Eintak - 19.05.1994, Blaðsíða 25
+
við að útvega fyrirsætur og hafa
komið upp samskiptaneti „tísku-
spæjara" í New York, París, og Los
Angeles með augun opin íyrir
áhugaverðum afbrigðum. Barbara
rennir stundum línunni fyrir á bör-
um, búin hvorugkynslegum klæðn-
aði. Þeim gengur misjafnlega að
landa aflanum. „Það er
nógu erfitt að fá kynskiptinga til
að sitja fyrir nakta,“ kvartar Cynt-
hía. „Og það er sérstaklega erfitt ef
þú vilt fá þá nakta saman. Sam-
keppnin og eigingirnin er svo mik-
il.“
Myndatökur hjá Witkin geta
sýnst eins og siðspillt nestisferð þar
sem vinir, klæddir og óklæddir, flat-
maga á sviðinu innan um vínflöskur
og fjölskylduhundar eru kembdir
fyrir smárullu í næstu senu. Ljós-
myndarinn stólar á konurnar að
koma fyrirsætunum í réttar stelling-
ar og kemur ekki nálægt þeim sjálf-
ur. Hann gefur hraðar leiðbeining-
ar, gusar út úr sér hnyttnum at-
hugasemdum og hleypur fram og til
baka á milli myndavélarinnar og
sviðsins til að biðja fyrirsæturnar að
halda sólhlífmni aðeins hærra, að
láta skína örlítið meira í geirvört-
una.
Segja má að Witkin hafi hin
mannlegu furðuverk, sem hann
notar sem fyrirmyndir sínar, að fé-
þúfu í þeim skilningi að hann veltir
sér upp úr bágindum þeirra og hef-
ur gott upp úr því. „Myndirnar
hijóta að reiða eða móðga ein-
hvern,“ segir listfræðingurinn Eug-
enia Janis, „hann er á ská og skjön
við allan pólitískan rétttrúnað.“
Margar fyrirsætur Witkins mæta
hins vegar á opnanir hans og veisl-
ur, eitt merki þess að þeim finnst
meðhöndlunin ekki niðurlægjandi.
Witkin vill meina að þessi þörf hans
fyrir að festa þessar óvanalegu verur
á filmu sé sprottin af persónulegri
nauðsyn og svo knýjandi að hún
virðist fríkaðri en nokkuð innan
rammans. Hann segist alltaf vera að
spyrja sjálfan sig hvað það sé sem
laði sig að hryllilegum og fallegum
hlutum. „Ég held það hafi eitthvað
með ofbeldi og ótta að gera,“ segir
hann. Ég vona að ég geti umsnúið
þessu í afl sem er einkennandi fyrir
okkar tíma. Ég hata fagurfræði
heimsins og skapa þetta lokaða rými
sem er heimurinn. Ég vona að líf
mitt og list séu óaðskiljanleg," segir
hann. Saklaus yfirlýsing ef hún
kæmi af vörum einhvers annars
listamanns.
Skoppandi höfuð
Witkin eyðir mestum tíma við
framkallanir í myrkraherbergi stúd-
íósins, stórri heyhlöðulegri skemmu
spölkorn frá húsinu. Utan á bygg-
Kona á borði
/ myndum Joel-Peter Witkin
koma fyrir alls kyns vanskapn-
ingar og furðuverur eins og
konan á þessari mynd.
ingunni er veggplatti merktur
„Stúdíó Witkins: Chevalier des arts
des lettres" (Riddari bókmennta og
lista). En þessi heiður, sem franska
ríkið sæmdi hann árið 1990, vekur
hjá honum þvílíkt stolt að hann
skartar barmmerkinu er fylgdi út-
nefningunni, eiginkonunni til
lúmskrar skemmtunar.
Enda þótt Witkin njóti metorða
sinna hefur hann einstakt lag á
þeirri kúnst að slá um sig nöfnum.
