Fréttablaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 70
16. janúar 2006 MÁNUDAGUR34
Glöggir vegfarendur á Laugaveg-
inum og skemmtanafíklar í 101
hafa tekið eftir því að skemmti-
staðurinn 22 hefur verið lokaður
í dágóðan tíma. Þessi fornfrægi
staður hefur verið mikið aðdrátt-
arafl í skemmtanasögu borgarinn-
ar síðust þrjátíu árin en nú hafa
nýir eigendur ákveðið að gera
gagngerar breytingar á honum.
Nýr eigandi 22 er ekki ókunn-
ur íslensku djammlífi en það er
Gunnar Már Þráinsson. Hann var
um tíma rekstrarstjóri Vegamóta
og gerði þann stað að því sem
hann er í dag. En svo söðlaði hann
um og opnaði skemmtistaðinn Óli-
ver síðastliðið sumar en hann er
til húsa þar sem Kaffi List var á
Laugaveginum. Um leið og Óliver
opnaði varð hann einn af vinsæl-
ustu skemmtistöðum borgarinnar.
Gunnar hefur þó ekki bara starf-
að á Íslandi því um tíma rak hann
veitingahús á hóteli hjá vini sínum
í Suður-Afríku. „Ég var með stað
í Höfðaborg ásamt kærustunni
minni,“ útskýrir Gunnar, sem er
greinilega öllu vanur og ætti því
að geta komið með enn eina til-
breytnina í skemmtanalíf Reykja-
víkur. 22 var lengi vel skemmti-
staður fyrir samkynhneigða en
hefur að undanförnu verið diskó-
tek fyrir alla.
Fólk hefur tekið eftir því að
verið er að rífa allt út og segir
Gunnar að nú eigi að laga gamla
sál. „Við ætlum að fæla burtu
vonda anda úr húsinu,“ segir hann
léttur og bætir því við að yfir-
leitt hafi enginn búist við neinu
þegar breytingar hafa átt sér stað
í rekstri staðarins. Því eigi nú að
breyta. „Matur og tónlist verða í
fyrirrúmi hjá okkur,“ segir Gunn-
ar en 22 mun hafa fullbúið eld-
hús enda vill Gunnar bjóða upp
á góðan mat sem ekki á að vera
dýr. „Þetta verður veitingastaður
og kaffihús á daginn en á kvöldin
mun skemmtanalífið taka öll völd,“
bætir hann við en hin þjóðfræga
þriðja hæð mun þó ekki vera opin
fyrst um sinn. „Það verður bara að
koma í ljós síðar meir hvað verður
þar,“ segir Gunnar leyndardóms-
fullur. Hann áréttar ennfremur að
staðurinn ætli sér ekki að höfða til
eins ákveðins þjóðfélagshóps eins
og svo oft vill verða þegar nýir
staðir eru opnaðir. „Hann verð-
ur fyrir alla og engar kröfur um
klæðaburð verða gerðar.“
Rekstrarstjórinn segir að
mikið verði lagt upp úr kokteilum
og drykkjum og ábyrgist að eng-
inn fái nokkuð vont að drekka.
„Við ætlum að hafa þá flotta og
bragðmikla,“ útskýrir hann en
ætlunin er að tóna staðinn aðeins
niður og hafa hann í ætt við
klúbba stórborga Evrópu. „Það
á að vera huggulegri stemning
en hingað til hefur verið,“ segir
hann og reiknar með að opna í
byrjun febrúar.
freyrgigja@frettabladid.is
SKEMMTISTAÐURINN 22: FÆR LANGÞRÁÐA YFIRHALNINGU
Ekki stílað inn á ákveðinn hóp
Söngkonan og dagskrárgerðar-
konan Guðrún Gunnarsdóttir
byrjar með nýjan sjónvarpsþátt
á Skjá einum í næsta mánuði sem
ber heitið Fyrstu skrefin.
„Þátturinn fjallar um börn upp
að 4-5 ára aldri og foreldra þeirra.
Við komum inn á meðgöngu, fæð-
ingu og fyrstu skrefin, fyrstu
mánuðina og árin,“ segir Guð-
rún, sem sjálf á þrjár dætur, eina
stjúpdóttur og tvö barnabörn.
