Fréttablaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 8
 16. janúar 2006 MÁNUDAGUR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 09 76 1 /2 00 6 www.urvalutsyn.is Ferðir í eina og tvær vikur í janúar og febrúar á hreint ótrúlegu verði. 39.900* kr. Verð óháð fjölda, þó lágmark 2 í íbúð. *Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Skelltu þér í sólina á frábæru verði! Brottfarir Gistingar í boði 25. jan. og 1. feb. Montemar og Las Camelias. Fleiri gistingar í boði. Hafið samband við skrifstofu. Fáðu ferðatilhögun, nánari upplýsingar um gisti- staðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu! Úrval-Útsýn, Lágmúla 4, sími 585 4000 Verð frá: S U N N U D A G U R 5 D A G A V E Ð U R S P Á F Y R I R G R A N C A N A R I A 18ºC 17ºC Heiðskírt M Á N U D A G U R 18ºC 17ºC Heiðskírt Þ R I Ð J U D A G U R 18ºC 17ºC Heiðskírt M I Ð V I K U D A G U R 19ºC 18ºC Heiðskírt F I M M T U D A G U R 19ºC 17ºC Heiðskírt ÁSTRALÍA Sex ríki, sem til samans skila helmingi allra gróðurhúsa- lofttegunda sem losað er í heim- inum út í andrúmsloftið, hafa bundið það fastmælum sín í milli að fylgja áætlun sem ráðamenn ríkjanna segja að muni draga úr útblæstrinum um 30 prósent fram til ársins 2050. Talsmenn náttúru- verndarsamtaka halda því aftur á móti fram að þetta samkomulag sé innantóm loforð sem einvörð- ungu komi stórfyrirtækjum til góða. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu hafa heitið samtals 127 milljónum bandaríkjadala, andvirði um átta milljarða króna, til stuðnings áætluninni „Asíu- Kyrrahafs-samstarf um hreina þróun og loftslag“ (Asia Pacific Partnership on Clean Develop- ment and Climate). Auk Banda- ríkjanna og Ástralíu eiga aðild að henni tvö fjölmennustu ríki heims, Kína og Indland, auk Suður-Kóreu og Japans. Til styttingar kallast hópurinn AP6. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að hvetja til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda með því að ýta undir þróun endurnýj- anlegra orkugjafa og umhverf- isvænni leiðir til að nýta kol sem eldsneyti. Í henni er hins vegar ekki kveðið á um nein tiltekin markmið um minni losun þessara efna. Því er spáð að Kína og Indland, þar sem efnahagsþróun er hröð um þessar mundir, muni marg- falda orkunotkun á næstu árum og áratugum. Orkumálaráðherra Bandaríkj- anna, Samuel Bodman, segir að ríkjahópurinn hyggist grípa til aðgerða gegn hlýnun loftslags á jörðinni án þess að hamla hagþró- un. Ástralski utanríkisráðherr- ann Alexander Downer fullyrðir að orkusparnaðaraðgerðir og fjárfestingar í umhverfisvænni tæknilausnum kunni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í löndunum sex um 30 prósent fram til miðrar aldarinnar. Hefur ráð- herrann niðurstöður rannsókna- skýrslu Landbúnaðar- og auð- lindahagfræðistofnunar Ástralíu (ABARE) fyrir sér í þessu, en skýrslan var birt fyrir helgina. Talsmenn náttúruverndarsam- taka andmæla þessum fullyrðing- um. Greg Bourne, forseti Ástral- íudeildar Heimsnáttúrusjóðsins, WWF, segir nær að ætla að áætlun AP6-hópsins muni leiða til þess að losun gróðurhúsalofttegunda frá löndunum sex muni vaxa um 100 prósent á umræddu tímabili. Að hans mati ber áætlunin vott um algert ábyrgðarleysi þeirra sem að henni standa gagnvart hinum hnattræna vanda sem hlýnun loftslags af mannavöldum er. audunn@frettabladid.is Sameinast gegn útblæstri Lönd sem losa helming allra gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafa sameinast um áætlun til að draga úr losuninni. Innantómt plagg segja umhverfissinnar. ÁÆTLUN KYNNT John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, kynnir áætlun AP6-ríkjahópsins í Sydney fyrir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UPPLÝSINGATÆKNI Tæknifyrirtæk- ið Hive vill meina að fyrirhuguð einhliða hækkun Símans á samtengi- gjöldum brjóti í bága við fjarskipta- lög. Síminn hefur mótmælt ákvörð- un Póst- og fjarskiptastofnunar um að hafna hækkun. „Samtengigjöld sem Síminn hugðist hækka auka kostnað ann- arra fjarskiptafyrirtækja við að senda símaumferð sín á milli,“ segir Hive og telur að Síminn vilji gera öðrum erfiðara að hefja símaþjónustu. „Hive telur mjög brýnt að Póst- og fjarskiptastofnun standi vörð um hagsmuni almenn- ings og frjálsa samkeppni,“ segir Arnþór Halldórsson, hjá Hive. - óká Hive telur hækkun Símans brjóta í bága við lög: Gagnrýna Símann ARNÞÓR HALLDÓRSSON Framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Hive.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.