Eintak

Tölublað

Eintak - 19.05.1994, Blaðsíða 14

Eintak - 19.05.1994, Blaðsíða 14
eintak hefur undir höndum gögn í Guðmundarmálinu, sem aldrei voru lögð fram fýrir dómstóla. Þar koma fram alvariegar efasemdir yfiriögregluþjóns og sakadómara um rannsókn málsins og sekt sakborninga. Fleiri gögn benda til þess að mikilvægum upplýsingum hafi átt að stinga undir stól. Styrmir Guðlaugsson rýndi í þessi gögn. Gagnrypi, yfiiiogregli|þions w sakadomara haldid leyndum Erla Bolladóttir hélt því fram að hún hefði kom- ið að Sævari M. Ciesielski, Kristjáni Viðari Viðarssyni og Tryggva Rúnari Leifssyni að óvörum á heimili sínu nóttina sem Guðmundur hvarf þar sem þeir hafi verið að bisa við lík í laki. í skýrslum sem aldrei voru lagðar fyrir dómstóla er efast um sannleiksgildi þessarar sögu. hann hefði verið erlendis og væri nú að koma beint utan af flugvelli úr þeirri för. Sagði Sævar að Erla hefði svarað þessu á þann hátt að ekki þýddi fyr- ir hann að reyna að ljúga þessu að sér því vinkona sín hefði frétt af honum í Hafnarstræti hér í borg einhvern tíma eftir hádegi um- ræddan sunnudag. Sævar benti á, að þetta atriði hlyti að sýna það, að Erla hefði ekki verið að segja sann- leikann, þegar hún gaf fyrstu skýrslu sína um þetta mál hjá Egg- erti N. Bjarnasyni, lögregium. rétt fyrir jólin 1975.“ Daginn eftir, 14. apríl 1977, bað Gísli Erlu um að skýra sjálfstætt frá umræðuefni þeirra Sævars umrætt sunnudagskvöld og hvað fram hafi farið á milli þeirra, án þess að hún væri látin vita á nokkurn hátt hvað Sævar hafði sagt kvöldið áður. „Erla staðfesti það sem Sævar sagði mér um þetta,“ segir Gísli í skýrslu sinni. „Hún sagði að hann hefði gert tilraun til að ljúga því að sér að hann hefði komið þá beint utan af flugvelli eftir fjarveru er- lendis. Þetta sagðist hún hafa getað rekið ofan í hann sem helber ósannindi því að stúlka sem hún þekkti hefði haft eftir vinkonu sinni að hún hefði séð Sævar við strætis- vagnastöð í Hafnarstræti eftir há- degi umræddan sunnudag.“ Þessi vitnisburður er mikilvægari en hann lítur kannski út fýrir að vera. Engu máli skiptir að Sævar sagði Erlu ósatt um komutímann frá útlöndum heldur það að Erla staðfestir að þetta samtal hafi farið fram sunnudagskvöldið 27. janúar 1974, sem gefur ríkt tilefni til að skoða játningarnar í nýju ljósi. Það er því alvarlegt að þessar nýju upplýsingar voru hundsaðar með öllu. Gísli greinir nefnilega frá því að þegar hér var komið sögu hafi hann gengið á fund sakadóm- aranna Gunnlaugs Briem og Har- aldar Henryssonar og skýrt þeim frá samtölum sínum við Sævar og Erlu. „Ég innti dómarana eftir því hvort þeir óskuðu eftir að ég gerði eitthvað meira í málinu en þeir töldu ekki þörf á því að svo stöddu.