Eintak - 19.05.1994, Blaðsíða 31
gun
Hin týpís
fyrstu afb
jarðaförín hefst
grátandi um að
í síðustu
breska popt
ífínu einkaþotunni
í músíkblöðunum og p
gefa risalager af plötu
Siónvarp
SIGURJÓN KJARTANSSON
Kond’í kántríbœ!
Gestir og gjörningar 1 KántrIbæ
RIkissjónvarpinu
★ ★★★
Það eru sennilega liðnar röskar
sex vikur frá því að þessi lokaþáttt-
ur Gesta og gjörninga var sýndur.
En ástæðan fyrir þvi að ég hef beðið
svona lengi með að skrifa um hann
er sú að það krefst natni og ná-
kvæmra vinnubragða að ætla sér að
skrifa um þátt sem þennan. Langar
yfirsetur yfir myndbandstækinu
eru nauðsynlegar þar sem spólað er
fram og til baka og hvert smáatriði
er skoðað gaumgæftlega.
Kántríbær á Skagaströnd var
sumsé viðkomustaðurinn í þetta
sinn og það var kannski þess vegna
sem þátturinn var svona frábær, en
þó mátti sjá að stjórnendur lögðu
sitt af mörkum. Það var til dæmis
vel til fundið hjá þeirn að fá banda-
ríska kántrídansara frá Keflavíkur-
herstöðinni til að skemmta. Frá-
bært stuð! Hinir innfæddu grínarar
voru einnig ljóntandi góðir, hvort
sem um var að ræða bargrínið eða
Willie og Dolly, hreint ilmandi
fyndið alveg. Kántríkóngurinn
Hallbjörn var þarna fremstur með-
al jafningja og fór á kostum að
vanda, síðhærður og lokkaprúður
eins og sönnum kóngi sæntir. I
þetta skiptið tókst Gestum og
gjörningum að gera eitthvað meira
en að sýna misgóð skemmtiatriði
frá mismerkilegum kráni í Reykja-
vík, því að þessi þáttur er ekki síður
merkileg heimild um Hallbjörn og
hans ómetanlega kántríframtak,
heldur en myndin sem Friðrik Þór
gerði fyrir tíu árum Kúrekar norð-
ursins. Og þar sem að þessi kon-
ungur íslensks kántrís er fyrir löngu
orðinn goðsögn í lifenda lífi, þá
verður þessi þáttur að sjálfsögðu
færður á spjöld sögunnar. Meira
kántrí! 0
Myndlist
GUÐBÉRGUR BERGSSON
Jaðarveila
5-HÓPURINN
__________Hafnarborg__________
Menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar heldur um þessar
mundir athyglisverða sýningu á
myndlist 5-hópsins frá Þrándheimi
í Noregi. Henni fylgir snotur sýn-
ingarskrá, hvað útlitið varðar. Ég
veit ekki hvort hún sefar katalóka-
sjúka gagnrýnendur, en líklega lífg-
ar hún þá, sent hafa gaman af að
lesa „sögulegt yfirlit" um hópinn á
léttgeggjaðri íslensku.
Á lista yfir verkin stendur: „Sýn-
ingin er fjármögnuð af norska
menntamálaráðuneytinu og er
framlag Noregs til hátíðarhaldanna
í tilefni af fimmtíu ára afmæli ís-
lenska lýðveldisins". Svo þetta er
vegleg sýning; og geri þeir það bet-
ur gaurarnir á íslandi!
Málaralistinni í Þrándheimi
svipar til fslenskrar málaralistar eft-
ir stríðið. Hún einkennist af vilja
listamanna til verksins, en þanka-
gangur þeirra og þjóðarandinn
leyfa ekki að lengra verði náð.
Hvarvetna blasa við þokkaleg tak-
^ILai
Laugardalnum eru allirjafn- i
réttháir. Laugardalurínn er n
nokkurs konar höfuðbækistöð U
klórfíklanna, hið opinbera
andlit íslands í hreinlætismál-
um og útbreiddri sundmennt.
Hér s.tóð Steingrímur Her-
mannsson, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, á skýlunni um árið
og sagði erlendum frétta-
mönnum að hann tryði á
álfa, meðan vatnssósa
fastagestir húktu í
gufumekkinum
í baksýn."
mörk þjóðar og manns. Milli mál-
aranna og kjarnans í hugsun og
tjáningu þeirra hefur verið reistur
glerveggur þar sem myndin skín í
gegn, en upprunaleikinn er lokaður
í glerbúrinu, dirfska listamannsins
við að umgangast sjálfan sig. Hér
vantar getu til að skilgreina eigið
umhverfi, í bland við það, að hakka
í sig heiminn, melta hann í heima-
haganum og kúka síðan árangrin-
um á hundaþúfuna, hvað sem líður
lykt og fussi samborgaranna.
