Tíminn - 17.04.1977, Page 31

Tíminn - 17.04.1977, Page 31
Sunnudagur 17. apríl 1977 31 Ný athyglisverð brezk hljómsveit Lone Star — Lone Star Columbia »3»75/FACO ★ ★ ★ ★ LONE STAR er ný brezk rokk- hljómsveit, sem vakið hefur talsverða athygli i heimalandi sinu upp á siðkastið. Mestan þátt i þeirri athygli á útsetning þeirra á lagi Lenn- ons/McCartneys „She Said, She Said” — en sú útsetning nær svo langt, að heita má að um nýtt lag sé að ræða. Lone Star var stofnuð árið 1975 af Ken Driscoll söngvara og Tony Smith gitarl. en meö þeim i hljómsveitinni eru Dixie Lee trommuleikari, Paul Chap- mann gitarleikari, Peter Hurley bassaleikari og Rick Worsnop hljómborðsleikari. Upptöku- stjórnandi hljómsveitarinnar er hinn þekkti Roy Thomas Baker, sem á m.a. mikinn þátt i vel- gengni hljómsveitarinnar Queen, — og ber þessi plata Lone Star þess greinilega merki, að hann hefur farið þar um höndum. Aðallega er það i notkun radd- anna og bakradda sem heyra má þessi áhrif Bakers. Tónlist Lone Star er rokk af þyngri gerðinni, þar sem ýmis afbrigði af gitarsólóum eru fyrirferðarmest. Einnig ber nokkuð á notkun ýmiss konar „effekta” á plötunni. Lögin fyrir utan lag Lenn- ons/McCartneys eru öll eftir Driscoll og Smith og semja þeir einnig texta við lögin. Lone Star er spáð miklum frama i Bret- landi og Bandarikjunum, en hvort hún fær náð eyrum rokk- aödáenda hérlendis er annað mál. Beztu lög: She Said She Said Flying In The Reel A Million Stars SþS Phoenix — Phoenix Columbia PC34476/FACO ★ ★ ★ ★ Svalandi rokkbrunnur OFT er það svo með frægar hljómsveitir, að aðeins fáir listamanna þeirra standa f sviðsljósinu, en hinir falla I skugga þeirra og eru meira og minna óþekktir — þó svo aðdá- endur viðkomandi hljómsveitar viti hvað þeir heita. Frægt dæmi um þetta er Rolling Stones. Mick Jagger og Keith Richard hafa staðið I sviðsljósinu, en þeir Bill Wyman, Charlie Watts og nú Ron Wood hafa staðið I skugga þeirra. Oft er það lika svo að loks þegar þessum mönnum tekst að koma sér út úr skugganum — kemur i ljós að þeir standa hin- um (sem þeir stóöu I skuggan- um af) alveg jafnfætis, hvaö snertir hæfileika og gæði. Fræg- asta dæmi þessa er liklega George Harrison, sem aldrei fékk til fulls að njóta sin með Bítlunum, en blómstraöi sfðan eftir að þeir hættu. Þaö sama á við um þá hljóm- sveit sem hér er til umfjöllunar. Hljómsveitina Phoenix skipa þrir fyrrum liösmenn hljóm- sveitarinnar Argent. Tveir þeirra, Jim Rodford bassa- og hljómborðsleikari og Robert Henrit trommuleikari voru liös- menn Argent frá upphafi til enda, en þriðji meðlimur Phoenix, John Verity gitarleik- ari, kom ekki inn i Argent fyrr en á sföari hluta æviferlis henn- ar. Rodford og Henrit stóöu allan sinn feril i Argent I skugga Rod Argents og Russ Ballards, en þeir sömdu flest lög hljómsveitarinnar. Ballard hætti reyndar áriö 1973 og Verity kom inn i staöinn, en hljómsveitin dalaði svo mikið eftir brottför Ballards, að varla er hægt að segja að nokkur hafi staðið i sviðsljósinu. Nú þegar þessir þrír menn eru komnir saman i hljómsveitina Phoenix, verður ekki annað séð en að þeir geti samið jafn góö, ef ekki betri lög, en þeir menn er þeir stóöu I skugganum af. A þessari plötu Phoenix eru tíu lög, þar af sex eftir Verity og tvö eftir hvorn hinna. Allt eru þetta létt og skemmtileg rokklög, mjög vel flutt og sérstaklega kemur söngur Veritys á óvart, — óvenju tær og kröftug rödd. 011 lögin hafa að geyma góðar melódiur, hvort sem þaö eru hörku rokklög af þyngri gerð- inni eins og „Try A Little Rock’n’Roll” og „I’ll Be Gone”, eöa róleg og ljúf lög eins og „From The Ashes” og „I’ll Be Back For More”. Eins og fyrr sagði er allur hljóðfæraleikur mjög góður og ekki við ööru aö búast, þvi þó að þeir væru að mestu óþekktir — voru þeir