Eintak

Tölublað

Eintak - 19.05.1994, Blaðsíða 36

Eintak - 19.05.1994, Blaðsíða 36
Hvernig líst þér á EIN- TAKá mánu dög- um? Illa. Ég ætla sko ekki að fara rífa mig upp á mánu- dagsmorgn- um til að mæta hér á baksíðuna. © Pólitískur titringur út afheimildamynd © Frammarar leita liðstyrks SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON, dagskrárstjóri Ríkissjón- varpsins, er að kynnast því þessa dagana að á kosningaári eru allar ákvarðanir hans skoð- aðar víða með pólitískum aug- um. Þannig hafa kratar í Hafnar- firði haft samband við hann í hrönnum og spurt af hverju heimildamynd um listahátiðina í Hafnarfirði sem haldin var í fyrra hafi verið felld út af dagskránni. Málið er að mynd þessi var ekki á dagskrá Sjónvarpsins á næst- unni en kom til greina til að fylla upp í skarð sem myndaðist óvænt í dagskránni annan í hvítasunnu þegar Dagsljós datt út. Við nánari skoðun voru nokkrir aðrir þættir sem brýnna þótti að sýna á undan og urðu Músiktilraunir fyrir valinu. Kratar í Hafnarfirði telja hins vegar að þarna sé um pólitískar ofsóknir að ræða í sinn garð... rammarar eru mjög uggandi um sinn hag eftir slæmt gengi liðsins í vorleikjunum. Marteinn Geirsson er tekinn við af Ásgeiri Sigurvinssyni sem hætti eftir síðasta sumar þrátt fyrir að samningur hans væri að- eins tæplega hálfnaður. Liðið missti alls ellefu leikmenn en hef- ur fengið níu menn í staðinn en þó vegur sá mannskapur sem farinn er þyngra. Frammarar leita nú logandi Ijósi að liðsstyrk fyrir komandi átök og fregnir úr Safa- mýrinni herma að viðræður séu hafnar við Guðmund Torfason sem nú hefur fengið frjálsa sölu frá skoska liðinu St. Johnstone. Þegar hann lék síðast með Frömmurum skoraði hann 19 mörk í 18 leikjum... íslendingar fá aðgang að 800 miiljarða króna rannsóknar- og þróunarsjóði ESB íslendingar eru að missa af lestinni Fréttir 2 Er atvinnubótavinnan nauðungarvinna? 4 Landlæknir vill gefa sprautur til eit- urlyfjanotenda 6 Verð hlutabréfa í forritunarfyr- irtækinu Softis hríðfellur 9 Tvö komin í hungurverkfall vegna forræðismála 14 Gagnrýni yfirlögregluþjóns og sakadómara haldið leyndum í Guðmundarmálinu 35 Bensínstöð byggð á við- Segir Friðrik Sigurðsson, formaður Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja. kvæmum stað í Hafnarfirði Með EES-samningnum munu íslendingar fá aðgang að 800 millj- arða króna rannsóknar- og þróun- arsjóði Evrópusambandsins. Varið verður tæpum 10 milljörðum Evrópumyntarinnar ecu til þessa verkefnis og verður þeim úthlutað í formi styrkja til stofnana, háskóla og fyrirtækja. Lítið hefur verið gert til að kynna málið hérlendis og þá möguleika sem opnast með fyrr- Ég hef stundum verið að velta því alvarlega fyrir mér að skera tíma- bundið niður mina takmörkuðu drykkjupeninga og kaupa hluta- bréfí arðvænlegu nýsköpunarfyr- irtæki. Þannig myndi ég leggja mitt afmörkum til að rétta við hallann á þjóðarskútunni og styrkja unga og dáðmikla athafna- menn til þess að byggja upp þjóð- félag sem getur séð vel fyrir sínum í ellinni. Ég hlýt einhvern tíma að verða gamall, eins og allir aðrir. Þjóðhollustan geturþó ekki ein ráðið för þegar einstaklingar reyna að ávaxta sitt pund eftir bestu getu. Hagur minn fælist auðvitað i því að þegar ég kæmist á eftirlaun myndi arðurinn af fjárfestingunni belgja út veskið og þá gæti ég boðið félögum mínum, sem verða ofar