Fréttablaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 10
16. janúar 2006 MÁNUDAGUR
EIGUM ALLTAF
VW Passat 2,0 Variant
beinsk. árg. 03 ek. 63.000
verð 1.730.000 kr.
VVW Bora 1,6 Highline
beinsk. árg. 02 ek. 58.000
verð 1.390.000 kr.
VW Passat 2,0
beinsk. árg. 04 ek. 15.000
verð 2.470.000 kr.
VW Polo 1,4 Comfortline
beinsk. árg. 02 ek. 83.000
verð 920.000 kr.
Bílaþing Heklu er rétti staðurinn til að finna góðan notaðan Volkswagen
VW Golf 2,0 4motion
beinsk. árg. 02 ek. 51.000
verð 1.470.000 kr.
VW Golf 1,6 Variant Highline
beinsk. árg. 03 ek. 51.000
verð 1.440.000 kr.
VW Passat 2,0 Variant
beinsk. árg. 03 ek. 63.000
verð 1.793.000 kr.
VW Touran 1,6 Basicline
beinsk. árg. 04 ek. 30.000
verð 2.090.000 kr.
Klettháls Klettháls KletthálsKlettháls
KletthálsKlettháls Klettháls Klettháls
LONDON, AP Dómstoll í Lundúnum
réttar nú í máli róttæka múslima-
klerksins Abu Hamza al-Masri, en
hann er ákærður fyrir að egna til
mannhaturs, flytja áróður fyrir
því að myrða gyðinga og aðra sem
ekki aðhyllast íslam, og fyrir að
hafa undir höndum leiðarvísi um
hryðjuverk.
Á fimmtudag sýndu saksókn-
arar myndband í réttarsalnum af
einni af prédikunum al-Masris, en
til viðbótar hefur rétturinn undir
höndum myndbands- og hljóðupp-
tökur af átta sams konar ræðum.
„Ímyndaðu þér að þú sért bara
með einn lítinn hníf,“ sagði klerk-
urinn á spólunni, sem sögð er vera
frá 1997 eða 1998. „Þú verður að
stinga hann hingað og þangað þar
til honum blæðir til dauða, þar til
hann deyr.“
Leiðarvísirinn sem um ræðir
er tileinkaður Osama bin Laden.
Í honum er mælt með árásum á
stór og áberandi mannvirki svo
sem Big Ben, Frelsisstyttuna og
Eiffelturninn.
Klerkurinn, sem er egypskur
að uppruna, var æðsti klerkur
Finsbury-moskunnar frá því seint
á tíunda áratugnum fram til árs-
ins 2003, þegar bæjaryfirvöld bol-
uðu honum burt. Hann getur átt
von á lífstíðarfangelsi verði hann
fundinn sekur. - smk
ÚR RÉTTARSAL Blýantsteikning af múslimaklerkinum Abu Hamza al-Masri í réttarsal.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Róttækur múslimaklerkur fyrir breskum dómstól:
Ákærður fyrir hatursáróður
SAMEINING Stefanía Traustadótt-
ir, bæjarstjóri í Ólafsfirði, segir
fjárhagslegan ávinning af hugs-
anlegri sameiningu Ólafsfjarðar-
bæjar og Siglufjarðarkaupstaðar
strax í upphafi meiri en bæjaryf-
irvöld beggja byggðarlaga væntu.
„KPMG endurskoðun á Akureyri
hefur að undanförnu unnið að
úttekt á fjárhagslegum ávinn-
ingi sameiningar. Fyrstu drög að
þeirri úttekt liggja fyrir og það
kom okkur á óvart hversu miklum
samlegðaráhrifum væri hægt að
ná fram áður en Héðinsfjarðar-
göng verða tekin í gagnið í árslok
2009,“ segir Stefanía.
Íbúar byggðarlaganna kjósa um
sameininguna 28. janúar næst-
komandi og í næstu viku verða
haldnir kynningarfundir fyrir
íbúa beggja bæjarfélaga. Stefanía
vill að svo stöddu ekki upplýsa í
hverju fjárhagslegur ávinningur
sé fólginn, né hversu mikill hann
er, en segir það verða gert á kynn-
ingarfundunum. - kk
Kosning um sameiningu Siglufjarðarkaupstaðar og Ólafsfjarðarbæjar:
Meiri ávinningur en talið var
STEFANÍA TRAUSTADÓTTIR Bæjarstjórinn á
Ólafsfirði segir samlegðaráhrif sameiningar
Siglufjarðarkaupstaðar og Ólafsfjarðarbæjar
koma á óvart og segir að þau verði kynnt í
næstu viku.