Eintak - 19.05.1994, Blaðsíða 2
LOF
LAST
VIKUNNAR
PAÐ VÆRI TILQANQSLAVST...
0 Erfitt sambýli aldraðra og skemmtanasjúkra © Svanurinn Káriflúinn borgina
© Rúnar sagður með eitt affimm bestu veitingahúsum á Norðurlöndum © Hjólabrettagengi fagna Ingólfstorgi
I orið hefur á
kþví í borginni
*að skemmti-
staðir séu í nágrenni
við híbýli
aldr-
aðra. Bóhem við
Vitastíg er gegnt
nýju gulmáluðu elli- <
heimili og Turnhús-
ið við Tryggvagötu er skammt frá
Hafnarbúðum. Það er ekki að sök-
um að spyrja að báðir staðirnir
standa í stappi við starfsmenn
heimilanna sem og gamla fólkið
sem kvartar yfir hávaðamengun...
inn af þekktari borgurum
Reykjavíkur hefur flúið höfuð-
staðinn og sest að norður á
Raufarhöfn. Hér er átt við svaninn
Kára sem glatt hefur hug og hjörtu
borgarbúa um 2ja ára skeið.
4lbúar á Raufarhöfn
eru hins vegar
e-ttxs hæstánægðir
með að hafa
fengið þennan mislynda fugl í bak-
garðinn hjá sér...
nýjasta tölublaði Scandinaivan
Review er veitingahúsið Við
Tjörnina talið í hópi fimm bestu
veitingahúsa á Norðurlöndun-
um. ( grein sem Melody Fa-
vish skrifar um Við Tjörnina í
blaðinu segir hún meðal annars
að Rúnar Marvinsson búi til
innblásna rétti úr einföldum
hráefnum. Melody tekur einnig
fram í grein sinni að enginn fari
tómhentur af veitingastaðnum
því allir matargestir fái í hendur
brauðpoka við brottför svo þeir
geti gefið öndunum...
Ingólfstorg hefur verið nokkuð á
milli tanna á fólki síðan þvi var
breytt í núverandi mynd. Hefur
sitt sýnst hverjum um hversu vel
hefur til tekist með breytingarnar en
einkum hafa stromparnir á „önd-
vegissúlunum" vakið kátínu
margra. Einn er sá hópur fólks sem
er hæstánægður með torgið og
það eru hjólbrettakappar sem
dvelja þar við iðju sína öllum stund-
um. Fyrir þá er staðurinn mjög
heppilegur, einkum rennurnar sem
liggja alls staðar niður á torgið og
eru ætlaðar barnavögnum og fötl-
uðum til umferðar...
bara
...færDavíð Oddsson og
allir hinir ráðherrarnir fyrir
að virða ekki viðlits sendi-
nefnd háttsettra embættis-
manna og ráðherra norður-
hjaralanda sem voru hér i
reiðileysi um helgina. Þótt
við eigum ef til vill meira
sameiginlegt með þessum
þjóðum en flestum öðrum
fylgir nóg af fundahöldum,
ráðstefnum, kvöldverðum
og öðrum diplómatískum
dægrastyttingum þeim al-
þjóðafélögum sem við er-
um í nú þegarþótt við för-
um ekki að bæta þessum
við.
Tortrygginn, íbygginn, varkár og ekki tilbúinn aO gefa neitt upp að
svo stöddu. Á varðbergi gagnvart umhverfinu, öðru fólki, þjóðfé-
iaginu og sjálfsagt líka sjálfum sér. Cefur samt til aO kynna aö
þetta sé ástand sem hann hefur sjálfur valið. Þess vegna situr
hann á hækjum sér. Hann er ekki að fara neitt og þarf held-
ur ekki aO vera tilbúinn til skjótra viðbragða. Gallinn við
þessa stellingu er hversu sjaldan hægt er aO brúka hana.
Hún er vonlaus í hléi í bíó þar sem maöur sér ekkert nema
bíógestunum sem standa og fá sér reyk. Líklega
afmælum en er þó einnig varasöm þar. ÞaO er ekki
angast börn af yfirvegaðri og kaldri tortryggni.
aö hengja haus
... fær Sigurður G. Tómas-
son, dagskrárstjóri Rásar
2, fyrir að skrifa undir
stuðningsyfirlýsingu við R-
listann. Þrátt fyrirað fæstir
hafi velkst i vafa um að
Sigurður væri R-megin i
pólitíkinni sýnirþað kjána-
legt dómgreindarleysi að
Ijá nafn sitt undir listann.
Það er álíka og ef Bogi Ág-
ústsson mætti í fréttaút-
sendingu með áfram-
Reykjavik-hnapp Sjálf-
stæðisflokksins og færi að
segja fréttir af kosninga-
baráttunni.
