Fréttablaðið - 16.01.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 16.01.2006, Síða 6
6 16. janúar 2006 MÁNUDAGUR Innifali›: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum. www.icelandair.is/glasgow Glasgow Verð frá 20.900 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 30 92 7 0 1/ 20 06 Þetta flug gefur 3.000 Vildarpunkta KJÖRKASSINN Telurðu að fordómar gagnvart innflytjendum fari vaxandi hérlendis? Já 67% Nei 33% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefurðu farið á skíði í vetur? Segðu skoðun þína á visir.is BYGGÐAMÁL Flutningur opinberra starfa frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina hefur að mati margra þingmanna landsbyggð- arkjördæma verið alltof lítill en Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, vill sjá miklar breyting- ar í þá veru að starfsemi hins opin- bera verði í auknum mæli á lands- byggðinni. „Ég held að það sé ekkert sem mælir á móti því að opinber þjón- usta verði færð skipulega út á landsbyggðina í meira mæli en gert hefur verið á undanförnum árum. Stjórnvöld verða að vera opnari fyrir því að dreifa starfsemi ríkisins út um allt land. Það er ekki endilega lausnin að færa stofnanir á milli landshluta heldur verður að skoða hvort einstök verkefni er ekki hægt að vinna annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu.“ Fæðingarorlofssjóður var fyrir skemmstu fluttur frá Reykjavík til Hvammstanga og Skagastrandar en við það skapast sex til sjö sérfræði- og skrifstofustörf. Sveitastjórnar- menn á landsbyggðinni hafa fagnað þeirri ákvörðun stjórnvalda að færa stofnunina út á landsbyggðina. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það skyldu hins opinbera að reka stofnanir með sem hagkvæm- ustum hætti og því eigi stað- setning stofnana ekki að ráðast af byggðasjónar- miðum. „Ríkið á að setja niður sínar stofnanir þar sem hag- kvæmast er að reka þær og þar sem aðgengi almennings að þeim er best tryggt. Það getur hins vegar vel verið að ýmis verk- efni á vegum hins opinbera sé hægt að vinna annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. En grundar- vallaratriði í ríkisrekstri á alltaf að vera að sýna ráðdeild og sparn- að, alveg óháð því hvar stofnanir eru staðsettar.“ Örlygur Hnefill Jónsson, vara- þ i n g m a ð u r Samfylkingar- innar í norðaust- ur kjördæmi, hefur lengi beitt sér fyrir því að opinber störf séu færð í meira mæli út á landsbyggðina. „Ég tel það jafn- réttismál fyrir íbúa í landinu að opinber störf séu boði fyrir íbúa landsbyggðar- innar jafnt sem höfuðborgarbúa.“ magnush@frettabladid.is Vill færa opinbera þjónustu út á land Steingrímur J. Sigfússon segir nauðsynlegt að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur hagkvæmnisjónarmið eiga að ráða staðarvali stofnana. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON ÖRLYGUR HNEFILL JÓNSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON PAKISTAN, AP Islamskir trúar- hópar hrópuðu ókvæðisorð um Bandaríkjastjórn á sunnudag þegar um tíu þúsund manns söfn- uðust saman í Karachi, höfuðborg Pakistans. Efnt var til mótmælanna vegna meintrar loftárásar bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem að mati Pakistana varð saklausu fólki að bana í stað þess að hæfa háttsettan liðsmann al-Kaída hreyfingarinnar, Ayman al-Zaw- ahri, sem Bandaríkjamenn hafa leitað að. Sautján manns dóu í árásinni, sem var gerð í þorpinu Damadola, þar á meðal konur og börn. Á meðal þess sem hrópað var að Bandaríkjamönnum í mót- mælunum var „megi Bandarík- in deyja“ og „hættið að varpa sprengjum á saklaust fólk“. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefur varað landa sína við því að skjóta skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn. „Ef við höld- um áfram að fela erlenda hryðju- verkamenn hérna verður fram- tíð okkar ekki góð,“ sagði hann í pakistanska ríkissjónvarpinu. „Leggið orð mín vel á minnið.“ -fb Pakistanskir trúarhópar reiðir út í Bandaríkin: Um tíu þúsund mótmæltu MÓTMÆLI Fjöldi Pakistana mótmælti meintri loftárás Bandaríkjamanna á landið. