Tíminn - 22.03.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.03.1977, Blaðsíða 3
ÞriOjudagur 22. marz 1977 3 NORÐMENN HYGGJAST LEYFA VEIÐAH Á NORSK-ÍSLENZKA SÍ LDARSTOFNINUM SJ-ReykjavIk. — A fundinum veröa rædd öll helztu mál, sem varða sjávarútvegsmál Noröur- landanna, sagöi Jón Arnalds ráöuneytisstjóri i sjávarútvegs- ráðuneytinu i viðtali við Tlm- ann, en hann fór I morgun til Kaupmannahafnar á fund sam- starfsnefndar Norðurlandanna um sjávarútvegsmál. Jón fer þangað fyrir hönd Matthiasar Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra, en flest- ir sjávarútvegsráðherrar Norðurlandanna sækja fundinn. Auk þess fór Agúst Einarsson frá LIÚ á fundinn. — Dagskráin er I ellefu liðum, sagði Jón, og er of flókið mál að fara aö rekja hana. Þarna verð- ur rædd afstaða gagnvart al- þjóðanefndum og Efnahags- bandalaginu, svo og samstarf Noröurlandaþjóðanna. — Þá ber eflaust á góma þá fyrirætlun Norðmanna aö leyfa norskum sjómönnum veiðar á norsk-Islenzka sildarstofninum. Húnerekkiopinbert mál ennþá. Norges Fiskerlag hefur farið fram á að fá að veiða 15.000 tn af sild, og frétzt hefur að sjávarút- vegsráöherra Norðmanna hyggist heimila veiöar á 10.000 tn. Þaö var hins vegar rang- hermt hér i útvarpsfréttum að Norðmenn ætluöu aö leyfa Rússum slldveiöar. — Viö erum á móti þessari fyrirætlan Norömanna og mun- um aö sjálfsögðu láta það I ljós, sagði Jón Arnalds ráöuneytis- stjóri. Trillubátaútgerð frá Dyr- hóla- ey SJ-Reykjavik — Ég ætla aö róa frá Dyrhólaey I vor og framan af sumri og reyna að fá i soðið fyrir byggöarlagið, sagði Reynir Ragnarsson i Reynisbrekku i Mýrdal i við- tali við Timann I gær. Reynir er búinn að fá sér plastbát, sem rúmar um tonn af fiski, og hyggst róa á honum frá Kirkjufjöru. Ahugamanna- hópur hefur bætt nokkuö veg- inn niöur aö Dyrhólaey og unnið hefur veriö að þvi að rjúfa skarð niöur I f jöruna, svo auöveldara verði að athafna sig I lendingunni. Tveir aðrir bátar eru i eigu Mýrdælinga, en ekki verður róið á þeim aö staðaldri. Reynir Ragnarsson er framkvæmdastjóri Ræktunar- sambandsMýrdælinga, en var áöur á sjó og er áhugamaður um fiskveiðar. Nýr fiskur er sjaldséður á borðum Mýrdæl- inga og Vikurbúa svo eflaust verður þessari framtakssemi Reynis vel tekið. Ætlar Reynir sér að sækja sjóinn við annan -........; «@1 ■ ■ ■ Stutt er á miðin frá Kirkjufjöru á Dyrhólaey, þau eru skammt undan Reynisfjalli, sem hér sést á myndinni. A þessi miö ætlar Reynir Ragnarsson 1 Reynisbrekku að róa einhvern næstu daga. Timamynd Kóbert mann. Við spuröum Reyni hvernig honum litistá hugmyndina um álver við Dyrhólaey. Hann vildi fátt um það segja enda ekki timabært. Hann kvaöst þó ekki telja aö nokkur maður á þessum slóðum væri i raun- inni fylgjandi álveri þótt ýms- ir vildu kannski fórna ein- hverju ef álveri fylgdi aö höfn yröi gerö viö Dyrhólaey. Guðbjartur Pálsson látinn: „Saksóknara að taka ákvörðun um áframhald r annsóknar ’ ’ — segir Erla Jónsdóttir, fulltrúi i Sakadómi HV-Reykjavik. — Dauði Guð- bjarts Pálssonar hefur þau áhrif á rannsókn okkar á fjármálum hans, að nú er þaö ákvörðun sak- sóknara hvort henni veröur hald- iðeitthvaöáfram. Viðmunum að- eins ganga frá málinu eins og það stendur nú hjá okkur, ganga frá skjölum og lögregluskýrslum, sem teknar