Eintak

Tölublað

Eintak - 19.05.1994, Blaðsíða 35

Eintak - 19.05.1994, Blaðsíða 35
Kiddi kanína kaupmaður i Hljómalind „Já, og í þær lika svo þeir hætti að ræna kellingar og kalla. “ Siggi sýra „Já, þeir komast i þær hvort eð er. Það er alla vega mín reynsla. Það er þægilegra fyrir alla að þetta sé ekkert feimnismál. Mað- ur hefur séð allan andskotann í þessum málum." Hannes Hólmsteinn tGissurarson \dósent L Ég tel persónu- \lega að menn \eigi að neyta láfengis, tóbaks 'og annarra fíkni- efna á eigin kostnað en ekki annarra. “ Anna Ringsted, kaupkona i Fríðu frænku: „Já, vegna sjúkdómshættunnar." Gunnar Jóhann Birgisson, frambjóðandi D-listans: „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að gefa þær til að minnka áhættu á útbreiðslu hættulegra sjúkdóma eins og lifrarbólgu og eyðni. “ Jón Júlíus Filipusson, fyrrver- andi söngvari i Sogblettum en syngur nú með Niður: „Já, til að koma i veg fyrir glæpi. “ Guðrún Ögmundsdóttir, fram- bjóðandi R-listans: „Já, enda myndi það alls ekki ýta úndir vandamálið. Þetta er bæði spurning um að koma í veg fyrir llfrarbólgu og eyðni. Sprautur eru qefnar sprautusjúklingum á hin- þm Norðurlöndunum þvíþar við- l rkennir fólk vandamálið. Sykur- áýkissjúklingar fá fríar sprautur og c ’ópistar hafa notað sér það. “ © Framtaksmenn hafa kápuna á báðum öxlum í kosningunum © Leiða reykingar til minni bílbeltanotkunar? © Listi ungs fólks flautaður afafótta við að hrifsa fylgið frá R-listanum Iargir gamlir og trygg- ir sjálfstæðis- menn taka engan séns í borgar- stjórnarkosning- unum og styrkja báða listana jöfn- um höndum. Það skiptir þá höfuð- máli að hafa meirihlutann á sínu bandi sérstaklega ef þeir eru með einhvers konar verktakastarfsemi eða önnur viðskipti við Reykjavík- urborg. Þannig hefur heyrst að Bjarni Finnsson í Blómavali, sem sá um garðyrkjuna fyrir Árbæjar- sundlaug, ekki sist vegna tengsla sinna innan Sjálfstæðisflokksins, veiti R-listanum ekki minni stuðn- ing en flokksbræðrum sínum hjá D-listanum í kosningunum í vor... Frammistaða Ólafs Ólafs- sonar, landlæknis, á blaða- mannafundi SÁÁ um sprautufíkla vakti almenna kátínu viðstaddra. Þar dró hann fram könnun upp úr pússi sínu um áhættuhegðan ung- menna á aldrinum 16- 24 ára. Ekki kom fram hvað úrtakið var stórt en þátttakendur voru sundurliðaðir eftir því hvort þeir notuðu áfengi, reyktu daglega, eða notuðu önnur vímuefni. Spurt var í könn- uninni hvort þátttakendur notuðu smokk við skyndikynni, hve oft þeir notuðu bílbelti og hve oft þeir borðuðu morgunmat, en einungis landlæknir veit hvað þetta kemur hættu á útbreiðslu alnæmis meðal sprautufíkla við. Það vakti athygli að þeir sem neyttu áfengis stóðu sig best í öllum málaflokkum en ekk- ert var minnst á þá sem nota enga vímugjafa. Ekki var laust við að forsvarsmenn SÁÁ yrðu einkennilegir á svipinn við þessa framsetningu... Ungt fólk, einkum nemar í MH, höfðu í hyggju að bjóða fram U-lista ungs fólks fyrir borgarstjórnarkosning- arnar en af því varð ekki. í nýju blaði Reykjavíkurlistans, Vorið i Reykjavík, gefur GottskAlk Dag- ur Sigurðarson, sem helst er þekktur fyrir að hafa leikið aðal- hlutverkið í Hvíta víkingnum, þá skýringu að ekki hafi tekist að fá nógu marga á framboðslistann og eins hafi forkólfarnir verið hræddir um að taka of mikið fylgi frá Reykjavíkurlistanum sem flestir þeirra styðji... Deilur í uppsiglingu vegna íramkvæmda við bensínstöð Olís í miðbæ Haínarflarðar Gamli miðbærinn að glata ásýnd sinni Bensínstöðin umdeilda mun rísa á svæðinu fremst á myndinni. Eins og sjá má verður stöð- in, sem er hin nýtískulegasta, nánast i hlaði Sjóminjasafnsins (fyrir miðri mynd). Hafist var handa við að grafa fyr- ir grunni nýrrar bensínstöðvar Olís við Vesturgötuna í Hafnarfirði síð- astliðinn föstudag. Upphaflega var gert ráð fyrir að lítil stöð leysti þá eldri af hólmi sem hefur lengi stað- ið þarna niður við sjóinn. Að sögn Bjarna Snæbjörnssonar, full- trúa Sjálfstæðisflokksins í skipu- lagsnefnd bæjarins, samþykkti nefndin minni stöð en nú er verið að reisa. