Eintak - 19.05.1994, Blaðsíða 24
Fáir listamenn eru jafn umdeildir og bandaríski
Ijósmyndarinn Joel-Peter Witkin. Hann sópar að sér
verðlaunum jafnt sem fyrirlitningu hvert sem hann fer en myndir
hans kosta allt að tveimur milljónum króna. I tilefni listahátíðar
mun hann sýna forboðna sjónvexti á Mokka við Skólavörðustíg og
hér bregður eintak Ijósi á þennan gest sem á örugglega eftir að
vekja eftirtekt og umtal hér á landi sem annars staðar.
Med augafyrr
MNU PORBODNA
Föstudaginn 3. júní opnar sýning
á Mokka í tengslum við listahátið á
verkum bandaríska ljósmyndarans
Joel-Peter Witkin. Sýningin er
skipulögð af Hannesi Sigurðssyni
listfræðingi í samráði við ljósmynd-
arann og Pace/McGill galleríið sem
er eitt af virtustu galleríunum í New
York.
Witkin er 54 ára og með frægustu
ljósmyndurum innan listageirans í
dag og sópar að sér verðlaunum og
fyrirlitningu hvert sem hann fer.
Hann segir að ekki vaki fyrir sér að
valda hneyksli heldur kýs hann frek-
ar að líta á list sína „sem umhyggju
fyrir hinum vanelskuðu, afbrigði-
legu og útskúfuðu," eins og hann
orðar það. Witkin telur að þessi
umhyggja knýji sig til að sýna feg-
urð þeirra, varnarleysi og angist og
með því göfgi hann þjáningu þeirra
og í framhaldi af því þjáningu okkar
allra. Hannes segir í fréttatilkynn-
ingu um sýninguna að vera megi að
þetta hljómi hégómlega fýrir suma
en skoðun hans sé sú að Witkin sé
„ekki betri eða verri en hver annar
tískuljósmyndari er gerir sér mat úr
lappalöngum horkvendum með
skurðhækkuð kinnbein," eins og
hann orðar það. „Súperfyrirsætur
hans hafa einfaldlega rammöfugt
formerki,“ segir hann.
Witkin hefur um árabil beint
linsu sinni að mannlegum viðundr-
um af öllum sortum og heldur sig
yfirleitt langt fyrir utan þau velsæm-
ismörk þar sem þjóðfélaginu þykir
rétt að draga strikið. Hann hefúr
ljósmyndað handleggjalaust og fót-
leggjalaust fólk, og höfuð án líkama
eða líkama án höfuðs. Fólk með
bæði brjóst og typpi, og fólk með
hvorugt þessara líffæra. Witkin hef-
ur fengið menn til að sitja fyrir hjá
sér með krossfestum öpum, að gefa
ál á brjóst, að hamra átta tommu
nagla í nefið á sér, og að fróa sér á
hvítþvegnu gifslíkani af karlinum í
tunglinu svo tekin séu dæmi úr list-
sköpun hans.
fiannes kveður Witkin vera eins
konar gullgerðarmann er fæst við að
breyta hryllingi í fegurð, ónáttúru í
eðlileika og grimmum veruleika í
súrrealíska gráglettu. „Joel-Peter
Witkin vinnur á útjaðri ímyndunar-
aflsins svo fjarri almennum þanka-
gangi að fólk neitar oft að meðtaka
eða trúa því sem það sér. Hann er
ekki heimildaskrásetjari heldur
ofsafenginn expressionisti,“ segir
Hannes. Sem dæmi tekur Hannes
verk sem sýnir andvana reifabarn á
silfurbakka innan um rækjur, vín-
ber, og granatepli og afskorna út-
limi í andlíkingu við hollenskar
kyrralífsmyndir frá 17. öld. „Slíkt er
kannski ekki beinlínis til þess fallið
að auka mönnum matarlystina, en
slík er hin fráhrindandi fegurð
Witkins að jafnvel þótt áhorfandinn
segi nei í byrjun er meðhöndlun
hans á viðfangsefninu svo tælandi
að vera má að hann segi já að lok-
um,“ bætir listfræðingurinn við.
„Witkin skapar kynjaverum sín-
um hárómantíska, nútímaseraða
sviðsumgjörð í afbökuðum anda
gömlu málarameistaranna og um-
breytir þeim í blygðunarlausa, per-
sónulega sýn af hinu mikilfenglega,"
segir hann.
