Fréttablaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 16
 16. janúar 2006 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hrogn, rauðmagi, glæný línuýsa og margt fleira -Þú getur alltaf treyst á prinsinn- Hlíðasmári 8 • S:5547200 • www.hafid.is Gestir tveir Á laugardaginn var í þessum dálki vitn- að í skrif Gests Guðjónssonar umhverf- isverkfræðings um náttúruvernd. Gestur er frambjóðandi í prófkjöri framsóknar- manna í Reykjavík. Skoðanir hans, sem fram komu á vefsíðunni gestur.is, þóttu athyglisverðar í ljósi þess að Framsókn- arflokkurinn hefur fengið á sig þann stimpil (sem kannski er ósanngjarn) að ganga gegn náttúruvernd í þágu stór- iðju. En svo óheppilega vildi til að Gestur var sagður Gestsson og til að kóróna vitleysuna var birt ljósmynd af nafna hans, Gesti Kr. Gestssyni sölufulltrúa hjá Samskipum, sem líka er frambjóðandi í prófkjörinu og heldur úti vefsíð- unni gesturinn.is. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum sem vonandi hafa engin áhrif á úrslit prófkjörsins. Rétt mynd af Gesti Guðjónssyni birtist hér. Á hærra plan Og úr því að minnst er á framsóknar- menn er freistandi að vekja athygli á grein sem Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra birtir í Morgunblaðinu á laugdardaginn. Hann er þar að deila á Samfylkinguna fyrir stefnu hennar en getur ekki setið á sér og sendir flokkssystur sinni og samráðherra, Val- gerði Sverrisdóttir, eitraðar örvar. Hann skrifar: „...því miður hendir það ráðherra samkeppnismála að fara með rangt mál þegar hún fullyrðir í nýlegri ræðu að jafnvel standi til að afnema framleiðslu- tengdan stuðning [við bændur]. Er brýnt að lyfta umræðunni á hærra plan og fræða frekar en að hræða íslenska neytendur.“ Óttast Valgerði Þessi kveðja Guðna fór ekki fram hjá Össuri Skarphéðinssyni. „Það vita allir að það hefur lengi verið grunnt á því góða milli Valgerðar Sverrisdóttur og Guðna Ágústssonar“, skrifar hann á vefsíðu sína. „Guðni óttast, að færi svo að formannskosning yrði innan Framsóknarflokksins á næstu misserum - sem vel gæti orðið - þá yrði Valgerður honum skeinuhættust í keppninni.“ Össur bætir við: „Er nema von að Framsókn eigi í mesta basli með trú- verðugleika gagnvart kjósendum þegar einn ráðherra ræðst með þessum hætti opinberlega í miðopnu Morgunblaðsins á ráðherra í eigin flokki - og opinberar um leið grundvallarágreining innan flokksins?“ gm@frettabladid.is Eigendur fjölmiðla ættu jafnan að setja yfirmönnum á rit-stjórnum erindisbréf þar sem skýrt væri kveðið á um hvers konar miðil þeir ættu að reka og hvaða meginstefnu hann ætti að fylgja. Þeir ættu hins vegar ekki að hafa afskipti af ritstjórnum miðlanna og vinnubrögðum þeirra meðan þær halda sig innan þeirra marka sem erindisbréfin mæla fyrir um. Þannig verður sjálfstæði ritstjórna, sem allir eru sammála um að sé mikilvægt og eftirsóknarvert, best tryggt. Það er til fyrirmyndar, sem upplýst var í vikunni, að stjórn Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla, hafi sett þá reglu að stjórnarmönnum fyrirtækisins sé óheimilt að hafa afskipti af einstökum málum sem ritstjórnirnar fást við. Ekki er kunnugt um að önnur fjölmiðlafyrirtæki hafi sett slíkar reglur. Hitt er einkennilegt sjónarmið hjá framkvæmdastjóra félagsins, Gunn- ari Smára Egilssyni, að yfirmenn á ritstjórnum eigi sjálfir að ákveða hvers konar fjölmiðil þeir reka. Eigendur og rekstrar- stjórar fjölmiðla eiga ekki að geta firrt sig ábyrgð með slíku tali enda blasir við að það getur ekki verið heil brú í slíkum vinnu- brögðum. Því aðeins er vit í reglunni um að eigendur og