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti hins vegar að leyfa stækkun hennar. Samkvæmt fyrirliggjandi teikn- ingum á að vera mikið þak eða skyggni yfir stöðinni sem er þyrnir í augum margra Hafnfirðinga, sem annt er um að yfirbragð gamla bæj- arins haldi sér. En bæjarstjórn hef- ur beint þeim tilmælum sínum til Olís að skyggnið verði minnkað. Miklar deilur stóðu á síðasta ári vegna byggingar stórrar verslunar- samstæðu í miðbænum og töldu andstæðingar framkvæmdanna að hún eyðilegði svipmót miðbæjar- ins. Nokkrir Hafnfirðingar sem EINTAK ræddi við vegna fram- kvæmdanna við bensínstöðina, sögðu að svo virtist sem stjórnend- ur bæjarins kærðu sig kollótta um gömlu byggðina sem væri einkenni hans. Skipulag frá 1982 gerði ráð fyrir að uppbygging miðbæjarins mið- aðist við að draga fram ásýnd gömlu byggðarinnar. Gert var ráð fyrir fallegu torgi með styttu þar sem nú er umferðartorg. Áhersl- urnar hafa því gjörbreyst. Stórt og mikið verslunarhús, nútímaleg bensínstöð og umferðartorg eiga eftir að setja mestan svip á miðbæ Hafnarfjarðar í framtíðinni. Bent hefur verið á þá þversögn að miklum tíma og fjármunum hefur verið varið til þess að kynna Hafnarfjörð sem ferðamannabæ en á sama tíma séu reist mannvirki sem skyggi á gömlu byggðina sem sé eitt helsta aðdráttarafl bæjarins. Þá gleymdist í þessu skipulagi að gera ráð fýrir stæðum fyrir rútur þannig að ferðamenn eigi greiðan aðgang að veitingahúsinu A. Han- sen, Sjóminjasafninu og fleiri ferðamannastöðum í nágrenninu. Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri, segir að Olís eigi ekki annarra kosta völ en að fara að tilmælum bæjar- stjórnarinnar og minnka skyggnið. Hann hefur ekki áhyggjur af því að bensínstöðin skyggi á gömlu húsin. „Þessi stöð á ekki að skyggja neitt á húsin, sjónarhornið er þannig. Ég vildi að þessi bensínstöð væri í miðbænum og það var þverpólitísk samstaða um það. Ég held að það hafi bara einn bæjarfulltrúi verið á móti.“ Bæjarstjórinn er ósammála því að hafnfirska kringlan og bensín- stöðin verði lýti á miðbænum. „- Þvert á móti. Kringlan á eftir að laða fólk í miðbæinn og þetta er lið- ur í því að gera bæinn sjálfum sér nógan þannig að ekki þurfi að leita út fyrir hann til að sækja þjónustu.“ Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar, segir hins vegar að honum þætti bensínstöðin óþarflega stór fyrir sinn smekk. „Það hefði mátt hugsa þetta betur gagnvart ferðamönn- um.“ Samkvæmt heimildum EIN- TAKS hafa komið upp hugmyndir um stofnun hliðstæðra samtaka í Hafnarfirði við Torfusamtökin í Reykjavík sem tókst að bjarga Bernhöftstorfunni á sínum tíma. Þykir ýmsum að nú sé nóg komið af framkvæmdagleði kratanna í miðbæ Hafnarfjarðar.© ÉQ VEIT ÞAÐ EKKI EFTIR HALLGRlM HELGASON TÆKI VIKUNNAR Rauði hakariinn Tæki vikunnar er að hluta til æðsti draumur hraða- fíkla og að hluta til dauða- ósk. Það nefnist Rauði há- karlinn og er að öllum lík- indum hraðskreiðasta vél- hjól heimsins. Vélhjólið er árangur samvinnu Fritz Egli, sem áríð 1986 hannaði það sem þá var hrað- skreiðasta tæki á tveimur hjólum, og svissneskra hönnuða. Hjólið er knúið áfram af breyttri fjögurra strokka, 300 hestafla Ka- wasaki vél sem koma á því á yfir 400 km hraða á klukkustund. Ökumaður vélhjólsins verður að liggja flatur á hjólinu innan í yfir- byggingu þess sem helst má líkja við líkkistu með glugga. Nú mun leitað að ökumanni til að reynsluaka fyrirbærinu á fullum hraða og tækið því ekki komið á almennan markað enn. 0 Suðurnesjabœr, Snœfellsbœr, Vesturbyggð... Ég veit það ekki. Hvað eru menn að pæla? Hvað er eiginlega