Eintak - 19.05.1994, Blaðsíða 10
EINTAK
Gefið út af Nokkrum íslendingum hf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Framkvæmdastjóri: Hafsteinn Egilsson
Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson
Dreifingastjóri: Trausti Hafsteinsson
HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI
Andrés Magnússon, Árni E. Bjarnason, Bonni, Davíð Alexander,
Einar Örn Benediktsson, Friðrik Indriðason, Gerður Kristný,
Guðbergur Bergsson, Hallgrímur Helgason, Hilmar Örn Hilmarsson,
Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldal, Júlíus Kemp,
Loftur Atli Eiríksson, Óttarr Proppé, Páll Ásgeirsson,
Ragnhildur Vigfúsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurjón Kjartansson,
Styrmir Guðlaugsson og Þorvaldur Þorsteinsson.
Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf.
Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi.
Verð í lausasölu kr. 195.
Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði fyrir tvö blöð í viku.
Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 10 prósent afslátt.
Uppboð á mjúka
markaðinum
Kosningabaráttan í Reykjavík þykir hafa harðnað á síðustu dög-
um. Sú harka hefur liins vegar síður en svo skýrt línurnar á milli
þeirra tveggja kosta sem Reykvíkingar hafa um að velja. Það sem
hefur gerst er að í stað þess að frambjóðendur beggja lista reyni að
líta út fyrir að vera mannleg og full alltumliggjandi hlýju í garð allra
sem kunna að þurfa á henni að halda hafa þeir nú gripið til þess
ráðs að væna andstæðingana um óheiðarleg vinnubrögð í kosn-
ingabaráttunni og sundrungu í eigin röðum.
Kosningastefnuskrá R-listans og sjálfstæðismanna eru báðar
uppfullar af loforðum um óhóflegan fjáraustur úr borgarsjóði á
næstum árum. Báðir listarnir vilja stóraukin útgjöld til skólamála
og miðast hann í báðum tilfellum við kröfugerðir kennarastéttar-
innar um starfsumhverfi sitt. Báðir vilja listarnir að borgin geri
stórátak í byggingu dagheimila og báðir gera þeir ráð fyrir að rekst-
ur þeirra verði áfram svo til algerlega á höndum borgarinnar sjálfr-
ár. Báðir vilja þeir byggja elliheimili og íbúðir fyrir aldraða en hvor-
ugur markar nýja stefnu til að mæta ört vaxandi hópi aldraðra líf-
eyrisþega. Svona má rekja sig í gegnum öll hin svokölluðu mjúku
mál. Listarnir boða enga sérstaka stefnu aðra en þá að halda áfram
á þeirri braut sem þegar er mörkuð. Það eina sem þeir ætla sér er að
stórauka framkvæmdir og þjónustu.
Það er dálítið sorglegt að þessir tveir listar sem nánast berjast
með kjafti og klóm um eignarhald á mjúku málunum skuli ekki
hafa aðrir lausnir á þeim en þær sem flestum ætti að vera ljóst að
ganga ekki upp. Eftir að íbúar í velferðarríkjum Vesturlanda hafa
staðið í þeirri trú fram eftir allri þessari öld að hægt væri að veita
öllum heilbrigði eru þeir að átta sig á því nú að það gengur einfald-
lega ekki upp. Tæknilega getum við búið til svo fullkomna heil-
brigðisþjónustu að við yrðum ekki aðeins næstum því eilíf heldur
færum við á hausinn. Það er því ekki tæknin sem stendur í vegi fyr-
ir sífellt bættri heilbrigðisþjónustu heldurþeningarnir. Það er alveg
sama hvað við vorkennum sjúkum og sárum við munum aldrei
geta hjálpað þeim öllum.
Sökum þessa hafa nienn víða um Vesturlönd verið að endur- i
skoða fyrri stefnu í heilbrigðismálum, leila nýrra lausna sem geta ■
sætt þörfokkarfyrir heilbrigðisþjónustu o‘ggetu okkar til að standa '
undir henni.
Þótt hér sé tekið dæmi af heilbrigðisþjónustu þá á þessi þróun við ,
flest svokölluð mjúk mál. Það er alveg sama þótt okkur finnist að
allir foreldrar ættu að geta fengið dagheinjilispláss fyrir börnin sín, 1
við höfum einfaldlega ekki efni á því. í það minnsta ekki með þeim ,
aðferðum sem hingað til hefur verið beitt, að borgin byggi og reki
heimilin.
Það er eðlileg krafa til þeirra sem miklá sér af ást á lítilmagnan-
um, sjúkum, ölidruðum, börnum og einst^ðum foreldrum að þeir
komi fram meðibetur undirbúnar lausnir i málefnum þessara hópa '
en þá að ausa svo úr borgarsjóði að almenningur standi ekki lengur ;
undir því að fylla hann aftur.
