Eintak - 19.05.1994, Blaðsíða 16
í vor þreyttu yfir hundrað manns inntökupróf í Leiklistarskóla íslands. Átta komust inn.
Þetta segir í raun allt sem segja þarf um leikaradrauma ungs fólks. Og Leiklistarskólann,
sem eftir breytingar á útlánareglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna er næstum eina leið fólks
inn í leikhúsin. Sigrún Sigurðardóttir ræddi við leikara, leiklistarnema og forráðamenn skólans
til að átta sig á hvaða mælistikur væru notaðar þegar rúmlega níutíu manns væri vísað frá,
hversu góður skólinn væri og hvort hann stæðist samanburð við leiklistarskóla erlendis.
Hversu eóður skóli
er Leildistarskólinn?
Þú komst inn. Einn af átta. Þú ert
dæmdur til að verða leikari. Þú hef-
ur framtíðina í höndum þér. Eða
hvað? Er eitthvað eftirsóknarvert að
vera leikari?
Sagt er að sannir leikarar lifi fyrir
listina og þrífist hvergi annars stað-
ar en innan veggja leikhússins. Af
inntökuprófinu í Leiklistarskóla Is-
lands að dæma, virðast margir vera
haldnir þessari ástríðu og sjá heim
leiklistarinnar í einhvers konar
dýrðarljóma. Getur virkilega verið
að á hverju ári sjái yfir hundrað ís-
lendingar framtíð sína fyrir sér á
sviðinu? Hundrað og ellefu manns
töldu sig eiga heima í Leiklistar-
skóla Islands í mars síðastliðnum
og fóru í inntökuprófið. Fimm
manna inntökunefnd vísaði mönn-
um jafnt og þétt frá eftir að þeir
höfðu sýnt hæfni sína á ýmsan hátt.
Að lokum voru bara átta eftir. Átta
einstaklingar sem eiga, ef að líkum
lætur, eftir að útskrifast úr Leiklist-
arskóla íslands eftir fjögur ár.
Dómnefnd hafði ekki fýrr kveðið
upp úrskurð sinn en ánægjuraddir
hófu kappræður við óánægjuraddir
á kaffihúsum bæjarins. Ótrúlegasta
fólk hafði skoðun á málinu. „Hún
getur ekkert leikið.“ „Hann er bú-
inn að reyna þrisvar en kemst aldr-
ei inn, samt er hann frábær leikari."
„Hún er bara ekki týpan sem þeir
eru að leita eftir.“ „Ætlar hann þá
að fara út í skóla?“ „Hvað ætlarðu
eiginlega að gera?“
Hver kannast ekki við þessar
raddir? Ég var orðin leið á þeim og
ákvað því að leita til fólksins sem
veit hvað það er að segja. Mig lang-
aði að vita hvort Leiklistarskóli fs-
lands er eins eftirsóknarverður og
fólk virðist halda.
Hafa verður í huga að þessi skóli
er einn sinnar tegundar á landinu
og því er engin samkeppni sem
krefur hann um að vera í stöðugum
endurbótum og slaka aldrei á.
Kannski er alveg eins gott að fara til
útlanda í leiklistarskóla? Kannski
eru þeir betri þar? Þetta gátu menn
sagt fyrir einum þremur árum síð-
an en þetta er ekki eins einfalt mál í
dag. Þar sem Lánasjóður íslenskra
námsmanna hefur tekið upp
þrengri úthlutunarreglur, er hann
óbeint að stuðla að því að æska
landsins fjölmenni í Háskóla fs-
lands og leggi þar stund á mjög ein-
hæft nám. I dag er næstum ómögu-
legt fyrir venjulegan fslending að
ætla að stunda sérnám erlendis. í
reglum Lánasjóðsins stendur: „Ekki
eru veitt almenn lán vegna skóla-
gjalda í grunnháskólanámi og sér-
námi erlendis.“ Sá sem er haldinn
leiklistarástríðunni en hlaut ekki
náð fyrir augum inntökunefndar er
því dæmdur til að velja sér eitthvað
annað ævistarf. Á þessu eru þó
nokkrar undantekningar. Eigi við-
komandi feita bankabók eða efnaða
foreldra, er alltaf möguleiki að
hann ráði við að borga skólagjöld
sem eru að meðaltali á bilinu frá
hálfri milljón upp í eina milljón á
ári í enskumælandi landi. Hafi
nemandi lagt ríka áherslu á dönsk-
una á skólaárum sínum er mögu-
leiki að hann komist inn í skóla í
Danmörku þar sem skólagjöld eru
engin. Það sama á við um þýskuna
og frönskuna. Lánað er fyrir undir-
búningsnámi í þýsku og frönsku í
fjóra mánuði í viðkomandi landi.
Ekki er hægt að fá lán til að stunda
undirbúningsnám í ensku eða
norðurlandamálum. Það er því
ljóst að það er ekkert grín að kom-
ast ekki inn í Leiklistarskólann
hérna heima ef leikhúslífið er það
eina sem heillar.