Listamennirnir í 5-hópnum
gerðu á sínum tíma þá tegund af
uppreisn sem leiðir jafnan til lang-
varandi sátta. Verk þeirra eru þess
vegna ekki samin með borgaraleg-
um glæsibrag, heldur þokka jaðar-
veilunnar. Skrif listfræðinganna í
sýningarskránni eru í sama dúr,
upphafm og innantóm, með tals-
verðri upptalningu á „frægum list-
málurum“ sem 5-hópurinn hefur
orðið fyrir áhrifum frá. Þorskarnir í
Þorskafirði vilja ekki synda einir og
rekja því ættir sínar til stórhvala og
halda að það sé heimsmennska.
Helsta vandamál menningar á
jaðarsvæðum er, hvað þeir sem
iðka hana hafa vafasama og háværa
oftrú á sjálfum sér. Þannig fara al-
gildu hliðarnar á heimahögunum
fram hjá þeini. Þeir sanka að sér
efni úr hinum stóra heimi, án þess
að kunna að vinna úr þekkir.gu
sinni. Þeir koma því auðveldlega
upp um sig, eru ófærir um að gera
hið aðfengna ósýnilegt og eðlilegt,
matreiða það með olíu og litum
þannig, að engum dytti annað í hug
en rétturinn á striganum sé eftir
kokkabók nemandans, ekki kenn-
arans.
Á sýningunni má rekja uppruna
verkanna, ekki til umhverfis málar-
anna, sálarlífs þeirra, heldur þess
sem er lært undir próf.
Þannig eru aðferðir ntanna og
þjóða sem vilja sigra heiminn með
víkingslegu áhlaupi, en falla á nú-
tímalegri óþolinmæði og verða spá-
menn í heimalandi sínu, eftir hæfi-
lega róttækt spark í Báknið, til að
ferðast að lokum nær dauða en lífi
á vegum þess. 0
Popp
ÓTTARR PROPPÉ
SWEET
endurholdgaðir?
Blur
Parklife
★★★★
Breska popppressan er sú
gróskumesta í heimi og tónlistarlíf-
ið fer skiljanlega ekki varhluta af
henni. Fylgikvillinn vill verða sá að
leitin að nýjustu stjörnunum ber
tónlistina ofurliði. Eins og saga
Sykurmolanna sýnir er breska
pressan í þvi að uppgvöta messías,
helst nýjan í hverri viku. Svo er sá
hinn sami jarðaður í næsta tölu-
blaði. Hin týpíska breska popp-
stjarna er rétt búin að borga fyrstu
afborgun í fínu einkaþotunni sinni
áður en jarðarförin hefst í músík-
blöðunum og plötusalar slást grát-
andi um að gefa risalager af plötu
ársins, frá því í síðustu viku. Blur er
sjaldgæfur fugl í popplífi Breta
þessi árin. Þessi hljómsveit hefur
fengið að gefa út tvær plötur í ról-
egheitum og er enn í náðinni þegar
þriðja platan, Parklife, kemur út.
Hér er afar gullfalleg poppplata á
ferðinni. David Bowie kemur upp
í hugann eins og oft þegar hlustað
er á nýlegar plötur frá Englandi. En
Parklife stendur út úr Bowieþvög-
unni með því að vera ekki ljósritað
afrit af Ziggy Stardust meistarverk-
inu. Á þessari skífu úir allt og grúir
af léttum dillandi lögum fyrir unga
jafnt sem aldna. Ef útvörp lands-
manna breytast ekki í Blurvörp í
sumar má mikið vera. Reyndar hef-
ur slagarinn Girls & boys lieyrst
mikið upp á síðkastið og fleiri lög
eiga eftir að sigla í kjölfarið. Blur er
einsdæmi í því að hafa fengið að
þróa sig upp í að verða popparar
par excellence á meðan breski vin-
sældalistinn er eins og ritgerð í
djúpsjávarlíffræði. Á áttunda ára-
tugnum komust hljómsveitir upp
með að gefa út fjórar, fimm rándýr-
ar plötur áður en lýðhyllin lét kræla
á sér. 1 dag er sjaldgæft að popparar
fái séns ef fyrsta platan fer ekki
beint inn á vinsældalista, hvað þá
fleiri sénsa en einn. Food útgáfan á
heiður skilinn fyrir að standa við
bakið á Blur. Húrra! Og ekki er
verra að hafa mynd af Matta Hem-
stock á bakhlið umslagsins. O
Bíó
JÚLÍUS KEMP
Fimm bítlar en engin
blómabörn
Backbeat
HáskólabIöi
★★
Bítlamyndin Backbeat gerist í
Hamborg og Liverpool á þeim tíma
þegar Bítlarnir votu að byrja sinn
feril og spiluðu á pöbbum og nekt-
arbúllunt. Myndin íjallar um flmm
unga menn í hljómsveit og fjóra af
þeim sem eiga sér þann draum
heitastan að slá í gegn. Backbeat er
sett upp á dramatískan hátt eins og
margar aðrar rnyndir sem fjalla um
svipað efni, eins og til dæmis The
Commitments. Gallinn er bara sá að
Backbeat verður aldrei spennandi
vegna þess að allir þekkja sögu Bítl-
anna. Það er þess vegna sem ekki er
fókusað á sögu Bítlanna heldur
sögu fimmta bítilsins, Stu Sutclif-
fe, og Astrid Kirchherr ljós-
myndara sem kynntist strákunum á
þessum árum.
