Fréttablaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 12
16. janúar 2006 MÁNUDAGUR12
fréttir og fróðleikur
Verið er að mæla
stærð loðnugöngu
norður og norð-
austur af Langa-
nesi. Útvegsmenn
bíða í ofvæni
niðurstaðna loðnu-
leitar Hafrann-
sóknastofnunar.
Hafa menn
áhyggjur af því
að stofninn hafi
hrunið? Já, menn
hafa áhyggjur af því að árgangurinn
frá 2003 gæti verið mjög lítill. Staðan
er hins vegar sú að í ljósi breytinga á
umhverfi getum við ekkert sagt með
vissu um hvort að svo sé.
Hversu algengt er að loðnuganga
misfarist? Í fiskistofni eins og loðnu
þar sem veiðar byggja alfarið á einum
árgangi ræðst þetta af nýliðun í
stofninum. Frá því við hófum veiðar
árið 1978 hefur það gerst tvisvar að
árgangar hafi verið verulega lélegir,
fyrst um 1980 og svo aftur 1990.
Hvað verður til að slíkt gerist?
Maður sér þetta í öllum tegundum,
hvort sem það er ýsa, þorskur, eða
eitthvað annað. Nýliðun er misjöfn,
en í þeim gögnum sem við erum að
safna finnum við ekki orsakavaldinn
sem getur verið misjafn. Vorblómi
í hafinu hefur áhrif á þetta. Þegar
hrognin klekjast út skiptir máli að þau
fái nóg æti.
SPURT OG SVARAÐ
LOÐNUVEIÐAR
Er hætta á
hruni?
ÞORSTEINN
SIGURÐSSON
SVIÐSSTJÓRI
Hugsanlegt er að umhverf-
isáhrif hlýnunar sjávar á
norðurslóðum hafi breytt
loðnugöngum og óvissa er
um veiðar á Íslandsmið-
um. Uppi eru kenningar
um að loðnan sé að færa
sig í kaldari sjó. Þá telja
sérfræðingar mögulegt að
hrygning árið 2004 hafi
misfarist. Dæmi eru um
að einstakir árgangar hafi
brugðist á árum áður.
Útflutningsverðmæti loðnu fyrstu
ellefu mánuði nýliðins árs nam,
samkvæmt upplýsingum frá Land-
sambandi íslenskra útvegsmanna,
tæplega 9,3 milljörðum króna, eða
um 9,1 prósenti af heildarútflutn-
ingi. Þetta er nokkru undir með-
altali síðustu tíu ára sem er
tæplega 13,4 milljarðar króna á
ári. Aflinn hefur sveiflast nokkuð
milli ára, en síðustu þrjú ár hefur
hann verið undir meðaltalinu.
Það segir sig sjálft að tekjur
þessar skipta sjávarútveginn og
þjóðarbúið allt miklu máli, en
undanfarið hefur verið nokkur
titringur meðal útvegsmanna
vegna óvissu um afkomu og göng-
ur loðnunnar. Haustið 2004 tókst
Hafrannsóknastofnun ekki að
mæla ókynþroska hluta stofnsins
og vegna íss í Grænlandssundi
reyndist ekki unnt að mæla að
nýju. Af þeim sökum var ekki
hægt að spá fyrir um stærð veiði-
stofnsins fyrir vertíðina 2005 til
2006. Hafrannsóknastofnun lagði
því til að loðnuveiðar yrðu ekki
heimilaðar fyrr en tekist hefði að
mæla stofninn og sú niðurstaða
gæfi til kynna að óhætt væri að
leyfa umtalsverðar veiðar, um leið
og skilin yrðu eftir um 400 þúsund
tonn til hrygningar í lok vertíðar.
