Fréttablaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 6
6 16. janúar 2006 MÁNUDAGUR Innifali›: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum. www.icelandair.is/glasgow Glasgow Verð frá 20.900 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 30 92 7 0 1/ 20 06 Þetta flug gefur 3.000 Vildarpunkta KJÖRKASSINN Telurðu að fordómar gagnvart innflytjendum fari vaxandi hérlendis? Já 67% Nei 33% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefurðu farið á skíði í vetur? Segðu skoðun þína á visir.is BYGGÐAMÁL Flutningur opinberra starfa frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina hefur að mati margra þingmanna landsbyggð- arkjördæma verið alltof lítill en Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, vill sjá miklar breyting- ar í þá veru að starfsemi hins opin- bera verði í auknum mæli á lands- byggðinni. „Ég held að það sé ekkert sem mælir á móti því að opinber þjón- usta verði færð skipulega út á landsbyggðina í meira mæli en gert hefur verið á undanförnum árum. Stjórnvöld verða að vera opnari fyrir því að dreifa starfsemi ríkisins út um allt land. Það er ekki endilega lausnin að færa stofnanir á milli landshluta heldur verður að skoða hvort einstök verkefni er ekki hægt að vinna annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu.“ Fæðingarorlofssjóður var fyrir skemmstu fluttur frá Reykjavík til Hvammstanga og Skagastrandar en við það skapast sex til sjö sérfræði- og skrifstofustörf. Sveitastjórnar- menn á landsbyggðinni hafa fagnað þeirri ákvörðun stjórnvalda að færa stofnunina út á landsbyggðina. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það skyldu hins opinbera að reka stofnanir með sem hagkvæm- ustum hætti og því eigi stað- setning stofnana ekki að ráðast af byggðasjónar- miðum. „Ríkið á að setja niður sínar stofnanir þar sem hag- kvæmast er að reka þær og þar sem aðgengi almennings að þeim er best tryggt. Það getur hins vegar vel verið að ýmis verk- efni á vegum hins opinbera sé hægt að vinna annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. En grundar- vallaratriði í ríkisrekstri á alltaf að vera að sýna ráðdeild og sparn- að, alveg óháð því hvar stofnanir eru staðsettar.“ Örlygur Hnefill Jónsson, vara- þ i n g m a ð u r Samfylkingar- innar í norðaust- ur kjördæmi, hefur lengi beitt sér fyrir því að opinber störf séu færð í meira mæli út á landsbyggðina. „Ég tel það jafn- réttismál fyrir íbúa í landinu að opinber störf séu boði fyrir íbúa landsbyggðar- innar jafnt sem höfuðborgarbúa.“ magnush@frettabladid.is Vill færa opinbera þjónustu út á land Steingrímur J. Sigfússon segir nauðsynlegt að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur hagkvæmnisjónarmið eiga að ráða staðarvali stofnana. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON ÖRLYGUR HNEFILL JÓNSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON PAKISTAN, AP Islamskir trúar- hópar hrópuðu ókvæðisorð um Bandaríkjastjórn á sunnudag þegar um tíu þúsund manns söfn- uðust saman í Karachi, höfuðborg Pakistans. Efnt var til mótmælanna vegna meintrar loftárásar bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem að mati Pakistana varð saklausu fólki að bana í stað þess að hæfa háttsettan liðsmann al-Kaída hreyfingarinnar, Ayman al-Zaw- ahri, sem Bandaríkjamenn hafa leitað að. Sautján manns dóu í árásinni, sem var gerð í þorpinu Damadola, þar á meðal konur og börn. Á meðal þess sem hrópað var að Bandaríkjamönnum í mót- mælunum var „megi Bandarík- in deyja“ og „hættið að varpa sprengjum á saklaust fólk“. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefur varað landa sína við því að skjóta skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn. „Ef við höld- um áfram að fela erlenda hryðju- verkamenn hérna verður fram- tíð okkar ekki góð,“ sagði hann í pakistanska ríkissjónvarpinu. „Leggið orð mín vel á minnið.“ -fb Pakistanskir trúarhópar reiðir út í Bandaríkin: Um tíu þúsund mótmæltu MÓTMÆLI Fjöldi Pakistana mótmælti meintri loftárás Bandaríkjamanna á landið. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Sauðár- króki handtók tvo pilta undir tví- tugu í gærdag í orlofshúsi austan við Varmahlíð, en þeir höfðu stolið gaskút úr orlofshúsi þar í nágrenn- inu. Átta ungmenni voru í húsinu þegar lögreglumenn bar að garði til að grennslast fyrir um málið og mættu þeir harðri andspyrnu frá orlofsgestunum. Tvímenningarnir höfðu farið með kútinn á bensínstöðina í Varmahlíð og reynt að selja hann þar. Vökulli afgreiðslukonu þótti málið grunsamlegt og hafði sam- band við umsjónarmann í orlofs- byggðinni sem síðar komast á snoðir um að stolið hafði verið þaðan einum gaskút. Að því loknu fóru lögreglumennirnir tveir á svæðið. Þjófarnir neituðu ásökun- um fyrst um sinn en játuðu svo við yfirheyrslur og telst málið upp- lýst. Fullur gaskútur kostar um fimm þúsund krónur og undrar lögreglan sig á verki mannanna fyrir slíka smáupphæð. Lögreglumenn á Sauðárkróki hafa að undanförnu lýst yfir óánægju sinni með niðurskurð við embættið sem gerir það að verkum að ekki má kalla út aukamanns- kap ef forföll verða. Það þýðir að einn lögreglumaður getur þurft að standa vaktina á álagstímum. Segja þeir að einn lögreglumaður hefði engu fengið ágengt við þær aðstæður sem upp komu í gær. - jse Gestir í sumarbústað veittu lögreglunni á Sauðárkróki mikla mótspyrnu: Gaskútaþjófar gómaðir BENSÍNSTÖÐ Lögreglan hvetur afgreiðslu- fólk bensínstöðva til að vera á varðbergi því talsvert sé um það að menn reyni að koma stolnum gaskútum í verð. Myndin er af bensínstöð á Ísafirði. IÐNAÐUR Helgi Magnússon, fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Hörpu, hefur gefið kost á sér sem formaður Samtaka iðnaðarins. Helgi er fyrstur til að tilkynna um framboð og sá eini hingað til. Vilmundur Jósefsson, núverandi formaður, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. „Ég hef fengið mjög ákveðna hvatningu frá mörgum framá- mönnum í íslenskum iðnaði og var náttúrulega þarna sjálfur í stjórn í sex ár frá 1995 til 2001 og kynntist þá starfi samtakanna mjög vel,“ segir Helgi. Tilkynnt verður um kjörið á Iðnþingi 17. mars. - óká Samtök iðnaðarins: Fyrstur til að bjóða sig fram HELGI MAGNÚSSON Helgi var framkvæmd- astjóri Hörpu Sjafnar og situr í stjórnum fjögurra fyrirtækja sem aðild eiga að DÓMSMÁL Maður var dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa í ágúst árið 2004 haft tæp fimm grömm af kókaíni og 79 grömm af hassi á sér. Hann hafði nær allt kókaínið í hægri buxnavasa sínum en afgang- inn í sokknum á vinstri fæti. Um 75 grömm af hassi faldi hann í fata- skáp í svefnherbergi. Hann játaði skýlaust að vera eigandi efnanna. Maðurinn hefur áður verið dæmd- ur fyrir líkamsárás. - gag Héraðsdómur: Faldi kókaínið í sokknum FJÖLMIÐLAR Arna Schram, formað- ur Blaðamannafélags Íslands, segir það varhugaverða þróun þegar efnamenn láti sér detta í hug að þagga niður í fjölmiðlum í krafti fjármagns. „Ef það er rétt að auðmenn hafi reynt að kaupa DV til að leggja það niður og þagga niður í umfjöllun um sjálfa sig er það ekkert annað en aðför að frjálsri fjölmiðlun.“ Ásgeir Friðgeirsson, talsmað- ur Björgólfs Thors Björgólfsson- ar, greindi frá því í Fréttablaðinu á föstudaginn að Björgólfur Thor hefði í tvígang reynt að kaupa DV til að leggja það niður. - gag Vildu leggja DV niður: Gegn frjálsri fjölmiðlun ARNA SCHRAM Formaður Blaðamannafé- lags Íslands. BLÁFJÖLL Yfir fimm þúsund voru á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í gær. Grétar Hallur Þórisson, forstöðu- maður skíðasvæðisins, segir álag- ið hafa verið mikið og biðina oft langa í lyfturnar. „Þegar aðsókn- in er svona mikil eru allir þættir þjónustusvæðisins sprungnir,“ segir Grétar. „Samt er frábært að sjá hvað fólk er flest ánægt, enda velur það sér sjálft að koma í fjallið og fara í raðirnar.“ Nýja stólalyftan virkaði í vel í gær en hún stöðvaðist á laug- ardag þegar um fjögur þúsund manns voru í fjallinu. Grétar segir opið í fjallið alla daga meðan hægt er. - gag Fyrsta helgaropnunin: Fimm þúsund í Bláfjöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.