“ Hvers vegna í ósköpun- um? Það er ekki fyrr en Jón Odds- son, verjandi Sævars, kemst á snoðir um þetta að Gunnlaugur biður Gísla að skrifa skýrslu um málið. Slík málsmeðferð hlýtur að vekja upp spurningar um það hvort halda hafi átt þessu leyndu. Og ekk- ert tillit er tekið til þessa fyrir dómi sem freistandi væri að skýra með því að um sömu dómara var að ræða. Það merkilega er að Erla hafði staðhæft við yfirheyrslu, nokkru eftir hvarf Guðmundar og löngu áður en farið var að rannsaka það sem sakamál, að hún hefði ekki séð Sævar um langa hríð fyrr en sunnu- daginn 27. janúar, daginn eftir hvarfið. Ástæða þessa vitnisburðar var rannsókn á meintu fíkniefnam- isferli Sævars en Erla var yfirheyrð vegna þess máls. 1 skýrslunni um yfirheyrsluna kemur fram að hún var spurð um vitnekju sína um ut- anferðir Sævars. Því svarar hún þannig: „Ég veit að hann hefur ekkert farið síðan sunnudaginn 27. janúar en þá kom hann til mín fýrst eftir langan tíma...“ Það er með ólíkindum að við rannsókn jafn alvarlegs sakamáls og manndráps skuli ekki hafa verið kannaðar skýrslur sem tengjast af- brotaferli sakborninganna. Það er ekki fýrr en seint í mars 1977 að þessi skýrsla er grafin upp og lögð fram í Sakadómi Reykjavíkur. Þessar tvær skýrslur, skýrsla Gísla og skýrslan um yfirheyrsluna vegna fíkniefnamálsins, benda til þess að verulegar líkur hafi verið á því að Erla hafi sagt ósatt um að hún hafi orðið vitni að líkflutning- um á Hamarsbraut 11 nóttina sem Guðmundur hvarf. Og fleiri atriði benda til að svo hafi verið. Ármann Kristinsson, sakadóm- ari, og Kristmundur Sigurðsson, yf- irlögregluþjónn hjá rannsóknarlög- I umræðunni um Guðmundar- og Geirfinnsmálin á undanförnum vikum hafa fjölmargir lýst efasemd- um sínum um að sakborningarnir hafi verið valdir að dauða Geir- finns Einarssonar. Þeir eru hins vegar færri sem telja þá saklausa að hvarfi Guðmundar Einarssonar. I samtölum við fjölda manna í tengslum við umfjöllun EINTAKS um þessi mál á síðustu vikum hefur þetta komið giöggt í ljós. En nú hafa komið fram í dags- ljósið gögn sem sýna fram á að inn- an lögreglunnar og dómstólanna voru settar fram alvarlegar efa- semdir um rannsóknina á hvarfi Guðmundar og að sakborningarnir hafi valdið dauða hans. Þessar efa- semdir voru settar fram undir lok rannsóknarinnar, í byrjun árs 1977, sem hlýtur að auka vægi þeirra. EINTAK hefur undir höndum skýrslur eins sakadómarans í mál- inu, Ármanns Kristinssonar, og Kristmundar Sigurðssonar, yfir- lögregluþjóns, sem þeir skrifuðu á síðustu stigum rannsóknarinnar. Báðir lýsa þeir miklum efasemdum um ágæti hennar og Kristmundur tekur svo djúpt í árinni að segja að ekki hafi verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að sakborningarnir hafi valdið dauða Guðmundar. Þessar skýrslur voru hvorki lagð- ar fram í Sakadómi Reykjavíkur né Hæstarétti. Sakbomingum og verj- endum þeirra hefúr því ekki verið kunnugt um efni þeirra fram að þessu. Fleiri gögn, sem eintak hefur undir höndum, kasta rýrð á rann- sóknina á hvarfi Guðmundar Ein- arssonar og í einu tilfelli er ekki frá- leitt að álykta að stinga hafi átt hugsanlegri fjarvistarsönnun Sæv- ars Marinós Ciesielski undir stól. Kristján Viðar Viðarsson var dæmdur íævilangt fangelsi af Sakadómi Reykjavíkur, eins og Sævar, fyrir að hafa orðið Guðmundi og Geirfinni Einarssyni að bana. Upphaf rannsóknarinnar Guðmundur Einarsson hvarf að- faranótt 27. janúar 1974 eftir