Eintak - 19.05.1994, Blaðsíða 20
Sigurður Bjóla var hippalegastur allra í hippasveitinni Spilverki þjóðanna.
Og laglínurnar hans lögðu línurnar fyrir þá sem vildu hippast enn frekar. Og þegar aðrir
spilverksmenn gerðust Stuðmenn að aðalstarfi hætti Bjólan og hvarf inn í hljóðver.
Sigrún Sigurðardóttir ræddi við Sigurð — fimmtán árum síðar.
Predikunaraðferðir eru ekki
mjög gæfulegar í músik
Og þegar vorið kemur á kreik, þá
tek ég flugið og fæ mér reyk, söng
Bjólan árið 1975. Hárið náði langt
niður fyrir axlir og svartir sandal-
arnir slógu taktinn. Tveggja ára
stelpa læddist inn í herbergið þar
sem nokkrir Stuðmenn sátu og
ræddu um lífsins tilgang. Hún dill-
aði sér í takt við tónlistina. Reykels-
islyktin var svo góð.
Því miður var þetta áður en
diktafóninn kom inn í líf mitt.
Hann hefði ábyggilega getað sagt
margar skrýtnar sögur úr herberg-
inu í Safamýri þar sem tónlistin
varð til. Núna, tuttugu árurn
seinna, þegar ég fer í heimsókn til
Sigga frænda tek ég diktafóninn
með ef ske kynni að hann hefði eitt-
hvað að segja. Afraksturinn er svo-
hljóðandi:
Siggi býr í risíbúð vestur í bæ.
Notaleg íbúð. Fullt af gömlum hús-
gögnum með „sál“, trommusett og
þrjár útgáfúr af gíturum. Út um
gluggann blasir Snæfellsjökull við.
Þaðan færðu kraftinn, segi ég og
kinka kolli í átt að glugganum. „Já, i
alvöru talað. Hefur þú ekki tekið
eftir því að í fallegu veðri þegar jök-
ullinn skartar sínu fegursta þá
kemstu í gott skap bara við að horfa
á hann? Þú ferð að pæla í hvað þetta
sé æðislega fallegt og fyllist kannski
bjartsýni sem veldur því að þú ferð
að gera eitthvað sem þú hefðir ann-
ars ekki gert. Það er kraftur."
Já, segi ég og sest í sófann. Ég tek
upp gamla kassagítarinn hans
Sigga. Hann er frekar illa farinn en
hljómar enn þokkalega. „Þetta er
gamli Spilverksgítarinn,“ segir
hann með glampa í augunum.
Siggi er frægastur fyrir að hafa
samið nokkur af þekktustu lögum
Stuðmanna og Spilverksins, 1 blá-
um skugga, Hr. Reykjavík, Lazy
Daisy, fsland og fleiri. Siggi var í
MH þegar þetta hljómsveitastand
byrjaði á honum. Hann var kom-
inn í Háskólann þegar Spilverkið
var stofnað.
„Ég og Valli fórum báðir í jarð-
fræði í Háskólanum en hættum eft-
ir eitt ár til þess að sinna tónlistinni.
Ætli það hafi ekki verið í maí 1974
sem við héldum fyrstu alvöru tón-
leikana í Norræna húsinu. Þá fór
þetta eiginlega allt af stað. Stuð-
menn urðu til um svipað leyti.“
Var ekki erfitt að vera í tveimur
hljómsveitum í einu? spyr ég til að
segja eitthvað.
„Þetta var eiginlega ekkert eins
og að vera í hljómsveit. Þetta var
bara nafnið.“
Bara klíka?
„Já, þetta var bara klíka. Ég hætti
nú svo snemma í Stuðmönnum.
Afhverju gerðir þú það?
tli það megi ekki kalla það
listrænan ágreining. Mér fannst
þetta vera farið að snúast of mikið
um léttmeti. Ég vildi að Stuðmenn
hefðu eitthvað að segja. Fólk er
bara svo mismunandi gert. Sumir
eru alvarlegir og aðrir eru svona
frekar á léttu nótunum. Ég er
sennilega svona alvarleg týpa og
geri mér rellu út af öllu.“
Á veggnum á móti mér hangir
pakat úr myndinni Með allt á
hreinu. Ég minnist þess hversu
svekkt ég var yfir því að Siggi
frændi minn væri ekki í Stuð-
mönnum þegar sú mynd sló í gegn
árið 1982.