moldu, upp á glas sem ég hef ekki verið þekktur fyrir fram að þessu. Nú er ég hins vegar feginn að hafa aldrei látið glepjast til þess arna. Það kemur nefnilega æ ofan í æ i Ijós að þegar arðurinn á að fara að skila sér þá viðurkenna menn mistök sin og reyna að telja okkur fátæka og fávísa á það að leggja aurana okkkar i nýja og stórkostlega hugmynd sem á jafn- vel að bæta okkur upp tapið af síðasta ævintýri. Ég prísa mig þvi sælan að vera hvorki dáðmikill né athafnasamur. Á meðan er ekki hægt að álasa mér fyrir að sökkva þjóðarskútunni. Lalli Jones. greindri áætlun. Það er Rannsókn- arráð ríkisins sem hefur málið á sinni könnu og segir Vilhjálmur Lúðvíksson formaður ráðsins, að það sé áhyggjuefni að íslendingar muni missa af fyrsta útboðinu á styrkjum í ár en það fer fram í haust. Friðrik Sigurðsson, for- maður Samtaka íslenskra hugbún- aðarfyrirtækja, er ósáttur við hvernig haldið hefur verið á málum og segir að SÍH hafi áhyggjur af því að hagsmuna íslendinga hafi ekki verið gætt sem skyldi. Friðrik segir að ekki hafi verið nægilegt samráð á milli þeirra sem að málinu koma og kynningarstarf vegna hugsanlegrar þátttöku í verk- efnum á vegum þessa sjóðs ESB. „Þessi rammaáætlun er þegar farin af stað með nokkrum forverkefn- um og íslendingar hafa misst af lestinni hvað þau varðar,“ segir Friðrik. íslendingar munu leggja til 90 milljónir króna á ári í sjóðinn eða samtals 360 milljónir króna og segir Vilhjálmur að stefnan sé að fá að minnsta kosti þá upphæð til baka í formi styrkja. Vilhjálmur segir að rammaáætl- uninni verði skipt niður í 12 undir- áætlanir og muni íslenskur fulltrúi verða í hverri þeirra og miðla upp- lýsingum til þeirra sem áhuga hafa á að sækja um. ísland, og önnur EFTA-ríki, eigi ekki sjálívirkan að- gang að þessu fjármagni heldur verði að semja sérstaklega um þátt- töku EFTA- ríkjanna og verði farið í það mál á næstunni. „Meginlínur munu skýrast á næstunni enda á þetta allt að liggja ljóst fyrir í lok júní,“ segir Vil- hjálmur. „Þá munum við halda fundi með þeim markhópum sem áhuga hafa á því að sækja um styrki." VOR í LOFTI Það hefur verið einskært blíðviðri undanfarna daga á meðan starfsmenn EINTAKS hafa undirbúið útgáfu mánudagsútgáfunnar. Það er vorilofti. Starfsmenn EINTAKS vona að það sé táknrænt fyrir nýtt blað á mánudags- morgnum. EINTAK kemur næst út strax eftir helgi Og síðan alltaf tvisvar í viku; jafnt á mánudögum sem fimmtudögum. Eftir helgina, daginn eftir annan í hvítasunnu, mun mánudagsútgáfa EINTAKS líta dagsins Ijós. Eftir það mun blaðið koma út tvisvar í viku; á fimmtudögum eins og áður en jafnframt á mánudagsmorgnum. Þetta verður í fyrsta sinn sem blaðalesendum er boðið upp á morgunblað á mánudögum frá þeim tíma sem Mánudagsblaðið sáluga hætti útkomu á áttunda ára- tugnum. Mánudagsútgáfa EINTAKS mun hafa nokkuð annan svip en fimmtudagsblaðið. Baksíðan verð- ur lögð undir íþróttir á mánudög- um og veglegur íþróttapakki mun ná langt fram eftir blaðí. Blaðið mun því í raun hafa tvær forsíður. Annars vegar fréttaforsíðu að fram- an og hins vegar íþróttafréttasíðu að aftan. Þar sem mánudagsblað EIN- TAKS verður fyrsta blaðið sem kemur út eftir helgar mun það að sjálfsögðu verða fyrst með fréttír helgarinnar; bæði almennar fréttir og eins íþróttafréttir. Blaðið mun jafnframt taka mið af því að það kemur út á fyrsta virka degi vikunnar. Það