljóöum, er Jón frá Ljárskógum sendi frá sér, t.d. I Hið nýja tákn, en þar segir I fyrstu visunni: Þetta úrval á ljóðum Jóns frá Ljárskógum verður vafalaust vel þegið af ljóöavinum og eins hinn vel ritaði formáli Steinþórs Gestssonar á Hæli, sem þekkti hann bezt. Við lestur bókarinnar kemst maður að raun um það, að sum kvæðanna hljóta óhjákvæmi- lega aö skipa Jóni I varanlegt sæti á skáldabekk með þjóðinni og öll geyma þau einhvern sér- stakan yl og minningu um skap- höfn og listamannsins eðli. Jónas Guðmundsson. Jón frá Ljárskógum. Isafoldarbók vr góð bók ( Verzlun & Þjdnusta ) íJ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ LOFTPRESSUR OG SPRENGINGAR i Tökum aö okkur alla loftpressuvinnu, 2 ^ borun og sprengingar. Fleygun, múr- ^ ^ brot og röralagnir. Þóröur Sigurðsson — Sími 5-38-71 m/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ w/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/a. Ingibjartur Þorsteinsson pípulagningameistari Símar 4-40-94 & 2-67-48 Nýlagnir — Breytingar Viögerðir 3 é S \ \ V 3 Wr/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆJ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ é Blómaskáli ? é MICHELSEN ^ ^ Hveragerði • Sími 99*4225 r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.