Rannsóknaskip Hafrannsókn-
astofnunar hefur núna um helgina
haldið sig á loðnuslóð norður og
norðaustur af Langanesi og skýr-
ist væntanlega í dag eða á morgun
hvort loðnan er þarna í veiðanlegu
magni. Menn hafa þó verið hóflega
bjartsýnir á að svo muni verða. Í
janúarbyrjun í fyrra kom loðnan
upp á svipuðum slóðum og veiðar
gengu vel framan af. Spurnir af
svæðinu þar sem nokkur frysti-
skip hafa nú verið við veiðar í
nokkra daga benda hins vegar til
að heldur minna sé af loðnunni
en í fyrra. Útvegsmenn eru hins
vegar ólmir í að komast sem fyrst
af stað í veiðarnar, minnugir þess
að vetrarvertíðinni 2005 lauk
óvenjusnemma, eða um miðjan
mars.
Hagfræðingar sem rætt
hefur verið við telja erfitt að spá
nákvæmlega fyrir um áhrif loðnu-
brests nú, þó svo að vitanlega yrðu
þau nokkur vegna tekjumissis sjó-
manna og fiskverkafólks. Vænt-
anlega kæmu þau áhrif sterkast
fram á Austfjörðum, hins vegar
er bent á að fyrirtæki sem stunda
veiðar á uppsjávarfiski standi
einna best sjávarútvegsfyrir-
tækja og ekki talið útilokað að
kolmunnaveiðar nái að draga úr
áhrifum af loðnubresti.
Fjöldi óvissuþátta varðandi
loðnuveiðar hlýtur að plaga þá
sem að miklu leyti byggja afkomu
sína á þeim. Frá árinu 1978 hefur
tvisvar komið fyrir að veiðar
brugðust, í kring um 1980 og
aftur 1990, og í raun ekki vitað
hvað olli því að árgangurinn
sem þá átti að bera uppi veiðarn-
ar brást. Þá eru uppi kenningar
hjá Hafrannsóknastofnun um
að loðnan kunni að vera að færa
sig til vegna hlýnunar sjávar, en
allt eru þetta getgátur. Í skýrslu
stofnunarinnar um ástand nytja-
stofna árið 2004 var talið líklegt
að þá hefði stór hluti loðnunnar
hrygnt á „óhefðbundnum slóðum“
og telur stofnunin ekki ólíklegt,
miðað við hversu lítið fannst af loðnu við Suðurland í febrúar og
mars í fyrra, að það hefði gerst
aftur. „Ef svo hefur verið, kann að
vera að seiði frá slíkri hrygningu,
sem hlýtur að hafa átt sér stað
mjög austarlega, hrekist austur í
haf og tapist þar með úr stofnin-
um,“ segir í skýrslu stofnunarinn-
ar um aflahorfur nú. En sem fyrr
þá eru þetta kenningar og ekkert
sem hönd á festir. Því er tæpast að
undra að sjávarútvegurinn kalli
eftir auknum rannsóknum á loðn-
unni, göngum, hrygningu, fæðu-
öflun og fleiri þáttum.
Uppi hafa verið hugmyndir um
að nýta stærðfræðiútreikninga til
að segja til um göngur fiskistofna
með nákvæmari hætti. Í nokkur ár
hefur verið í gangi verkefni undir
stjórn Kjartans G. Magnússonar
stærðfræðings þar sem unnið er
að gerð reiknilíkans sem nota á til
að segja fyrir um loðnugöngur. Á
kynningarfundi hjá Hafrannsókn-
astofnun fyrir rúmu ári árétt-
aði hann þó að aldrei yrði hægt
að segja nákvæmlega fyrir um
göngurnar. „En við erum að reyna
að nálgast þetta þannig að hjálpað
geti fiskifræðingum að sjá hlutina
nákvæmar fyrir, til dæmis hvern-
ig þættir á borð við hitastig og
hafstrauma geta haft áhrif á ferðir
loðnunnar,“ sagði hann.