Hann getur lýst með næstum sann-
færandi upphafningu hvernig súp-
er-fyrirsætan Cindy Crawford
kastaði upp í baðherbergi við opn-
un einnar sýningar hans í Los Ange-
les. „Þetta er einkenni fagurra
kvenna,“ útskýrir hann með and-
varpi. „Hún er meira að segja sæt
þegar hún ælir.“
Witkin stendur aðskilinn frá
samtíðarmönnum sínum án greini-
legra fyrirrennara eða áhangenda.
Þýski portrett-ljósmyndarinn Aug-
ust Sander er sá eini sem hann
fullyrðir að hafi haft sterk áhrif á sig,
en umbúðalaus og óvægin verk
hans höfðu einnig áhrif á Diane Ar-
bus. Hvorugur þessara forvera er
samt jafn afdráttarlaus og Witkin.
Og þrátt fýrir að viðfangsefni hans
eigi ýmislegt sameiginlegt með við-
fangsefnum Mapplethorpes, er að-
hylltist viðhafnarlausa smættar-
hyggju að hætti klassíska skólans og
átti það á hættu að ramba á barmi
hins kalda og tískukennda, lætur
Witkin ekki ótta við smekldeysu
aftra sér þegar ímyndunaraflið tek-
ur á flug. Allegóríur Witkins um
sköpun og óeðli sýna hann oft upp á
sitt slakasta, þær eru jafn þvældar og
ofhlaðnar og hjá málurum Viktor-
íutímans.
Þegar hann einfaldar aftur á móti
myndir sínar geta áhrifin verið yfir-
þyrmandi og hvorki litskyggnur eða
eftirprentanir ná að miðla áhrifum
sjálfra verkanna. Þau eru rispuð, út-
slett með seleníum lausnum og öðr-
um efnavökvum og ljósbrotin í
gegnum pappírsþurrkur eða hand-
unnin gler. Utkoman minnir á fág-
að en étið yfirbragð Daguerre ljós-
mynda. Ef sum verkanna virðast til-
gerðarleg og of unnin tekst honum í
öðrum listUega að kanna rýmið á
milli póst-módernismans og hins
löngu liðna. Að fara í læknaskóla og
líkhús í leit að módelum er viðleitni
til að endurheimta hið gullna tíma-
bil þegar listamaðurinn og líffæra-
fræðingurinn voru eitt og hið sama.
Skírskotanir Witkins til gamalla
meistara eins og Bosch, Botticelli,
Titians, Rubens, og módernista á
borð við Picasso og IVIíró má líta á
sem tilraun einangraðs póst-mó-
dernista til að skapa sjálfum sér og
olnbogabörnum sínum listræna
fjölskyldu.
Witkin notar oft söguna um
hvernig hann varð vitni að hörmu-
legu slysi, þá sex ára að aldri, sem
sjálfsævisögulegan stökkpall fyrir
blóðugar tilhneigingar sínar. Það
átti sér stað í Brooklyn þegar hann
var að ganga niður tröppurnar á
leiguíbúð fjölskyldunnar með móð-
ur sinni og bróður. Frá götunni
barst gjallandi málmískur þriggja
bifreiða er lent höfðu í hörðum
árekstri. í ringulreiðinni losnaði
hann úr höndum móður sinnar og
segir í einni útgáfunni á sögunni;
„þar sem ég stóð á gangstéttarbrún-
inni gat ég séð eitthvað rúlla í átt til
mín úr einum bílanna. Ég mændi
hokinn á götuna. Fyrir neðan var
höfuð lítillar stelpu. Ég mændi mig
niður til að snerta andlitið og spyrja
það...en áður en ég
gat það bar mig
einhver í
burtu.“
(1 öðrum
frásögum
tók hann
upp höfuð-
ið og hélt
því við aug-
að „eins og
myndavél,“
- blóðstokk-
in fæðing
listrænna ör-
laga hans.)
inn skoppandi Gorgónshaus útbú-
inn Kodak- filmu.“ „Ég held að Joel
hafi trúað þessari sögu lengi vel,“
segir Jerome Witkin, bróðir hans.
