Fréttablaðið - 16.01.2006, Side 8

Fréttablaðið - 16.01.2006, Side 8
 16. janúar 2006 MÁNUDAGUR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 09 76 1 /2 00 6 www.urvalutsyn.is Ferðir í eina og tvær vikur í janúar og febrúar á hreint ótrúlegu verði. 39.900* kr. Verð óháð fjölda, þó lágmark 2 í íbúð. *Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Skelltu þér í sólina á frábæru verði! Brottfarir Gistingar í boði 25. jan. og 1. feb. Montemar og Las Camelias. Fleiri gistingar í boði. Hafið samband við skrifstofu. Fáðu ferðatilhögun, nánari upplýsingar um gisti- staðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu! Úrval-Útsýn, Lágmúla 4, sími 585 4000 Verð frá: S U N N U D A G U R 5 D A G A V E Ð U R S P Á F Y R I R G R A N C A N A R I A 18ºC 17ºC Heiðskírt M Á N U D A G U R 18ºC 17ºC Heiðskírt Þ R I Ð J U D A G U R 18ºC 17ºC Heiðskírt M I Ð V I K U D A G U R 19ºC 18ºC Heiðskírt F I M M T U D A G U R 19ºC 17ºC Heiðskírt ÁSTRALÍA Sex ríki, sem til samans skila helmingi allra gróðurhúsa- lofttegunda sem losað er í heim- inum út í andrúmsloftið, hafa bundið það fastmælum sín í milli að fylgja áætlun sem ráðamenn ríkjanna segja að muni draga úr útblæstrinum um 30 prósent fram til ársins 2050. Talsmenn náttúru- verndarsamtaka halda því aftur á móti fram að þetta samkomulag sé innantóm loforð sem einvörð- ungu komi stórfyrirtækjum til góða. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu hafa heitið samtals 127 milljónum bandaríkjadala, andvirði um átta milljarða króna, til stuðnings áætluninni „Asíu- Kyrrahafs-samstarf um hreina þróun og loftslag“ (Asia Pacific Partnership on Clean Develop- ment and Climate). Auk Banda- ríkjanna og Ástralíu eiga aðild að henni tvö fjölmennustu ríki heims, Kína og Indland, auk Suður-Kóreu og Japans. Til styttingar kallast hópurinn AP6. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að hvetja til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda með því að ýta undir þróun endurnýj- anlegra orkugjafa og umhverf- isvænni leiðir til að nýta kol sem eldsneyti. Í henni er hins vegar ekki kveðið á um nein tiltekin markmið um minni losun þessara efna. Því er spáð að Kína og Indland, þar sem efnahagsþróun er hröð um þessar mundir, muni marg- falda orkunotkun á næstu árum og áratugum. Orkumálaráðherra Bandaríkj- anna, Samuel Bodman, segir að ríkjahópurinn hyggist grípa til aðgerða gegn hlýnun loftslags á jörðinni án þess að hamla hagþró- un. Ástralski utanríkisráðherr- ann Alexander Downer fullyrðir að orkusparnaðaraðgerðir og fjárfestingar í umhverfisvænni tæknilausnum kunni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í löndunum sex um 30 prósent fram til miðrar aldarinnar. Hefur ráð- herrann niðurstöður rannsókna- skýrslu Landbúnaðar- og auð- lindahagfræðistofnunar Ástralíu (ABARE) fyrir sér í þessu, en skýrslan var birt fyrir helgina. Talsmenn náttúruverndarsam- taka andmæla þessum fullyrðing- um. Greg Bourne, forseti Ástral- íudeildar Heimsnáttúrusjóðsins, WWF, segir nær að ætla að áætlun AP6-hópsins muni leiða til þess að losun gróðurhúsalofttegunda frá löndunum sex muni vaxa um 100 prósent á umræddu tímabili. Að hans mati ber áætlunin vott um algert ábyrgðarleysi þeirra sem að henni standa gagnvart hinum hnattræna vanda sem hlýnun loftslags af mannavöldum er. audunn@frettabladid.is Sameinast gegn útblæstri Lönd sem losa helming allra gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafa sameinast um áætlun til að draga úr losuninni. Innantómt plagg segja umhverfissinnar. ÁÆTLUN KYNNT John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, kynnir áætlun AP6-ríkjahópsins í Sydney fyrir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UPPLÝSINGATÆKNI Tæknifyrirtæk- ið Hive vill meina að fyrirhuguð einhliða hækkun Símans á samtengi- gjöldum brjóti í bága við fjarskipta- lög. Síminn hefur mótmælt ákvörð- un Póst- og fjarskiptastofnunar um að hafna hækkun. „Samtengigjöld sem Síminn hugðist hækka auka kostnað ann- arra fjarskiptafyrirtækja við að senda símaumferð sín á milli,“ segir Hive og telur að Síminn vilji gera öðrum erfiðara að hefja símaþjónustu. „Hive telur mjög brýnt að Póst- og fjarskiptastofnun standi vörð um hagsmuni almenn- ings og frjálsa samkeppni,“ segir Arnþór Halldórsson, hjá Hive. - óká Hive telur hækkun Símans brjóta í bága við lög: Gagnrýna Símann ARNÞÓR HALLDÓRSSON Framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Hive.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.