Eintak

Tölublað

Eintak - 19.05.1994, Blaðsíða 6

Eintak - 19.05.1994, Blaðsíða 6
í Gengi hlutabréfa í hugbúnaðarfyrirtækinu Softis hefur fallið úr 32 í 3 á einu ári. Fyrirheit for- svarsmanna fyrirtækisins um risasamninga við erlend stórfyrirtæki hafa ekki staðist. Fjárfestar tapa stórum upphæðum. rfpstar, með Nú erSoftis hf. á lokasprettinum aö semja vib fvtis erletul stárfyrir- tæki. 711 pess að selja meiri kraft i fjnrtækiö hefurstjómin ákveðið að selja pau hlutabréfsem etm eru eigu Softis hf., (1,2 milljónir). tta erptt Uvkifari fjrir pá sem Ija ávaxta fiármagn sitt sem best. eitum Hlutabréf í hugbúnaðarfyrirtæk- inu Softis hafa hrunið í verði á opna tilboðsmarkaðnum. I dag er nánast engin hreyfing á bréfunum en fyrr í þessum mánuði seldust bréf á þreföldu nafnverði. í apríl á síðasta ári náði gengið hins vegar hæst í 32. Þeir sem keyptu hlutabréf í fyrirtækinu þá hafa því nánast tapað allri sinni fjárfestingu, eins og staðan er í dag. EINTAK ræddi þetta mikla hrun við nokkra starfsmenn verðbréfa- fyrirtækja og einn þeirra sagðist ekki muna annað eins. Fullyrtu þeir að þetta endurspeglaði það að fjár- festar hefðu ekki lengur sömu tiltrú á fyrirtækinu. Fyrirheit um stórsamninga sem aldrei voru gerðir Softis hf. var stofnað í kringum hugbúnaðinn Louis sem ungur piltur, Mímir Reynisson, átti hugmyndina að. Forsvarsmenn Softis töldu Louis geta valdið tæknibyltingu í tölvuheiminum. Bundu þeir miklar vonir við að risasamningar næðust við erlend stórfyrirtæki þegar búið væri að þróa hugbúnaðinn til fulls og gera hann markaðshæfan. Þau fyrirheit hafa látið á sér standa. í auglýsingu frá Softis og Kaup- þingi, sem birtist í Morgunblaðinu 30. apríl á síðasta ári er Louis kynntur á eftirfarandi hátt: „Softis var stofnað 1990 um bylt- ingarkennda hugmynd sem gerir kleift að aðskilja vinnslu frá við- móti, þannig að hægt sé að tengja saman ólíkar tölvur, ólík stýrikerfi og ólík forritunarmál. Þetta gerir kleift að hafa viðmót á einurn stað og vinnsiu á öðrum. Tengingin á mili vinnslu og viðmóts er mjög einföld, þar sem aðeins eru notuð 6 köll í stað hundruða til þúsunda. Með Louis opnast margir mögu- leikar sem voru ómögulegir áður. 1 viðræðum við tölvurisana hefur komið í ljós að Louis er tæknibylt- ing sem á mikla ffamtíð fyrir Sér.“ Af fréttum mátti skilja að Softis væri nánast eitt um hitunina í heiminum og stórfyrirtæki biðu í röðum eftir að fá að gera samnings- tilboð. Fyrirtækið fékk alþjóðlega athygli út á Louis, ekki síst í fram- haldi af því að sjónvarpsstöðin CNN fjallaði um þróun hugbúnað- arins í maí 1992. Þá hófst einnig mikil fjölmiðlaumfjöllun á Islandi og forsvarsmenn Softis létu hafa eftir sér að stórir samningar væru í burðarliðnum og ef þeir tækjust myndi framleiðsla á Louis skapa fjölda manns atvinnu og þjóðinni miklar gjaldeyristekjur. Gjarnan var bent á fyrirtækið sem skólabók- ardæmi um