„Nei, nei, það verða það að sjálf-
sögðu ekki. Við höfum náð mjög
góðum árangrí og átt tvo verðlauna-
hafa á Ólympíuleikunum. Það er frá-
bær árangur hjá smáþjóð sem telur
250.000 manns. Við myndum vilja
senda sem flesta en þó ekki fólk
sem hefur ekki þá getu sem þarf til
að eiga erindi á leikana. Þess vegna
er ekki sendur maður sem kastar
kúlunni 13 m heldur 20 m því við
eigum þannig mann. “
Hvaða iþróttagreinum verðum við
með í?
„Grunngreinarnar á Ólympíuleikun-
um eru frjálsar íþróttir og sund og
við vonumst til að vera með iþeim
sem og að handboltaliðið vinni sér
rétt til að vera með. Júdómennirnir
okkar virðast líka vera íþeirrí stöðu
að þeir eigi erindi. Ólympíuleikarnir
eru mál allrar þjóðarinnar og yfirvötd
eiga að láta til sín taka. Við eigum
að setja okkur þau markmið að
koma alltaf með verðlaunapeninga
heim. “
Höfum við almennt séð eitthvað
að gera á þessa leika ef tilgang-
urinn á að vera að koma heim
með verðlaun?
„Það er eina raunhæfa markmiðið
og ekkert annað markmið á að vera
til staðar. En það gerist ekki á
nokkrum vikum heldur er það lang-
tímamarkmið. Það er líka geysilega
góð auglýsing fyrir land og þjóð að
keppa á leikunum og við eigum að
notfæra okkurþað. Það sem þarf til
að senda fólk á Ólympíuleikana eru
smáaurar miðað við annað sem gert
í þjóðfélaginu. Undirbúninginn þarf
að hefja nógu snemma og menn
þurfa að bjóða upp á fjárhagsstuðn-
ing fyrirfam en ekki eftirá. Eg finn
fyrir góðum stuðningi hjá mennta-
málaráðherra og stend i viðræðum
við hann núna. “
Hafði íslensku Ólympiunefndinni
aldrei dottið i hug að senda færra
fólk á leikana?
„Ég vil ekki tjá mig um það enda er
ég nýbúinn að taka við stöðu for-
manns nefndarinnar. Ég beitti mér
fyrir þvíþegar valið vará Vetrar-
ólympíuleikana í Lillehammer að við
settum okkur strangari reglur en al-
þjóðlega Ólympíunefndin í vali okkar
á þvi hverjir kæmust með og eftir á
reyndistþað hafa verið hárrétt
ákvörðun. Eina vandamál okkar við
það að settur verði kvóti er það að
við eigum gott handboltalið sem
þarfað komast út. Ég verð að ræða
það sérstaklega við alþjóðlegu
Ólympiunefndina. “___________
Sú ákvörðun hefur verið tekin að tak-
marka keppendur á Ólympíuleikunum í
framtíðinni. íslensku keppendurnir í ein-
staklingsgreinum gætu því orðið aðeins
á milli 4-6 manns. Júlíus Hafstein er for-
maður Ólympíunefndar íslands.
yiöglaum
borgarbua
Ógeðfelldasta frétt vikunnar
birtist á baksíðu DV á laugardaginn
var. Fyrirsögnin var svo hljóðandi:
Nauteyrarhreppur
Flugelda-
skothríð
kærð
Síðan kom fréttin:
„“Það var skotið fólskulega að
okkur flugeldum. Ég vissi ekkert af
því að til stæði að gera þetta. Við
erum tvær hérna; móðir mín, 96
ára, og ég. Ég gerði mér ekki grein
fyrir því fyrst hvað var að gerast en
fór inn til móður minnar sem var
skjálfandi af hræðslu því þetta
gerðist næst herbergi hennar,“
sagði Guðrún Heiðrós Þórðardótt-
ir, bóndi á Laugarholti í Nauteyrar-
hreppi.
Guðrún segir fólk í sumarbústað
í næsta nágrenni hafi skotið flug-
eldunum. Hún hafi kallað til lög-
reglu og kært þetta til að koma í veg
fyrir að svona gerðist aftur."
Þannig er það. Ekki er auðvelt að
sjá hver hlið þessarar ógeðfelldu
fréttar er ógeðfelldust. Til að byrja
með hlýtur það að hafa verið ógeð-
felld reynsla fyrir konuna og aldr-
aða móður hennar að vera næstum
dánar úr hræðslu. Það er líka ógeð-
fellt fyrir fólkið í sumarbústaðnum
að vera truflað í miðjum gleðskap
við að löggan færir þeim þær fréttir
að gleði þeirra hafl gengið svo fram
úr hófi að legið hafi við mann-
skaða. Það er líka eitthvað ógeðfellt
sem liggur í orðum Guðrúnar í lok
fréttarinnar, að atburðir sem þessir
geti hugsanlega komið fyrir afiur.