LÖNDUN ÚR ÁRNA FRIÐRIKSSYNI RANNSÓKNASKIPI HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Árni
Friðriksson RE 200, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, hefur síðan um helgina verið
á loðnumiðum norður og norðaustur af Langanesi, en þar hafa nokkur frystiskip orðið vör
við loðnu. Hingað til hafa menn þó verið hóflega bjartsýnir á að þarna sé loðna í veiðan-
legu magni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Gríðarlegt tap ef loðnan bregst
LOÐNA Loðnan er kaldsjávarfiskur sem lifir í Norður-Atlantshafi og í Barentshafi, við Ísland,
Grænland og Kanada. Langmikilvægasta fæða loðnu eru krabbaflær, einkum rauðáta og
póláta en einnig aðrar smærri krabbaflær.
LOÐNULEIT 3. TIL 6. JANÚAR Svörtu línurnar sýna umfang loðnuleitarinnar í janúarbyrjun,
út af Vestfjörðum og norður fyrir land til Austfjarðamiða. MYND/HAFRANNSÓKNASTOFNUN
FRÉTTASKÝRING
ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON
olikr@frettabladid.is
ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI
LOÐNUAFURÐA
Ár Afli Milljónir króna Hlutfall
þúsundir á verðlagi af heildar
tonna hvers árs útflutningi
1996 1.179,0 15.676,7 16,45%
1997 1.349,2 16.006,5 16,59%
1998 748,5 16.092,6 15,8%
1999 699,7 9.646,4 9,7%
2000 884,9 10.765,9 11,2%
2001 918,4 15.403,5 12,5%
2002 1.078,8 20.467,4 15,8%
2003 675,6 11.794,5 10,4%
2004 525,0 9.366,0 7,7%
2005* 603,0 9.295,5 9,1%
* fyrstu 11 mánuði ársins.
Heimild: Landssamband íslenskra útvegsmanna
Ný raforkulög tóku gildi um síð-
ustu áramót fyrir heimilin í landinu
en ári áður höfðu þau tekið gildi
fyrir fyrirtæki. Mörg iðnfyrirtæki á
höfuðborgarsvæðinu hafa kvartað
undan því að síðan þá hafi raforku-
kostnaður fyrir þau hækkað mikið
en þó hafa þau lækkað fyrir önnur
fyrirtæki sérstaklega á landsbyggðinni.
Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra
og Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra
Orkuveitu Reykjavíkur, greinir á um
hvort hækkanirnar séu tilkomnar
vegna laganna eða vegna breytinga
á gjaldskrá sem orkufyrirtækin gerðu
þegar lögin tóku gildi.
Hverju breyttu raforkulögin?
Áður gátu raforkukaupendur einungis
keypt af því raforkufyrirtæki sem átti
dreifikerfi þar sem kaupandinn var
staðsettur. Eftir breytingarnar getur
kaupandinn hins vegar keypt af hvaða
orkufyrirtæki sem er hér á landi.
Einnig var skilið á milli framleiðslu,
flutnings og dreifingu við raforkusölu.
Fyrirtækið Landsnet sem er í eigu
Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús
Vestfjarða var stofnað til að annast
flutning.
Hvert er markmið laganna?
Markmið laganna var að koma á for-
sendum fyrir samkeppni í vinnslu og
sölu á raforku, að stuðla að þjóðhags-
lega hagkvæmu og öruggu raforku-
kerfi og að stuðla að endurnýtingu
orkulinda. Tilskipun frá Evrópusam-
bandinu knúði einnig á um að komið
yrði á frelsi á raforkumarkaði.
FBL. GREINING: NÝJU RAFORKULÖGIN
Eiga að stuðla að samkeppni
> Fjöldi landsmanna í trúfélögum
Heimild:
Hagstofa Íslands
Svona erum við
Svona erum við
Þjóðkirkjan 84%
Fríkirkjan í Reykjavík 2%
Kaþólska kirkjan 2%
Hvítasunnusöfnuðurinn 1%
Krossinn 0,2%
Ásatrúarsöfnuðurinn 0,3%
Aðrir 10,5%