stjórn- armenn fjölmiðlafyrirtækja virði sjálfstæði ritstjórna sinna að þeir hafi markað meginstefnuna og þannig sé hægt að sækja þá til ábyrgðar ekkert síður en ritstjórnirnar ef út af bregður. Það er truflandi fyrir skynsamlegar umræður um fjölmiðla að tala um þá sem „hálf opinberar stofnanir“ og að ritstjórnirn- ar sæki umboð sitt til almennings eins og framkvæmdastjóri Dagsbrúnar gerði um helgina. Fjölmiðlafólk ætti ekki að setja sig á háan hest með slíku tali. Eitt er að starfa í þágu almenn- ings, annað að sækja umboð sitt þangað. Hið síðarnefnda gildir um kjörna fulltrúa okkar, forsetann, alþingismenn og sveitar- stjórnarmenn, en ekki um starfsfólk fjölmiðla frekar en ann- arra fyrirtækja í einkaeigu. Það var ekki á almennu vitorði starfsmanna 365 miðla að stjórnarmenn fyrirtækisins mættu ekki hafa afskipti af rit- stjórnunum. Umræddar reglur hafa ekki verið birtar starfs- fólki. Mikilvægt er að það verði nú gert. Þá kemur væntanlega í ljós hvort reglan taki einnig til framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins og markaðs- og auglýsingastjóra eins og eðlilegt hlýtur að teljast. DV-málið hefur skapað miklar umræður um fjölmiðlun. Ýmsir hafa hneykslast á því að Björgólfsfeðgar, sem töldu sig verða fyrir áreitni og einelti af hálfu blaðsins, skuli hafi látið sér detta í hug að kaupa það og leggja það niður. Það voru þó ekki nema mannleg viðbrögð í óviðunandi stöðu. Hitt kemur meira á óvart að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skuli gera sér ferð á fjölmiðla til að fordæma þetta. Sjálfur hafði ráð- herrann forystu um einstæða atlögu að frelsi fjölmiðla fyrir tæpum tveimur árum en almenningur og forseti Íslands tóku þá í taumana. Nýir ritstjórar, báðir að góðu kunnir, hafa nú tekið við DV. Hafi þeir ekki fengið erindisbréf frá eigendum blaðsins, eins og æskilegt er, verður að treysta því að dómgreind þeirra og reynsla geti af sér marktækan fjölmiðil. Í ljósi forsögunnar er það erfitt verkefni sem þeir hafa tekið að sér og ástæða til að óska þeim og samstarfsmönnum þeirra velfarnaðar á þeirri leið sem framundan er. SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Eigendur fjölmiðla verða að kannast við ábyrgð sína. Ritstjórnir fái erindisbréf Í samfélögum gerist það stundum að upp koma hreyfingar ungra manna sem telja sig kjörna til einhvers sögulegs hlutverks og því geti þeir ekki farið að reglum samfélagsins heldur semji þeir nýjar. Þetta eru oft karlmenn og þeir vilja ýta burt valdhöfum og setjast sjálfir í valdastóla. Stund- um birtast svona hreyfingar sem jákvætt afl sem finnur sér farveg innan mannfélagsins, ögrar því til góðs, bætir það í togstreitu en líka samspili við það sem fyrir er – við munum ungmennafélögin, atóm- skáldin og verkalýðshreyfinguna úr okkar sögu – en slíkar hreyf- ingar geta líka birst sem eyðing- arafl sem aðlagast aldrei samfé- laginu heldur leitast við að sundra því en finnur sér réttlætingu með því að hrifsa til sín frumkvæði í umbóta- og framfaramálum og starfa að þeim utan við reglurnar í krafti meintra yfirburða sinna sem hið sögulega hlutverk skenki þeim: kommúnisminn og fasism- inn voru strákaklíkur; líka anark- istar og islamistar . Stundum hefur mér fundist starfsmenn DV skynja sig á ein- hvern undarlegan hátt sem nokk- urs konar úrvalssveit: Of gott blað fyrir Ísland, skrifar einn af leiðtogunum, Eiríkur Jónsson, í helgarútgáfu DV eins og von- svikinn trúboði. Þó að of langt sé gengið að líkja DV-mönnum við fasista og kommúnista þá gætir sömu tilhneigingar til að telja sig hafinn yfir almennar hugmynd- ir