Þú varst ekkert með í Með allt á
hreinu, segi égásakandi.
„Jú, ég samdi nokkur lög í mynd-
inni og var með í þessu til að byrja
með. Síðan fann ég bara út að ég
hafði ekki tíma til þess.“
Hafðir þú ekki tíma til þess?
„Jú jú, mig bara langaði ekki til
þess þó afsökunin hafi verið að ég
hefði ekki tíma.“
Höfðuð þið eitthvað spilað með
Grýlunum áður en tnyndin vargerð?
„Nei. Þær mættu bara einn dag-
inn og enginn kannaðist við neinn.
Ég held að það hafi bara þótt snið-
ugt að fá þær inn í myndina og þær
pössuðu vel inn í söguþráðinn."
Var stemmningin sem þið upplifð-
uð á tónleikaferðum með Stuðmönn-
um svipuð og í myndinni?
„Já já. Þetta er allt byggt á eigin
reynslu. Þetta byrjaði þannig að
Egill fór að segja einhverjar svaðil-
farasögur af Þursaflokknum (Stuð-
mennirnir Egill, Þórður og Geiri
voru í Þursaflokknum) og þá fannst
einhverjum sniðugt að gera bíó-
mynd um þetta. Þannig varð hug-
myndin að Með allt á hreinu til.“
Hefur þú eitthvað samband við
þettafólk í dag?
„Það fer nú alltaf minnkandi.
Við erum öll að fást við svo ólíka
hluti og lifum mjög ólíku lífi. Það
er kannski helst að ég hafi samband
við Valla.“
Henni Diddú sem var með ykkur í
Spilverkinu hefur nú vegnað ágœt-
lega síðan þið hættuð.
„Já. Hún var á þeim tíma einmitt
að gera upp við sig hvort hún ætti
að velja leiklistina eða sönginn. Ég
held bara svei mér þá að hún hafi
valið rétt, stelpan."
Ég man eftir því að Diddú var
alltaf hlæjandi. Svo stóðum við við
stofugluggann og horfðum á hana
hlaupa á hundrað upp Háaleitis-
brautina þegar hún var að koma frá
Sigga. Hún var alltaf að missa af
strætó. Krakkarnir í Spilverkinu
voru öll mjög sterkir karakterar,
bæði á þessum árum og í dag. Þau
tóku þátt í hippamenningunni af
fullum krafti og reyktu hass.
Svo reyktuð þið hass?
„Á nú að fara að koma að því?
Reyktu ekki allir hass á þessum
tíma?“
Það er kannski ekkert verra en að
drekka áfengi?
„Nei, mér finnst voða hæpið að'
vera að banna svona hluti þar sem
fólk er að þessu hvort sem er. Þá er
ég bara að tala um kannabis. Það er
allt annar handleggur þegar fólk er
komið út í spítt og kók. Eg tala nú
ekki um þessa sýru, LSD. Það fara
allir illa á því, held ég.“
Spilverkið gerði margt fleira en að
reykja hass og semja tónlist. Þið voru
líka uppfull af hugsjónum. Sumir
halda kannski í dag að Siggi sé einn
af hippunum sem hafa dagað uppi.
Hvað segir hann utn það?
„Mér finnst þetta hippastand
óttalegt kjaftæði allt saman. Ég held
að ég hafi aldrei lifað eftir þessum
hippamottóum. Þetta voru bara
svona frasar sem komu frá útland-
inu og voru í tísku. Við slógum
þessu um okkur en föttuðum
kannski ekki hvað við vorum að
segja. Mjög stuttu eftir að hippa-
menningin datt úr tísku voru flestir
sem voru í þessu orðnir venjulegir
úlpu-lslendingar, eins og við erum
öll innst inni.“
Var þessi kynslóð þá ekkert öðru-
vísi en aðrar kynslóðir?
