Fréttablaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 64
[UMFJÖLLUN] TÓNLIST Liðsmenn í Korn hafa verið mjög uppteknir af því síðustu misseri að breyta sjálfum sér í hálfgerð- ar teiknimyndafígúrur með alveg sérstaklega góðum árangri. Liðs- menn spila sig þannig sem ofur- hetjur rokksins, eru klæddir í spandex íþróttagalla, og sækir hver og einn liðsmaður krafta sína í eymd, dóp eða kerlingar. Helsti galli þeirra er að þeim hefur gengið of vel í þessari persónusköpun sinni. Því það er orðið gjörsamlega ómögulegt að taka þá alvarlega. Þegar Korn ruddist fram á sjónvarsviðið tengdu ringlað- ir unglingar um allan heim sig strax við þá, enda ekki furða. Sándið var splúnkunýtt. Frábær sambræðingur metals og hip- hops, með beittum, frumlegum og fáránlega grípandi gítarlín- um. Það fór heldur ekki á milli mála að þjáning Jonathans Davis var ekta. Uppbyggðri eymdinni og reiðinni var stökkbreytt í eitt- hvað jákvætt og kraftmikið sem gaf ungum og öldnum uppreisn- aröndum kraft og von til þess að vaða á móti straumnum. Allt þetta er löngu horfið. Ný plata Korn er sú fyrsta sem þeir félagar gera eftir að Brian Head Welch sá ljósið og yfirgaf sveitina til þess að breiða út fagnaðarerindið. Kannski var það ekki bara ruglið sem fékk hann til að yfirgefa vini sína? Kannski gafst hann bara líka upp á því að sveitin er endalaust að hjakka í sama farinu? Ef síðasta plata var tilraun sveitarinnar til þess að ná aftur sambandi við rætur sínar er þessi tilraun til þess að skera þær endanlega frá. Það er ekk- ert ferskt, andlegt eða beitt við þetta sánd. Þessi plata hljómar bara eins og hún hafi verið gerð í vinnunni. Þeir kunna svo sem ennþá að hrista fram grípandi línur inn á milli, en maður fær það á tilfinninguna að þeir hafi notað þær allar áður. Korn virkar á mig í dag eins og gömul belja sem löngu er búið að kreista síðasta mjólkurdrop- ann úr. Samt hamast mjaltavél- arnar áfram, og það sem kemur út er útþynnt og að auki blandað miklum sykri og rotvarnarefn- um. Birgir Örn Steinarsson Bragðlítið popp-Korn KORN: SEE YOU ON THE OTHER SIDE NIÐURSTAÐA: Nýjasta afurð Korn er útþynnt og andlaus. Sveitin hefur aldrei hljómað eins óspennandi og akkúrat núna. ��� - D.Ö.J. kvikmyndir.com ���� - Ó.Ö.H. DV SJÚKUSTU FANTASÍUR ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA! Stranglega bönnuð innan 16 ára Eins og það sé ekki nóg að ala upp 12 börn Prófaðu að fara með þau öll í fríið! Sprenghlægilegt framhald. Steve Martin fer enn og aftur á kostum VALIN BESTA MYND ÁRSINS af bandarískum gagnrýnendum (Critics’ Choice) EPÍSKT MEISTARAVERK FRÁ ANG LEE HLAUT GULLNA LJÓNIÐ SEM BESTA MYND ÁRSINS 2005 Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI Í FENEYJUM TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA M.A. SEM BESTA MYND, BESTI LEIKARI OG BESTI LEIKSTJÓRI 7 ���� „...mikið og skemmtilegt sjónarspil...“ - HJ MBL ���� - Toronto Sun ���� HJ MBL ���� Dóri DNA - DV ���1⁄2 K&F XFM ��� VJV / Topp5.is BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5 og 10 B.I. 12 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 4, 6 og 8 HOSTEL kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA HOSTEL Í LÚXUS kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 BROTHERS GRIMM kl. 8 og 10.30 B.I. 12 ÁRA LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA THE FAMILY STONE kl. 4 DRAUMALANDIÐ kl. 4 JUST FRIENDS kl. 10 B.I. 12 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 6 og 8 HOSTEL kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6, B.I. 14 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5,20, 8 og 10.40 B.I. 12 ÁRA HOSTEL kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA BROTHERS GRIMM kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 ÁRA LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 Mögnuð stríðsmynd með Jake Gyllenhaal og óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Cooper HHH Topp5.is Fyrrum strandvarðartöffarinn David Hasselhoff er skilinn við eiginkonu sína, Pamelu Bach. Hasselhoff og Bach, sem höfðu verið gift í sextán ár, eiga tvær dætur saman sem eru á ungl- ingsaldri. Ástæðan fyrir skilnaðinum mun vera óleysanlegur ágrein- ingur og var það leikarinn sem sótti um skilnaðinn. Hasselhoff fór með hlutverk strandvarðarins Mitch Buchann- on í þáttunum Baywatch á árun- um 1989 til 2000. Einnig lék hann í sjónvarpsþættinum Knight Rider við miklar vinsældir. Hasselhoff skilinn við Pamelu DAVID HASSELHOFF Þýska strandvarðarhetjan hefur skilið við eiginkonu sína til sextán ára. FRÉTTIR AF FÓLKI Rapparinn Eminem kvæntist fyrrverandi eiginkonu sinni Kimberly á nýjan leik á laugardag, fimm árum eftir að þau skildu með látum. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir athöfnina voru 50 Cent, G-Unit, D12 og DJ Lord Sear. Eminem gagnrýndi Kim harðlega í textum sínum eftir að þau skildu en þau náðu sáttum á síðasta ári. Jay Kay, forsprakki hljómsveitarinnar Jam-iroquai, og tveir vinir hans eru sakaðir um að hafa ráðist á ljósmyndara fyrir utan næturklúbb í London um helgina. Atvikið átti sér stað eftir að Jay Kay sakaði ljósmynd- arann um að hafa eyðilagt samband sitt og Denise Van Outen. Sami ljósmyndari tók myndir af Jay yfirgefa næturklúbb með annarri konu fyrir fimm árum og skildu þau Outen eftir það. Næsta þáttaröð af The Sopranos verður sú síðasta í röðinni. Þetta hefur höfundur syrpunnar, David Chase, staðfest. Teknir verða upp 12 þættir í sjöttu þáttaröðinni auk þess sem átta bónusþættir munu fylgja á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.