viöurkenndir topp hljóðfæraleikarar. Ég held að óhætt sé að segja, að með komu Phoenix fram á sjónarsviðiö séu rokkþyrstir aðdáendur búnir aö fá enn einn rokkbrunninn til að svala sér á. Beztu lög: Easy From The Ashes I’ll Be Back For More I’ll Be Gone SÞS Y f irþy r mandi einföld lög America —-Harbor . Warner Bros K56351/FACO ★ ★ ★ Þegar minnzt er á America dettur mér alltaf i hug lög eins og „A Horse With No Name”, „Sister Golden Hair” eða „Ventura Highway”. lög sem ég get hlustað á aftur og aftur og alltaf létta skap mitt. Hins veg- ar veröur það að segjast eins og það er, að nýjasta plata Amer- ica, „Harbor”, er ekki svipur hjá sjón miðað viö lögin sem hér voru talin, þó aldrei fari það á milli mála, að sömu tónlistar- mennirnir eru þar á ferðinni og raunar sama tónlistin, aðeins ó- snortin af töfrasprota listarinn- ar. Hafi America tekizt að jræöa hið þrönga einstigi milli til- finningaseminnar og væmni á „Greatest Hits” plötunni, þá verður það sama ekki sagt um „Harbor”. Tilfinningasemin keyrir sem sagt úr hófi, verður ósannfærandi og snertir okkur ekki, ekki íslendinga a.m.k. Það er kannski rétt aö draga aöeins i land eftir svo strangan dóm. „Harbor” er ekki beinlinis léleg plata, ekki miðað viö af- þreyingarmúsik eins og hún gengur og gerist, og vafalaust kunna margir Americaunnend- urvelað meta hana. Hins vegar er ekki neitt nýtt aö finna á „Harbor”, (nema þá galla), og aö minu mati er ekkert lag á henni sem jafnast á við lögin sem fyrst voru talin i þessu spjalli. „Harbor” er hljóörituð á Hawaii, i sumarrómantik Kyrrahafseyja, og sjálfsagt set- ur það sitt mark á hana. Lögin á „Harbor” eru mörg og yfirleitt stutt. Raunar hefur maöur á tilfinningunni, að þau séu aðeins efniviður eöa upp- kast að lögum, eins og t.d. „Sist- er Golden Hair”, sem ailir þekkja. Þau eru yfirþyrmandi einföld og gjörsamlega laus við flækjur. Kannski má segja hið sama um öll önnur lög America, en ég segi aftur, hér keyrir fram úr hófi. A „Greatest Hit” al- búmi America eru lögin yfirleitt lengri og f jölþættari, og bregður þar oft fyrir þyngri milliköflum sem til þess eru fallnir að skapa jafnvægi. Auk þess gefa lögin þar aldrei tilefni til þess að ætla að þau séu aöeins hálfunnin. Sá er einmitt stærsti gallinn á „Harbor” hvaö litiö er þar um heillega hluti. Af sömu ástæöu er mjög erfitt um vik að tiltaka einhver „Beztu lög” á plötunni, það eru þá helzt „God Of The Sun” og „Down To The Water”. „Harbor” kallar ekki á frek- ari umfjöllun er orðið er. Americaunnendur kunna að lifa i voninni, en þessi nýjasta afurð America aflar þeim tæpast fylg- ismanna. Beztu lög: „Down To The Water”, „God Of The Sun”, „Are You There”. — KJ nýjar plötur David Matthews — Shoogie Wanna Boogie Frábær diskótek-plata, sem um þessar mundir er aö tröliríða á diskótekum Evrópu. Disco — Soul The Miracles — Love Crazy Johnnie Taylor — Rated Estraodinaire Harpo — Movie Star Harpo — Harpo Smile Wild Cherry — Electrified Funk - . Country rokk — Rokk Peter Gabriel Pink Floyd — Animals Electric Light Orchestra — A New World Record Gene Clark — Two Sides to every Story Roger Mcguinn — Tunderbyrd Eagles — Hotel California America — Harbour Nýjar litlar disco-plötur Denise McCann — Tattoo Man Barry White — l'm Qualyfied to Satisfy T. Connection — Do what You wanna do Sylvers — Hot Line Shalimar— Uptown Festival Fat Back Band — Double Dutch Thelma Houston — Don't Leave Me this way lOcc — Hot to Trot David Soul — Don't give up on Us Trammps — Ninety nine and a half Captain and Tennille — Can't stop Dancing Lindsey D. Poul — Rock Bottom fulltrúi Englands í væntanlegri Evrópu-söng- keppni. Sendum samdægurs gegn póstkröfu Hafnarstræti 17 simi 13303. Laugavegi 89 simi 13008

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.