„Þetta er ekki beint vandamála-
þáttur heldur er verið að miða við
hvað er eðlilegt og gengur og ger-
ist hjá flestum foreldrum. Hann
fjallar eiginlega um reynsluheim
íslenskra foreldra í dag.“
Alls verður um tólf þætti að
ræða og verður eins og áður segir
fjallað um allt sem viðkemur því
að vera foreldri ungra barna.
Svefnröskun, næring og brjósta-
gjöf munu einnig koma þar við
sögu.
Framleiðandi þáttarins og
hugmyndasmiður er Hlynur Sig-
urðsson, sem hefur getið sér gott
orð fyrir fasteignaþáttinn Þak
yfir höfuðið á Skjá einum. Einn-
ig koma þeir Haukur Hauksson,
sem hefur framleitt þáttinn Í
brennidepli á Rúv, og Þorvarður
Björgúlfsson að gerð þáttarins.
„Mér fannst umfjöllunarefnið
áhugavert,“ bætir Guðrún við. „Í
gegnum mitt fjölmiðlastarf hef
ég alltaf haft áhuga á málefnum
fjölskyldunnar. Mér fannst það
mjög áhugavert að forvitnast
um það hvernig er að vera ungt
foreldri í dag. Það er svo margt
sem breytist í gegnum tíðina og
margt sem ég vissi ekki áður en
ég byrjaði í þessu. Maður er allt-
af að læra sem foreldri og enginn
er fullkominn. Mér finnst gott að
upplifa að það eru til svo margir
góðir foreldrar sem eru að reyna
að vera góðir uppalendur og
leggja sig mjög fram.“
freyr@frettabladid.is
Sjónvarpsþáttur um reynsluheim íslenskra foreldra
LÁRÉTT
2 þróunarstig skordýrs 6 löng og lág hæð
8 skarð 9 farfa 11 tveir eins 12 jakki og
pils 14 langt op 16 í röð 17 hamfletta 18
fæða 20 tveir eins 21 rekald.
LÓÐRÉTT
1 mylsna 3 klukka 4 lærisveinn 5 þak-
brún 7 hringfari 10 mál 13 útdeildi 15
ómargir 16 sær 19 samtök.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 púpu, 6 ás, 8 rof, 9 lit, 11 ss,
12 dragt, 14 klauf, 16 hi, 17 flá, 18 ala, 20
ii, 21 flak.
LÓÐRÉTT: 1 sáld, 3 úr, 4 postuli, 5 ufs, 7
sirkill, 10 tal, 13 gaf, 15 fáir, 16 haf, 19 aa.
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Söngkonan og dagskrárgerðarkonan er að fara af stað með
nýjan sjónvarpsþátt.
GUNNAR MÁR ÞRÁINSSON Hefur tekið yfir rekstur hins landsþekkta veitingastaðar 22 og
ætlar að gjörbreyta staðnum eins og sjá má.
��������
�� �� ��� ��� ���
��� ��� ��� ��� ������
��� ��� ��
�� �� �� �� �
�� �� �� �� �
���������
�����������������������
�������������
������������������������������
�
���������
�����������
��������������
���� ���������
������������������������������
Þorri er fjórði mánuður vetrar; hefst á bóndadegi á
föstudegi í 13. viku vetrar. Þorra lýkur á þorraþræl sem er
laugardagurinn fyrir konudag og tekur þá við góa. Komu
þorrans bíða margir með eftirvæntingu því þá hefst tími
þorrablóta með tilheyrandi þorramat.
Síðastliðna fjóra áratugi hefur Múlakaffi verið með
stærstu framleiðendum á þorramat og fara vinsældir hans
síst minnkandi.
„Múlakaffi hefur aldrei klikkað á þorramatnum og verið
með þorrahlaðborð auk þorramats um allan bæ og bæi
landsins í yfir fjörtíu ár,“ segir yfirkokkurinn Jón Örn Jóhann-
esson um leið og hann handfjatlar bringukolla í skál.
