Tíminn - 22.03.1977, Page 18
18
Þri&judagur 22. marz 1977
Stórsigur
varaliðs KR
— þegar það mætti Breiðabliki í 1.
deildarkeppninni í körfuknattleik
☆ Símon Ólafsson slasaðist illa
Varalið KR i körfuknattleik
sigraöi (105:69) Breiðablik um
helgina. Einar Boliason og Birgir
Guðbjörnsson — meiddir, léku
ekki með KR-liðinu og þá fengu
þeir Kolbeinn Pálsson og Kristinn
Stefánsson ekkert aö fara inn á.
Þrátt fyrir aö þessir fjórir leik-
menn voru ekki með, þá voru yf-
irburöir KR-liðsins miklir. Jóa-
kim Jóakimsson skoraöi flest
stig KR eða 29, en Gisli Gisiason
22 stig.
Armenningar léku án Simons
Ólafssonar, en hann meiddist illa
á laugardaginn, þegar liðbönd i
ökla slitnuðu, gegn Fram. Þrátt
fyrir þetta áfall vann Armann
sigur — 91:84 og átti Atli Arason
stærstan þátt i honum — skoraöi
22 stig. Njarðvikingar unnu
(105:60) Val með yfirburöum.
Kári Mariusson var gömlu félög-
unum sinum úr Val erfiöur hann
skoraöi 29 stig.
Valsmenn létu þetta tap ekki á
sig fá, þegar þeirsvo mættu Blik-
unum — sigruðu örugglega
103:67. Ríkharður Hrafnkelsson
skoraði þá 32 stig fyrir Val.
Skíðafólk
frá Akur-
eyri sigur-
sælt — í punktamótinu
Akureyringar, urðu sigursælir i
punktamótinu á sklðum, sem fór
fram i Bláfjöllum um helgina.
Haukur Jóhannsson varð sigur-
vegari i stórsvigi og alpatvi-
keppni karla, en félagi hans —
Arni óðinsson — varð sigurvegari
i svigi. Margrét Baldvinsdóttir
varö sigurvegari I alpatvikeppni
kvenna.
Ung stúlka frá Reykjavik vakti
athygli — það var hin 14 ára Asdis
Alfreösdóttir, sem varð sigurveg-
ari i svigi, en Kristin Olfsdóttir
frá Isafirði varð sigurvegari i
stórsvigi.
Annars urðu úrslit þessi i
punktamótinu:
á skíðum
í Bláfjöllum
Konur:
Stórsvig:
Kristin Úlfsd. Isaf...125.96
Margrét Baldvinsd. A..126.01
Guðrún Leifsd. Akureyri... 126.85
Svig:
Asdis Alfreðsd. Rvik..134.57
Margrét Baidvinsd. A..136.77
Marla Viggósd.Rvik.. 141.62
Karlar:
Stórsvig:
Haukur Jóhanns Akureyri 118.79
Hafþór Júlluss. Isaf.119.46
Einar V. Kristjánss. Isaf. .. 120.56
Svig:
ArniÓðinsson,Akureyri ...113.88
Valur Jónatanss. Rvik.114.50
Haukur Jóhannss. Akureyri 116.09
Jóhann
sigursæll
Jóhann Kjartansson badmint-
onspilarinn ungi úr TBR varö sig-
ursæll á „úrtökumótinu” sem fór
fram um helgina á Akranesi. Jd-
ITann tryggði sérrétt tilaö keppa I
HM-keppninni I Sviþjóð, með þvl
að leggja alla andstæöinga sína
aö velli. Hann sigraöi tslands-
meistarann Sigurö Haraldsson,
sem Einnig keppir I HM, I úrslita-
leik — 15:11 og 15:13.
HAUKUR JÓHANNSSON.