Pétur Einarsson, leikstjóri og
fyrrverandi skólastjóri Leiklistar-
skólans, segist sjá mikinn mun á
krökkum sem læra í Leiklistarskóla
íslands og þeim sem læra erlendis.
Það er miklu meiri
einstakiingskennsla
í skólanum hér
heima en í flestum
skólum eriendis.
Hann segir að þau
sem komi að utan
geti lent í vandræðum
með íslenskuna. Hann
bendir einnig á að það kosti þau
einnig aukaátak að koma sér inn í
leikhúslífið hér þar sem leikstjórar
og aðrir sem hafa með leikhúsmál
að gera fýlgist með nemendum í
Leiklistarskólanum allan þeirra
námsferil.
Stefán Jónsson er einstakt
dæmi. Hann komst Ínn í
Leiklistarskólann
hér en hafnaði
plássinu og ákvað að
fara tii London og stunda
þar leiklistarnám. Hann segir að
þótt margir hafi orðið hissa á þess-
ari ákvörðun hans hafi enginn
móðgast. Hann viðurkennir að það
hafi verið mjög erfitt fyrir hann að
stunda leiklistarnám á ensku til að
byrja með. Skólinn hafi hins vegar
verið mjög góður og að hin „klass-
íska grýla“ sem oft hafi verið kennd
við enska skóla hafi síður en svo
verið ráðandi.
Það hefur oft verið sagt að leikar-
ar sem hafi stundað nám sitt er-
lendis eigi erfiðara uppdráttar en
þeir sem útskrifast úr Leiklistar-
skóla Islands. Stefán þvertekur fyrir
það og segist ekki hafa átt í vand-
ræðum með að fá vinnu, enda hafði
hann oft sést á fjölum leikhúsanna
áður en hann fór utan í nám og var
því nokkuð þekkt stærð.
Þannig að þótt margir leiti út eft-
ir að hafa reynt árangurslaust við
inntökuprófið hér heima er það
ekki algild ástæða og Stefán segir að
ástæðan hafi fyrst og fremst verið
sú að hann langaði til útlanda.
Hræðileg lífsreynsla!
Svo eru aðrir sem komust inn í
Leiklistarskólann en hefðu ábyggi-
lega betur farið út. Þar hefðu þeir
fengið að njóta sín betur. Ingibjörg
Gréta Gísladóttir segir að árin í
Leiklistarskólanum þafi verið
hræðileg lífsreynsla. ,,Eg tÓk
mér frí frá (eiklist-
inni eftir ad ég
útskrifaðist. Eg
þurfti einfaldlega
smá tíma til að jafna
mig eftir skolann.
Fyrir mig var hann
rosalega erfiður og
mjög osanngjarn að
mörgu leyti. Ég sé samt ekki eftir að
hafa farið í hann frekar en að fara
út í skóla því öll reynsla er góð
reynsla og ég velti mér ekkert upp
úr því sem gerðist þar.
Krakkarnir sem voru með mér í
bekk voru mjög ólíkir einstaklingar
og við náðum ekki vel saman. Auð-
vitað koma alltaf upp erfið tímabil
og óánægja hjá öllum bekkjum,
annað er óhjákvæmilegt þegar sam-
vinnan er eins náin og raun ber
vitni.“
Ari Matthíasson var í sama
bekk sem útskrifaðist 1991. „Kerl-
ingaskóli,“ segir hann þegar ég spyr
hann um álit. „Líkamsræktin sem
er mjög mikilvæg fyrir leikara var
til dæmis of einhæf. Það var of mik-
ið af einhvers konar afró-dansi í
stað þess að vera með þrekæfingar
og almennilega líkamsþjálfun. Fólk
hefur komist í gegnum skólann án
þess að vera í góðu líkamlegu formi
og það er náttúrlega alveg fárán-
legt.“
Ari kvartar einnig undan álaginu
sem var á nemendum skólans. Al-
gengt er að nemendur í yngri
bekkjum séu í skólanum frá 9 á
. morgnana til sjö á kvöldin. Flest
kvöld og helgar fara svo í að að-
stoða eldri nemendur við að koma
upp sýningum. „Allðvitað er
pessi vinna stundum
réttlætanleg en þegar
maður er kominn
með fjölskyldu fer
þetta út í tóma
vitleysu."