Grípum niður í grein eftir Ri-
chard B. Woodward úr banda-
ríska tímaritinu Vanity Fair frá í
apríl 1993 sem Hannes hefur þýtt og
endursagt í tengslum við sýninguna.
Að snerta eymd og
dauða með augunum
Witkin er einn yfirgengilegasti
ljósmyndari fyrr og síðar, mun
meira ögrandi en Robert Mapple-
thorpe upp á sitt afbrigðilegasta,
enda hefur honum gengið fádæma
vel að ráða til sín draumafyrirsæt-
urnar.
Aðdáendur hans líkja honum við
Hieronymous Bosch meðan níðl-
ar hans ásaka hann um lágkúrulega
æsimennsku. Krufningamaður
nokkur við læknadeild háskóla
Nýju-Mexíkó kallaði Witkin annan
Jeffrey Dahmer (fjöldamorðing-
inn sem át hluta fórnarlamba sinna)
og néri honum um nasir að hafa lít-
ilsvirt mannslífið með því að punta
lík með sérhönnuðum skartgripum.
Verðið á verkum Witkins er með
því hæsta sem gerist í nútíma ljós-
myndun. Eintak af einni alræmd-
ustu mynd hans, Kossinum, seldist
á uppboði hjá Sotheby’s árið 1990
fyrir tvær milljónir króna. Myndin
sýnir höfuð gamalmennis sem
meinafræðingur sagaði í tvennt og
Witkin tyllti pörtunum saman vör
við vör. Helstu ljósmyndasöfn í
heimi eiga myndir eftir hann og
margar dægurhetjur safna þeim af
kappi, einkum og sér í lagi leikarinn
Richard Gere.
Ljósmyndir Witkins eru án efa á
mörkum velsæmis og vansa. Hann
getur virst sem örvæntingarfullur
sjónvarpsspyrill í leit að sífellt
furðulegri gestum til að auka vin-
sældir sínar. Það sem bjargar hon-
um hins vegar frá slíkum lúahætti er
handverkið. Hann á sér fáa jafningja
í prentun svart-hvítra ljósmynda.
„Ljósmyndir hans einkennast af
þessari barokkást á óhófi,“ segir
Germano Clement, stjórnandi nú-
tímalistadeildarGuggenheim-safns-
ins. „Þær eru barmafullar af skír-
skotunum til úrkynjunar og upp-
tendrunar, til rotnandi líkama og
þess að umbyltast á leikrænan hátt.“
Myndir Witkins, með sínu rugl-
ingslega kynferði og dramatísku
áherslum á holdsins pínu, skipa
undarlegan sess í heimi listarinnar.
Eins og ljósmyndarar á borð við
Weegee, Arbus, og Mapple-
thorpe, opinberar hann hið for-
boðna og espar upp í okkur löng-
unina til að gægjast inn fyrir tjald
fílamannsins, að snerta eymd og
dauða með augunum. Fyrirsætur
hans, umkringdar íburðarmiklu
baksviði, eru oft útbúnar sem goð-
sagnarverur aftan úr grárri forn-
eskju eða Hollywoodstjörnur frá
fimmta áratugnum. Hann vill að
þær líti út forvitnilegri og meira
töfrandi en nokkur gæti ímyndað
sér.
Joel-Peter Witkin
Listamaðurinn Joel-Peter Witk-
in sem sýnir verk sín á Mokka í
tilefni listahátíðar.
Að baki þrásækni Witkins í hið
skelfilega býr hrekklaus eldmóður.
Eftirmálinn, þessi sjúklega ná-
kvæmu tilmæli, er eins og bréf til
jólasveinsins frá blíðu en vitstola
barni. „Mér finnst myndir hans
mjög átakanlegar en líka mein-
fyndnar," segir Richard Gere sem á
yfir 20 verk eftir hann í einkasafni
sínu. „Það tók mig fimm eða sex ár
að átta mig á að þær komu mér til
að hlæja. Það var ekki fyrr en ég
kom auga á hið kaldhæðnislega í
þeim að ég treysti mér til að kaupa
þær.“ Gere var vanur að skella
myndunum upp á vegg heima hjá
sér til að reyna á þolrif kærastanna.
Ef þær gátu setið með honum í
sama herbergi og Witkin þá gátu
þær umborið hann.
I sambúð með
tveimur konum
Witkin flutti frá New York til Al-
buquerque í Nýju-Mexíkó árið 1975
þar sem hann býr á ellefú hektara
búgarði. Landareignin liggur að
fyrrverandi athvarfi fyrir kaþólska
presta, brandari sem hefur ekki far-
ið framhjá heimilisfólki hans sem
hefur guðlast að siðareglu.