að hafa verið á dansleik með félögum sín- um í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Leitað var að Guðmundi dögum saman en engu líkara var en að jörðin hefði gleypt hann. Lík hans hefur aldrei fundist. Það var ekki fyrr en tæpum tveimur árum síðar að farið var að bendla sakborningana í málinu, Sævar Marinó Ciesielski, Tryggva Rúnar Leifsson og Kristján Viðar Viðarsson við hvarf hans. Þáver- andi sambýliskona Sævars, Erla Bolladóttir, var fýrst yfirheyrð vegna málsins 20. desember 1975 vegna þess að rannsóknarlögregl- unni hafði borist til eyrna að Sævar gæti hugsanlega verið viðriðinn hvarfið. Aldrei hefur verið upplýst hvaðan þær upplýsingar komu. Hann sat þá í varðhaldi vegna póst- svika en Kristján og Tryggvi voru handteknir vegna málsins. Erla sagðist hafa orðið vitni að því að þremenningarnir hefðu ver- ið að burðast með lík í laki á heim- ili sínu og Sævars, að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði, þessa nótt eftir að hún kom heim af dansleik. Sagðist hún hafa komið að þeim óvörum. Þeir játuðu að hafa orðið Guð- mundi að bana í átökum á Ham- arsbrautinni og urðað líkið í Hafn- arfjarðarhrauni. Albert Klahn Skaftason viðurkenndi að hafa aðstoðað þá við líkflutninginn. En játningarnar voru margar og misvísandi. Kristján tók til dæmis um tíma á sig allar sakir og sagðist hafa stungið Guðmund til bana. Reglulega drógu þeir framburð sinn til baka fyrir dómi og fullyrtu að þær hefðu verið þvingaðar fram með harðræði. Um þá hlið Guð- mundar- og Geirfinnsmálanna hef- ur áður verið fjallað ítarlega hér í blaðinu. Möguleg fjarvistar- sönnun hundsuð Eftir lestur gagna, sem EINTAK hefur undir höndum, er skiljanlegt að upp hafi komið efasemdir um sekt ákærðu innan lögreglunnar og dómstólanna. Dæmi um það er skýrsla um samtal lögreglumanns við Sævar og Erlu. Sævar hélt því fram að hann hefði ekki komið á Hamarsbraut- ina í marga daga fýrr en að kvöldi sunnudagsins 27. janúar, daginn eftir að Guðmundur hvarf. Mið- vikudaginn 13. apríl 1977, þegar Sævar sat í gæslu í Hegningarhús- inu við Skólavörðustíg og lögreglu- rannsókninni var lokið, kom hann boðum til Gísla Guðmundsson- ar, aðstoðaryfirlögreglumanns hjá RLR, um að hann gæti sannað að hann hafi ekki verið á Hamarsbraut 11 aðfaranótt 27. janúar 1974. Gísli skrifaði ekki skýrslu um samtalið við Sævar fyrr en 1. október, eða rúmum fimm og hálfum mánuði eftir að það átti sér stað. Þar segir: „Hann [Sævar] sagði að þetta byggðist á því að hann hefði komið til Erlu Bolladóttur, að Hamars- braut 11 að kvöldi sunnudagsins 27. jan. ... og þá verið með Viggó Guðmundssyni, er hefði ætlað að keyra hann (Sævar) um kvöldið austur að Gljúfurholti í Ölfusi. Sævar sagði að ekki hefði orðið úr ferðinni austur sökum þess að Erla hefði farið að rífast við sig út af því að hann hefði ekki sést þar í marga daga og því gripið til þess ráðs að reyna að fá Erlu til að trúa því að Hamarsbraut 11 I Hafnarfirði í kjallara þessa húss er talið að Guðmundur Einarsson hafi verið myrtur. 14 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.