Þegar stefna R-listans og sjálfstæðismánna í atvinnumálum er !
skoðuð kemur hins vegar í ljós að ef til vi}l hefur lítið upp á sig að
gera þá kröfu til þessara lista. Báðir lofa þeir stórum framlögum í
atvinnubótavinnu á vegum borgarinnar samhliða því sem þeir
munu styrkja og styðja fyrirtæki, sjálfsagt eins lengi og tekur að
gera þau ósjálfbjarga.
Ef þau dæmi sem hér hafa verið tekin af stefnuskrám listanna
tveggja eru dæmigerð fyrir það sem fylgismenn þeirra kalla mál-
efni, er það ef til vill fagnaðarefni að kosningabaráttan er orðin
ómálefnaleg og farin að snúast um hvort Alfreð Þorsteinsson sé í
framboði eða ekki. Það rifrildi er alla vega ókeypis fyrir borgar-
búa.O
Ritstjórn og skrifstofur
Vesturgata 2,
101 Reykjavík
sími 1 68 88 og fax 1 68 83.
LANDNAM
Frá og með fyrsta virka degi eftir næstu helgi, hvrtasunnuhelgina,
mun bntak koma úttvisvarí viku. Annars vegará fimmtudags-
morgnum, eins og hingað til og hins vegar á mánudagsmorgnum
- eða fyrsta virka dag vikunnar ef mánudagurinn er frídagur eins og
sá næstj. bntakýerður því fyrstallra blaða með fréttir helgarinnar.
Þetta á ekki aðeins við um höfuðborgarsvæðið heldurlandið allt.
Hértilhliðarmá sjá hvenær á mánudögum blaðið mun berasti
verslanir utan höfuðborgarinnar. Á höfuðborgarsvæðinu mun blaðið
verða komið á útsölustaði um leið og þeir opna.
HÚN SEQIR
HANN SEQIR
hverá
landi fegurst er
U
Þá er komið að hinum árlega at-
burði þegar blaðið sem kemst að
kjarna málsins snarfyllist af mynd-
um af konum. Og það í lit. Konur
eru fréttamatur eftir allt saman.
Viðtal á Stöð 2, mynd í DV og svo
þessi frábæra kynning í Moggan-
um. Fegurðarsamkeppni íslands
verður sumsé haldin með pompi
og pragt um helgina. Áhugi lands-
manna virðist samur við sig, en nú
bregður svo við að fjölmiðlar sýna
líka annað sjónarhorn: Tíminn
spurði fyrir nokkru hvers vegna
kvennahreyfingin væri hætt að
mótmæla fegurðarsamkeppni og í
kjölfarið mættu tvær yfirlýstar
kvenréttindakonur í einn morg-
unþátt og rökræddu málið. DV
spyr síðastliðinn þriðjudag tvær
konur álits á fegurðarsamkeppni
og í upphafi viku stefndi Dagsljós
saman fyrrpm framkvæmdastjóra
keppninnar og öðrum ritstjóra
hins virta kvenfrelsisblaðs Veru,
en nýjasta tölublaðið er einmitt
helgað fegurðarsamkeppni.
Þrátt fyrir „alla“ þessa athygli
hefur því ekki verið velt upp,
nema í Veru, hvers vegnat Islend-
ingar hafa svona mikinn áhuga á
fegurðarsamkeppni. Það ey aðeins
í Suður-Ameríku sem áhuginn er
meiri. Hvað segir það okkur um
stöðu kvenna — og viífhorf til
kvenna — hér og þar?
Annadís Greta Rúdóffs-
dóttir, sem vinnur að doictorsrit-
gerð um íslensku kvenímyndina í
félagssálfræði við London: School
of Econonycs, heldur þvílfram (í
Veru) að vegur Fegurðarsam-
keppni íslands hafi fyrst farið að
vænkast þegar keppnin vír mark-
aðssett sem landkynning.' Þannig
hafi fegurð Ungfrúar íslands feng-
ið göfugan tilgang. Enda þamra
fylgjendur keppninnar á gildi
hennar sem slíkrar. Ilins vegar
hafa ekki farið fram neinar kann-
anir á því hvort og hvernig land-
kynningin hefur skilað sér. Eða
hvaða gagn þessar tvær alheims-
drottningar okkar gerðu þegar
þær kynntu fisk og íslenskar vöru-
tegundir á kynningum erlendis.
Samkvæmt tölum frá Otflutnings-
ráði bendir fátt til þess að salan
hafi tckið kipp árin sem þær unnu
hörðum höndum við kynningar-
störf fyrir íslenska aðila sem vildu
nýta sér frægðina.
Réttmæti
fegurðarsamkeppni
Landkynn-
ingin er ekki
helsti ásteyt-
ingarsteinninn,
heldur þær
hugmyndir og
líkamsímynd
sem haldið er
að konum með
fegurðar- og
fyrirsætu-
keppni. Sú ein-
hæfa ímynd er
engum til góðs.
Nema ef til vill
þessum 5 pró-
sentum sem
hafa fengið í * " ~
vöggugjöf útlitið sem lagt er bless-
un sína yfir með keppninni. Át-
kvillar hafa aldrei verið algengari.