um velsæmi og umgengni við náungann og einkenndi til dæmis fasista; afdráttarlaust tilkallið til Sannleikans og trúin á óskeikul- leika eigin „siðareglna“ minnir á sjálfsmynd kommúnista og þessi löngun til hleypa öllu í bál og brand er óþægilega kunnugleg – með þeirri aðferð að ýfa upp reiði múgsins og beina henni að einhverjum sem verðskuldi fyr- irlitningu. Og líkt og hjá komm- únistum sjáum við vandaða menn á valdi vondra hugmynda, svo gagntekna að þeir hafa afnumið sjálft kærleiksboðorðið – gullnu regluna um að allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður skulið þér og þeim gjöra. Þannig var það athyglisvert að þegar Jónas Kristjánsson rit- stjóri, sem um árabil hefur mak- lega notið virðingar í samfélaginu, var spurður um það í Kastljós- þætti hvort hann hefði nokkurn tímann sett sig í spor þeirra sem orðið hafa að skotspæni blaðsins þá svaraði hann að enginn Íslend- ingur hefði sett sig jafn vel inn í siðareglur og hann. Aðspurður á líðan manneskjunnar vísaði hann á hið vel samda regluverk. Hver var hugsjónin? Tja – fyrst skildist manni að hugsjón- in snerist um að ráða bót á þeim átakanlega skorti sem hér væri á skítablaði eins og tíðkaðist í öllum menningarsamfélögum. Það var eins og fólk væri búið að gleyma því hvernig slík blöð eru búin til: með því að ginna auðtrúa sálir, velta sér upp úr eymd annarra, skálda upp einhverja vitleysu um nafngreint fólk til að skemmta öðrum: með því að hía á fólk. En hér á landi er tengslanetið sterkara og dreifðara en tíðkast í stærri samfélögum. Þegar híað er á Sigga frænda vinar míns á forsíðu DV eða tekið platviðtal við Ingu sem var með mér í lands- prófi þá gleymi ég því ekkert. Fólk er vissulega meinfýsið og illgjarnt – en bara í garð „hinna“ ekki „okkar“. Hver var eiginlega hugsjónin? Stundum virtist hún snúast um að láta barnaníðinga fá þá refsingu sem dómskerfið virðist stundum ófært um að veita þeim – taka upp hanskann fyrir svívirta æsku. Þögn hafði ríkt um þetta skelfilega mein, þegar karlmenn í átorítetsstöðu gagnvart börnum misnota hana, ráðast inn í líf og móta það um ókomin ár. En var hávaðinn í DV betri en þögnin áður? Þetta er mein sem þarf að tala um, en þegar gargað er um það, hættum við ekki að heyra það? Stundum skildist manni að hugsjónin væri að þjóna sannleik- anum: en sannleikurinn rúmast aldrei í einni fyrirsögn. Það sem varð blaðinu í þess- ari mynd um síðir að falli var að það sendi frá sér þau skilaboð að það liti á þjóðina sem óvin; ef ekki væri gert lítið úr viðkomandi væri um að ræða „kranablaða- mennsku“. Úr varð klóakblaða- mennska. Sú vinnuregla á blaðinu að sá sem fjallað væri um hverju sinni nyti einskis réttar og hefði ævinlega stöðu grunaðs saka- manns og hefði því ekkert um það að segja í hvers konar sam- hengi orð hans eða hennar yrðu sett en brygði í brún þegar niður- staðan kæmi – þessi lítilsvirðing spurðist út í litlu samfélagi og vakti reiði. Þegar maður fer út á meðal fólks vill maður ekki að óvildarmaður manns velji fötin handa manni, greiði manni og búi mann á meðan maður sjálfur er með bundið fyrir augu sem svo er tekið frá augunum þegar komið er á mannamótið. Og allir fara að hlæja. Þannig virkaði DV. Sannleikurinn rúmast ekki í fyrirsögn Í DAG DV GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Það sem varð blaðinu í þessari mynd um síðir að falli var að það sendi frá sér þau skilaboð að það liti á þjóðina sem óvin. Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj öl m ið la kö nn un G al lu p ok tó be r 20 05 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.