„Maður veltir því fyrir sér hvort
raunveruleikinn nægi honum ekki.“
Raunveruleikinn í tilviki Witkin
fjölskyldunnar var napur en óvana-
legur. Joel og Jerome eru eineggja
tvíburar og væru þríburar hefði
móðir þeirra ekki misst stúlkufóstur
snemma á meðgöngunni. „Ég segi
alltaf að Joel hafi sparkað henni út,“
læðist spaugilega upp úr henni. Á
meðan Jerome blómstraði sem hinn
efnilegi listamaður innan fjölskyld-
unnar gerðist Joel heittrúaður og
plumaði sig ljómandi vel í sóknar-
skólanum. Átta ár af kristinfræðslu
skildi eftir sitt far á tvíburunum.
Jerome, sem styðst við harðbrjósta
þemu úr kristni og gyðingdómi í
málverkum sínum, heldur því fram
að ásæknar ígræðsluhugmyndir um
erfðasyndina hafi haft djúpstæð
áhrif á list þeirra beggja. Hann við-
urkennir engu að síður að bróðir
hans sé í flokki út af fyrir sig. „Sem
Sparkaði fóstrinu út
Mikil sorgarsaga, segir íjölskylda
hans, sent aldrei gerðist. „Hann var
með ímyndunaraflið í góðu lagi frá
unga aldri,“ segir móðir hans. „-
Þetta var slæmt slys, já. Lítil stúlka
dó. En guð hjálpi mér, það var eng-
PORTRETT AF NAN
Hér hefur Joel-Peter Witkin tekið mynd bandaríska málarans Grant
Wood og útfært hana á sinn persónulega hátt.
tvíburar höfúm við ansi skuggalegar
sýnir en ég bendi fólki á að ég sé í
hreinsunareldinum og að Joel sé í
víti.“
Joel fékk fyrstu myndavélina sína
þegar hann var 15 ára eftir að hafa
farið á námskeið í verksmiðju ntóð-
ur sinnar. Á ferðalagi um Coney Is-
land með Jerome, sem var að leita
að vanskapningum fyrir málverk
sín, tók hann mynd af tvíkynjungi.
Witkin fúllyrðir að hafa átt sínar
fyrstu samfarir með henni/honum
en ekki er hægt að staðfesta að fótur
sé fyrir því.
Lengst framan af átti Joel-Peter
Witkin lítilli velgengni að fagna og
sá fyrir fjölskyldu sinni allt fram til
ársins 1983 með því að vinna sem yf-
irkokkur á ítölskum veitingastað.
Eftir að hafa sýnt á samsýningum
snemma á áttunda áratugnum
komu áhrifamiklir safnarar loksins
auga á hann. Auglýsingamógúllinn
Charles Saatchi sem er leiðandi
afl í söfnun samtímalista keypti
hverja einustu mynd á fyrstu sýn-
ingu hans í Pace/McGill galleríinu
árið 1984. Árið eft ir var honum boð-
ið að taka þátt í tvíæringi Whitney-
safnsins og Nútímalistasafhið í San
Francisco heiðraði hann með einka-
sýningu.
Witkin kallar sig „hinn full-
komna rannsóknarmann“ og reynir
sífellt að vera vakandi fyrir frávikum
í mannlegri hegðun og sköpulagi
enda þótt aðrir kunni að mistúlka
tilganginn. „Annað hvort er ég sið-
blindingi með ofurnæmt fagur-
fræðilegt skynbragð eða algjörlega
heilbrigður, segir hann og ypptir
kæruleysislega öxlum. „Hvort held-
ur sem er, þá veit ég að ég ræð ekki
við mig. Þetta er það sem ég fæddist
til að gera.“ ©
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994
25