Og enn ógeðfelldara er að hugsa til
þess að það sé vænlegri leið til að
hindra slíkt að kalla á lögguna og
kæra nábúa sína en að biðja þá að
skjóta ekki flugeldum án fyrirvara í
framtíðinni. ©
Glsu
„HvejS vegna erú störfin ekki höfö viðokky
ÆNhæfi fyrst verið er að búa þau til handa
lokkur?“
„Atvinnubótavinnan er eins og
hegningarbúðir. Okkur er refsað
fyrir að vera atvinnulausir," segja
þeir Gísli Þór Gunnarsson og
Guðlaugur Kristján Júlíusson
sem hófu störf í atvinnubótavinnu
hjá borginni í upphafi mánaðarins
og eru síður en svo ánægðir með
hana.
Guðlaugur hafði verið á atvinnu-
leysisbótum meira og minna síðan
árið 1990 en Gísli hefur ekki notið
þeirra því hann er skráður eigandi
Trúbadorforlagsins. Hann vildi
ekki leggja útgáfuna niður því þá er
útséð um að hann komi bókinni,
sem komið hefur út á hennar veg-
um, á markað síðar meir. Hann
þáði því styrk frá Félagsmálastofn-
un í desember síðastliðnum.
„Vinnan sem við vorum settir í
fólst til dæmis í því að hreinsa til á
leikskólalóðum, tína upp sígarettu-
stubba og sortera rusl,“ segir Guð-
laugur. „Okkur var stillt upp við
vegg og við gátum ekki neitað að
mæta til vinnu. Mér var sagt að
vinnan tæki um 2-6 mánuði. Við
fáum um það bil 65.000 krónur í
mánaðarkaup fyrir átta tíma vinnu
og okkur var ekki gefinn kostur á
að ræða kaup okkar og kjör.“
Gísli hefur lokið mastersnámi í
sálfræði og meðal annars starfað
við þýðingar, ritstörf og stundað
tónlistarflutning í Bandaríkjunum
undir nafninu G.G. Gunn. Hann
segist vera með slæmt ofnæmi fyrir
grasi og ryki og fékk því framgengt
að þeir fengju að vinna með ryk-
grímur. Guðlaugur er aftur á móti
rafvirki að mennt og býr að auki að
talsverðri tölvuþekkingu eftir að
hafa sótt námskeið í þeim fræðum.
„Hvers vegna eru störfin ekki
höfð við okkar hæfi fyrst verið er að
búa þau til handa okkur?“ spyr
Gísli.
Þeim Guðlaugi finnst að þeir
sem eru í atvinnubótavinnunni
njóti ekki neinna réttinda.
„Við störfum á skjön við löggjöf
um að öllum íslendingum beri að
vera í stéttarfélagi. Ég ympraði á
kaupauka við verkstjórann og hann
dró fram samning sem Guðmund-
ur Jaki hafði gert. Þar stóð skrifað
að við fengjum ekki kaupauka. Þar
að auki er kaupið okkar tekið úr
sjóðum vinnandi fólks; atvinnu-
leysistryggingasjóði og lífeyrissjóði
sem ætlað er í atvinnuleysisbætur,"
segir Guðlaugur.
Gísli bætir því við að atvinnu-
bótavinnan sé ekki í fjárlögum.
„Þegar er komið til umræðu að
taka erlend lán til að fjármagna
slíka vinnu. Fólk heldur að verið sé
að skapa einhver verðmæti með því
að láta tína upp sígarettur og annað
rusl við hraðbrautir. Það heldur að
atvinnulausir séu á góðri leið með
að fremja sjálfsmorð því þeir þoli
ekki iðjuleysið. Þess vegna finnst
þeim betra að við vinnum við tilbú-
in og þarflaus verkefni. Litið er á
þetta sem greiða og við eiguni að
vera þakklátir."
Þeir félagar eru farnir að velta því
alvarlega fyrir sér að flytja úr landi.
„Ég hef heyrt að það vanti raf-
virkja í Noregi," segir Guðlaugur.
Gísli hefur meiri áhuga á Evrópu.
„Ég sé ekki fram á neitt annað hér
en fangabúðalíf," segir hann. 0
OQEÐFELLDASTA
FRÉTT
VIKUNNAR
Atvinnubóta
WKttRin
w «. m * <5 1 %# J* _Gísli Þc
hegningar-
buðir -
Gjslj_Þór og Guðlaugur
Kristján segja
að þeim hafi verið
refsað fyrir að vera
atvinnulausir.
2
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1994
Q IÓN ÓSKAR