verður því hraðara en fimmtudagsblaðið. Mánudagsblaðið er frekar ætlað til lesturs á útgáfudeginum sjálfum á meðan fimmtudagsblaðið dugir lesendum sínum langt fram á helg- ina. Auk almennra frétta- og íþrótta- frétta verða í mánudagsblaðinu fréttir og gagnrýni af menningar- viðburðum helgarinnar, greinar um mannlíf, viðtöl, fréttaskýringar og ýmislegt skemmtiefni. Fyrsta mánudagsblað EINTAKS kemur út strax eftir hvítasunnu- helgina, eða þann 24. maí. Þrátt fyr- ir að það sé þriðjudagur var það mat aðstandenda EINTAKS að það væri sérdeilis góður dagur til að hefja útgáfuna. Mánudagsblaðið verður selt á sama verði og fimmtudagsblaðið, eða á 195 krónur. Áskrift að báðum blöðunum kostar 1.200 krónur á mánuði. Það er einmitt von að- standenda EINTAKS að þeir sem sakna lesefnis við morgunverða- borðið á mánudögum taki blaðinu fagnandi. 0 Verð kr. 39,90 mínútan Vilhjálmur nefnir að fyrirtæki hafi hingað til ekki sýnt því rnikinn áhuga að sækja um styrki til rann- sóknar- og þróunarstarfa. Það hafi einkum verið skólar og opinberar stofnanir, eða menn á siikum stöð- um, sem sótt hafi um styrki. í máli hans kemur fram að Islendingar hafi í auknum mæli tekið þátt í evr- ópsku samstarfi á sviði vísinda og tækni og náð þar góðum árangri. Hingað til hafi þeir tekið þátt í rammaáætlun ESB á grundvelli einstakra verkefna. íslendingar hafa fengið aðild að tólf verkefnum þar sem hlutur Islands er áætlaður vera 3,2 milljónir ecu eða um 256 millj- ónir króna. Meðal þess sem komið hefur ver- ið á iaggirnar í tengslum við rammaáætlun ESB er Evrópunefnd Rannsóknarráðs. Hefur hún starfað um eins árs skeið og haldið fundi annan hvern mánuð þar sem fyrir- hugað samstarf hefur verið til um- ræðu. Einnig stendur til að koma á fót kynningarmiðstöð. Gestur Bárðarson hjá Tækni- garði, sem sæti á í Evrópunefnd- inni, segir að þegar sé búið að sam- þykkja að setja upp kynningarmið- stöð hérlendis. Miðstöðin verður líklega staðsett í Tæknigarði en eftir eigi að móta starfsemi hennar. í Evrópu hefur þegar verið komið á fót tæplega 30 slíkum kynningar- miðstövum. I þeim er meðal annars hægt að fá tengingu við gagna- banka þar sem fyrir liggja upplýs- ingar um það sem til stendur í rannsóknum og niðurstöður úr þeim sem þegar er lokið. Að auki hafa þessar miðstöðvar gefið út fréttabréf, haldið námskeið og kynningar, og leiðbeint áhugasöm- um um hvar og hvernig þeir geta sótt um styrki. O AUSTURSTRÆTI ÞÓRPARHÖFÐA1 SÍM117371 SÍMI 676177 Vandað vikublað á aðeins 195 kn Viðtðl 20 Sigurður Bjóla: Stuðmaður- inn sem gekk inn í kuldann Greinar 16 Hversu góður skóli er Leikiistar- skólinn? 22 Kommúnu- hipparnir horfa aftur 24 Hryllingsljósmyndarinn Joel- Peter Witkin Fólk 26 Hammondspuni Guðmundar Péturssonar 2? Ari í Ögri bætist í hóp baranna 27 Rúnar Júlíusson í kompaníi með Þór Eldon og Dr. Gunna 28 Hugsanir Hrafnhildar 28 Upptökur á Þið munið hann Jörund - 30 Hattakonan Fríður Guð- mundsdóttir 33 Listrænn bænaklefi og brunaliðsíbúð Krítík Backbeat ★ ★ Gestir og gjörningar í Kántríbæ ★ ★★★ Blur ★ ★★★ Nas ★ Roxette ★ ★★ 5-hópurinn Laugardalslaugin ★ ★★ „Passaðu þig á að setja ekki fullorðinspening í litlu barnaskápana. Þú lítur út eins og auli þar sem þú stendur varnarlaus á typp- inu og getur ekki lokað skápnum." Páll Ásgeirsson um Laugardatslaugina.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.