Fréttablaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 66
30 16. janúar 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is SKRÁÐU HÓPLEIK OG KEPPTU VIÐ FÉLAGANA STILLTU UPP ÞÍNU EIGIN DRAUMALIÐI Á VISIR.IS VERTU MEÐ OG SKRÁÐU ÞIG STRAX! KYNNA: & Á VISIR.ISENSKI BOLTINN 2005-2006 SEINNA MÓTIÐ ER HAFIÐ! STIGIN ÚR 14 BESTU UMFERÐUNUM GILDA. STILLTU UPP ÞÍNU DRAUMALIÐI, ALDREI OF SEINT Reykjavíkurmótið í fótbolta fer af stað um næstu helgi þegar KR og Leiknir mætast. Í fyrra voru það FH-ingar sem sigruðu Valsmenn í úrslitaleiknum en þeim var þá boðið að taka þátt sem handhöfum Íslandsmeistaratitilsins, athygli vekur að þeir eru þó ekki meðal þátttökuliða í ár. „Við reiknuðum fast- lega með því að vera boðið að taka þátt í ár líkt og í fyrra. Mín skoðun er sú að það sé mjög sniðugt að bjóða Íslands- meisturunum hverju sinni, en ég skil ekki af hverju það er ekki gert núna,“ sagði Pétur Stephensen, framkvæmda- stjóri hjá FH. Þó að FH hafi unnið úrslitaleikinn í fyrra voru Valsmenn krýndir Reykjavík- urmeistarar þar sem boðslið getur ekki unnið mótið. Heyrst hefur að rætt hafi verið um það að ef FH yrði boðið að taka þátt í mótinu í ár ættu reglurnar að vera þannig að liðið gæti ekki komist upp úr riðlinum. Pétur kannaðist ekki við þetta þegar það var borið undir hann. „Við viljum náttúrulega ekki taka þátt í móti sem við getum ekki unnið. Það er hálf kjánalegt.“ sagði Pétur, en hann segir FH-inga ekkert vera neitt svekkta yfir því að vera ekki boðið í mótið að þessu sinni. „Við þurftum að stytta mótið og því er ekkert boðslið að þessu sinni. Þjálfararnir neituðu að byrja mótið fyrr og það þarf að klárast fyrir deildabikarinn. Þess vegna þarf að hafa þetta svona,“ sagði Steinn Halldórsson, formaður Knattspyrnuráðs Reykjavík- ur, þegar málið var borið undir hann. Mótið í ár byrjar á svipuðum tíma og í fyrra en því er skipt upp í tvo riðla. Í öðrum riðlinum eru fimm lið en aðeins fjögur í hinum þannig að öll liðin fá ekki sama leikjafjölda. Að þessu sinni verða ekki undanúrslit á mótinu heldur mætast efstu lið riðlanna beint í úrslitaleik sem settur er á 2. mars. Þess má geta að úrslita- leikurinn í fyrra var 17. febrúar svo mótið í ár er leikið á lengra tímabili en i fyrra þó að þátttökuliðin séu færri. DEILDARBIKARINN FER AF STAÐ NÆSTA LAUGARDAG: MEISTARARNIR FÁ EKKI AÐ VERJA TITILINN Íslandsmeisturunum ekki boðið í ár HANDBOLTI Það var fullt hús og frábær stemning í íþróttahúsinu í Kristiansund þegar leikurinn fór fram. Heimamenn byrjuðu leikinn mikið mun betur en íslenska liðið vann sig smám saman inn í leikinn og komst yfir í fyrsta skipti þegar 22 mínútur voru liðnar af leiknum, 12-13. Ísland náði síðan þriggja marka forystu í kjölfarið, 12-15, en Norðmenn komu til baka og liðin voru jöfn, 19-19, þegar flaut- að var til leikhlés. Níu íslensk mörk komu úr hraðaupphlaupum. Síðari hálfleikur var spennu- þrunginn og aldrei munaði meira en tveim mörkum á liðunum. Íslenska liðið var þó skrefi á undan síðari hluta hálfleiksins en inngrip danskra dómara, sem drógu taum heimamanna, varð til þess að Norðmenn héngu inn í leiknum. Í stöðunni 30-31 ráku dómar- arnir Sigfús Sigurðsson af velli og einum fleiri jöfnuðu heimamenn leikinn. Einum færri með 30 sek- úndur eftir örkuðu Íslendingar í sókn. Arnór Atlason kórónaði frá- bæran leik sinn með góðu marki þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum, 31-32. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn til hins ýtrasta og jöfnuðu með góðu marki og þar við sat. Frammistaða íslenska liðsins engu að síður frábær og sigur í mótinu staðreynd þar sem Ísland vann Katar með meiri mun en Noregur. Ísland spilaði 5-1 vörn með Guðjón Val fremstan nánast allan leikinn með ágætum árangri og fyrir aftan vörnina var Birkir Ívar mjög stöðugur og varði vel allan leikinn. Guðjón Valur átti stórleik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann skoraði átta mörk. Átta af tíu mörkum hans í leiknum komu úr hraðaupphlaupi. Senuþjófur dags- ins var þó Arnór Atlason. Hann skoraði fimm frábær mörk, átti góðar línusendingar og lék mjög skynsamlega í sókninni. Snorri Steinn spilaði einnig mjög vel þótt hann væri nán- ast klipptur út úr leiknum en allt annað flot var á sóknarleik íslenska liðsins með hann við stjórnvölinn en Ólafur Stefáns- son fann sig hvorki á miðjunni né í skyttunni. Slíkt hið sama má segja um Einar Hólmgeirsson og munar um minna. Þetta var sextándi landsleikur- inn í röð undir stjórn Viggós Sig- urðssonar sem tapast ekki. Slíkum árangri hefur enginn íslenskur landsliðsþjálfari náð áður. „Ég er mjög kátur með að hafa náð þessu meti,“ sagði Viggó eftir leikinn en hann var sammála blaðamanni í því að dómararnir hefði dregið taum heimamanna. „Þeir rændu okkur þrem til fjór- um vítum í restina og brottrekstr- arnir voru bara öðru megin. Þetta var mjög góður leikur hjá okkur og gott að brotna ekki við mótlæt- ið í byrjun. Ég er sáttru við þessa leiki hér úti og við erum á góðri leið.” henry@frettabladid.is Ísland sigraði Umbro Cup Íslenska handboltalandsliðið tryggði sér sigur í Umbro Cup eftir jafntefli gegn Noregi, 32-32, í frábærum leik. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sló glæsilegt met í leiðinni því liðið hefur nú leikið 16 leiki í röð án taps undir hans stjórn. ENN EINN STÓRLEIKURINN Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum gegn Norðmönnum í Kristiansund í gær og skoraði tíu mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vináttulandsleikur: NOREGUR-ÍSLAND 32-32 (19-19) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 10 (14), Arnór Atlason 5 (7), Sigfús Sigurðsson 4 (4), Alexander Peterson 4 (6), Snorri Steinn Guðjóns- son 3 (5), Róbert Gunnarsson 2 (3), Einar Hólm- geirsson 2 (5), Ólafur Stefánsson 2/1 (6/2). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 20. ÚRSLIT GÆRDAGSINS NFL Undanúrslitaleikirnir í þjóðar- og Ameríkudeild NFL-deildarinn- ar fóru fram um helgina. Á laugar- dag tryggðu Seattle og Denver sér sæti í úrslitaleikjunum og í nótt fóru fram síðari tveir leikirnir. Seattle lagði Washington sann- færandi, 20-10, í fyrri leik laugar- dagsins en úrslitin í síðari leikn- um komu á óvart þar sem Denver lagði meistara síðustu tveggja ára, New England, 27-13. Seattle mætir annað hvort Chicago eða Carolina um næstu helgi en Denver fær annað hvort Indianapolis eða Pittsburgh. - hbg Óvænt úrslit í ameríska fótboltanum: Meistararnir úr leik > Þórarinn á leið heim Sóknarmaðurinn Þórarinn Kristjánsson er loksins búinn að finna sér félag fyrir næsta sumar en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun hann skrifa undir samning við uppeld- isfélag sitt Keflavík í dag. Þórarinn hefur verið án félags frá því hann yfirgaf Þrótt og samningaviðræður hans við Keflavík hafa tekið óheyrilega langan tíma enda var Þórarinn ekki viljugur til að slaka á launakröfum lengi framan af en hann ku hafa verið með mjög góðan samning hjá Þrótti. Þrír í úrvalsliðinu Alexander Peterson, Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson voru valdir í úrvalslið Umbro-mótsins. Norðmenn áttu fjóra menn í liðinu - Kristian Kjell- ing, Frank Löke, Borge Lund og Steinar Ege. „OFURFORSTJÓRARNIR“ MAKA KRÓKINN Á HLUTABRÉFUM 5 millur á dag í 4 mánuði ÞÓRÐUR MÁR HEFUR GRÆTT 650 MILLJÓNIR Á STRAUMI-BURÐARÁS DV2x15-lesið 15.1.2006 21:05 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.