hvað nýsköpun gæti þýtt fyrir þjóðina. Að mati verð- bréfasala leikur ekki nokkur vafi á því að öll þessi umfjöllun og fuil- yrðingar Softismanna hafi kynt undir þá trú fjárfesta að hlutabréf í fyrirtækinu væru vænlegur fjárfest- ingarkostur. Fjárfestar missa tiitrúna á Softis Fyrstu viðskiptin með hlutabréf í Softis voru skráð á opna tilboðs- markaðnum á gamlársdag 1992. Þá voru seld hlutabréf að nafnvirði 12.000 krónur á genginu 8 þannig að söluverðið nam 96.000 króna. Salan fór hægt af stað, enda lítið af bréfum í boði, en í mars 1993 ruku hlutabréfin upp í verði. Þann 12. þess mánaðar er gengið skráð 29 en náði hámarki í lok apríl, eða 32. Fyrrgreind auglýsing birtist á sama tíma. Þar er fullyrt að Softis sé á lokasprettinum að semja við ýmis erlend stórfyrirtæki. Til þess að setja meiri kraft í fyrirtækið hafi því verið ákveðið að selja þau hlutabréf sem enn væru í eigu þess. „Þetta er gott tækifæri fyrir þá sem vilja ávaxta fjármagn sitt sem best,“ seg- ir orðrétt og síðar: „Hlutabréfin í Softis hafa verið að hækka jafnt og þétt. Reikna má með því að fjárfest- ing í hlutabréfum Softis skili betri arði en gengur og gerist. Það er því einstakt tækifæri sem þér býðst núna.“ .Loks er gefið dæmi um velgengni hluthafa: „Vitað er um mann sem seldi bifreið sína til að kaupa sér hlutabréf í félaginu og daginn eftir átti hann andvirði tveggja bifreiða." Sami maður á þá ekki nema í mesta lagi einn fimmta hluta af sama bíl í dag. Forsvarsmönnum Softis var bent á að þetta dæmi samræmdist ekki lögum um samkeppni og ólögmæta viðskiptahætti og birtist hún ekki Softii \ m síolmS #9VU 1.1» tjpiiitigtukcrtnd.1 hupnytut vrn xrrír ileift a;> tifc.kílj.t vinmlu fr.i lifimóu. lunrtix uS h.rx! V' tfrtíÍJ .uithnl iiltk.tr tnhvr. ÓW. st>ríJUT/i t'X tihX fot- nim1unn.1l. xerir klri/l «i> Ikifit riðmót .1 finum \t*tð <>x tmn.lu J ttðmtti lenxirt.im ú rnilti vtnnóu “X ti&mútt et nt' X einfitlil, þur nii itddrit cru nutiiti 6 tolí 1 thið ImnJ- rm\i trl t’unnoit- Skð WUIS ‘>pnu\t rn.rt£ir rtyit mnxutcikm vtn \wu iimnxiilcxir <idut. i \íi>nedum \ið líi/curÍMirui htiur kmmð i l/rii uð I.OUIS er t.Hinlnllmx vin ú rtHt.hr fmmtið fmr vr. (itnx't hlutaltrijfaitiui hukkur url HítíUtbrtfm t 'Sofih futát verUt nð hrkku fjftn pcii. Krtktut mú mct pvi fjJt- fntíni 1 hluuibtcfutn Softis skilt betri ur&t cn X<nxur o$$crist. /ii<> rt fni rimttiU t<vU/*ri 5rrn pei in-flsi núnj. OUfi# tnffiX f&**t*.K*t, fcfanfi t' tlrwtfr tjtJji. snerrt Sí X Ihvmi utn velgvn$ni hiullutfu; Vltfii) et um niítrm vsm \c!Jí liifrríð smi iil ig kaufht «•( hluutbtef 1 fehixinu .n; duximt rftir útti hutm iimlritiu t\V£<nr hifrei\i. Xthu$id ’ tukmurkod brífít tr til solu P’horto r XUímjuí't, \*v*rt ótixfw St&jfiur ÍWn SAítÍa.V»t■{ eitjfturváxwrt Ktiu/i ii ItlutúhrCfuiii t Sufth hI. iritir \kuttiif\hUt! KAUPMNC HK ieKXlnerðtrrtjafentwlh Kn*p»**t f Hrtt^f. aftur. Síðasta