að gerast heima á gömlu Fróni? Þær fregnir berast nú annað slagið hingað til gömlu klassísku landanna í Evrópu að fslendingar séu óðir í önn að skíra upp alla staði á landinu. Keflavík er orðin Suðurnesjabær og Patreksfjörður Vesturbyggð. Ólafs- vík og Hellissandur Snæfellsbær! What’s going on? spyr fávís maður fjarverandi. Maður var að vísu búinn að sætta sig við að landsbyggðarliðið væri fyrir löngu búið að glata öllum sínum menningararfi og öllum sín- um þjóðlega innblæstri, en sæti bara túberað á nábleikum jogging- gallanum og sogblöðkutöflunum með Löwenbrau fyrir framan víd- eóið. Það væru bara nokkrir skeggj- aðir menn með gleraugu í höfuð- borginni sem sæu um að viðhalda gömlum þjóðlegum siðum, tung- unni hreinni, og örnefnunum á sínum stað. En nú hefur lýðræðið tekið af þeim völdin. Mér skilst þó að íbúarnir hafi í fyrstu sýnt fánalit og valið skikkan- leg nöfn á sína staði í atkvæða- greiðslu, en sveitastjórnarmenn hins vegar ekki tekið mark á því. Afsakað sig með því að pappírinn á kjörseðlunum hafi verið of þunnur. Ætli nærtækari skýring á nafngift- unum sé þó ekki sú að kjósendurn- ir hafi verið of þunnir. Kannski of margir bjórar með vídeóinu. Menn detta varla niður á slík snilldarnöfn eins og „Undir Jökli“ öðruvísi en þeir séu með dúndrandi timbur- menn, nema þá að þeir séu blind- fullir. Sveitastjórnarmenn, sem eru nú almennt ekki merkilegur pappír (þó sæmilega þykkur sé), hundsa svo þessi fínu nöfn til þess eins að fletja sínar víkur og firði út í „bæi“ og „byggðir". Hvimleið þróun sem hófst þegar snobbhausarnir í Garðabæ vildu losna við hrepps- ómaga-stimpilinn og sveitamenn- irnir í Mosfellsveit vildu verða bæjarlegir. Sjálfsagt ekki langt að bíða þess að Bessastaðahreppur verði „Bessastaðabær" eða bara „Bessabær". „Undir Jöldi“ var elcki galið, dá- lítið póetískt, þó „Kristnihald undir Jöldi“ hefði óneitanlega verið betra. Þá hefði líka verið hægt að gæta samræmis og nefna Suðurnesjabæ- ina „Utan Vallar“ og Vestfjarða- byggðina einfaldlega „Útá Landi“. Þorpin á Suðurlandi gætu svo sam- einuð orðið „Fyrir Austan Fjall“. En fyrst menn ólmir vilja „bæj- ar“-nöfn, væri nærtækara að láta Keflavík heita „Bæbær“. Það eru hvort sem allir að fara þaðan. Svo bíður maður bara eftir því að ísa- fjörður, Flateyri og Súðavík verði „Vesturbær'1. Lífið verður þá að minnsta kosti einfaldara fyrir Jón Baldvin. Þá gefur augaleið að Skagaströnd og Blönduós verði „Kántríbær" þegar kemur að sam- einingu þar. Grindavík og Sand- gerði „Bláalónsbær". Liðin er sú tíð er nýefni voru frumleg og reisuleg. Surtsey hefði sjálfsagt fengið nafnið „Gosey", „Sæey" eða bara „Perlan" ef hún hefði risið af sjávarbotni í dag. Þá voru enn til menn með innblástur sem tóku af skarið og skírðu hluti upp á sitt einsdæmi án þess að spyrja lýðinn. Það bjargaði Surtsey að engir voru þar íbúarnir til að fá að velja nafnið. Lýðræði er til lítils í svona mál- um og samþykktir bæjarstjórna enn verri. Maður á vonandi aldrei eftir að venjast því að taka flugið heim til „Suðurnesjabæjar" og lenda á „Suðurnesjabæjarflugvelli". Frá PAR til SUÐ. Nafhið suðar hrein- lega í eyrum manns. Ég skora á fólk að nota ekki þessa flatneskju og vona að hvorki Póstur og sími né Vegagerð ríkisins lúffi ekki og láti merkja vegi og umslög hinum nýju nöfnum þó sjálfsagt væri það „bæjar“- stjórunum til mátulegrar háðungar. „Undir Jökli“ var ekki galið, dálítið póetískt, þó „Kristnihald undir Jökli“ hefði óneitan- lega verið betra. Þá hefði líka verið hœgt að gœta samrœmis og nefna Suðurnesjabœina „ Utan Vallar“ og Vestfjarðabyggðina einfald- lega „ Útá Landi“. Þorpin á Suðurlandi gœtu svo sameinuð orðið „Fyrir Austan Fjall“. FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1994 35 0 FAXMYND HH

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.