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Sauðár- króki handtók tvo pilta undir tví- tugu í gærdag í orlofshúsi austan við Varmahlíð, en þeir höfðu stolið gaskút úr orlofshúsi þar í nágrenn- inu. Átta ungmenni voru í húsinu þegar lögreglumenn bar að garði til að grennslast fyrir um málið og mættu þeir harðri andspyrnu frá orlofsgestunum. Tvímenningarnir höfðu farið með kútinn á bensínstöðina í Varmahlíð og reynt að selja hann þar. Vökulli afgreiðslukonu þótti málið grunsamlegt og hafði sam- band við umsjónarmann í orlofs- byggðinni sem síðar komast á snoðir um að stolið hafði verið þaðan einum gaskút. Að því loknu fóru lögreglumennirnir tveir á svæðið. Þjófarnir neituðu ásökun- um fyrst um sinn en játuðu svo við yfirheyrslur og telst málið upp- lýst. Fullur gaskútur kostar um fimm þúsund krónur og undrar lögreglan sig á verki mannanna fyrir slíka smáupphæð. Lögreglumenn á Sauðárkróki hafa að undanförnu lýst yfir óánægju sinni með niðurskurð við embættið sem gerir það að verkum að ekki má kalla út aukamanns- kap ef forföll verða. Það þýðir að einn lögreglumaður getur þurft að standa vaktina á álagstímum. Segja þeir að einn lögreglumaður hefði engu fengið ágengt við þær aðstæður sem upp komu í gær. - jse Gestir í sumarbústað veittu lögreglunni á Sauðárkróki mikla mótspyrnu: Gaskútaþjófar gómaðir BENSÍNSTÖÐ Lögreglan hvetur afgreiðslu- fólk bensínstöðva til að vera á varðbergi því talsvert sé um það að menn reyni að koma stolnum gaskútum í verð. Myndin er af bensínstöð á Ísafirði. IÐNAÐUR Helgi Magnússon, fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Hörpu, hefur gefið kost á sér sem formaður Samtaka iðnaðarins. Helgi er fyrstur til að tilkynna um framboð og sá eini hingað til. Vilmundur Jósefsson, núverandi formaður, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. „Ég hef fengið mjög ákveðna hvatningu frá mörgum framá- mönnum í íslenskum iðnaði og var náttúrulega þarna sjálfur í stjórn í sex ár frá 1995 til 2001 og kynntist þá starfi samtakanna mjög vel,“ segir Helgi. Tilkynnt verður um kjörið á Iðnþingi 17. mars. - óká Samtök iðnaðarins: Fyrstur til að bjóða sig fram HELGI MAGNÚSSON Helgi var framkvæmd- astjóri Hörpu Sjafnar og situr í stjórnum fjögurra fyrirtækja sem aðild eiga að DÓMSMÁL Maður var dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa í ágúst árið 2004 haft tæp fimm grömm af kókaíni og 79 grömm af hassi á sér. Hann hafði nær allt kókaínið í hægri buxnavasa sínum en afgang- inn í sokknum á vinstri fæti. Um 75 grömm af hassi faldi hann í fata- skáp í svefnherbergi. Hann játaði skýlaust að vera eigandi efnanna. Maðurinn hefur áður verið dæmd- ur fyrir líkamsárás. - gag Héraðsdómur: Faldi kókaínið í sokknum FJÖLMIÐLAR Arna Schram, formað- ur Blaðamannafélags Íslands, segir það varhugaverða þróun þegar efnamenn láti sér detta í hug að þagga niður í fjölmiðlum í krafti fjármagns. „Ef það er rétt að auðmenn hafi reynt að kaupa DV til að leggja það niður og þagga niður í umfjöllun um sjálfa sig er það ekkert annað en aðför að frjálsri fjölmiðlun.“ Ásgeir Friðgeirsson, talsmað- ur Björgólfs Thors Björgólfsson- ar, greindi frá því í Fréttablaðinu á föstudaginn að Björgólfur Thor hefði í tvígang reynt að kaupa DV til að leggja það niður. - gag Vildu leggja DV niður: Gegn frjálsri fjölmiðlun ARNA SCHRAM Formaður Blaðamannafé- lags Íslands. BLÁFJÖLL Yfir fimm þúsund voru á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í gær. Grétar Hallur Þórisson, forstöðu- maður skíðasvæðisins, segir álag- ið hafa verið mikið og biðina oft langa í lyfturnar. „Þegar aðsókn- in er svona mikil eru allir þættir þjónustusvæðisins sprungnir,“ segir Grétar. „Samt er frábært að sjá hvað fólk er flest ánægt, enda velur það sér sjálft að koma í fjallið og fara í raðirnar.“ Nýja stólalyftan virkaði í vel í gær en hún stöðvaðist á laug- ardag þegar um fjögur þúsund manns voru í fjallinu. Grétar segir opið í fjallið alla daga meðan hægt er. - gag Fyrsta helgaropnunin: Fimm þúsund í Bláfjöllum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.