sumar fóru j að renna tvær grímur á fjárfesta eftir að fréttir i fóru að berast af því að erlend fyrirtæki væru með sams konar hug- búnað í smíðum og væru sennilega komnir lengra en Softis. Fremst j þar í flokki er banda- ríska fyrirtækið Sy- mantec og hefur það þegar sett á markað hugbúnað sem er fært um flest það sem Louis á að geta gert, að sögn heimildarmanns EIN- TAKS sem þekkir vel til AUGLÝSING SOFTIS OG KAUPÞINGS í hugbúnaðargeiran- sem birtist í Morgunbiaðinu 30. apríl á síðasta ári. Þar er meðal artrtars gefið um. Jóhann Malm- dæmi um mann sem seldi bílinn sirtrt og keypti hlutabréf í fyrirtækinu og átti quist, hjá Softis, segir jafrtvirði tveggja bíla dagirtrt eftir. Sá sem hins vegar keypti hlutabréf í Softis fyrir hins vegar ekki um andvirði bíls daginn sem auglýsingin birtist á núna að jafnvirði fimmtungs íhon- sambærilegan hugbún- að að ræða. Þá varð líka bið á að áþreifanleg- ir samningar næðust og trú manna á því að Softis næði miiljónasamn- ingum fór því þverrandi. Þetta leiddi til þess að æ færri fjárfestar sáu ástæðu til að leggja egg sín í körfu fyrirtækisins. Hinn 7. maí var gengið í 30 en næstu mánuði eru ekki skráð nein viðskipti á opna til- boðsmarkaðnum. Það er ekki fyrr en 28. október að næst eru skráð viðskipti og þá á genginu 6,50. Síð- an hefur verið lítil hreyfing með bréfin. Tvær sölur hafa farið fram nú í maí og báðar á genginu 3. Softis lækkar gengið í hiutafjárútboði Stjórnendur Softis áttuðu sig um. greinilega á þessari breyttu stöðu. Þeir höfðu sjálfir selt einhver hluta- bréf á genginu 30 en í hlutafjárút- boði sem stóð yfir frá því í lok ágúst fram undir lok nóvember á síðasta ári voru boðin bréf að nafnvirði 6.000.000 á genginu 6 til hluthafa með forkaupsrétt og genginu 9 til annarra. I þessu útboði seldist 28 prósent af því sem í boði var. Eftir það hefur fyrirtækið selt bréf að nafnvirði 1,1 milljón á genginu 6. Óseld bréf félagsins telja nú 9,5 pró- sent af heildarhlutafénu sem nemur nú 39.000.000. Þótt aðeins hluti hlutabréfa í Softis hafi gengið kaupum og söl- um á opna tilboðsmarkaðnum er ljóst að sveiflur þar endurspegla að verulegu leyti markaðsverðið á hverjum tíma. Fram að þessu hafa selst þar hlutabréf í fyrirtækinu að nafnverði 1.168.227 krónur en sölu- verðið er 14.385.633. Þetta þýðir að meðalgengið á bréfunum hefur verið 12,3. Frávikin eru hins vegar meiri en venja er til þar sem gengið hefur hrunið en ekki sigið og þess vegna eru fleiri sem keypt hafa bréfin á hærra gengi en meðalgeng- ið segir til um og eins lægra. Lang stærsti hlutahafinn í Softis er Radíóbúðin hf. með 30,6% hlut og aðrir stórir hluthafar eru Björn Rúriksson með 5,5%, Jóhann Pétur Malmquist með 4,0%, Víðir Finnbogason 3,8% og Snorri Agnarsson með 3,3%. I dag eiga 256 aðilar hlut í fyrirtækinu.O Jóhann R Malmquist hjá Softis ráðleggur hluthöfum að geyma bréfin Framtíðarhorfumar bjartar JÓHANN P. MaLMQUIST STJÓRNARMAÐUR ( SOFTIS HF. „Það er ekki mitt að skilgreina hvernig opni tilboðsmarkaðurinn hagar sér. Ég á erfitt með skýra hvers vegna gengið fór svona upp og eins hvers vegna það fór niður. “ Stendur og fellur Softis með Louis-hugbúnaðinum? „Já, við gerum það.