Tíminn - 19.12.1976, Qupperneq 32

Tíminn - 19.12.1976, Qupperneq 32
32 Sunnudagur 19. desember 1976 Wivmm Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýraför um Asíu barnatíminn jámplötumar úti i skip- inu. Hann blessaði i huga sér þennan ágæta mann, sem visaði þeim hingað. Hér var lika mjög litið af skordýrum, og var það vist þvi að þakka, að allt um kring voru nær gróðurlausar sandauðn- ir. Um kvöldið sátu öll kringum bálið, sem þau kyntu úr kvistum. Hér var svo friðsælt, kyrrt og ofurlitið svalara um kvöldið. Kitty fór að raula irsk þjóðlög. Fyrst hljótt og hikandi, en þegar hún varð þess vör, að samtalið hljóðnaði og allir hlustuðu, þá varð hún kjarkmeiri og gleymdi sér loks alveg i hrifningu söngsins og töfrum irskra þjóðlaga. Hún hækkaði röddina, hreina og fagra, en niður árinnar og dauft brim- hljóðið mynduðu undir- leikinn. Þetta hljómaði allt svo hátiðlega i bjarmanum frá bálinu, að Árni gleymdi sér af hrifningu. Þegar Kitty hætti að syngja, kom það i ljós að söngur hennar hafði vakið annan söngvara i næturkyrrðinni. Frá einni laufkrónunni hljómuðu töfrandi, silfurskærir tónar. Það var hinn frægi, pers- neski næturgali, sem söng þarna i trjákrón- unni. Næturgalinn, sem eitt sinn söng svo fagur- lega, að helsjúkur keis- ari frá Kina læknaðist á einni nóttu. Þau systkinin, Ámi og Berit, litu hvort á annað. Hve oft hafði ekki mamma þeirra sagt þeim hin fögru ævintýri H. C. Andersens, þegar þau voru litil. Nóttin var þögul og kyrr. Árni og hermenn- imir skiptust á um að vera á verði, en urðu einskis varir. Næsta morgun fóru þau öll i gönguför upp með ánni. Hér var fallegt, friðsælt og svalt. Áin féll i fossum stall af stalli, en pálmakrónurn- ar veittu forsælu, svo að hér varð hitinn þægileg- ur. Allt var þakið i blóm- jurtum, fögrum og lit- sterkum,en fæst af þeim þekktu þau systkinin. Hér er eins og hver árs- tið eigi sinn gróður og blómatima. Sum trén voru i fullum blóma, en önnur höfðu þegar skilað þroskuðum ávöxtum. A einum stað fundu þau villtar, fullþroskaðar ferskjur og abrikosur. í Persiu eru ferskjur betri en nokkurs staðar i heiminum. Þarna var lika fullt af villihænsn- um, og skaut Árni nokkra fugla i miðdegis- matinn. Þau nutu þess öll, að reika hér um græna, gróna jörð og þó fyrst og fremst frú Curgon, sem var nú loks að losna við útbrot og flekki, sem hún hafði um allan likamann eftir hinn hræðilega hita i Elphinstone Inlet. 6. Það var liðið að kvöldi, er þau komu loks heim aftur i tjöldin. Þar var þá ofurstinn kominn og beið þeirra. Hann sagði, að þvi miður hefði herdeildinni seinkað og kæmi ekki fyrr en næsta kvöld. Hann hafði þvi skotizt til þeirra, meðan hann beið. öll voru þau hálf- þreytt eftir gönguna og gengu þvi snemma til náða. Árni var i tjaldi með ofurstanum. Hann hlakkaði til kvöldsins, þvi að alltaf hafði þessi gamli, veraldarvani vinur hans og frændi frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Þetta kvöld höfðu þeir nóg að spjalla um. Ofurstinn hafði allan hugann við óeirð- imar og uppþotin og Bender Abbas, og sagði Árna ýmislegt, sem leynt átti að fara um þau mál. Hann vissi það, að Árna var óhætt að treysta. Það, sem ofurstinn hafði mestar áhyggjur af, var það, að bak við þessi skipulagslausu uppþot, þóttist hann finna eitthvert sterkt afl — ef til vill Rússland. Þessa dagana höfðu margir upphlaupsmenn verið handteknir i Bender Abbas og þá kom það i ljós, að þeir voru vel birgir af rúss- neskum peningum. Flótti hjarðmannanna niður til borgarinnar var að likindum skipulagð- ur, ekki einungis vegna sólsviðinna beitilanda, heldur litill hlekkur i pólitiskri baráttu. Það mundi vera hin fomaog nýja þrá Rússa, að ná greiðri leið til sjávar, sem kæmi þarna fram á óliklegustu stöðum. Hann sagði, að vitanlega væri Árna það ekki kunnugt, að um alla Persiu væri i raun og veru dreift Kósakkaher- deildum frá Rússlandi. Svo væri látið heita, að keisarinn i Rússlandi lánaði konungi Persa (sheik) þessa menn til að mæla landið, leggja simalinur, reisa brýr og fleira. En að baki þessa góðvilja væru önnur sjónarmið. Það væri ætlun Rússa að gera Persiu sér háða, og geta ráðið mestu þar, án þess þó að hernema landið. Og ofurstinn áleit, að Rússar væru langt komnir að framkvæma þessa áætlun sina. Um alla Persíu rækist maður á Rússa I þjón- ustu „sheiksins”, en i raun og veru i þjónustu Rússakeisara. Aðal- áhugamál Rússa væri hér, sema annars stað- ar, að ná til hafsins. Það leit svo út, sem þeim væri sama hvar það væri, ef þeir aðeins næðu þessu langþráða marki sinu. Þar sem mótstað- an væri veikust, reyndu þeir að brjótast fram. Ofurstinn áleit, að Englendingar ættu þarna veikari aðstöðu en Rússarnir. England átti engin itök i Perslu. Það eina, sem England • treysti á, voru herskipin og nokkrar ensk-ind- verskar hersveitir, en ofurstinn efaðist um að Englendingar gætu hindrað áform Rúss- anna. Hann taldi málið svo alvarlegt, að sér bæri skylda til að tala við æðstu valdamenn Breta i Delhi. ,,Já, en hvað segja Persarnir sjálfir, frændi?” spurði Árni. ,,Er þeim alveg sama. þótt Rússarnir''hernemi landið?” „Persarnir eru áhrifalausir i þessum átökum, drengur minn”, svaraði ofurstinn. „Þeir eru nú friðsöm þjóð og fremur kraftlitil, sem fram að þessu hefur engan áhuga sýnt á því að vernda land sitt og þjóð fyrir utanaðkom- andi áhrifum. Annars eru þeir miklir föður- landsvinir i tali og þá láta þeir svo sem engir séu hraustari og hugprúðari en Persar. Þeir eru ákaflega stoltir af sögu persnesku' þjóðarinnar og telja sig kynborna afkomendur Xerxes og Dariusar. Þetta eru glæsilegir menn i útliti, kurteisir og háttprúðir i fram- göngu. Liklega eru þeir gáfaðir, en gáfur þeirra rista ekki djúpt. Pers- neskur skáldskapur er þvi hrifandi og form- fagur, og i listvinnu og garðrækt eru þeir fremstir af Austur- landabúum. Sá sem ekki hefur séð persneskan skrautgarð, veit ekki

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.