hafa verið, og senda saksóknara. Hans ákvöröun verð- ur aö koma til áöur en meira verður að gert hjá þessu embætti, sagði Erla Jónsdóttir, fulltrúi hjá Sakadómi Reykjavikur, i viðtali við Timann i gær. Sem kunnugt er hefur undan- farið staðið yfir rannsókn á hugsanlegu f jármálamisferli Guðbjarts Pálssonar, og hefúr Erla haft umsjón meö þeirri rannsókn hjá sakadómi. Viröist rannsókn málsins nú stöövast, að minnsta kosti i bili, þar sem Guð- bjartur lézt á heimili sinu aöfara- nótt mánudags. — Ég veit ekki hvert framhald- ið veröur að öðru leyti en þessu, sagði Erla i gær, en þaö má benda á, að til er embætti sem heitir skiptaráöandi, sem fer með f jár- mál látinna manna. Tlminn hafði I gær samband við Steingrim Gaut Kristjánsson, setudómara I handtökumálinu svonefnda, og innti hann eftir þvi hvort lát Guöbjarts myndi hafa einhver áhrif á gang þess, en sem kunnugt er tengdist Guðbjartur þvi máli sem mikilvægt vitni. — Ég fæ ekki séð aö lát hans hafi nein áhrif, sagði Steingrlmur Gautur, þvi hann var búinn aö gefa sina skýrslu og rannsóknin beinist jú að handtöku bifreiða- stjóra hans, en ekki handtöku hans sjálfs. Losun Varnarliðsins á úrgangsefnum i sjó Slíkt verður ekki látið endurtaka sig — sagði utanrikisráðherra á Alþingi í gær MÓ-Reykjavik — Vegna aðildar okkar að Oslóar- samningnum og Londonar- samningnum um varnir gegn mengun sjávar, ber að sækja um leyfi til losunar úr- gangsefna i sjó til réttra yfir- valda. Það var ekki gert þeg- ar varnarliðið lét fleygja hylkjum i sjóinn út af Kefla- vík sl. fimmtudag og hefur þessu þvi verið mótmælt, sagði Einar Agústsson utan- rikisráðherra á Alþingi i gær. Tilefni þessara um- mæla var fyrirspurn frá Gils Guömundssyni utan dag- skrár. Utanrlkisráöherra sagði aö óskað heföi verið eftir fullri greinargerö um þetta mál frá varnarliöinu, og var hún væntanleg I gær. Erfitt væri að gera málinu full skil fyrr en hún hefði borizt. Utanrikisráöherra tók skýrt fram, að þetta tilvik yrði kannað nánar og komið I veg fyrir að slikt endurtæki sig. Ólafur Jóhannesson dóms- málaráöherra sagði að ekki hefði verið haft samband við Landhelgisgæzluna út af þessu máli, og hún hefði ekki gefið neitt leyfi til þess aö fleygja þessum efnum I sjó- inn, enda væri það ekki i verkahring gæzlunnar að gefa sllkt leyfi. Þjóðaratkvæði um afnám prestkosninga Mó-Reykjavik — Lögð hefur veriö fram á Alþingi tillaga til þingsályktunarum að fela rlkis- stjórninni að láta fara fram þjóðaratkvæði jafnhliöa næstu alþingiskosningum um þaö, hvort afnema skuli beinar og al- mennar prestkosningar. Flutn- ingsmenn tillögunnar eru Þor- valdur G. Kristjánsson forseti efri deildar, Asgeir Bjarnason forseti sameinaös þings og Ragnhildur Helgadóttir forseti neðri deildar Alþingis. 1 greinargerð með tillögunni kemur fram, að fast hafi verið sótt af hálfu kirkjuþings að af- nema prestkosningar. Hins veg- ar hafi lltiö fariö fyrir stuðningi viö þaö mál á Alþingi og enginn kirkjumálaráöherra hefur tekið máliö aö sér með þvi að flytja um það stjórnarfrumvarp Nokkrum sinnum hafi málið þó komiö til kasta Alþingis og ætlð lyktað svo, aö annað hvort væri umræðum ekki lokið eða málinu vlsað til rikisstjórnarinnar, en það var gert 1974.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.