Sigrún Ólafsdóttir sem var í
hópnum sem útskrifaðist nú í vor
er á öðru máli og segir álagið vera
síst of mikið. „Það á að vera mikið
álag í leiklistarskóla. Stundum
mætti það jafnvel vera meira.“
Ekki eru teknir inn nemendur í
skólann íjórða hvert ár og eru því
aldrei fleiri en tuttugu og fjórir
nemendur í skólanum í einu. Leik-
listarnám er mjög dýrt og kostnað-
ur við hvern nemanda er um ein og
hálf milljón króna. Gísli Alfreðs-
son, skólastjóri, segir að vegna
fjölda umsækjenda og þrátt fyrir
kostnaðinn sé verið að ræða um að
fjölga nemendum sem teknir eru
inn á hverju ári um tvo, jafnvel
fjóra. „I mörgum fögum, svo sem
listasögu, skiptir ekki máli hvort
nemendur eru átta eða tíu upp á
kostnað að gera. Þannig að kostn-
aður á hvern nemanda yrði minni
þó heildarkostnaður ykist eitt-
hvað.“
Halldóra Björnsdóttir, leik-
kona, vill láta bæta við fleiri lesfög-
um sem auka ekki kostnað gífur-
lega, svo sem heimspeki. Hún segir
að það sé sérstaklega mikilvægt ef
eigi að koma skólanum á háskóla-
stig. Stefnt er að því að sameina
Leiklistarskólann, Myndlista- og
handíðaskólann og Tónlistarskóla
Reykjavíkur undir sama þak í Lista-
háskóla Islands áður en langt um
líður. Gísli segir að Leiklistarskóli
Islands standi fyllilega jafnfætis
leiklistarskólum á Norðurlöndum
sem eru á háskólastigi. LJndir það
taka nemendur skólans. Sigrún Ól-
afsdóttir segist hafa fundið á heim-
sóknum í leiklistarskóla víða um
Evrópu að hún og hennar bekkjar-
félagar standi fullkomlega jafnfætis
nemendum í erlendum skólum.
Hilmir Snær Guðnason, bekkjar-
bróðir hennar, tekur undir þessi
orð og segir að skólar erlendis séu
oft fastmótaðri. „Við fáum meiri
alhliða þjálfun en margir erlendir
leiklistarnemendur og fáum að
kynnast ólíkum formum leiklistar-
innar en til að mynda er í leiklistar-
skólanum í Malmö sem við höfum
mjög mikið samband við aðeins
einblínt á eina tegund leiklistar."
Benedikt Erlingsson, sem
einnig er í útskriftarhópnum, segir
að þetta hafi einnig nokkra ókosti í
för með sér. „Við fáum að smakka á
svo mörgu og það neyðir mann til
að velja úr sjálfur. Það er erfitt og
það er ekki alltaf sem maður nær
nógu mikilli dýpt í ákveðnum hlut-
um. Þar sem það er engin ákveðin
námskrá fær í raun enginn bekkur
sömu kennslu og það er mjög gott.
Þó væri betra ef ráðnir væru nokkr-
ir fastir kennarar við skólann sem
gætu myndáð einhverja ákveðna
stefnu tii að styðjast við.“ Þröstur
Leó Gunnarssson tekur í sama
streng og segir að það hafi stundum
skapað vandamál þegar skoðanir
kennara stönguðust á.
Leiklistarnemar í
draumaheimi
Kennarar við skólann eru auðvit-
að misjafnir eins og gengur og ger-
ist. Sumir njóta vinsælda, aðrir
ekki. Kennarar eru aðeins ráðnir
frá ári til árs og því ríkir mikið óör-
yggi í þeirra starfsstétt. Einn þeirra
sem kennt hefur leiktúlkun við
skólann er Kári Halldór Þórsson.
Hann er mjög umdeildur kennari
og frægur fyrir að brjóta menn nið-
ur. Hann hefur í
rauninni tekið að sér
þetta niðurbrots-
hlutverk sem er
nauðsynlegt til að
gera menn meðvitaða
um stöðu sína en
það virðist oft vera
sem nemendur lifi
í hálfgerðum
draumaheimi þegar þeir
fá úrskurð um að þeir séu einn af
átta. Benedikt orðar þetta þannig.
„Það er orðið svo mikið ego-púst
að komast inn í skólann að það tek-
ur krakkana alveg tvö ár að lenda
og gera sér grein fyrir að þau eru
engir leiksnillingar.“
Gísli segir að það sé mikið um að
kennarar við skólann fari til út-
landa til að kynna sér aðferðir og
fýlgjast með því sem er að gerast í
leiklistarheiminum. Erlendir gesta-
kennarar hafa einnig komið hingað
og kennt ýmis tækniatriði. Hall-
dóra Björnsdóttir segir að meira
hafi mátt vera um þannig gesta-
kennara og starfandi leikurum sem
komi og kenni tímabundið við
skólann. Ari Matthíasson er á sama
máli og segist hafa lært mest af
starfandi listamönnum sem unnu
með nemendum á meðan náminu
stóð og hrósar hann Kristbjörgu
Kjeld, Kjartani Ragnarssyni og
Pétri Einarssyni sérstaklega í þessu
tilliti. „Ég lærði mest um listina af
utanaðkomandi kennurum.“
Yfir hverju er svo að kvarta, Ari?
„Það vildi oft gleymast að nem-
endur hafa ólíkar þarfir. Það var allt
njörvað niður.“
Var þá verið að sníða alla í sama
form?
„Nei, það er bara einhver vitleysa
sem fólk úti í bæ heldur.“
Þröstur Leó Gunnarsson kvartar
einnig undan því að einstaklingun-
um hafi ekki verið veitt nógu mikil
athygli og ekki nógu vel fylgst með
nemendum. „Þaö V3F til
dæmis einn með
mér í skóianum sem
var góður fyrstu tvö
árin en svo staðnaði
16
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1994