„Það er engin spurning að minnst fer af bringukollum
og neysla þeirra virðist smám saman vera að deyja út. Þetta
er óskaplega feitur, súrsaður beinbiti úr framparti lambsins
og ekki margir sem leggja í hann. Maður tekur eftir því í 500
manna veislum að nóg er að leggja á borðið eina skál og
oftast er farið með meirihlutann til baka. Hins vegar verða
bringukollar alltaf á boðstólum, enda órjúfanlegur hluti af
þorramatnum,“ segir Jón Örn, en alls eru 25 mismunandi
réttir í þorrahlaðborði Múlakaffis.
„Þetta er alltaf það sama, allt í föstum skorðum, en öllu
skiptir hvernig maturinn er meðhöndlaður frá byrjun og ekki
síst vegna þess góða árangurs að hróður Múlakaffis fer víða.
Vinsælastir eru hrútspungarnir og sviðasulta, hákarl og sviða-
kjammar, en einnig nýmetið hangikjöt og harðfiskur, sem
var upphaflega bætt við til að gera þorramatinn aðgengilegri
svo allir færu saddir heim,“ segir Jón Örn sem skömmu eftir
þorrann fer að huga að þorravertíð næsta árs.
„Höndlun þorramatar skiptir höfuðmáli og tekur upp
undir ár í vinnslu. Það þarf að fylgjast mjög grannt með
matnum, en súrmaturinn fer jafnan fyrst í gang,“ segir Jón
Örn sem hvorki skynjar kynja- né aldursmun þegar kemur
að vinsældum þorramatar.
„Karlar eru reyndar aðeins kaldari að prófa bringukolla
og það sem minna fer af, en við könnumst ekki við að Íslend-
ingar séu hættir að kunna að meta eða borða þorramat því
vinsældir aukast ár frá ári. Unga fólkið fær sér duglega á
diskana og líkar vel, enda verið að minnast þess hvernig
forfeður okkar lifðu af veturinn í gamla daga og fagna þorr-
anum. Þetta er góður matur og að kalla hann skemmdan er
algjör fásinna. Þetta er mestmegnis bráðhollt, soðið lamba-
kjöt sett í mysu til að varðveita og geyma lengur. Sem sagt
bráðhollur matur í einn mánuð á ári.“
SÉRFRÆÐINGURINN JÓN ÖRN JÓHANNESSON, YFIRKOKKUR Á MÚLAKAFFI
Bráðhollur matur í mánuð á ári
HRÓSIÐ
...fá Gunnar Sigurðsson og Atli
Þór Albertsson fyrir að ganga til
liðs við Strákana, enda hafa þeir
báðir sannað að ekki hafa þeir
síðri húmor en Sveppi, Auddi og
Pétur Jóhann.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Björn Ingi Hrafnsson virðist hafa dregið einhvern lærdóm af úrslit-
um prófkjörs sjálfstæðismanna því
hann hefur lagt málstað skákmanna
lið. Margir ættu að vera minnugir þess
að Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði einnig
mikið úr áhuga sínum á skákinni og
bar sigur úr býtum
á sínum tíma. Á
heimasíðu Björns
Inga ljær hann
máls á þeirri
baráttu sem
skákfélagið
Hrókurinn hefur
lagt út í og vill
sjá Ísland sem
skákland. Þá finnst
frambjóð-
andanum
einnig að
Reykjavík
ætti að gera
meira úr
þætti sínum í skáksögunni og vill sjá
skákhús rísa í borginni. Nú bíða menn
spenntir eftir því hver frambjóðend-
anna hjá Samfylkingunni gerir málstað
skákarinnar að sínum, en tæpur
mánuður er þangað til að prófkjör
hennar hefst.
Kiefer Sutherland hlakkar til að sjá hvernig heimildarmyndin um
ferðalag rokkhljómsveitarinnar Rocco
and the Burden er. Hún fjallar um það
hvernig Sutherland tekst að halda
hljómsveitinni frá freistingum rokks
og rólsins en það gekk víst misvel.
Hljómsveitin kom sem kunnugt er
hingað til lands og spilaði, en ekki fór
miklum sögum af djammlíferni þeirra.
Að sögn leikarans geðþekka er það víst
teiti í London sem hann hlakkar til að
sjá því þar hljóp
hann niður
himinhátt
jólatré útúr-
drukkinn.
„Ég virðist
gera eitthvað
heimskulegt
á hverju ári,“
sagði Suther-
land og virtist
hafa gaman
af eigin
stráka-
pörum.