Keflvíkingar
í æfingabúðir
til Englands
★ Víkingar hafa gert tveggja ára
samning við Bill Haydock
★ Kristinn opnaði markareikning
sinn uppi á Skaga
★ Ingi Björn og Guðmundur
á skotskónum
Keflvlkingar hafa nú ákveöiö aösenda 1. deildarlið sitt I knattspyrnu til
Englands um páskana, þar sem leikmenn liðsins verða I æfingabúðum I
London um viku tlma. — Þetta er liður I undirbúningi okkar fyrir bar-
áttuna I sumar, sagði Jón Ólafur Jónsson, formaður Knattspyrnuráðs
Keflavikur, I stuttu spjalli við Tlmann.
Keflvikingar fara með 25
manna hóp til Lundúna 1 boði ut-
andeildarliðsins Maiden.head,
sem hefur aðstööu i útjaðri Lond-
on. Keflvikingar fá góða aðstöðu
til að æfa daglega, og þar að auki
leikur liðið þrjá æfingaleiki —
gegn Maidenhead og 3. deildarlið-
inu Reading, en ekki er búið að á-
kveða mótherjana i þriðja leikn-
um.
Þar sem viö erum að byggja
upp nýtt lið, sjkipað ungum leik-
mönnum, ákváðum við að senda
liðið i æfingabúðir, þar sem leik-
mennirnir fá tilvaliö tækifæri til
aö kynnast betur og æfa við
topp-aðstæöur, sem viö getum
ekki boöið upp á strax, þar sem
grasvöllurinn okkar er ekki til-
búinn fyrir átök sumarsins, sagði
Jón ólafur.
KEFLVIKINGAR léku gegn
Breiðabliki i Litlu-bikarkeppninni
á laugardaginn i Kópavogi,
Leiknum sem fór fram á erfiöum
velli, lauk með jafntefli 1:1. Kefl-
vikingar áttu mun meira i leikn-
um, sem bauö upp á tvö mörk frá
ódýramarkaðnum. Blikarnir
urðu fyrri til að skora — Heiöar
Breiðf jörð skoraöi með máttlausu
skoti, sem hoppaði inn i mark
Keflvikinga. Goerg „Bangsi”
Georgsson jafnaöi siöan fyrir
Keflvikinga, þegar hann fékk
knöttinn frá ólafi Hakonarsyni,
markverði Blikanna, sem tók út-
spark. ólafur spyrnti knettinum
frám — hann hafnaði fyrir fram-
an „Bangsa”, sem spyrnti honum
strax að marki Blikanna. Knött-
urinn fór yfir Ólaf, sem var kom-
inn of framarlega — og hafnaði i
markinu.
VíKINGARhafa gert tveggja ára
samning við þjálfara sinn Billy
Haydock. Þetta hefur vakið þó
nokkra athygli, þvi að þetta er I
fyrsta skipti sem Islenzkt knatt-
spyrnulið gerir svo langan
samning við þjálfara — yfirleitt
hefur aðeins veriö samið um eitt
ár I einu.
Vikingar léku æfingaleik gegn
unglingalandsliöinu á sunnudag-
inn, og lauk leiknum, sem var
mjög harður — með sigri (1:0)
Vikinga. Lárus Jónsson skoraði
mark Vikings.
KRISTINN BJÖRNSSON.fyrrum
leikmaður Valsliðsins, opnaði
markareikning sinn hjá Skaga-
mönnum, þegar þeir unnu sigur
(3:1) yfir FH-ingum i Litlu-bikar-
keppninni, þegar liðin mættust
uppi á Akranesi á laugardaginn.
Kristinn skoraði fyrsta mark
leiksins, sem var leikinn á frekar
slæmum velli — blautum og
þungum.
Skagamenn voru betri aðilinn I
leiknum og sýndu þeir oft
skemmtileg tilþrif — sérstaklega
Pétur Pétursson.sem er nýkom-
inn frá Glasgow, þar sem hann
æfði með Glasgow Rangers. Pét-
ur skoraöi2 mörk I leiknum. ólaf-
ur Danivaldsson skoraöi mark
FH-inga. Þess má geta að Jón
Þorbjörnsson, fyrrum leikmaöur
Knatt-
spyrnu
punktar
KRISTINN.... skoraöi gott mark
uppi á Skaga.