Einhvern veginn fannst mér
samband þeirra Stu og Astrid ekki
vera gert nógu spennandi til þess að
bera þessa nrynd uppi. Það sem
vantar þó tilfmningalega mest í
myndina er tilfmning fyrir tíman-
unt sem sagan gerist á. Þessi tilfinn-
ing þarf að komast til skila mynd-
lega, hvort sem það er gert með
gömlum fréttamyndum eða þá
með kvikmyndatækni sem þekktist
á þessum tíma. Ég veit ekkert um
leikstjóra myndarinnar en ég er viss
um að þessi mynd hefði verið
helmingi betri ef Oliver Stone
hefði leikstýrt henni. Þrátt fyrir
ljósa galla er Backbeat hvalreki á
fjörur allra Bítlaáhugamanna,
ungra sem aldinna. 0
Sund
PÁLL ÁSGEIRSSON
Sósíolískt sund
Laugardalslaugin
★★★
Ég rakst á Kristin Gunnarsson,
alþingismann, í Laugardalslauginni
um daginn. Kristinn stökk á mig og
heilsaði mér með þeirri yfirborðs-
kenndu, alþýðlegu alúð sem þing-
menn einir geta sýnt væntanlegum
kjósendum. Ég sagði honum ekki
að nú væri ég á kjörskrá í Mávahlíð
en dáðist að því hvað hann væri
flottur í tauinu. En svo fór ég að
hugsa um það hve alþýðleiki hans
rímaði dásamlega vel við allt yfír-
bragð Laugardalslaugarinnar og
gerði honum eiginlega ókleift að
fara sannfærandi í aðra sundlaug.
í Laugardalnum eru allir jafn-
réttháir. Laugardalurinn er nokk-
urs konar höfuðbækistöð klórfíkl-
anna, hið opinbera andlit íslands í
hreinlætismálum og útbreiddri
sundmennt. Hér stóð Steingrímur
Hermannsson, fyrrverandi for-
sætisráðherra, á skýlunni um árið
og sagði erlendum fréttamönnum
að hann tryði á álfa, meðan vatns-
xJSkrif listfræðinganna
í sýningarskránni eru í
sama dúr, upphafin og
innantóm, með tals-
verðri upptalningu á
„frægum listmálurum“
sem 5-hópurinn hefur
orðið fyrir áhrifum frá.
Þorskarnir í Þorska-
firði vilja ekki synda
einir og rekja því ættir
sínar til stórhvala og
halda að það sé
heimsmennska. "
,Hinir innfæddu grín-
arar voru einnig Ijóm-
andi góðir, hvort sem
um var að ræða bar-
grínið eða Willie og
Dolly, hreint ilmandi
fyndið alveg. Kántr-
íkóngurinn Hallbjörn
var þarna fremstur
meðal jafningja og fór
á kostum að vanda,
síðhærður og lokka-
prúður eins og sönn-
um kóngi sæmir."
iJEkki er fókusað á
sögu Bítlanna heldur
sögu fimmta bítilsins,
Stu Sutcliffe, og Astrid
Kirchherr Ijósmyndara
sem kynntist strákun-
um á þessum árum.
Einhvern veginn fannst
mér samband þeirra
Stu og Astrid ekki vera
gert nógu spennandi
til þess að bera þessa
mynd uppi."
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994
31