Meðlimir þessarar óvenjulegu
fjölskyldu telja eiginkonu hans,
Cynthíu Bency, sem er svarthærð-
ur húðflúrari, 18 árum yngri en
hann sjálfúr, ljósleitinn son þeirra 14
ára, Kersen, og fölleitu rauðkolL
una Barböru Gilbert er bættist við
heimilishaldið sem elskhugi Cynt-
híu fýrir sex árurn. Þrátt fýrir reglu-
leysi slíkra ástarþríhyrninga hefur
þetta aukið mönnum svo fjörið að
Joel, Cynthía og Barbara sofa öll í
sama rúmi.
Skylduliðið lætur Witkin eftir að
stjórna sveita-útgerðinni, en bú-
garðurinn er keyptur og rekinn fýrir
sölu á verkum hans. Cynthía og
Barbara sjá um bókhaldið og bréfa-
skriftir, pakka ofan í töskurnar fyrir
ferðalög Witkins og aðstoða við
uppsetningu fýrir myndatökur sem
geta tekið allt upp í tvær vikur. „Við
reynum að styðja við bakið á hvert
öðru eftir fremsta megni,“ bendir
Cynthía á. „Líf okkar er samofið list
Joels.“
Konurnar hjálpa Witkin einnig
Viðundur óskast
í eftirmála bókar sinnar frá 1985 fór Joel-Peter Witkin þess ein-
læglega á leit að fólk hefði samband við sig upp á myndatökur.
Fyrirsæturnar sem hann sóttist eftir voru ekki á samningi hjá Wil-
helmina eða Elite. Auglýsingin hljómar eins og hlutverkaskipan
fyrir drungalegt leikrit í samvinnu Dantes og John Waters:
Ófullkominn listi yfir ákjósanleg módel: Mannleg furðuverk af
öllum sortum, vatnshausar, dvergar, risar, krypplingar, óspjallaðir
kynskiptingar, skeggjaðar konur, sirkusviðundur starfandi eða
sest í helgan stein, snákmenni (erótísk), konur með eitt brjóst (í
miðju), konur með svo stór brjóst að þær þurfa burðarstoðir fyrir
þau. Fólk sem lifir eins og teiknimyndahetjur. Satýrar, tvíburar
áfastir við enni, allir sem hafa sníkils tvíbura. Tvíburar með sam-
eiginlegan handlegg eða fótlegg. Lifandi kýklópar. Fólk með hala,
horn, vængi, ugga, klær, öfugsnúnar hendur eða fætur, tröllslega
útlimi o.s.frv. Fólk með viðbótar handlegg, fótlegg, auga, brjóst,
kynfæri, nef, eyra, vör. Fólk án handleggja, fótleggja, augna,
brjósta, kynfæra, eyrna, nefs, vara. Allir með óvenju stór kynfæri.
Kynlífsdrottningar og þrælbindingar. Konur með andlit þöktum
hárum, eða hlaðnar kaunum, reiðubúnar að sitja fyrir í kvöldkjól-
um. Fimm viðrini til að stilla sér upp sem „Ungfrúar frá Avignon".
Anórexíu-sjúklingar (helst sköllóttir). Hauskúpur af mönnum og
mennskir nálapúðar. Fólk með skápana fulla af togleðursflíkum.
Kúkalabbar. Pyntingartól úr einkasöfnum. Kynferðislegir skó- og
lífstykkjadýrkendur. Hinir glæpsamlega rómantísku og vitfirrtu
(einungis naktir). Hvers konar sýnileg afskræming: stórframandi,
mannlegir og dýrslegir líkamspartar. Tvíkynjungar og vanskapling-
ar (lifandi og dauðir). Lagleg kona með starfhæfa stúfa í stað
handleggja. Ljóshærð stúlka með tvö andlit. Verur frá öðrum plán-
etum. Lifandi goðsögur. Hver sem ber þjáningarmerki Krists. Allir
sem telja sig Guð. Guð.
Væntanleg módel fá prent eftir Witkin með mynd af sjálfum sér
sem greiðslu.
Svör sendist til:
Joel-Peter Witkin
c/o Twelvetrees Press
2400 North Lake Avenue
Altadena California 901001
Guðir himins og jarðar
Joel-Peter Witkin leitar oft í smiðju endurreisnarmálaranna og hér erþað Fæðing Venusar eftir Botti-
celli sem færð er í nýjan búning.
24
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1994