„Kannski var hún pínulítið
meira þenkjandi en fólk í dag. Mér
finnst ég hitta voðalega mikið af yf-
irborðskenndu fólki í dag.
Já, en samt er eins og margt af
þessu hippadóti sé að koma aftur.
„Já, er það? Er það ekki bara ein-
hver svona tíska sem hefur voðalít-
inn tilgang annan en að selja vörur?
Það skapast alltaf einhver tiska í
kringum músik og bíómyndir sem
nær svo ekkert lengra en það. Ég
held að það snúist allt mjög mikið í
kringum peninga hjá tónlistar-
mönnum og kvikmyndagerðar-
mönnurn."
Það eru vonandi eitthverjir sem
skapa af einhverri inttri hvöt en ekki
aðeins peninganna vegna. Dreymir
ekki alla listamenn um að hafa áhrif
á aðra með list sinni, kallafram ein-
hver hughrif?
„Júiú,“ segir Siggi og gefúr mér
kaffi. Ég virði hann fýrir mér. Hann
er rúmlega fertugur en samt er eins
og aldurinn sé óráðinn. Klossarnir,
skyrtan, klippingin, þetta er allt dá-
lítið tímalaust. Það er greinilegt að
hann er ekkert að stressa sig yfir
tískustraumunum.
Siggi, ég dáist að því hvað þú getur
tekið lífittu af mikilli ró. Verður þú
aldrei stressaður?
„Jú, ég held að ég sé voðalega
stressuð týpa. Ég fel það bara vel.
Ég held að fólk sem tekur lífinu
bara eins og það er og er ekkert að
gera sér of miklar grillur sé ham-
ingjusamasta fólkið og fái mest úr
úr lífinu. Það er þessi einfaldleiki
sem er svo fallegur. Það er spurning
hvort það er ekki bara best að fara
aftur upp í tré?“
Þú ferð kannski bara austur þegar
þér líður þannig? spyr ég og á þá við
hvort hattn fari austur á Stokkseyri
þar sem fiölskyldatt á yfir huttdrað
ára gamalt hús niðri við flæðarmál-
ið.
„Já, mér finnst voða gott að fara
þangað og vera úti í náttúrunni. Þá
vil ég helst ekki hitta neitt fólk því
þá fær maður bara öll vandamálin
yfir sig.“
Einhvers staðar heyrði ég að þú
vœrirgúru þinnar kynslóðar.
„Það er ekki lítið,“ hlær hann.
„Ég hef nú aldrei þvælst um í hvít-
um hveitipokum. Ég á kannski eftir
að gera það í ellinni."
Eg hlæ með honum. Kannski er
fólk alltaf að gera sér einhverjar
ranghugmyndir um þá sem eru
þekktir í þjóðfélaginu.
„Mér finnst athyglin ekki óþægi-
leg,“ segir hann. „Mér finnst bara
hlægilegt þegar fólk heldur að mað-
ur sé eitthvað annað en maður er.
Það er búið að segja fólki að maður
sé rosalega spes en svo er maður
bara eins og hver annar.“
Fólk virðist stundum halda að
maður verði eitthvað betri persóna
ef maðurhefur einhverja hæfileika.
Það heldur að frægt fólk sé eitthvað
betri persónur bara vegna þess að
það hefur gert eitthvað merkilegt.
Hvemig er að verafrœgur?
„Það er bara partý í eitt ár. Svo
gengur það ekki lengur því það er
ekki hægt að vera endalaust í partýi.
Það kitlar líka hégómagirndina dá-
lítið að vera frægur. Reyndar verða
menn aldrei neitt frægir á Islandi,
bara þekktir. Frægðin gengur út á
að birtast í slúðurdálkunum, I
hringiðu helgarinnar og Hverjir
voru hvar. Ég veit ekki hvort það
borgar sig að vera að leggja allt
þetta á sig fyrir það. Það er rosalega
mikið af kjaftasögum í þessu þjóð-
félagi okkar. Menn eru strax orðnir
dópistar og alkóhólistar þegar þeir
öðlast örlitla frægð. Eða pervertar,
20
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1994