Talið er að hér á landi séu um 500
tilfelli árlega, 90 prósent af þeim
eru konur. Og það eru tengsl milli
átkvilla og þess að hafa tekið þátt í
fegurðar- eða fyrirsætukeppni.
Heiðar snyrtir segir (í Veru) að
aneroxían sé útlits-atvinnusjúk-
dómur. Ef svo er þarf að efla
vinnuvernd í greininni. Einnig er
þrástagast á því hVersu þroskandi
þátttakan er, því sjálfstraustið
aukist til muna. Það hlýtur að
vekja upp spurningar um uppeldi
stúlkna. Hefur láðst að efla hjá
þeim heilbrigt sjálfstraust? Og ef
það er staðreynd að sjálfstraust
kvenna sé háð ;,réttu“ útliti þá er
tímabært að taka málin til gagn-
gerrar endurskóðúnar. 0
Erfegurðin komin
á bannlista?
Ég verð að
segja eins og er,
að mér finnst
það allt að því
annarlegt að
þurfa að vera
að réttlæta feg-
urðarsam-
keppni. Mér
finnst það
svona álíka eins
og ef ég þyrfti
að réttlæta það
sérstaklega að
hljómsveitin
Vinir vors og
blóma fái að
1 halda tónleika.
Jafnvel þó svo að mér finnist Vinir
vors og blóma vera blettur á vest-
rænni siðmenningu kemur hljóm-
leikahald þeirra engum við nema
þeim sjálfum og hinum, sem vilja
kaupa sig inn.
Ég sá að kvennalistakonan Guð-
rún dónsdóttfr var beðin álits á
fegurðarsamkeppni í DVí fyrradag
og fann henni flest til foráttu. Helst
taldi hún það hættulegt að fegurð-
arsamkeppni æli á einhverri kven-
ímynd, sem að hennar mati var
„gagnstæð baráttu kvenna fyrir
auknum áhrifum og jafnræði.“
Stundum held ég að fóstrufasist-
arnir í Kvennalistanum séu ekki
með öllum mjalla. Eilííðarárátta
þeirra til þess að hafa vit fyrir sam-
borgurunum — Iíkt og þeir séu
fullkomnir óvitar — er auðvitað
afar hvimleið eins og öll alræðis-
hyggja, en að bera svona bull á
borð fyrir mann er ekkert annað
en ókurteisi. Eins og það geti
hamlað frama eða jafnréttindum
kvenna að vera fallegar!
Ég veit það ekki, kannski eru
Kvennalistakonur þeirrar skoðun-
ar að eina leiðin til jafnréttis sé að
vera ljótar og leiðinlegar. Ég fæ
hins vegar ekki séð að það komi
málinu við. Ólíkt aðskilnaðarsinn-
unum í Kvennalistanum aðhyllist
ég nefnilega þá skoðun, að hver
skuli njóta mannréttinda burtséð
frá því hvort hann er karl eða
kona, svartur eða hvítur, fallegur
eða ljótur.
Og hvers vegna ekki að keppa í
fegurð eins og í tónsmíðum eða
ritgerðasmíð? Öllum þykir okkur
hrósið gott og má ekki una falleg-
um stúlkum þess að eiga sinn dag í
sólinni?
Annars á það náttúrlega ekki að
koma manni á óvart að Kvennalis-
takonur séu á móti fegurðarsam-
keppni, því þær virðast vera á móti
öllu sem heitir keppni. Samkeppni
á hinum frjálsa markaði finnst
þeim hvimleið og þær eru á móti
keppnisíþróttum, væntanlega af
því að þær ala á karl- og kven-
ímyndum, sem eru gagnstæðar
baráttu kvenna fyrir auknum
áhrifum og jafnræði. Eða eitthvað
svoleiðis.
Það er ekkert að því að aðhyllast
jöfnuð í þjóðfélaginu, en efþað má
ekki keppa í neinu vegna þess að
sumir vinna og aðrir tapa er þar
komin jafnaðarstefna skógar-
höggsmannsins, að allt sé jafnað
við jörðu.
Hvort sem okkur líkar betur eða
verr er láni manna misskipt. Menn
bera mismunandi mannkosti og ef
þeir bera gæfu til fá þeir að njóta
þeirra á vinnumarkaðnum og líf-
inu almennt. En alveg eins og
læknar rnega njóta næmi síns,
hafnarverkamenn líkamsburða
sinna, fiðluleikarar tóneyra síns og
svo framvegis, hvers vegna í
ósköpunum skyidu fallegar stúlkur
ekki mega njóta fegurðar sinnar
við fleira en leitina að eiginmanni?
Það er hins vegar aukaatriði. Ef
ungar stúlkur vilja taka þátt í feg-
urðarsamkeppni og einhverjir vilja
kaupa sig inn á herlegheitin, þá
kemur það öðrum ekki við. Og
Guð forði okkur frá því að Kvenn-
alistakonur banni fegurðina.O
10
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1994