“ Eru einhverjir samningar um sölu á Louis-hugbúnaðinum í bí- gerð við erlend fyrirtæki? „Já, en stefnan hjá okkur er að skýra ekki frá neinu fyrr en samn- ingar eru undirritaðir.“ Telurðu framtíðarhorfurnar jafn bjartar og áður? „Já, framtíðarhorfurnar eru mjög bjartar. Ástæðan fyrir því að samningar hafa dregist er að það tók lengri tíma hjá okkur að ljúka við vöruna.“ Er hugbúnaðurinn nú fullþró- aður og markaðshæfur? „Já, nú er varan að verða tilbúin. Handbækurnar eru í prentsmiðju og kassarnir utan um hana að verða tilbúnir.“ Symantec hefur sett á markað svipaðan hugbúnað. Eruð þið eldci búnir að missa forskotið á keppi- nauta ykkar? „Nei, okkar vara er íyrir annan markað. Okkar markhópur eru þeir sem vilja setja myndræn við- mót á eldri hugbúnað. Við vitum ekki um neina aðra sem geta boðið jafn góða lausn og við. Það liggur gríðarleg fjárfesting í gömlum for- ritum í heiminum. Sú fjárfesting fer að úreldast þar sem það vantar nú- tíma notendaviðmót. Við getum bætt við myndrænu notendavið- móti sem endurnýjar þessar gömlu fjárfestingar." Verðbréfafyrirtækin segja að hrap á hlutabréfum í Softis á opna tilboðsmarkaðnum sé nánast einsdæmi. Hvernig skýrir þú þetta hrap? „Það er ekki mitt að skilgreina hvernig opni tilboðsmarkaðurinn hagar sér. Ég á erfitt með skýra hvers vegna gengið fór svona upp og eins hvers vegna það fór niður. En ég bendi á að bak við það sem þú kallar hrap eru örfáar sölur og ég held að það séu bara tveir aðilar af tvöhundruð fimmtíu og sex sem hafa selt.“ Má ekki rekja hækkun hluta- bréfanna til yfirlýsinga ykkar for- ráðamanna Softis um að risa- samningar væru í burðarliðnum? „Ég held ekki, heldur hafi ástæð- an verið orðrómur sem var í gangi. Það var ýmislegt í þessum orðrómi sem hafði við rök að styðjast en ekkert sem var fast í hendi.“ Þannig að þú telur að yfirlýsing- ar ykkar hafi elcki haft nein áhrif? „Ég tel að ég hafi ekki gefið nein- ar slíkar yfirlýsingar." Á hvaða gengi hafið þið sjálfir selt hæst? ,M>tli það hafi ekki verið í kring- um þrjátíu.“ En á hvaða gengi hafið þið selt bréf undanfarið? „Á genginu sex.“ Þetta er svipaður munur og á opna tilboðsmarkaðnum. Sýnir þetta hrap elcki tvímælalaust fram á minni tiltrú fjárfesta? „Ég bendi bara aftur á að það yar aðeins um tvo fjárfesta að ræða sem seldu.“ Hvað ráðleggurðu hluthöfum sem keyptu bréf á þrítugföldu nafnvirði? „Að halda bréfunum.“ Koma þeir til með að sjá arð af bréfum sínum? „Ég vona að þeir sjái arð af þeim.“ Hvenær heldurðu að það verði? „Ég vil ekki tjá mig um það.“Q FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.