Þróttar, lék í marki Skagamanna
og varði vel.
GEORGE KIRBY.þjálfari Akur-
nesinga er væntanlegur til lands-
ins nú I vikunni.
Ingi Björn Albertsson og Guð-
mundur Þorbjörnsson voru held-
ur betur á skotskónum þegar
Valsmenn unnu stórsigur (8:0)
yfir Haukum i æfingaleik á laug-
ardaginn. Þeir skoruöu 4 mörk
hvor.
Valsmennmæta Akurnesingum
I fyrsta leik Meistarakepppni
K.S.l. i kvöld á Melavellinum kl.
8.30-
Porbergur sýndi
góða leiki
— með unglingalandsliðinu
Unglingalandsliðið I handknatt-
leik, skipað leikmönnum undir
21 árs aldri, stóð sig ágætlega I
keppnisferð I V-Þýzkalandi um
helgina, þar sem liöið lék tvo
landsleiki gegn V-Þjóðverjum,
tslenzku strákarnir töpuðu þeim
báðum — fyrst 15:18 og siðan
7:14.
Fyrri leikurinn var afar jafn
og var staöan nær alltaf jöfn
■ upp I 13:13, en þá náðu V-
Þjóöverjar að sýna góða kafla
og sigruðu á lokasprettinum —
18:15. Þorbergur Aðalsteinsson
úr Vikingi vakti mikla athygli i
þessum leik — skoraði 8 mörk,
en hann var tekinn úr umferð i
siðari hálfleiknum. Konráð
Jónsson (Þrótti) skoraði 4, en
Steindór Guðmundsson (Val) 2
og Hannes Leifsson 1. Mörkin i
siðari leiknum skoruðu: Þor-
bergur 3, Slmon Unndórsson
(KR) 2, Hannes 1 og Gústaf
Björnsson (Fram) 1.
11 NÝ ÍSLANDSMET
í sundi sáu dagsins ljós á Meistara
móti íslands um helgina
Það var sannkallað meta-
regn í Sundhöll Reykjavík-
ur um helgina, þar sem
AAeistaramót Islands í
sundi fór fram. Hvorki
meira né minna en 11 Is-
landsmet fengu þó að sjá
dagsins Ijós, og þar að
auki var eitt met jafnað.
Þórunn Alfreðsdóttir (Ægi)
setti 3 met. Hún byrjaöi
meistaramótið með þvi að setja
met I 800 m skriðsundi — 9:51.2
min. Þá setti hún einnig met i 400
m fjórsundi (5:24.9) og slöan i 400
m skriösundi — 4:46.4 mln.
Siguröur ólafsson (Ægi) setti
met i 400 m skriðsundi — 4:16.0
min., og siðan jafnaði hann met
Finns Garöarssonar i 100 m skrið-
sundi, þegar hann synti vega-
Iengdina á 54.9 sek.
Bjarni Björnsson (Ægi) setti
met I 200 m baksundi — 2:23.2 og
sló þar með út sex ára met Guö-
mundar Gislasonar.
Sonja Hreiöarsdóttir (Ægi)
setti met I 200 m bringusundi —
2:50.5 min.
Axel Alfreðsson (Ægi) setti met
i 400 m fjórsundi, þegar hann
synti vegalengdina á 4:55:6 min.
Þá voru sett met I öllum boö-
sundunum. Kvennasveit Ægis i
4x100 m fjórsundi (5:00.7) og
4x100 m skriðsundi — 4:30.6 min.
Þá setti karlasveit Ægis met i
4x100 m fjórsundi (4:19.5) og
4x200 m skriðsundi — 8:21.3.
ÞÓRUNN ALFREÐSDÓTTIR.
SIGURÐUR ÓLAFSSON.